Morgunblaðið - 18.02.2001, Síða 37

Morgunblaðið - 18.02.2001, Síða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 37 E r Reykjavík- urflugvöllur stór- kostlegt lýti á borg- inni, eða er hann bara óhjákvæmileg- ur hluti af borginni, og þróun hennar – mætti jafnvel segja að hann sé sterkur þáttur í karakter borgarinnar? Og væri borgin feg- urri (jafnvel heilbrigðari) án vall- arins? Hvernig er hægt að skera úr um það hvort borg er falleg eða ljót? Tékknesk-franski skáldsagna- höfundurinn og Íslandsvinurinn Milan Kundera velti fyrir sér feg- urð borga í skáldsögunni Óbæri- legum léttleika tilverunnar. Tvær persónur í sögunni, Sabína og Frans, fóru til New York, og viðhorf þeirra til borgarinnar voru gerólík. En eitt voru þau þó sammála um, og það var að New York væri falleg borg. En þó með allt öðrum hætti en til dæmis Prag, heimaborg Sabínu. Frans orðar þetta svona: „Feg- urð í evrópskum skilningi hefur alltaf haft einhvern fyrir fram yf- irvegaðan eiginleika. Við höfum alltaf haft fagurfræðilegt skipulag og langtímaáætlun. Þess vegna hafa vestrænir menn getað eytt áratugum í að byggja gotneska kirkju eða torg í endurreisnarstíl. Fegurð New York byggir á allt öðrum forsendum. Hún er óvilj- andi. Hún varð til óháð mannlegri hönnun, líkt og dropasteinshellir. Form sem eru í sjálfu sér forljót skjóta allt í einu upp kollinum, al- veg án hönnunar, í svo ótrúlegu umhverfi að þau glitra af óvæntum og yndislegum skáldskap.“ Og Frans heldur áfram: „Kannski er þessi óviljandi fegurð New York miklu auðugri og fjöl- breyttari en þessi afskaplega stranga og stílfærða fegurð sem er hönnuð af mönnum. En þetta er ekki okkar evrópska fegurð. Þetta er framandi heimur.“ Þrátt fyrir þennan að því er virðist djúpa skilning á fegurð New York var Frans hræddur við hana og lang- aði bara til að fara heim til Evr- ópu. En Sabína var aftur á móti heilluð af þessari óútskýrðu fegurð New York. Það skyldi þó ekki vera að Reykjavík, með flugvöllinn í Vatnsmýrinni og allt heila klabbið, sé óvart falleg borg, þótt hún hafi ekki verið þrautskipulögð beinlínis með fegurð (í evrópskum skiln- ingi) í huga? Þótt deilan um framtíð Reykja- víkurflugvallar sé, ef náið er að gáð, fyrst og fremst spurning um samgöngur og aðgengi lands- byggðarfólks að heilsugæslu, stjórnsýslu og menningarstofn- unum í höfuðborginni, hefur deilan fleiri hliðar, sem kannski mætti kalla aukahliðar. Skipulag borg- arinnar er ein þessara aukahliða (en lítur reyndar út eins og meg- inatriði málsins ef maður horfir á það einungis frá sjónarhorni borg- arinnar og gleymir því að hún er höfuðborg alls landsins). Stundum dettur manni í hug að þeir sem telja flugvöllinn skipu- lagsslys og stórkostlegt lýti á Reykjavík eigi sér draum um að hún verði meira eins og evrópskar stórborgir með þétta byggð og þröngar götur. Það er ekki auð- velt að átta sig á því hvers vegna slíkt væri æskilegt. Nóg er nú þegar bílaumferðin í gömlu mið- borginni. Og veðurfarið á Íslandi er ekki hallkvæmt miðbæjarlífi nema rétt um hásumarið. Enda er þegar ljóst að Íslend- ingar kunna vel við sig í Kringl- unni og munu eflaust verða jafn duglegir við að dvelja í Smáral- ind, og ólíklegt að hægt sé með skipulagi að skikka þá til að fara að spóka sig í útspekúleruðum miðbæ með torgum í endurreisn- arstíl og tilgerðarlegum arkitekt- úr á borð við þann sem er að springa út í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi. Það er nefnilega alsendis óvíst að borgarplönurum og arkitekt- um tækist eitthvað betur upp með ströngu skipulagi á vesturhluta borgarinnar, samkvæmt fyrir fram gefinni fagurfræði, en borg- inni hefur sjálfri tekist með kannski svolítið óúthugsuðum vexti í gegnum árin. Bent hefur verið á að flugvöll- urinn í Vatnsmýrinni er í rauninni jafn gamall flugi á Íslandi, því að það hafi verið þar sem gamli Avro 504 hóf sig á loft, fyrst flugvéla á Íslandi. Það mætti því nokkuð til sanns vegar færa að völlurinn hefði eins konar hefðarrétt á veru sinni – og jafnvel ganga svo langt að segja hann söguleg menning- arverðmæti. Að minnsta kosti eru það ekki ýkjur að segja völlinn vera stóran hluta af sjálfsmynd Reykjavíkur. Ekki svo að skilja að hann sé þarna fyrir rakna tilviljun. Hann mun hafa verið settur þarna niður samkvæmt skipulagi 1936, og var það gert í samráði við flugmenn. Nokkrum árum áður höfðu verið gerðar athuganir á vallarstæðinu með tilliti til færðar og kom í ljós að ófært var vegna veðurs ein- ungis 54 daga á árinu. Og þetta var fyrir tæpum sjötíu árum þeg- ar flugtækni var fjarri því að vera jafn góð og hún er í dag. Þannig lágu afskaplega praktískar for- sendur fyrir staðsetningu vall- arins, og þær hafa lítið breyst. Flestir flugmenn, sem hafa fjallað um málið, virðast sammála því að með tilliti til flugs sé völlurinn á ákjósanlegum stað. En aftur að loftkenndari hlut- um á borð við borgarmynd og feg- urð. Með því að rekja sögu vall- arins er auðvelt að sýna fram á að hann sé stór þáttur í karakter borgarinnar og þar með kannski fegurð hennar. Því væri ekki endilega til bóta að völlurinn yrði aflagður. Og þar að auki eru nýjar „miðjur“ að verða til í borginni annars staðar, til dæmis í Kringl- unni og Smárahvammi, og ekki verður betur séð en að þessar miðjur iði af mannlífi og það er einmitt það sem er aðalatriðið í miðborgum – að þar sé fólk. Það skiptir minna máli hvort miðjan er þrælhannað, evrópskt „piazza“ eða flatneskjulegt, amerískt „mall“. Fegurð Reykjavíkur „Kannski er þessi óviljandi fegurð New York miklu auðugri og fjölbreyttari en þessi afskaplega stranga og stílfærða fegurð sem er hönnuð af mönnum. En þetta er ekki okkar evrópska fegurð. Þetta er framandi heimur.“ VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson Milan Kundera:Óbærilegur léttleiki tilverunnar ✝ Valdís Guðmundsdóttir fædd-ist í Reykjavík hinn 20. maí 1930. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt mið- vikudagsins 7. febrúar síðastlið- ins. Foreldrar hennar voru þau Guðrún Ólafsdóttir, f. 21.11. 1885 í Litluhlíð, Barðastrand- arhr., V.-Barð., d. 1.12. 1979, og Guðmundur Erlendsson, f. 16.10. 1870 á Rjúpnaseli, Hraunhr., Mýr., d. 15.12. 1954. Valdís átti fjóra hálfbræður. Sammæðra: Sæmundur Vigfússon, f. 27.1. 1926. Samfeðra: Jón Ingvar, f. 17.10. 1908, d. 18.1. 1938; Gísli, f. 31.12. 1912, og Haraldur, f. 6.8. 1917, d. 3.1. 1999. María Snorradóttir, f. 14.12. 1951, maki Hjálmur Steinar Flosason, f. 23.3. 1948. Þeirra börn: a) Elín, f. 9.10. 1972, sam- býlismaður Örn Arnar Jónsson, f. 10.4. 1971. Þeirra sonur er Ágúst Orri, f. 6.12. 2000. Sonur Elínar af fyrra sambandi er Steinar Ingi, f. 19.7. 1997. b) Arnar, f. 6.3. 1980. 3) Elísabet Guðrún Snorradóttir, f. 22.4. 1954, maki Sigmar H. Óskarsson, f. 17.12. 1952. Þeirra börn: a) Edda Björg, f. 26.8. 1972, sambýlismaður Gunngeir Friðriksson, f. 16.4. 1968. Þeirra börn: a) Elísa Björg, f. 7.10. 1995, og Aron Andri, f. 9.7. 1997. b) Snorri Rafn, f. 25.6. 1976, sambýliskona Belinda Karlsdóttir, f. 22.2. 1976. 4) Ólaf- ur Björn, f. 31.1. 1967. Útför Valdísar fór fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu hinn 15. febrúar. Eftirlifandi maki Valdísar er Snorri Pétursson, f. 23.10. 1924 á Innri-Kóngsbakka í Helgafells- sveit, Snæf. Foreldrar hans voru þau Lára Sigríður Björnsdóttir, f. 31.5. 1895 í Enniskoti í Víðidal, Þorkelshólshr., d. 26.1. 1948, og Pétur Jónsson, f. 6.10. 1894 á Innri-Kóngsbakka í Helgafells- sveit, Snæf., d. 8.8. 1987. Börn Valdísar og Snorra eru: 1) Laufey Kolbrún Snorradóttir, f. 29.9. 1950, maki Árni Bald- ursson, f. 16.6. 1950. Þeirra börn: a) Andrea Bára, f. 24.5. 1972, maki Brynjar Ólafsson, f. 1.6. 1973. b) Valþór, f. 5.11. 1980. c) Haukur, f. 26.3. 1983. 2) Sigrún Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. (Tómas Guðm.) Það er vissulega rétt að tilveran er undarlegt ferðalag, við fæðumst, lifum og deyjum, hver með sínum hætti. En þegar skörð myndast í ástvinahóp, efumst við um að þau skörð verði nokkru sinni fyllt. Móðir mín var traustur og góður fararstjóri á lífsferðalaginu, farar- stjóri sem vildi fylgja sínum hóp í örugga höfn. En allt of fljótt og óvænt var hún kölluð í annað og lengra ferðalag, kölluð burt án þess að hægt væri að kveðja almenni- lega. Hún var vön að sinna þeim verkum fljótt og vel sem henni voru falin, þótti ekki ástæða til að bíða með það til morguns sem hægt væri að gera í dag. En hún þurfti að bíða, bíða þótt vitað væri að hún þyldi ekki bið. Það er svo rangt að í þessum mikla hraða nútímans skuli þurfa að bíða á þeim stað einum sem hraða ætti allri afgreiðslu. Því velti ég fyrir mér hvort þessi ferð hafi verið farin á undan áætlun. Elísa okkar spurði af hverju langamma hafi ekki farið á hennar spítala og til hennar lækna, því þeir gætu alltaf læknað mann. Þessum spurningum er og verður ávallt ósvarað. En minninguna get- ur enginn tekið frá okkur og hana munum við varðveita um ókomna tíð. Minninguna um hávaxna glæsi- lega konu með falleg brún augu, augu sem sögðu allt sem segja þurfti. Konu sem vann þau verk sem vinna þurfti og var ekki fyrir það að fresta hlutunum um of. Konu sem var sterk á líkama og sál en lítið fyr- ir að bera tilfinningar sínar á borð. Hún hafði fyrir löngu ákveðið að hennar útför skyldi fara fram í kyrrþey. Ég veit því að það var henni ekki að skapi að birta um hana minningargrein. En þegar sorgin hvílir yfir og söknuðurinn sækir á er svo gott að geta skrifað og móðir mín vissi að það hefur stundum reynst mér erfitt að hlýða. Ég er móður minni þakklát fyrir svo margt en það vissi hún. Við sát- um oft og ræddum liðnar og líðandi stundir. Liðnar stundir sem við horfðum á með ólíkum augum, hún með augum fullþroska manneskju sem þjónustuna veitti en ég með augum barns sem fékk þá þjónustu sem þurfti. Ég lít á það sem forrétt- indi að á mínum uppvaxtarárum var hún lengst af heimavinnandi. Hún var alltaf til staðar. Það var svo frið- sælt að leggjast við fætur hennar og hlusta á tifið í prjónunum þegar hún sat inni í stofu og prjónaði lopapeys- ur sem hún síðan seldi. Ég minnist þess að á hverju kvöldi sátum við fjölskyldan saman yfir kvöldkaffinu og sögðum frá því hvað gerst hafði þann daginn og þess þegar ég kom heim úr skólanum að þá beið mín oftast heitt kakó eða annað góðgæti. Ég minnist þess einnig að ef hún var ekki heima þegar ég kom, leitaði ég hana uppi. Sá ekki ástæðu til að hún talaði við aðra, vildi eiga alla hennar athygli. Líklegast hef ég oft- ar en ekki gert of miklar kröfur þótt hún sýndi mér ótrúlega þolinmæði. En á mínum baráttuárum fyrir sjálfstæði fannst henni ég stundum ganga fulllangt. Hún var ekki mjög ánægð með ráðabrugg okkar ömmu þegar ég sex ára var á leið á jólaball. Móðir mín, sem þurfti að skreppa frá þennan dag, hafði saumað á mig fal- legan jólakjól sem ég átti að fara í á ballið. Okkur ömmu kom þá saman um að best væri að spara hann og fór ég því í gömlum kjól og stög- uðum sokkabuxum. Þetta ráða- brugg var móður minni ekki að skapi þótt við amma værum sáttar. Móðir mín sagði heldur ekki mik- ið þegar ég ákvað að baka handa henni köku eftir eigin uppskrift og það sem ekki festist í hrærivélinni var uppi um alla veggi. Hún sagði heldur ekki mikið þegar ég 9 eða 10 ára bauð í kaffi einhverjum málara sem var að vinna í húsinu. En ég gekk of langt þegar ég á brúðkaups- degi Laufeyjar systur minnar og af- mælisdegi móður minnar bauð í mat ókunnugum af götunni. Ég gat ekki með nokkru móti skilið hvers vegna það var ekki í lagi þegar nóg var til að borða. Henni fannst ég einnig ganga of langt þegar ég 16 ára kom heim, dansandi af hamingju, nýbúin að trúlofa mig án þess að ræða þau mál við foreldrana, skellti hendinni á spegilinn fyrir framan föður minn sem var að raka sig og sagði „daara“. En þetta var fljótt fyrir- gefið og eftir á, mikið að hlegið. Hins vegar fékk ég að vita að hver er sinnar gæfu smiður og að ég, eins og aðrir, þyrfti að taka ábyrgð á eig- in lífi. Fljótlega eftir að ég fór að vinna þurfti ég því að „borga heim“. Þær voru síðan ófáar stundirnar sem ég talaði um að mér fyndist full dýrt fæðið og þjónustan. Taldi mig ekki borða svo mikið. En það var hvorki hægt að fá lækkun á fæð- isgjaldinu né greiðslufrest. Því varð ég hálfskömmustuleg þegar við Simmi fluttum í eigið húsnæði og foreldrar mínir færðu mér þá pen- inga sem ég hafði borgað heim í gegnum tíðina. Sögðu að peningarn- ir væru mínir en með þessu hefði ég lært að það kostaði að lifa og það þyrfti að hafa fyrir hlutunum. En allur sá stuðningur sem mér var veittur fyrstu búskaparárin og allar götur síðan, þær stundir sem börnin voru í pössun og annað sem fyrir mig var gert verð ég að eilífu þakk- lát fyrir. Ég kvíði því að sjá ekki móður mína og vin um óákveðinn tíma en með mikilli virðingu og söknuði kveð ég hana með þessum orðum: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég bið algóðan Guð að gefa okkur öllum styrk á þessum erfiðu tímum og um eilífð alla. Þín dóttir, Elísabet. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast. margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku amma, það er svo sárt að kveðja. Við áttum saman yndislegar stundir og minningarnar um þær mun ég varðveita í hjarta mínu að eilífu. Þú leiðir oss, Drottinn að lindunum hreinu, þú ljósið þitt kveikir við himnanna stól. Um tíma þó syrti, þá brátt aftur birtir, þú breiðir út þinn faðm og veitir oss skjól. (Þýð. Óskar Ingimarsson.) Minning þín er ljós í lífi okkar. Þinn Snorri Rafn. Það er svo sárt að reyna að skilja og að sætta sig við að Dísa amma skuli vera dáin. Ekki átti ég nú von á því þegar ég heimsótti hana á spít- alann á þriðjudagskvöldi að það yrði hennar síðasta kvöld. Í dag finnst mér leitt að hafa ekki stoppað enn lengur hjá henni það kvöld og faðm- að hana og kysst meira þegar ég fór. Ég á margar góðar minningar um ömmu Dísu. Bíltúrarnir með henni, afa og Snorra bróður í gamla daga, dýrindis kaffiboð í Álftó, sunnu- dagskaffið hjá mömmu og pabba og heimsóknir hennar til mín og mömmu í útlitshressingu. Ynging- arferðinar hennar í Breiðholtið. Henni leið alltaf svo vel eftir slíkar ferðir, fannst hún yngjast um heil tuttugu ár og var svo þakklát fyrir það sem gert var fyrir hana. Og ósköp fannst henni nú gott að fá kaffibolla og mjúkar kringlur á eft- ir. Kringlurnar keypti pabbi alltaf bara handa ömmu. Við hin máttum fá allt sem á boðstólum var en helst ekki kringlurnar, Dísa amma átti þær. Ég á eftir að sakna þess mikið að hitta ekki ömmu mína á þessum góðu sunnudögum; amma með kaffi og oftast kringlu, við hin með kaffi og eitthvað annað. Ég er nýbúin að segja krökkun- um mínum frá því að Dísa langamma sé dáin og farin til Guðs. Elísa mín var lengi hugsi en sagði svo við ömmu sína: „Amma, en núna geta samt Silla langamma og Dísa langamma verið vinkonur saman uppi hjá Guði.“ Aron minn fór að gráta og sagðist elska hana svo mik- ið, hún mætti ekki fara til Guðs. Ég sjálf á erfitt með að skilja hvers vegna hún er farin frá okkur svona snögglega. Vonaðist senni- lega til þess að ættarþrjóskan okkar myndi ná að halda henni hér hjá okkur. Amma var nú sammála því að þrjóskari stórfjölskyldu en sína væri erfitt að finna. En Guð gefur og Guð tekur og þar getur eigin þrjóska víst litlu breytt. Elsku afi minn, ég bið algóðan Guð að veita þér styrk í þinni miklu sorg. Elsku mamma, Laufey, Maja og Óli, þið hafið misst yndislega móður og góðan vin og ég sendi ykkur mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Elsku amma mín, Guð geymi þig og varðveiti sálu þína. Ég mun geyma minningu þína í hjarta mínu að eilífu. Þín Edda. VALDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.