Morgunblaðið - 18.02.2001, Síða 19
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 19
Í GALLERÍINU Stöðlakoti má
þessa dagana finna verk Jóns Adólfs
Steinólfssonar. Er þetta önnur
einkasýning Jóns Adólfs sem hefur
sérhæft sig í útskurði, en verk Jóns
Adólfs eru ýmist unnin úr einum við-
arbút, eða að um er að ræða samsett
verk þar sem útskornar verur hvíla á
völdum stofni eða rótarhnyðju.
Fyrrnefndu verkin einkennast af
skemmtilegri samræðu tréskurðar-
meistarans við efnivið sinn. Jón
Adólf leitar þar uppi svipbrigðarík
andlit viðarins með góðum árangri.
Þykkar varir, þung augnlok þessara,
oft á tíðum, kómísku andlita minna
um margt á ufsagrýlur gotneskra
kirkna og verur þær sem gjarnan
prýddu spássíur miðaldahandrita.
Og líkt og ufsagrýlurnar virtust vaxa
upp eftir kirkjubyggingum miðalda
þá vinna andlit Jóns Adólfs sig út úr
viðnum með hjálp tréskurðarmeist-
arans.
Rótargríma eitt og tvö eru sérlega
skemmtileg dæmi um þetta, sem og
við verkið Andlitið, en þar lýkur Jón
Adólf ekki að fullu við að rista út
andlitið, sem hér minnir nokkuð á
frumbyggjalist, heldur lætur trénu
einnig eftir að móta þar sinn eiginn
svip.
Útskurðarhæfileikar Jóns Adólfs
njóta sín hvað best í þessum tré-
grímum sem einkennast af vissu
jafnvægi milli listamannsins og efni-
viðar hans. Við gerð nokkurra stærri
verkanna beitir Jón Adólf síðan svip-
aðri tækni, líkt og sjá má á verk-
unum Álfarót, Ópið og Rót. Hér leika
viðarstofnarnir sjálfir þó öllu stærra
hlutverk og andlit eða líkami sá sem
útskurðarmeistarinn hefur komið
fyrir á stofninum virðist nú í auka-
hlutverki gagnvart formfegurð nátt-
úrunnar. Nokkuð meiri spennu gæt-
ir þá hér milli útskurðarins og
efniviðar og til að mynda ekki laust
við vissa stífni í gerð andlitsins sem
prýðir stofnin í verkinu Ópið.
Jón Adólf hefur þó augljóslega
gott vald á útskurðartækninni og
þekkingu á miðli sínum. Þetta nýtur
sín vel í ofangreindum verkum, en
skilar ekki alveg sama árangri í sam-
settu verkunum þar sem útskurðar-
meistarinn leitar gjarnan á náðir
goðafræðinnar.
Eru persónugervingar á borð við
Tímann – öldung sem situr í hásæti
með stundarglas í hönd – og Líf –
ungbarn sem hvílir á trjástofni
–ágæt dæmi um slík verk. Þessi verk
búa hins vegar ekki yfir sömu ein-
lægni og rótargrímurnar þó tækni-
lega séð sýni Jón Adólf viðfangsefni
sínu hér ekki síðri alúð en áður. Nak-
in kona í verkinu Gyðja er til að
mynda nokkuð stíf og óörugg að sjá,
á meðan vissa sannfæringu skortir
við samsetningu trjábols og unga-
barnsins í verkinu Líf.
Ekki hafa margir sérhæft sig í út-
skurði hérlendis og er Ríkharður
Jónsson eflaust hvað þekktastur
þeirra sem það hafa gert. Útskurð-
arverk Jóns Adólfs eru því kærkom-
in viðbót við íslenska listaflóru og
listiðnað og ekki ólíklegt að trjá-
stofnar hans hafi mörg fleiri andlit
að geyma.
Anna Sigríður Einarsdótt ir
MYNDLIST
S t ö ð l a k o t
Sýningunni lýkur 18. febrúar. Sýn-
ingin er opin daglega frá kl 14–18.
JÓN ADÓLF
STEINÓLFSSON
Morgunblaðið/Jim Smart
Rótargríma 2 eftir Jón Adólf
Steinólfsson.
Ufsagrýlur og
goðsagnaverur
GRÍMAN á myndinni var meðal
muna er fundust í grafhýsi í Perú
ekki alls fyrir löngu. Gríman, sem
er úr gulli og kopar, var notuð til að
hylja andlit látins manns sem til-
heyrði hinum lítt þekkta Moche-
menningarheimi.
Grafhýsið var ríkulega munum
búið, en greint er frá fundinum í
marshefti tímaritsins National
Geographic.
Reuters
Moche dauða-
gríma
DANSKI rithöf-
undurinn Suzanne
Brøgger hlaut í gær
verðlaun úr minn-
ingarsjóði Jeanne
og Henri Nathan-
sens. Frá þessu er
greint í netútgáfu
danska dagblaðs-
ins Politiken á
föstudag. Verðlaunin eru 100.000
danskar krónur eða sem svarar rúm-
lega einni milljón íslenskra króna og
eru þau veitt sem viðurkenning fyrir
umfangsmikið og ríkulegt höfundar-
verk. Í umsögn dómnefndar segir að
Suzanne Brøgger hafi allt frá árinu
1973 gert tilraunir innan allra greina
bókmenntanna og túlkað hluta af
reynsluheimi tuttugustu aldarinnar
á sinn persónulega máta og með sér-
stakri kímnigáfu. Þá hafi hún óspart
nýtt sér esseiuformið í ófyrirsegjan-
legri menningarrýni sinni.
Meðal nýjustu verka Suzanne
Brøgger má nefna ættarsöguna
Jadekatten og greinasafnið Sejd en
það inniheldur esseiur og greinar frá
árunum 1990-2000.
Suzanne
Brøgger
verðlaunuð
Suzanne
Brøgger
♦ ♦ ♦