Morgunblaðið - 18.02.2001, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 18.02.2001, Qupperneq 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hákon Ragnarsfæddist í Reykja- vík 15. ágúst 1982. Hann lést á heimili sínu 9. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Ragnhildur I. Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri, f. 21. október 1948, og Kjartan Ragnars, hæstaréttarlögmað- ur, f. 27. september 1949. Bræður Há- konar eru: Kári, f. 29. apríl 1980; Kjart- an, f. 9. febrúar 1989. Hálfsystkini Hákonar samfeðra eru: Logi, f. 6. ágúst 1975, sambýliskona hans er Elín Björg Guðjónsdóttir, f. 17. ágúst 1970, sonur þeirra er Guðjón Ari, f. 6. júlí 2000; Ingibjörg Birna, f. 23. ágúst 1979, sam- býlismaður hennar er Markús Jónsson, f. 13. júní 1977. Útför Hákonar fer fram frá Fossvogs- kirkju á morgun, mánudaginn 19. febrúar, og hefst at- höfnin klukkan 15. Hákon var mér góður bróðir. Þegar ég var lítill passaði hann mig og þegar ég stækkaði spilaði hann við mig körfubolta sem hann hafði alltaf mikinn áhuga á og æfði þegar hann var yngri. Hann átti við þung- lyndisvandamál að stríða um tíma en allt var farið að ganga betur hjá honum. Hann ætlaði að fara í skóla og var ákveðinn í að mennta sig vel og hvatti mig til að standa mig vel í skólanum og byrja ekki að reykja. Hann sá svo mikið eftir að hafa byrjað á því og var alltaf að reyna að hætta. Hann ætlaði líka að ferðast út um allan heim og gera allt mögu- legt skemmtilegt. Svo allt í einu dó hann og ég mun sakna hans alla ævi. Guð blessi Hákon bróður minn. Kjartan. Við kveðjum nú ungan frænda okkar Hákon Ragnars. Hann, sem átti allt lífið fram undan og var að vinna sig út úr erfiðum veikindum, er allt í einu horfinn frá okkur. Þeg- ar tíðindin bárust um að hann hefði verið hrifinn burtu fannst manni líf- ið undarlegt og óraunverulegt. Hákon var yndislegur drengur, mik- ill dýravinur og þótti vænt um alla sem minna máttu sín. Við biðjum Guð að blessa foreldra hans og systkini og gefa þeim styrk til að takast á við lífið í skugga sorgar. Vonin um að nú hafi hann öðlast ei- líft líf í ljósi og friði býr með okkur og minning um blíðan dreng lifir í hjarta okkar sem eftir stöndum. Jónína Björg og Sesselja Bjarnadætur. Svo örstutt er bil milli blíðu og éls að brugðist getur lukkan frá morgni til kvelds. (Matth. Joch.) Þessar ljóðlínur komu í hug mér þegar ég frétti ótímabært andlát frænda míns Hákonar Ragnars sem andaðist á heimili sínu í Kópavogi níunda þessa mánaðar, aðeins átján ára að aldri. Þar fór góður og hjálp- fús drengur sem öllum vildi hjálpa sem erfitt áttu og var fljótur til. Oft var stutt í hans fallega, einlæga bros. Einnig var hann mikill dýra- vinur og hugsaði með stakri alúð um dýrin sín. Þau munu sakna vinar í stað. Sjálf get ég varla trúað því að hann sé farinn að eilífu. Hann kom til mín kvöldið áður en hann dó, kvaddi mig brosandi og sagði: „Við sjáumst á morgun.“ Það var síðasta kveðjan, svo óvænt. Ástvinamissir er öllum erfiður. Enginn sættir sig við þegar æsku- fólk deyr. Við reynum að halda í minningarnar og vitum að perlan ljómar þótt skelin brotni. Við treystum að líkn Guðs hjálpi okkur á þessum dimmu dögum því án Guðs yrði enginn dagur bjartur og hjá honum er engin nótt. Ég sendi fjölskyldu Hákonar mín- ar innilegustu samúðarkveðjur og bið hönd Guðs að þerra kærleikstár- in þeirra og styrkja þau öll í þeirra miklu sorg. Ég þakka Hákoni fyrir allt sem var svo gott og fagurt á átján árum og er þakklát fyrir að hafa átt svo góðan frænda og kæran vin. Minn- ing hans er ljós í lífi mínu sem aldrei gleymist. Guð blessi Hákon frænda minn sem lifir nú í Guðs friði á eilífð- arströnd. Anna Bjarnadóttir. Börn Guðs sem gestir koma gleymum aldrei því. Í minningunni brosið bjarta býr hjarta okkar í. Það gull við geyma skulum og allt sem okkur er kært, við vitum þegar birtu bregður börn guðs þá sofa vært. (Bubbi.) Manstu hvað við fórum oft niður á tjörn? Manstu þegar við óðum stundum í Nauthólsvíkinni? Já, eða þegar þú komst með mér á Sól- heima í Grímsnesi og hélst söng- tónleika ásamt Kára bróður þínum í rútunni og allir klöppuðu? Þá voruð þið aðeins þriggja og fimm ára gamlir og bræðralag ykkar þegar orðið einstakt. Manstu þegar þú reiddist við afa, en hann brosti bara góðlátlega og þá fórstu aftur í gott skap? Eða manstu, elsku Hákon, þegar þú hringdir í mig frá Kaup- mannahöfn og ætlaðir að koma í heimsókn til mín til Álaborgar, en gast því miður ekki komið. Það var í síðasta sinn, sem ég talaði við þig. Þú talaðir svo einstaklega fallega til mín, alveg eins og við hefðum verið í stöðugu sambandi, samt hafði ég bú- ið erlendis um nokkurra ára skeið. Ég man þig Hákon og man hversu stolt ég var alltaf af að taka ykkur bræður með mér út um hvippinn og hvappinn, því alltaf fenguð þið athygli fyrir glettni og skýr tilsvör. Ég man líka þegar mamma þín, hún Ragnhildur frænka, var nýbúin að fæða þig og fannst hún ekki bara rík, heldur eiga allan heiminn, eins og hún sagði sjálf. Við urðum sammála um það, að við værum kóngamömmur, enda vorum við hvor með þrjá stráka. Hún var stór þáttur í mínu uppeldi, kenndi mér margt af því mikilvæg- asta sem ég kann í dag og hefur mótað viðhorf mín til lífsins á sterk- an hátt. Hún opnaði augu mín m.a. fyrir mikilvægi fyrirgefningannar, gildi lífsvonarinnar og samstöðu- mætti fjölskyldunnar. Þess vegna er ég ekki hissa á því mikla sambandi sem var á milli ykkar og þeim trún- aði sem ríkti ykkar á milli. Heimili ykkar var og er umlukið mannkær- leik. Ég man þegar við mamma þín sátum saman og röbbuðum eins og svo oft um barnauppeldi, sér í lagi HÁKON RAGNARS                         ! " #$% &$                     ! "       #     $%    & '#        ' # (&   &     ) *  +, -, .  /  -,0    ,0+ 1 / +,   1     +, 2  2!  2  2  2!1                                             !     "   $     %%$    !  " # $%# &# '!! ($## !  )#* +$ " # &# ', " # !  + % -&+# &# )#*## +* ++* . !   " # !   * &# # # - "%# ! /                                                            !" #$%&&"  " $'"$$( " )  " $%&&" *" $'"$$( +') +") $%&&" ) $'"$%&&" "  ,$$( (   ,                                     !"#            !  " # $%  &     %  # $%  '$  (        ) $  % $$ &'$ ($ )$ ' &'$ ($ *+, &'$ -) .' $+ * &'$ .' &'$ $*  ) ($ (  $ +$#                            !" # $% $&' $($ # )*! $ # $ *+% , %' $ -+ # $ ($  $$ %)   .*% *+% # )/+ 0+. # $ *+% 12 "-" 3 $ ($ # )/+ % !*+% () ' $ ' $"                               !"#$  %& '     '  !"  )##  ! ' #$  !"  !"  *%   &%%#                                                  !" #$ %    &    '  ()*  +  &    %) $ , )  &  %) )   %)                                                !! "      #          $% &  ' ( )    * ' *((    ! "   # $      %#       & # % '   (  )  $     "
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.