Morgunblaðið - 18.02.2001, Page 44
FRÉTTIR
44 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Goðaborgir
Falleg íbúð á fyrstu hæð með sérinngangi. Komið er inn í
flísalagt anddyri með skáp og fatahengi. Inn úr anddyri er
komið inn í hol, til vinstri er svefnherbergisgangur með
tveimur rúmgóðum herbergjum. Inni í hjónaherberginu eru
góðir fataskápar og einnig lítil geymsla eða fataherbergi.
Einnig skápar í hinum herbergjunum. Beint úr holi er stofan
rúmgóð og björt með útgangi í sérgarð. Eldhús er fallegt
með góðum innréttingum og borðkrók , ágætis útsýni úr
eldhúsi. Innaf eldhúsi er gott herbergi. Til hægri í holi er
bað með flísum. Þar er sturta og tengi fyrir þvottavél og
þurrkara. Þetta er góð eign á fínum stað í Grafarvogi.
Laus frá miðjum mars til 1. apríl.
Opið hús frá kl. 13-17 sunnudaginn 18. febrúar.
HRAUNBÆR Mjög góð 2ja herb. íb. á 2. hæð í viðgerðu fjöl-
eignahúsi. Parket á gólfum. Baðherb. flísalagt. Stærð 55 fm. Áhv.
3,3 millj. Hús í mjög góðu ástandi. Verð 7,5 millj. 1161
KARFAVOGUR Björt og glæsileg 3ja herb. íb. í kj. með sérinn-
gangi í tvíbýli. Tvö svefnherb. Parket. Alno-innr. í eldhúsi. Stærð
90 fm. Verð 11,9 millj. Góð staðsetning. 1352
HRAUNBÆR Rúmg. 3ja herb. á 2. hæð. Tvö rúmg. svefnherb.
Stærð 81 fm. Snyrtileg sameign. Áhv. 3,6 millj. Bygg.sj. rík. Verð
9,8 millj. 1341
FLÉTTURIMI - BÍLSK. Vönduð og vel skipulögð 3ja herb. íb. á
1. hæð (jarðhæð) með sérverönd og stæði í bílskýli. Þvottahús í
íbúð. Parket. Stærð 99,2 fm. Áhv. 8,1 millj. Verð 11,8 millj. 1154
HRAUNBÆR Rúmg. 4-5 herb. endaíb. á 2. hæð. 3 svefnherb. 2
stofur. Baðherb. allt nýl. flísalagt. Tvennar svalir. Stærð 115 fm.
Útsýni. Gott hús. Áhv. 5 millj. Verð 12 millj. 1350
FLJÓTASEL - BÍLSK. - 2 Íb. Mjög gott endaraðhús á tveim
hæðum ásamt sérbygg. bílskúr. 3 svefnherb., góðar stofur uppi.
Sér 3ja herb íb. í kj. með sérinngangi. Góð lóð. Stærð 241 fm + 27
fm bílsk. Áhv. 6,8 millj. Verð 19,7 millj. 1319
OPIÐ Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 12-14
Sími: 551 8000
Fax: 551 1160
Vitastíg 13
Blikanes 22 Garðabæ
Glæsilegt einbýlishús, allt ný endurbyggt til sýnis
samkv, samkomulagi. Lyklar á skrifstofu.
Upplýsingar gefur Svavar á skrifstofu.
Ársalir- fasteignamiðlun Ársalir- fasteignamiðlun
Ársalir- fasteignamiðlun Ársalir- fasteignamiðlun
Björgvin Björgvinsson lögg. fasteignasali.
Fyrirtæki
Höfum ýmis fyrirtæki til sölu t.d.:
Antikverslun í eigin húsnæði.
Matsölustað við Laugaveg.
Fyrirtæki í stáliðnaði í eigin húsnæði.
Fyrirtæki í innflutningi á húsgögnum.
Efnalaugar og þvottahús í eigin húsnæði.
Trésmíðaverkstæði - góðar vélar.
Kjúklingabitastað.
Sólbaðsstofu.
Ísbúð.
Söluturn með góða veltu.
Vélaverslun í eigin húsnæði.
Fiskverkun í eigin húsnæði ásamt vélum.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni.
Holtagerði 28, Kópavogi
Mjög góð efri sérhæð í tvíbýli,
113 fermetrar auk 20,5 fm bíl-
skúrs, á mjög góðum stað í
vesturbæ Kópavogs. Sérinn-
gangur og sérbílskúr. Íbúðin
er mikið endurnýjuð. Mer-
bau-parket á gólfum. Íbúðin er laus til afhendingar fljótlega.
Áhv. 4,5 m. Verð 14,5 m. Helga og Björn verða með heitt á
könnunni milli kl. 14 og 17 í dag.
Opið hús í dag
Hlíðasmára 8
Kópavogi
sími 564 6655
Borgartúni 22
105 Reykjavík
Sími 5-900-800
OPIN HÚS Í DAG - LÍTTU VIÐ
FANNAFOLD 221 - EINBÝLI
TIL AFHENDINGAR FLJÓTLEGA
Til sölu þetta glæsilega 193 fm ein-
býli á einni hæð. Húsið er 157 fm
ásamt 36 fm bílskúr. Vandaðar inn-
réttingar og gólfefni, gott skipulag.
Sólpallur og vandaðar skjólgirðing-
ar. Sjón er sögu ríkari. Áhv. 2,9
millj. byggsj. Verð 23,9 millj.
Húsið er til sýnis í dag frá kl. 14- 16.
ÁLAGRANDI 8 - 2JA HERB.
TIL AFHENDINGAR STRAX
Til sölu 2ja herb. 63 fm íbúð á 1.
hæð (jarðhæð) í nýl. máluðu fjölbýli
á þessum eftirsótta stað. Rúmgóð
stofa, gengið þaðan út í sérsuður-
garð með hellulögn og girðingu.
Stórt svefnherbergi, baðherbergi og
eldhús. Góð sérgeymsla og saml.
þvottahús. Verð 8,9 millj.
Þór sýnir íbúðina í dag á
milli kl. 14 og 16.
MÆLSKU- og rökræðukeppni
ÍTR fyrir grunnskóla Reykjavíkur
er haldin ár hvert fyrir nemendur
í 8.–10. Í ár taka fjórtán skólar
þátt í keppninni sem er útslátt-
arkeppni. Fyrstu umferð er nú
lokið og munu sjö lið keppa í ann-
arri umferð sem nú er að hefjast.
Dregið hefur verið um hvaða lið
keppa saman og verður keppt sem
hér segir:
Mánudaginn 19. febrúar kl.
15:30 í Seljaskóla keppa Seljaskóli
og Húsaskóli og verður umræðu-
efnið: Græðgi, miðvikudaginn 21.
febrúar kl. 19 keppa Fellaskóli og
Hólabrekkuskóli og er umræðu-
efnið: Á að lækka áfengiskaupaald-
urinn og mánudaginn 26. febrúar
kl. 19 í Álftamýrarskóla keppa
Áftamýrarskóli og Rimaskóli og
verður umræðuefnið: Skyldunám.
Réttarholtsskóli situr hjá.
Úrslitakeppnin 2001 fer fram í
Ráðhúsi Reykjavíkur hinn 3. apríl.
Önnur umferð í
mælsku- og rök-
ræðukeppni ÍTR
SIGURJÓN Mýrdal dósent við
Kennaraháskóla Íslands, Jón Guð-
mundsson kennari, Hallormsstað,
og Hafsteinn Karlsson skólastjóri
við Selásskóla halda málstofu á veg-
um Rannsóknarstofnunar Kenn-
araháskóla Íslands næstkomandi
þriðjudag, 20. febrúar, kl. 16.15.
Málstofan verður haldin í stofu M
201 í aðalbyggingu Kennaraháskóla
Íslands við Stakkahlíð og með hjálp
fjarfundabúnaðar í Háskólanum á
Akureyri, Þingvallastræti 23, Höfð-
askóla á Skagaströnd, Verk-
menntaskólanum í Neskaupstað,
Menntaskólanum á Ísafirði, Ráð-
húsi Hornafjarðar og Hólaskóla,
Hólum í Hjaltadal. Málstofan er öll-
um opin.
Undanfarin ár hefur hlutfall karl-
manna sem starfa við uppeldisstörf
hérlendis minnkað jafnt og þétt.
Málshefjendur hafa sl. fjögur ár
stýrt námskeiði fyrir karlmenn í al-
mennu kennaranámi. Markmið
námskeiðsins er að gefa þátttak-
endum kost á að athuga stöðu karl-
manna í skólastarfi (nemenda,
kennara og stjórnenda). Í lýsingu
námskeiðsins segir:
Leitað verður skýringa á þeirri
öfugþróun sem ríkir og rædd áhrif
hennar á uppeldi, umönnun og
menntun. Í því samhengi verða at-
hugaðar félagslegar og efnahags-
legar aðstæður uppeldisstétta; sér-
staklega kennara. Rædd verða
álitamál er varða starfsaðferðir í
skólum; vinnubrögð og námsefni.
Hugað verður að kynbundinni slag-
síðu í námsefni og kennsluháttum.
Skoðaðar verða hugmyndir um
karlmennsku og kvenleika, kynferði
og kynhlutverk í skólastarfi.
Námskeiðið hefur gengið vel, en
kominn er tími til að staldara við og
ræða reynslu af námskeiðinu og
huga að þróun þess. Í málstofunni
verður m.a. leitað svara við spurn-
ingum eins og:
Hvers vegna er mikilvægt að
karlar sinni uppeldisstörfum og
kennslu? Hvers vegna höfðar
kennsla ekki lengur til karlmanna?
Hverju geta karlmenn miðlað til
nemenda frekar en kvenmenn? Eru
karlkennarar frábrugðnir kven-
kennurum í faglegri hugsun og
kennslu? Þurfa karlmenn að til-
einka sér kvenleg viðhorf til að þrí-
fast í uppeldisstarfi?
Málstofa Rannsóknar-
stofnunar KHÍ
Karl-
mennska
og kenn-
arastarf
♦ ♦ ♦