Morgunblaðið - 18.02.2001, Síða 51

Morgunblaðið - 18.02.2001, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 51 DAGBÓK FYRIR tveimur árum kom út bók eftir Bretann David Bird sem fjallar um vörn og útspil, eða réttara sagt „fræg“ útspil og varnartil- þrif (Famous Leads and De- fences). Þetta er áhugavert efni og Bird er ágætur höf- undur. Lítum á spil úr bók- inni, sem kom upp í leik Breta og Svía í undanúrslit- um HM 1987: Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ ÁKD9643 ♥ 65 ♦ Á6 ♣ 93 Austur ♠ G82 ♥ D874 ♦ KG87 ♣Á6 Vestur Norður Austur Suður Sheehan Sundelin Flint Flodquist -- 1 spaði Pass 1 grand Pass 3 grönd Allir pass Fyrst er lesandinn settur í spor Flints í austur, en út- spil félaga hans er lauffjarki – fjórða hæsta. Kerfi Sví- anna er sterkt lauf, svo stökk Sundelins í þrjú grönd benti til mikillar slagaupp- sprettu í spaða. Flint tók fyrsta slaginn á laufás og nú er spurt: Hvað myndi les- andinn gera næst? Í blindum blasa við átta slagir, svo það verður að hafa snör handtök og hirða varnarslagina strax áður en sagnhafi nær að skapa sér níunda slaginn. Flint spilaði laufi um hæl og fékk ekki háa einkunn fyrir það hjá Bird. Hjartadrottningin var hans val. Norður ♠ ÁKD9643 ♥ 65 ♦ Á6 ♣93 Vestur Austur ♠ -- ♠ G82 ♥ ÁK32 ♥ D874 ♦ 10532 ♦ KG87 ♣G8742 ♣Á6 Suður ♠ 1075 ♥ G109 ♦ D94 ♣KD105 Vissulega kemur til greina að skipta yfir í hjarta- drottningu, því makker gæti átt ÁG10x í hjarta. En hitt ætti að vera útilokað að vest- ur sé með ÁK í hjarta. Lauf til baka er eina vörnin ef vestur á KG í laufi og hjar- tás. Vestur verður þá að hitta á tígul til baka strax til að byggja upp fimmta slag varnarinnar á tígulkóng. Flint hefur alla samúð dálkahöfundar að spila laufi, en Sheehan fær slaka ein- kunn fyrir útspilið – hjarta- ásinn blasir við. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson. FORMAÐUR Skákfélags Hafnafjarðar, Sigurbjörn Björnsson (2260), stóð sig með mikilli prýði á nýloknu Skákþingi Reykjavíkur. Hann varð efstur ásamt Jóni Viktori Gunnarssyni með 9 vinninga af 11 mögulegum. Í stöðunni stýrði hann svörtu mönnunum gegn Birni Þor- finnssyni (2255) sem leiddi mótið framan af. 26...Rxc3! Snotur flétta sem tryggir svörtum unnið biskupaendatafl. 27.Rxe5+ 27.Hxc3 var ekki björgu- legra þar sem eft- ir 27...Hxc3+ 28.Hxc3 e4+ 29.Kd2 Hxc3 30.Kxc3 exf3 hef- ur svartur létt- unnið tafl. 27...dxe5 28.Hxc3 Hxc3+ 29.Hxc3 e4+! 30.Kd2 Hxc3 31.Kxc3 Kc6 32.g5 Be7 33.Bf4 Kd5! 34.h4 Bf8 35.Bd2 Sorgleg nauðsyn. 35.Be5 gekk ekki upp sökum 35...Bxa3 36.b4 Bc1 37.Kc2 e3 og svartur vinnur. Eftir textaleikinn lendir hvítur í óvenjulegri leikþröng. 35...Bd6 36.b4 Bc7 37.Be3 Bb6 Hvítur getur ekkert að- hafst sem bjargar honum frá feigum. Hann reyndi 38.f3 en eftir 38...exf3 39.Kd3 Bc7 sá hann sig tilneyddan til að gefast upp. SKÁK Umsjón Helgi ÁssGrétarsson Svartur á leik. Árnað heilla Í SAMBANDI við þessa pistla mína hafa ofan- greind orð borið á góma hjá nokkrum lesendum og þeir bent á ranga notkun þeirra, trúlega af athuga- leysi. Verður nú litið nánar á þau og það nú af sérstöku tilefni. Í Degi 30. jan. sl. segir á forsíðu frá nýlegum dómi Hæstaréttar. Fyrirsögnin er á þessa leið: „Eftirmálar ólíkleg- ir.“ Síðan er sagt nánar frá málinu, en að síðustu er ekki gert ráð fyrir öðru en málinu sé lokið. Til þess höfðar fyrir- sögnin. En hér hefur blað- manni orðið heldur betur á í messunni og svo mun hafa hent ýmsa aðra fjöl- miðlamenn. Hann ruglar saman no. eftirmál og eft- irmáli, sem hafa gerólíka merkingu og notkun. Þarf ekki annað en fletta upp í OM til þess að sjá þetta. Eftirmál er hk.-orð og merkir eftirköst, afleiðing, rekistefna; lögsókn. Ft. þessa orðs er í nf. eftirmál. Það er sú merking, sem felst í ofangreindri fyrir- sögn. Því átti að segja: Eft- irmál ólíkleg. Eftirmáli er haft um niðurlagsorð eða texta aftan við meginmál, sbr. formáli (á undan texta). Ég held, að margir kunni enn skil á þessum mun. Þess vegna átti ofan- greind fyrirsögn að hljóða svo: Eftirmál ólíkleg, þ.e.a.s. að ólíklegt yrði, að dómurinn hefði nokkur eftirköst. Hins vegar er talað um eftirmála bókar- innar, og það er allt önnur Ella. - J.A.J. ORÐABÓKIN Eftirmál – eftirmáli LJÓÐABROT ÍSLAND Grænum lauki gróa túnin, gyllir sóley hlíða syllur, færa víkur flyðru á vori, fuglar syngja í Trölladyngjum, sauðir strjálast hvítir um heiðar, hossar laxi straumur í fossi, bella þrumur á brúnum fjalla, blár er himinn, snarpur er Kári. Brá ek ór slíðrum skalm nýbrýndri, þeiri lék ek Mávi á maga hvátat; unna ek eigi arfa Hildis fagrvaxinnar faðmlags Svölu. Þorleifur Repp. AFBRÝÐI Óspakur Glúmsson. Ljósmyndastofa Erlings BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júní sl. í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði Dís Sig- urgeirsdóttir og Jónas Jó- hannsson. Heimili þeirra er að Arnarhrauni 42, Hafnar- firði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. ágúst sl. í Selfoss- kirkju af sr. Þóri Jökli Þor- steinssyni Ásdís Erla Guð- jónsdóttir og Sölvi Rafn Rafnsson. Heimili þeirra er á Kirkjuvegi 17 á Selfossi. STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú ert hrókur alls fagnaðar en það orð fer af að þér sé ekki fullkomlega treystandi þegar til kastanna kemur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Leiðin upp á tindinn getur stundum verið löng og snúin. En engin ástæða er til þess að láta það stöðva sig heldur vinnur þolinmæðin allar þrautir. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ef þig langar í raun og veru að eignast einhvern hlut verður þú að útvega þér fé til að kaupa hann. Íhugaðu þá hvort hann sé þess virði. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þagmælska er dyggð. Farðu vel með þau einkamál sem þér er trúað fyrir og gættu þess að láta ekki glepjast til slúðurs þótt freistingarnar séu margar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft á allri þinni atorku að halda til þess að sigla í höfn máli sem þér hefur verið treyst fyrir. Þetta mun ganga eftir og því hefurðu ekkert að óttast. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Gættu þess að láta ekki teyma þig út í einhverjar að- gerðir á vinnustað sem eru til þess eins fallnar að valda úlf- úð og óánægju. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nú er hart sótt að starfsemi þinni svo þú þarft að verja hana með kjafti og klóm. Sýndu hvers þú ert megnug- ur og þá muntu öðlast virð- ingu samstarfsmanna þinna. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það getur tekið í að hitta gamla vini og rifja upp löngu liðna daga. En gleðin hefur verið þarna líka og þú skalt næra þig á henni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Besta leiðin til að sannfæra aðra um hæfni þína er að vera öryggið uppmálað hvað sem á dynur. Gleymdu ekki að gefa þínum nánustu tíma og umhyggju. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú verður þú að ýta öllum dagdraumum til hliðar og líta raunsætt á málin. Þegar þú hefur metið stöðuna þá verð- ur þú að taka ákvörðun um framtíðina. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er eins og allt sé á hreyf- ingu í kringum þig og þú eigir fullt í fangi með að fóta þig í straumnum. En með aðgæslu og hóflegri dirfsku hefst það. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Nú er ekki tíminn til þess að falla fyrir freistingum á fjár- málasviðinu og reyndar er aldrei svo. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú þarft á aðstoð að halda til þess að hrinda áhugamáli þínu í framkvæmd. Leitaðu til vina þinna um aðstoð og viðbrögð þeirra munu koma þér skemmtilega á óvart. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Aðalfundur og grísaveisla verður haldin laugardaginn 24. febrúar í Félagsheimilinu á Seltjarnanesi. Aðalfundur hefst kl. 13.30. Dagskrá:  Venjuleg aðalfundarstörf.  Lagabreytingar. Grísaveisla: Húsið opnað kl. 19.00. Vinsamlegast pantið miða sem fyrst og ekki seinna en fimmtudaginn 22. febrúar í síma 557 4682 Ari, 568 5618 Ólöf, 554 2570 (vs.) Guðmundur, 568 1075 Friðbjörn, 581 3009 Hrefna, 893 4191 Hinrik. Athugið: Gestir sem dvalið hafa í húsum félagsmanna á Spáni eru hjartanlega velkomnir. Mætum öll og tökum með okkur gesti og eigum góða stund saman. Erla Aradóttir MA í EFL og Applied Linguistics Enskunám í Englandi fyrir 13-15 ára Í samvinnu við Kent School of English býður Enskuskóli Erlu Aradóttur upp á fjögurra vikna nám í júní. Íslenskur hópstjóri til staðar allan tímann. Enskunámskeið í Hafnarfirði fyrir fullorðna Skráning á aprílnámskeið er hafin. Í samvinnu við Kent School of English og Anglolang bjóðum við einnig upp á enskunám fyrir fullorðna í Englandi í júní. Upplýsingar og skráning í síma 891 7576 frá kl. 18-20 alla daga til 2.mars.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.