Morgunblaðið - 18.02.2001, Blaðsíða 18
LISTIR
18 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Bjálkahús eru einstaklega
skemmtileg íveruhús, hvort sem um
er að ræða heilsárshús eða sumarhús.
Dvöl þar skapar vellíðan.
Nú er tíminn til að huga að
byggingu sumarhússins.
Við bjóðum bjálkahús, stór og smá
á einstaklega hægstæðu verði.
Heimsækið okkur á netinu,
www.simnet.is/casanova
eða hafið samband við okkur
í síma 557 5851
eða í netfangi
casanova@simnet.isCASA NOVA ehf
Í P
O
K
A
H
O
R
N
IN
U
NÚ hleypir Bjarni Daníelsson,
nýskipaður óperustjóri við Ís-
lensku óperuna, sinni fyrstu óp-
eruuppfærslu af stokkunum og er
það hin vinsæla La Bohème eftir
Giacomo Puccini. Þeir sem unna
óperutónlist og hafa sótt sér gleði-
stundir í Íslensku óperuna fagna
því innilega, að nú sé aftur hafist
handa eftir margvíslegar breyting-
ar, sem vonandi eiga eftir að skila
sér í lifandi starfi. Þetta er fertug-
asta og fyrsta verkefni Íslensku
óperunnar, er krefur áhorfendur
um þakklæti fyrir það merka lista-
framlag sem Íslenska óperan hef-
ur staðið skil á, við erfiðar að-
stæður og oft undir ósanngjörnum
aðfinnslum og við óþægar fjár-
hagsaðstæður, er ávallt voru yf-
irunnar af ósérplægni og trú á, að
þetta listform ætti sér, þrátt fyrir
allt, framtíð á Íslandi og að við
værum svo vel til verka menntuð,
að þetta væri hægt, jafnvel með
glæsibrag.
Og nú er það La Bohème, sem
frumsýnd var í Íslensku óperunni.
sl. föstudagskvöld, fyrir fullu húsi
og við mikil fagnaðarlæti áheyr-
enda. Það hefur verið ritað mikið
og margt um þessa óperu, sem
hefur svipaða stöðu í huga almenn-
ings og Carmen eftir Bizet. Það er
líkast því að bera í bakkafullan
lækinn að bæta einhverju þar við,
sem fyrr hefur verið ritað og að
ekki sé talað um viturlegar skil-
greiningar á tónsmíðatækninni hjá
Puccini, sem allir kunna skil á, þó
aldrei verði skilgreint hvað sé list,
né heldur hvað það er, eitt framar
öðru, sem snertir tilfinningar
manna.
Uppfærsla Íslensku óperunnar á
óperunni La Bohème eftir Puccini
er að þessu sinni ærslafull, jafnvel
eins og í gamansöngleik en á milli
töluvert tilfinningaþrungin. Að láta
upphaf óperunnar hefjast á kyrra-
mynd, af kórnum, eins og hann
væri utandyra og láta svo kórinn
umbreyta sviðsmyndinni í kaldr-
anlegt risherbergi, hefur þau áhrif,
að upphafið á þættinum verður
framan af ótrúverðugt. Þessi leik-
stjórnarleikur var endurtekinn í
öðrum þætti og þar átti það vel
við, þó ærslin væru yfirdrifin, t.d.
atriðið með leikfangasalann, Par-
pignol (Skarphéðinn Þ. Hjartar-
son), ásókn barnanna í leikföngin
og kaup Mímíar á litlu rauðu húf-
unni, færi þess vegna fyrir ofan
garð og neðan. Nokkur leikstjórn-
aratriði, sem setja sterkan svip á
sýninguna, mætti tilgreina, eins og
t.d. dansatriðið í síðasta þættinum,
sem var einum of ærslafengið.
Þrátt fyrir of mikil ærsl á köflum,
var sýningin skemmtileg og auðséð
að leikstjórinn, Jamie Hayes, vildi merkja vel við andstæðurnar í
verkinu og tókst það nokkuð vel.
Kolbeinn J. Ketilsson söng
Rudolfo mjög vel, þó hann sleppti
háa c-inu í lok fyrsta þáttar, en
trúlega er sú gerðin komin til
vegna óska einhvers söngvara, því
talið er að ritháttur Puccini hafi
verið annar. Hvað sem því líður er
háa c-ið orðin hefð, sem, ef vel
tekst til er feikilega áhrifamikil.
Fyrsta arían, „Hve köld er þín
hönd“, var mjög fallega sungin og
dúettarnir með Marcello, þar sem
Rudolfo opnar hjarta sitt fyrir vini
sínum, voru sérlega áhrifamiklir
og einkum sá síðari, í upphafi
fjórða þáttar, sem er eitt falleg-
asta söngatriði óperunnar og hvað
tónferli snertir, minnir mjög á
Verdi. Sýningin er mikill söngs-
igur fyrir Kolbein, sem þó mætti
vinna meira úr hinum leikræna
þætti.
Auður Gunnarsdóttir syngur
mjög vel og nær nokkuð vel, en þó
við látlausari mörkin, að túlka
þetta viðkvæma og veika blóm,
sem Mímí á að vera. Aria Mímíar í
fyrsta þætti, „Ég er kölluð Mimi,
en veit ekki hvers vegna“, var fal-
lega sungin. Bestur var söngur og
leikur hennar í þriðja þætti, bæði
á móti Marcello en heppnaðist þó
ekki eins vel á móti Rudolfo, mest
vegna óláta og það að láta Mar-
cello og Musettu þverrápa yfir
sviðið meðan þau voru að rífast, og
sífellt að ganga á milli Rudolfo og
Mímí og þar með rjúfa innilegan
samsöng þeirra.
Hlín Pétursdóttir söng Musettu
og gerði það vel, þó rödd hennar
sé ef til vill einum of létt fyrir
hlutverk Musettu, sem á vera
hörku „gella“ eða „cool“ stelpa, en
raungóð er á reynir. Aría hennar á
„Cafe Momus“, sem er ein af aðal-
aríum óperunnar, var bæði vel
sungin og leikin. og var auðséð og
auðheyrt, að hún hefur dregið sér
mikla reynslu sem óperusöngkona.
Marcello var frábærlega vel
mótaður af Bergþóri Pálssyni,
bæði í leik og söng. Hann á að
vera tvískiptur karakter, skapmik-
ill málari og gleðimaður, en Berg-
þór, ásamt Ólafi Kjartani Sigurð-
arsyni, er söng tónlistamanninn
Schaunard, voru ærslabelgir sýn-
ingarinnar og á köflum óborgan-
legir. Heimspekingurinn Colline,
sunginn af Viðari Gunnarssyni, á
að vera virðulegur, þó hann sleppi
fram af sé beislinu, þegar svo ber
undir. Frakka-arían er einn af há-
punktum óperunnar, einstætt
listaverk, sem Viðar söng ágæt-
lega en einum of til baka. Sigurður
Skagfjörð Steingrímsson lék bæði
leigusalann Benoit og kokkálinn
Alcindoro og náði að túlka þessa
skrítnu karla einstaklega vel. Ann-
að söngfólk er kom að þessari sýn-
ingu stóð vel fyrir sínu, en það var
kór Íslensku óperunnar, kórstjóri
Garðar Cortes, og Barnakór Tón-
menntaskóla Reykjavíkur, kór-
stjóri Jóhanna Lövdahl. Hljóm-
sveit Íslensku óperunnar, með
Sigrúnu Eðvaldsdóttur sem kons-
ertmeistara, lék mjög vel undir
stjórn rússneska hljómsveitar-
stjórans Tugan Sokhiev, er stýrði
sýningunni af öryggi.
Leikmynd Finns Arnar Arnar-
sonar, var sniðuglega útfærð, sem
ekki er auðvelt á hinu litla sviði Ís-
lensku óperunnar. Búningar Þór-
unnar Maríu Jónsdóttur voru án
tilgerðar og nærri tíma óperunnar.
Lýsingin hjá Birni Bergsteini Guð-
mundssyni var einum of einlit, sem
líklega hefur verið ákvörðun leik-
stjórans. Í fyrsta kaflanum er sagt
til um hvernig Mímí og Rudolfo ná
saman, krjúpandi á gólfinu í dimm-
unni og í textanum, þar sem sung-
ið er um tunglskinið, er þetta at-
riði útfært á skemmtilegan máta í
hljómsveitinni. Það er auðvitað
ekki sjálfgefið, að fylgja þurfi ein-
hverjum forskriftum, þó vel hefði
mátt láta þetta atriði halda sér,
sem er skemmtilegra leikhús en
það sem bar fyrir augu að þessu
sinni.
Í heild er þessi sýning lifandi og
skemmtileg og einnig tilfinninga-
þrungin og sérlega athyglisverð,
þar sem flestir söngvarar í aðal-
hlutverkum eru ungir, efnilegir og
vel menntaðir söngvarar, sem
stóðu sig með glæsibrag og eiga
áreiðanleika eftir að ná langt sem
óperusöngvarar. Þannig hefur sú
trú, er rak eftir fólki að stofna óp-
eru hér á Íslandi, þrátt fyrir hús-
leysi og þvert á vantrú margra á
að það væri hægt, blómstrað í
starfi Íslensku óperunnar á liðnum
árum. Starfsemi Íslensku óperunn-
ar hefur sömu þýðingu fyrir
söngvara og Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands fyrir hljóðfæraleikara og at-
vinnuleikhúsin fyrir leikara. Það
er nauðsynlegt að fastráða söngv-
ara við óperuna og skapa henni
þar með starfsgrundvöll, sambæri-
legan við aðrar menningarstofn-
anir.
Ærslafull
og tilfinn-
ingaþrungin
sýning
„Sýningin er mikill söngsigur fyrir Kolbein Ketilsson, sem þó mætti
vinna meira úr hinum leikræna þætti.“
TÓNLIST
Í s l e n s k a ó p e r a n
eftir Puccini
Söngvarar í aðalhlutverkum;
Kolbeinn J. Ketilsson, Auður Gunn-
arsdóttir, Bergþór Pálsson, Ólafur
Kjartan Sigurðarson, Viðar
Gunnarsson og Sigurður
Skagfjörð Steingrímsson.
Hljómsveitarstjóri Tugan Sokhiev
og leikstjóri Jamie Hayes.
Föstudagurinn 16. febrúar 2001.
LA BOHÈME
Jón Ásgeirsson
Morgunblaðið/Jim Smart
„Í heild er þessi sýning lifandi og skemmtileg og einnig tilfinningaþrungin og sérlega athyglisverð, þar sem
flestir söngvarar í aðalhlutverkum eru ungir, efnilegir og vel menntaðir söngvarar, sem stóðu sig með glæsi-
brag og eiga áreiðanlega eftir að ná langt sem óperusöngvarar.“