Morgunblaðið - 20.02.2001, Síða 6

Morgunblaðið - 20.02.2001, Síða 6
ÍÞRÓTTIR 6 B ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKAUTAFÉLAG Akureyrar tryggði sér deildarmeistaratitilinn í íshokkí með því að sigra Björninn, 8:7, í lokaleik undankeppninnar í Skautahöllinni í Laugardal á laug- ardagskvöldið. Akureyringar kom- ust í 5:0 og lögðu með því grunninn að sigrinum. Björninn minnkaði muninn í 7:6 fyrir síðasta leikhluta en komst ekki nær. Besti leikmaður vallarins var Michel Kobezda, markvörður Akureyringa, en markahæstir þeirra voru Rúnar Þ. Rúnarsson, Ágúst Ásgrímsson og Jón B. Gíslason með 2 mörk hver en Sergei Zak skoraði 4 mörk fyrir Björninn. Úrslitakeppnin um Íslandsmeist- aratitilinn hefst á Akureyri um næstu helgi með tveimur leikjum en það lið sem vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari. Morgunblaðið/Kristinn Akureyr- ingar lögðu Björninn STACY Dragila tvíbætti heimsmetið í stangarstökki kvenna um helgina á innan- hússmóti í Bandaríkjunum. Dragila vippaði sér yfir 4,66 metra og síðan 4,70 metra. Fyrsta heimsmetið setti Dragila í mars 1997 þegar hún stökk yfir 4,40 metra á innan- hússmóti í París og síðustu daga hefur hún verið í miklum ham og fjórbætt heimsmetið. Í metstökkinu um helgina strauk hún slána sem hoppaði nokkrum sinnum, en hékk uppi. „Þetta var ekki falleg- asta stökk sem ég hef tekið, en ráin hékk uppi og það er fyrir öllu,“ sagði Dragila. Þráttanda heimsmet Dragilu Szabo var að vonum ánægð meðárangurinn á mótinu í Birm- ingham um helgina. „Þegar tveir hringir voru eftir sá ég að það var möguleiki að setja met. Ég fann að ég var létt á mér en ég hefði samt kosið að hafa einhvern til að veita mér keppni,“ sagði Szabo. Hún hafði raunar tvær stúlkur til að halda uppi hraðanum í hlaupinu en henni fannst þær ekki standa sig nægilega vel og tók sjálf forystuna þegar hlaupið var rétt tæplega hálfnað. Szabo sagðist ætla að gera atlögu að heimsmetinu í 1.500 metra hlaupi 4. mars en hún yrði ekki í Lissabon til að verja heimsmeistaratitilinn í 1.500 m hlaupinu þar sem dagskrá mótsins væri of þétt. „Það er úti- lokað að vera á báðum stöðum,“ sagði Szabo sem hyggst vera með á HM utahúss í Edmonton í ágúst. Graf óhress með Mutolu Keppni var hörð í 800 metra hlaupi kvenna þar sem austurríska stúlkan Stephanie Graf keppti og Maria Mutola frá Mósambík áttust við. Sú fyrrnefnda var dæmd úr leik fyrir að hlaupa fyrir Mutolu, en Graf sagði eftir hlaupið: „Nú er ljóst að ég get aldrei reynt við heims- metið þegar Mutola er að keppa. Hún hljóp þrisvar utan í mig í dag.“ Bandaríski hlauparinn Coby Mill- er hljóp 60 metrana á 6,55 sekúnd- um og hefur enginn hlaupið eins hratt á þessu ári en tæpri klukku- stund síðar varð hann að sætta sig við þriðja sætið í 200 metra hlaupi. Þar varð Christian Malcolm sjón- armun á undan Allyn Condon á 20,58 sekúndum sem er besti tími ársins. Szabo með heims- met í Birmingham GABRIELA Szabo, ólympíumeistarinn í 5.000 metra hlaupi kvenna frá Rúmeníu, bætti eitt elsta heimsmet innanhúss um helgina þeg- ar hún hljóp 3.000 metrana á 8.32,88 mínútum en eldra metið átti Elly van Huylst frá Hollandi, 8.33,82, og setti hún það í Búdapest í mars 1989. Reuters Rúmenska hlaupadrottningin Szabo hefur oft fagnað sigri á undanförnum árum. LITLU munaði að Grindavík krækti í sín fyrstu stig í 1. deild kvenna í körfuknattleik í vetur og það gegn toppliði Keflvíkinga á úti- velli á laugardaginn. Grindavík var 19 stigum yfir í hálfleik, 41:22, og í upphafi fjórða leikhluta var staðan 63:47, grindvísku stúlkunum í hag. En Keflavík náði að jafna metin, 73:73, og sigraði síðan eftir fram- lengingu, 91:82. Brooke Schwarz, nýja banda- ríska stúlkan hjá Keflavík, meidd- ist á hné strax á fyrstu mínútu leiksins og lék ekki meira með. Landa hennar, LaDrina Sanders, var Keflavíkurliðinu erfið og skor- aði 37 stig. Erla Þorsteinsdóttir átti stórleik með Keflavík og skor- aði 31 stig og Birna Valgarðsdóttir gerði 16. Með sigrinum er Keflavík á toppnum með 20 stig, KR er með 18 og KFÍ er með 16 en á leik til góða. Grindavík hársbreidd frá sigri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.