Morgunblaðið - 18.02.2001, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 27
Laugavegi, s. 511 1717
Kringlunni, s. 568 9017
2001
flauelsjakki 9.990
flauelsbuxur 6.990
flauelspils 4.990
(litir svart - brúnt - dökkblátt)
skyrta 2.990
stígvél 6.900
jakkaföt 15.900
(litir: svart - dökkgrátt - hermannagrænt)
skyrta 2.990
bindi 1.990
skór 6.900
jakkaföt 15.900
stærðir 40-48
skyrta 2.990
bindi 1.990
skór 6.900
kenningar sálgreiningar, djúpsálfræði og afl-
sálfræði. Við grípum þar aðeins niður:
– Kenningar sálgreiningar um alkóhólisma
er byggð á kenningum Freud um persónu-
leikann. Gengið er út frá því að alkóhólismi
sé óviðráðanleg þörf til að nota efni sem hef-
ur þær afleiðingar að einstaklingurinn finn-
ur til ofsagleði og vellíðunar og losnar við
sársauka eða slæmar tilfinningar. Sá sem
verður alkóhólisti er talinn hafa þjáðst af
einhverjum líkamlegum eða sálrænum sárs-
auka sem bar hann ofurliði. Líkamlegar og
sálrænar þjáningar gera hvern einstakling
sem reynir slíkt mun næmari fyrir vellíð-
unaráhrifum vímugjafa. Þessar þjáningar
geta verið meðvitaðar jafnt sem ómeðvit-
aðar, þær þurfa ekki heldur að vera öðrum
merkjanlegar. Samkvæmt kenningunni er
mögulegt að þjáningarnar eigi sér djúpar
rætur í persónuþroska og komi til vegna
höfnunartilfinningar í frumbernsku sem or-
sakar litla sjálfsvirðingu og vanlíðan. Þessi
mikla þörf fyrir vellíðan er vanþroski sem
viðkomandi hefur ekki losnað við frá frum-
bernsku. Ungbarnið og smábarnið hafa þess-
ar þarfir, en eftir því sem einstaklingurinn
eldist, þroskast þessar þarfir, þ.e.a.s. því
minna virði verður það fyrir einstaklinginn
að fullnægja þeim. Alkóhólistinn nær hins
vegar ekki slíkum þroska og þessar þarfir
haldast á sama stigi þar til sálgreinirinn hef-
ur gert honum þær ljósar, þ.e. það sem falið
er í dulvitundinni þarf að koma upp á yf-
irborðið til þess að sjúklingurinn verði heil-
brigður.
Kannabis,
námsgeta og sáðfrumur
Á blaðsíðu 64 lítum við ofan í textann í
grein sem fjallar vítt og breitt um kannabis.
– Þó að litlir skammtar af THC dragi
greinilega úr námsgetu eru áhrif þess á
munnlega tjáningu þó enn greinilegri. Mað-
ur í kannabisvímu á oft í verulegum erf-
iðleikum með að koma orðum að því sem
hann vill segja. Það sem hann segir er
brotakennt og úr samhengi við það sem
hann vildi sagt hafa. Þannig eru menn oft
orðlitlir og þegjandalegir í kannabisvímu þó
þeir geti verið hláturmildir og kátir á köfl-
um. Truflun á nýminni og brengluð tjáning-
argeta eða brenglað orðfæri minnir talsvert
á Alzheimersjúkdóminn nema að ástandið er
nær alltaf tímabundið og hverfur á nokkrum
tíma þegar kannabisneyslu er hætt.
Litlir skammtar tetrahýdrókannabínóls
auka tíðni hjartsláttar og blóðþrýstingur
fellur. Við langvarandi neyslu kannabis get-
ur vökvi safnast í líkamann af þessum sök-
um. Þol virðist myndast gegn verkunum
THC á hjarta- og æðakerfi. Sérlega erfitt er
að meta áhrif kannabis á öndunarfæri þar
sem meirihluti þeirra sem reykja kannabis
reykir einnig tóbak. THC sjálft víkkar
berkjur. Kannabisreykingar valda hins veg-
ar samdrætti í berkjum og ertingu, sér-
staklega ef mikið er reykt. Hjá körlum sem
reykja kannabis kann magn karlkynshorm-
óna í blóði að minnka. Í sáðfalli þessara
manna virðast vera færri sæðisfrumur en
venjulegt er og hreyfingar þeirra minni.
Verkun THC eða kannabis á tíðahring og
hormónastarfsemi kvenna hefur lítið verið
rannsökuð.
Sígarettur flókinn skaðvaldur
Á blaðsíðu 60 stöldrum við við í grein um
nikótín og tóbak. Þar stendur:
Í grófum dráttum má skipta tóbaksreyk í
tvo hluta; agnahluta og lofthluta. Í agnahlut-
anum eru öll föst og fljótandi efni sem er að
finna í tóbaksreyk. Þar er nikótín, vatn, ým-
is tjöruefni og málmar og fjöldi annarra
efna. Í lofthlutanum eru ýmsar lofttegundir,
t.d. koloxíð, köfnunarefnisoxíð, brennistein-
stvíoxíð, blásýra og ýmis rokgjörn alkóhól og
aldehíð sem eru sum mjög ertandi á önd-
unarfærin.
Reykingar umfram fáeinar sígarettur á
dag að meðaltali hafa í för með sér ýmis við-
varandi eituráhrif sem geta síðar valdið
sjúkdómum í mörgum líffærum og jafnvel
dauða. Hjarta- og æðasjúkdómar eins og
kransæðasjúkdómar, heilablóðfall og æða-
kölkun í útlimaæðum eru mun tíðari hjá
reykingamönnum en öðrum. Þá auka sígar-
ettureykingar stórlega líkur á hvers konar
sjúkdómum í öndunarfærum. Má þar nefna
langvarandi berkjubólgu, lungnaþembu og
lungnakrabbamein...
Og nokkru seinna stendur þetta:
– Nikótín getur komið að gagni við Park-
insonsjúkdómi og ef til vill við Alzheim-
ersjúkdómi, einkum á byrjunarstigi, sem og
við fleiri sjúkdóma. Athyglisvert er, að alkó-
hólistar og ekki síður fyrrverandi alkóhól-
istar og fólk sem haldið er geðklofa, reykir
oft afar mikið. Hér gæti verið um sjálfs-
lyfjun að ræða. Enda þótt tóbaksreykingar
séu mjög heilsuspillandi er alveg óvíst hvern
þátt nokótín eitt og sér á í þeim áhrifum.
Nikótín sjálft er ekki krabbameinsvaldur, en
það gæti virkjað krabbameinsvalda og það
gæti að nokkru umbreyst í krabbameins-
valda. Nikótín eitt sér veldur varla lungna-
skemmdum og óvíst er hvort það á nokkurn
þátt í æðakölkun af völdum reykinga. Því má
í raun segja að rétt og sanngjarnt sé að
greina á milli tóbaks og nikótíns þar sem
nikótín eitt og sér getur verið gagnlegt í
lyfjafræðilegu tilliti og neysla þess hreins í
viðeigandi lyfjaformum er mun viðurhluta-
minni en í formi reyktóbaks.
Neysla unglinga
Hér er stubbur úr grein um skýringar á
neyslu, á blaðsíðu 158: –Niðurstaðan virðist
vera sú, að það sem skipti máli í sambandi
við að halda unglingum frá neyslu, sé að þeir
séu vel tengdir inn í samfélagið, hvort sem
það eru tengsl við foreldra, skólann eða
skipulegt tómstunda- og íþróttastarf. Að
sjálfsögðu eru innbyrðis tengsl þarna á milli,
en samkvæmt þessu virðast helstu skýringar
á vímuefnaneyslu ungs fólks felast í því að
hefðbundnar stofnanir samfélagsins, s.s. fjöl-
skyldan og skólinn veiti ekki nægilegan
stuðning og taumhald og því tileinkar unga
fólkið sér síður hefðbundin gildi samfélags-
ins.
Áhættuþættir
sjálfsvíga
Á blaðsíðu 173 stingum við okkur niður í
texta sem fjallar um áhættuþætti sjálfsvíga.
Þar segir m.a.:
– Þegar keðjusjálfsvíg fara í gang má
segja að félagsleg sefjun sé að hluta til
áhrifavaldur. Í rannsókn Landlæknisemb-
ættisins (Vilhelm Norðfjörð – óbirt rann-
sókn) á sjálfsvígum á Austurlandi, sem áttu
sér stað 1984–91 og í samanburði við sjálfs-
víg á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma koma
fram áberandi meiri sefjunareinkenni á
Austurlandi en á höfuðborgarsvæðinu. Á
Austurlandi þekkti helmingur þeirra sem
svipt hafði sig lífi einhvern sem hafði gert
það sama áður. Sjálfsvígsyfirfærslan var því
orðin mjög mikil innan unglingamenning-
arinnar. Ungmenni á Austfjörðum þekkja
hvert til annars, m.a. í gegn um heimavist-
arskóla og sveitaböll. Allir þekkja alla. Þess-
ir ungu menn á Austfjörðum eignast strax
bíla þegar þeir geta, m.a. til að komast á
milli staða og hafa samkomustað. Þannig
viðhaldast tengsl ungmenna milli staða
ennþá betur. Þannig komst þessi lausn,
sjálfsvíg, smám saman inn í unglingamenn-
ingu Austfjarða. Sjálfsvíg urðu smám saman
hluti af þeim lausnum sem hægt var að grípa
til í unglingamenningu Austfjarða.
Þegar það fer saman að viðkomandi er
ungur karl sem er þunglyndur, er í vímu-
efnaneyslu og þekkir og þekkti félaga sem
sviptu sig lífi eða gerðu tilraun til þess, þá
höfum við þrjá áhrifamestu áhættuþættina í
sama einstaklingnum. Þunglyndi, áfengis- og
vímuefnavandamál og félagsleg sefjun/smit,
eru þrír áhrifamestu áhættuþættir sjálfs-
víga.
Að skella
skollaeyrum
Loks grípum við niður í texta sem fjallar
um yfirlit og þróun um forvarnir á Íslandi.
Þar stendur m.a.:
– Enn er ný sveifla sveifla í gangi. Nú er
gert ráð fyrir því að unglingarnir skelli
gjarnan skollaeyrum við því sem frá full-
orðnu fólki kemur, þar sem fullroðna fólkið
sé stöðugt að jagast í unglingunum og þeir
hlusti ekki á það ef þeir komist hjá því. Þar
að auki beinist uppreisn unglingsáranna
gegn fullorðnum. Til að mæta þessu hefur
verið sett á laggirnar svonefnd jafningja-
fræðsla. Hún felst í því að jafnaldrar ung-
linganna taki að sér fræðslu um skaðsemi
vímuefna og fánýti þess að eyða unglingsár-
unum í að nota þau. Sálfræðin samþykkir þá
hugsun sem þarna liggur að baki. Þegar
reynt skal að fá menn til að skipta um skoð-
un, þá er ein áhrifaríkasta leiðin að fá ein-
stakling sem er að einhverju leyti líkur við-
takanda til að bera skilaboðin. Erfitt er að
finna nokkra líkari unglingum en aðra ung-
linga.
Tíðni ölvunar á landsvísu vorið 1998. Hlutfall nemenda í efstu bekkjum
grunnskóla sem hafa orðið ölvaðir einhvern tímann á ævinni.