Morgunblaðið - 18.02.2001, Side 32

Morgunblaðið - 18.02.2001, Side 32
32 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ 18. febrúar 1945: „Samgöngumálaráðherra, Emil Jónsson, upplýsti á Al- þingi á dögunum, að stjórn Eimskipafjelags Íslands hefði skrifað ráðuneytinu brjef – og einnig Nýbygging- aráði – þar sem farið var þess á leit, að fjelaginu yrði trygður gjaldeyrir til þess að kaupa alt að sex ný skip að stríðinu loknu. Lagði stjórn Eimskips í brjefi sínu áherslu á, að hafist yrði handa um framkvæmdir í þessu efni eins fljótt og auðið væri. Allir sannir Íslendingar munu af einlægni fagna þessum tíðindum. Fagna þeim stórhug, sem hjer kem- ur fram og þeim skilningi á þörfum þjóðfjelagsins, sem lýsir sjer í þessu brjefi stjórnar Eimskips. Þó voru til menn á Alþingi, sem fanst ekki ástæða til að fagna þessum tíðindum. Það voru hinir þröngsýnu aft- urskurfar í Framsókn- arflokknum, undir forystu Eysteins Jónssonar. Þessir menn vildu svifta Eimskip öllum möguleikum til aukn- ingar skipastóls lands- manna. Þeir vildu láta ríkið taka af Eimskip gróðann, sem fjelaginu áskotnaðist 1943, en einmitt vegna þessa óvænta happs getur fjelagið nú ráðist í þau stórfeldu skipakaup, sm ráðgerð eru. Og þeir vildu ganga lengra afturhaldskurfarnir. Þeir vildu skattleggja svo Eim- skip í framtíðinni, að örugt væri að fjelagið næði aldrei því takmarki, sem að var stefnt í upphafi, er fjelagið var stofnað: – Að sjá þjóðinni fyrir nægum skipakosti, svo að hún þyrfti ekki að vera upp á aðra komin í því efni. Þannig var hugarfar ráða- manna Framsóknarflokksins á fyrsta ári hins íslenska lýð- veldis.“ Fory s tugre inar Morgunb lað s ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LISTGAGNRÝNI ER ÞJÓNUSTA VIÐ LESENDUR Talsverð umræða hefur fariðfram um listgagnrýni í fjölmiðl-um undanfarið, einkum þó leik- gagnrýni. Slík umræða er oft áhuga- verð og fagnaðarefni á blaði eins og Morgunblaðinu þar sem gagnrýni er stór þáttur í menningarumfjölluninni. Það vekur eigi að síður athygli að um- ræða um gagnrýni hefur lengi verið í sama farinu. Má glöggt merkja það á grein í blaðinu í gær um hinn „full- komna gagnrýnanda“ sem birtist fyrst í tímaritinu Ný leikhúsmál árið 1963 en mikill samhljómur er með henni og þeirri umræðu sem fer fram nú. Nokkur atriði í þessari umræðu snerta grundvallarforsendur gagn- rýni, sem birtist í Morgunblaðinu. Á málþingi um leiklistargagnrýni í Borgarleikhúsinu fyrir skömmu var til dæmis rædd spurningin um það fyrir hvern gagnrýni væri. Einnig lýstu menn áhyggjum af því að gagnrýnend- ur sem þyrftu að skila dómi í fjölmiðil sinn daginn eftir tiltekinn menningar- viðburð hefðu lítinn tíma til að yfir- vega afstöðu sína. Í kjölfarið hefur svo inntak og hlutverk listgagnrýni í fjöl- miðlum verið rædd og gagnrýnd harð- lega af sumum. Morgunblaðið gengur út frá því að listgagnrýni sé fyrst og fremst þjón- usta við lesendur blaðsins. Gagnrýni er ætlað að leiðbeina eða upplýsa les- endur um verkið, efni þess og form, inntak, nýmæli o.s.frv. Jafnframt á hún að birta mat gagnrýnandans á verkinu, erindi þess við samtímann, afstöðu þess gagnvart eldri verkum og á gæðum þess. Slíka umfjöllun eiga lesendur blaðsins að geta nýtt sér í daglegri umgengni sinni við menningu og listir. Morgunblaðið er ekki fagtímarit og birtir því ekki ýtarlega fræðilega gagnrýni undir venjulegum kringum- stæðum. Samt sem áður er stundum deilt á gagnrýni blaðsins fyrir að vera ekki nægilega ýtarleg. Í þessu tilliti ber að benda á að í blaðinu fer fram margvísleg umræða um menningu og listir af öðru tagi, bæði almenn og sér- tæk. Í blaðinu birtast viðtöl við lista- menn og fræðimenn og aðra sem koma að listum og menningu. Hér birtast einnig greinar um einstök verk og sýningar, auk annarra greina um menningarástandið almennt. Það er stefna blaðsins að auka þessa umfjöll- un. Það verður einnig að hafa í huga að gagnrýni sem birtist í Morgunblaðinu er í mörgum tilfellum fyrstu viðbrögð sem listamenn og lesendur fá við verki en markvisst er unnið að því að birta dóma um einstök verk og viðburði við fyrsta tækifæri, í sem flestum tilfell- um daginn eftir frumsýningu, tónleika og opnun sýningar. Þetta setur vissu- lega mark sitt á umfjöllunina, tíminn sem gagnrýnendur hafa til þess að vinna greinar sínar er oft og tíðum lít- ill. Með þessu sinnir blaðið hins vegar mikilvægu hlutverki gagnvart lesend- um sínum, sem eru njótendur þeirra verka sem um er fjallað, og einnig gagnvart listamönnunum sem vilja gjarnan fá skjót viðbrögð frá þeim sem þeir fremja list sína fyrir. Síðastliðin ár hefur það orðið æ þyngri krafa lesenda og listamanna að gagnrýni sé birt svo fljótt sem auðið er. Sjaldgæft er að óskir um annað komi fram en það er þá einkum með þeim rökum að gagnrýnandi hafi meiri tíma til þess að skrifa umfjöllun sína. Þetta er gilt sjónarmið en Morgun- blaðið telur sig geta sinnt hlutverki sínu sem dagblað betur með núver- andi fyrirkomulagi. Einnig hafa komið fram þau sjónarmið að gagnrýni ætti að birtast um myndlistarsýningar þegar þeim er að ljúka en þannig mætti auka aðsókn að þeim. Slík vinnubrögð myndu hins vegar varla teljast fagleg á dagblaði. Það er rétt sem fram kemur í grein Sveins Einarssonar leikhússfræðings hér í blaðinu í gær að dagblaðsgagn- rýni er fyrst og fremst skrifuð fyrir al- menning. Í því felst þó ekki að hún geti ekki haft og hafi ekki þýðingu fyrir listamennina og aðra umræðu um menningu og listir. Sem fyrstu yfir- veguðu viðbrögð við verki – en dag- blaðsgagnrýni er vissulega yfirveguð viðbrögð – gegnir gagnrýni ákveðnu aðhaldshlutverki. Sem slík hefur gagnrýni líka oft og tíðum mótandi áhrif á umræðuna sem fylgir í kjölfar- ið. Um þetta eru fjölmörg dæmi, bæði gömul og ný. Gagnrýni í fjölmiðlum er mikilvæg- ur þáttur í menningarumræðunni og því brýnt að henni verði haldið uppi með metnaðarfullum hætti. N iðurstöður launakönnunar, sem Félagsvísindastofn- un Háskóla Íslands vann fyrir Verzlunarmanna- félag Reykjavíkur, fjöl- mennasta stéttarfélag landsins, hafa vakið tals- verða athygli og umræð- ur. Mesta athygli verðskuldar sá hluti niður- staðnanna, sem snýr að launamun kynjanna. Með vandaðri greiningu á niðurstöðunum hefur Félagsvísindastofnun sýnt fram á að hinn marg- umtalaði og umdeildi launamunur karla og kvenna er sannarlega til staðar og verður ekki skýrður með ýmsum þáttum, sem oft hafa verið tíndir til, s.s. lengd vinnutíma, menntunarmun, ábyrgð og stöðu í starfi o.s.frv. 18% launamun- ur kynjanna Niðurstöður Félags- vísindastofnunar um launamun kynjanna byggjast eingöngu á svörum fólks í fullu starfi og miðast við laun í september á síðasta ári. Fram kemur m.a. að hærra hlutfall karla en kvenna fær greiddan bílastyrk og þeir fá að meðaltali greiddan hærri bílastyrk en konur. Jafnframt hafa fleiri karlar en konur afnot af bíl á vegum vinnuveitanda, en andvirði bílahlunnindanna er það sama hjá körl- um og konum. Þá hefur tæpur helmingur karla símahlunnindi í vinnunni en aðeins um fimmt- ungur kvenna. Þessi kynjamunur er til staðar í öllum starfsstéttum. Könnunin sýnir fram á að karlar eru í miklu meira mæli í stjórnunar- og sérfræðingsstöðum en konur. Konurnar eru hins vegar í miklum meirihluta í skrifstofu-, sölu- og afgreiðslustörfum. Mjög svipað hlutfall karla og kvenna í VR er með háskóla- eða framhalds- skólamenntun, en konur eru betur staddar en karlar að því leyti að þær hafa miklu frekar stutt starfsnám að baki en mun fleiri karlar en konur hafa eingöngu grunnskólapróf. Þá vinna karlar lengri vinnudag en konur; karlar í fullu starfi vinna að meðaltali 46,2 klst. á viku en konur í fullu starfi 42 klst. á viku. Þegar litið er á heild- arlaun fólks í fullu starfi, kemur í ljós að karlar hafa 26% hærri heildarlaun en konur að meðaltali. Í kynningu á niðurstöðum könnunarinnar á kjaraþingi VR tók Kristjana Stella Blöndal, deildarstjóri rannsókna hjá Félagsvísindastofn- un, fyrir þá algengu gagnrýni á umfjöllun um launamun kynjanna að störf kvenna og karla séu ósambærileg: „Til dæmis séu konur í störfum sem feli í sér minni ábyrgð og kröfur en karlar. Þeir séu frekar í stjórnunar- og sérfræðistörfum en þær frekar í störfum sem ekki krefjist fag- menntunar. Þess vegna sé ekki nóg að skoða launamun eins og hann kemur fyrir þegar meðallaun karla og kvenna séu borin saman beint heldur þurfi að taka tillit til þess að störfin séu ósambærileg.“ Kristjana útskýrði að Félagsvísindastofnun hefði með svokallaðri aðhvarfsgreiningu getað svarað þessari gagnrýni: „Niðurstöður hennar sýna að þegar tekið hefur verið tillit til starfs- stéttar, vinnutíma, starfsaldurs og aldurs minnk- ar kynbundinn launamunur meðal fólks í fullu starfi en er samt sem áður ennþá 18%. Með öðr- um orðum: Þegar við skoðum laun karla og kvenna í samsvarandi starfsstéttum, með sam- bærilegan starfsaldur, aldur og vinnutíma hafa karlar 18% hærri laun en konur. Þessi launa- munur helzt áfram 18% þótt einnig sé tekið tillit til menntunar ... Það sem enn er eftir af launa- muni karla og kvenna verður ekki skýrt með öðru en kyni.“ Þá benti Kristjana á að athyglisvert væri þeg- ar tengsl menntunar við laun væru skoðuð að karlar hefðu hærri heildarlaun en konur á öllum menntastigum, eftir að tekið hefði verið tillit til starfsstéttar, vinnutíma, aldurs og starfsaldurs, jafnframt að kynbundinn launamunur virtist svipaður á öllum menntastigum. Þannig kemur fram að háskólamenntaðar konur eru mun nær meðalheildarlaunum karla, sem lokið hafa fram- haldsskólaprófi, en karla með háskólapróf. Hvort sem konur hafa lokið framhaldsskólanámi eða stuttu starfsnámi eru þær með lægri meðal- laun en karlar með grunnskólapróf. Niðurstöður könnunar VR eru svipaðar hvað varðar launamun karla og kvenna og niðurstöður ýmissa annarra launakannana; munurinn er t.d. sá sami og í annarri könnun, sem gerð var fyrir VR árið 1999. Þannig hafa laun beggja kynja hækkað verulega, en ekkert dregið saman með konum og körlum. Það er því nokkuð ljóst að ákvæði jafnréttislaganna um sömu laun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf eru ekki upp- fyllt á vinnumarkaðnum. Djúpstætt gildismat Í lokaorðum fyrir- lestrar síns á kjara- þingi VR sagði Krist- jana Blöndal: „Við erum að fá svipaðan launamun ár eftir ár þrátt fyrir breytt landslag. Konur mennta sig meir og meir og eru frekar í stjórnunar- og sérfræði- störfum en áður. Til dæmis í VR er hærra hlut- fall karla en kvenna með enga menntun. Samt virðist kynbundinn launamunur ekki minnka. Það finnst mér benda til þess að kynbundinn launamunur byggist á mjög djúpstæðu gildis- mati í þjóðarvitundinni sem hreinlega endur- speglar ólíkt verðmætamat á vinnuframlagi karla og kvenna. Þetta er gildismat sem hefur fylgt okkur lengi og því tekur langan tíma að breyta því og þeim viðhorfum, sem því fylgja.“ Hvert er þetta gildismat og þessi viðhorf, sem útskýra launamun kynjanna? Í könnun, sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Skrifstofu jafn- réttismála vorið 1995, var kannaður munur á launum og kjörum kynjanna í fjórum opinberum stofnunum og fjórum einkafyrirtækjum og jafn- framt kafað dýpra í málin með viðtölum við starfsfólk og stjórnendur. Í viðtölum við stjórn- endur, sem taka launaákvarðanir, kom sterkt fram það sem kalla má hefðbundið viðhorf til hlutverka kynjanna. Þrátt fyrir sókn kvenna inn á vinnumarkaðinn á undanförnum áratugum eru konur álitnar ótryggari starfskraftur en karlar af því að þær þurfi að sinna heimili og börnum. Það hafi m.a. í för með sér að þær séu frá vinnu mánuðum saman vegna barneigna og oft í fríi vegna veikinda barna. Barneignir og fjölskylda er hins vegar alls ekki talið neikvætt þegar um karla er að ræða, frekar þvert á móti enda er það viðhorf sterkt að þeirra meginhlutverk sé að vinna fyrir fjölskyldunni. Það viðhorf er allút- breitt að karlar sækist beinlínis eftir löngum vinnutíma. Þetta viðhorf á sér ákveðna stoð í raunveru- leikanum. Á undanförnum áratugum hafa konur í stórauknum mæli sótt út á vinnumarkaðinn og atvinnuþátttaka kvenna er óvíða meiri en hér á landi. Þannig eru 87% kvenna á aldrinum 25-54 ára á vinnumarkaði, en um 96% karla. Engu að síður hefur verkaskiptingin inni á heimilunum ekki jafnazt að sama skapi og ábyrgðin á barna- uppeldi og heimilishaldi að meginhluta hvílt á herðum kvenna. Fjöldinn allur af konum, sem hafa farið út á vinnumarkaðinn, hefur ekki unnið fulla vinnu vegna þessa. Í VR-könnuninni kemur fram að 99% karlanna í úrtakinu vinna fulla vinnu, en aðeins 68% kvenna. Það hefur líka ver- ið alþekkt að konur hafa síður viljað taka að sér yfirvinnu en karlar og hafa frekar en þeir tekið sér frí úr vinnu til að sinna veikum börnum. Og sú staðreynd að konur ganga með börn, fæða þau í þennan heim og gefa þeim brjóst fyrstu mán- uðina í lífi þeirra, hefur óhjákvæmilega orðið til þess að þær hverfa af vinnumarkaði um lengra eða skemmra skeið vegna barneigna. Þótt hér sé alls ekki ætlunin að réttlæta launa- mun kynjanna má út frá þessu segja sem svo að það megi að sumu leyti virða atvinnurekendum til vorkunnar að hafa við launaákvarðanir, sem í mörgum tilfellum byggjast á huglægu mati, met- ið karla sem verðmætari starfskrafta en konur og byggt það mat á líkum á fjarvistum, líkum á að viðkomandi sé til í að taka að sér aukaverkefni og yfirvinnu o.s.frv. Þessir þættir hafa þótt skipta máli í umhverfi, þar sem vinnutími og við- vera hafa verið einn helzti mælikvarðinn á gagn- semi starfsmanna fyrir fyrirtækið. Um leið hafa karlar náð ákveðnu forskoti á konur í samkeppni um ábyrgðar- og stjórnunarstöður. Aftur á móti fer það ekki á milli mála að um leið og hin hefðbundna verkaskipting kynjanna hefur að sumu leyti skapað launamuninn, hefur launamunurinn stuðlað að því að viðhalda verka- skiptingunni. Sökum þess að konur fá almennt lægri laun en karlar er líklegt, þegar hjón eða sambýlisfólk ákveða hvort þeirra eigi að verja meiri tíma heima með ungum börnum, að konan verði fyrir valinu en karlinn sé áfram í því hlut- verki að vera aðalfyrirvinnan. Á síðustu árum hafa hins vegar æ fleiri, bæði karlar og konur, orðið ósátt við þessa verka- skiptingu og reynt að komast upp úr fari hefðar- innar. Æ fleiri pör líta á það sem sjálfsagðan og eðlilegan hlut að skipta jafnt með sér bæði ábyrgð á heimili og börnum og fyrirvinnuhlut- verkinu. Úti á vinnumarkaðnum hefur þetta fólk hins vegar rekið sig á veggi. Vel menntaðar kon- ur hafa sótzt eftir metorðum í fyrirtækjum og stofnunum og skiljanlega þykir þeim óþolandi að vera ekki metnar á eigin forsendum og að staða þeirra og möguleikar á vinnumarkaðnum séu þess í stað skilgreind út frá hefðbundnum hlut- verkum kynjanna í kjarnafjölskyldunni. Og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.