Morgunblaðið - 20.02.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.02.2001, Blaðsíða 1
2001  ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÞJÁLFARI FRÁ LYN SÁ JÓHANN B. SKORA ÞRJÚ MÖRK / B3 ÞAÐ MÁ segja að allir leikmenn séu falir ef rétt verð er í boði. En það stendur ekki til að selja einn einasta leikmann frá fé- laginu á næstunni og Bjarni er þar meðtalinn. Við erum að hugsa um allt aðra hluti um þessar mundir og sala á leik- mönnum er ekki inni í myndinni sem stendur,“ sagði Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Stoke, við Morgunblaðið í gær. Talsverðar vangaveltur hafa verið uppi um hvort Bjarni Guð- jónsson gangi til liðs við belg- ísku meistarana Anderlecht en þjálfari þar er Aime Anthuenis sem þjálfaði hann hjá Genk á sínum tíma. Guðjón sagði að vissulega hefði Anthuenis verið í sambandi en ekkert formlegt boð hefði komið frá Anderlecht. Rætt hefur verið um að Ander- lecht væri tilbúið til að greiða 90-100 milljónir króna fyrir Bjarna en Stoke keypti hann frá Genk fyrir 29 milljónir fyrir ári síðan. Stoke mætir botnliði Oxford á útivelli í ensku 2. deildinni í kvöld og fær þar tækifæri til að sækja enn frekar að þremur efstu liðum deildarinnar. „Eftir gott gengi undanfarnar vikur er ætlast til þess að við höldum sýningu í svona leik en slíkt er aldrei hægt. Núna snýst allt um að fá þrjú stig úr hverjum leik fyrir sig og þá er sama hvaða aðferðum er beitt. Það er gíf- urleg barátta upp á líf og dauða á báðum endum deildarinnar og allt opið,“ sagði Guðjón Þórð- arson. Enginn seldur frá Stoke Íþrótta- og ólympíusamband Ís-lands, ÍSÍ, skrifaði í gær undir samstarfssamning við fimm íslensk fyrirtæki og er samningurinn met- inn á um 60 milljónir króna. Fyr- irtækin sem um er að ræða eru: Íslandsbanki-FBA, Flugleiðir, Sjóvá-Almennar, Austurbakki og VISA en fyrirtækin hafa áður staðið að baki ólympíufjölskyldu ÍSÍ. Ellert B Schram, forseti ÍSÍ, sagði á fjölmiðlafundi sem haldinn var samhliða undirritun samnings- ins að slíkur samstarfssamningur hefði gert ÍSÍ kleift að efla afreks- starf í íþróttum og gert það að verkum að undirbúningur fyrir Ól- ympíuleikana í Sydney síðastliðið haust hefði verið markviss og skil- að betri árangri. Í fyrstu úthlutun ólympíufjölskyldu ÍSÍ renna tæp- lega 7,3 milljónir króna til 14 sér- sambanda og verkefna á þeirra vegum sem tengjast undirbúningi fyrir Ólympíuleikana í vetrar- íþróttum sem fram fara í Salt Lake City í Bandaríkjunum á næsta ári og sumarleikana í Aþenu árið 2004. Einnig var úthlutað til sérverkefna sérsambanda ÍSÍ, s.s. þátttöku í heimsmeistaramótum og Evrópukeppni. Afrekssjóður ÍSÍ tilkynnti á sama fundi að tekin hefði verið ákvörðun um að 12 sérsambönd innan ÍSÍ fái tæplega 19 milljónir í fyrstu úthlutun afrekssjóðsins á þessu ári. Frjálsíþróttasamband Íslands fékk hæstu upphæðina, 5,5 millj- ónir, og af þeirri upphæð fær Vala Flosadóttir tæplega 1,5 milljónir en Jón Arnar Magnússon fær 900 þúsund. Handknattleikssamband Íslands fær 4 milljónir til verkefna sem tengjast A-landsliði karla. Sundsamband Íslands fær 3,5 milljónir og af þeirri upphæð fær Örn Arnarson tæplega 1,5 millj- ónir en Jakob J. Sveinsson 720 þúsund. Skíðasambandið fær 2,4 milljónir, Fimleikasambandið fær 2,1 milljónir, Knattspyrnusam- bandið, Golfsambandið, Júdósam- bandið og Körfuknattleikssam- bandið fá öll um eina milljón en önnur sérsambönd fengu minna. Alls voru 26 milljónir veittar í styrki úr afrekssjóð ÍSÍ og ólymp- íufjölskyldu ÍSÍ og Ellert gat þess í ræðu sinni að á fjárlögum Al- þingis væri gert ráð fyrir að ÍSÍ fengi 8 milljónir sem kæmu til út- hlutunar síðar á árinu. 26 milljóna styrkur til sérsambanda ÍSÍ Morgunblaðið/Jim Smart Lið Skautafélags Reykjavíkur sigraði í kvennaflokki á fyrsta Íslandsmótinu í samhæfðum skautadansi sem fram fór í Skautahöllinni um helgina. Á myndinni er sigurliðið með verðlaunin en stúlkurnar, sem eru á aldrinum 15–24 ára, þóttu sýna glæsileg tilþrif og verður gaman að sjá hvernig þeim vegnar á alþjóðlegu móti sem þær taka þátt í á Englandi í næsta mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.