Morgunblaðið - 20.02.2001, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 20.02.2001, Qupperneq 11
KÖRFUKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2001 B 11 Morgunblaðið/Kristinn Brenton Birmingham, leikmaður Njarðvíkurliðsins, sækir að körfu Hauka. Þríframlengt og hasar í lokin MAGNÞRUNGNUM leik Skallagríms og Tindastóls í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Borgarnesi á sunnudaginn lauk með naumum sigri gestanna frá Króknum 114:115. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 77:77 og það var ekki fyrr en í þriðju framlengingu að Tindastóll náði að knýja fram sigurinn og var dómgæslan á lokasekúndunum afar umdeild. Gestirnir byrjuðu betur og virt-ust ætla að klára dæmið örugglega og komust í 7:0. Skalla- grímsmenn neituðu að gefast upp og komust inn í leikinn og fyrsti leikhluti endaði 20:18 fyrir Skallagrímsmenn. Í hálfleik var staðan 37:41 Tindastóli í vil, en leik- menn liðsins voru síðan með frum- kvæðið í seinni hálfleik – höfðu tvö til sex stiga forskot þar til á síðustu mínútu, þá snerist dæmið við. Þegar tólf sekúndur voru eftir komust Skallagrímsmenn í 77:74 með góðri körfu frá Alexander Ermolinski. Tindastólsmenn höfðu tólf sekúndur til að jafna og það tókst Kristni þeg- ar 5 sekúndur voru eftir með góðu langskoti og knúði fram framleng- ingu 77:77. Fyrsta framlenging var þrungin spennu. Peebles, sem sjaldan eða aldrei klikkar í vítaskoti, náði aðeins að skora úr öðru vítaskoti sínu í stöðunni 90:89. Staðan var því 91:89 og 10 sekúndur til leiksloka. Shawn Myers náði að jafna 2 sekúndum fyrir leikslok. Önnur framlenging var svipuð hinni fyrri nema þar náðu Skallagrímsmenn að jafna 103:103 á síðustu mínútunni. Það gerði gamli jaxlinn Alexander Ermolinski þegar 22 sekúndur voru eftir. Í þriðju og síðustu framlengingu náðu Tindastólsmenn forystu 110:106 með góðum körfum frá Óm- ari og Svavari í liði Tindastóls en Hlynur Bæringsson besti maður Skallagríms skoraði jafnharðan. Loks náði Adonis Pomenes, sem fór á kostum í síðustu framlengingu, forystunni fyrir Tindastól 114:115. Skallagrímsmenn höfðu 28 sekúnd- ur til að komast yfir. Sóknin hófst og eitt skot geigaði sem fór í körfu- hringinn og Skallagrímsmenn náðu frákastinu en skotklukkan gekk. Hlynur tók svo skot 4 sekúndum fyrir leikslok sem rataði í körfuna en rétt í því augnabliki flautaði dóm- arinn og dæmdi körfuna ógilda á þeim forsendum að skotrétturinn væri útrunninn. Skallagrímsmenn fengu samt innkast en náðu ekki að skora. Úrslitin voru því 114:115 fyr- ir Tindastól. Upphófst þá mikil rekistefna. Heimamenn voru afar ósáttir og vönduðu dómurum ekki kveðjurnar og þá sérstaklega Hlynur Bærings- son sem fullyrti að þetta væru léleg- ustu dómarnir sem hefðu komið þarna lengi. Skallagrímsmenn töldu að mistök á ritaraborði ættu ekki að stjórna dómgæslunni. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu þar sem leikmenn léku fast bæði í sókn og vörn og var áberandi hversu oft leikmenn sluppu við sóknarvillur. Hjá Skallagrími fór Warren Peebles vel af stað og skor- aði nokkrar góðar körfur en dalaði nokkuð í seinni hálfleik og beitti sér lítið fyrr en til framlengingar kom, en þrátt fyrir það skoraði hann 39 stig. Eins og svo oft áður voru það ungu mennirnir Hlynur og Hafþór sem héldu Skallagrímsmönnum inni í leiknum í seinni hálfleik. Jafnframt spilaði Evgenij Tomilovski varnar- leikinn afar vel en hann þurfti að fara út af með fimm villur rétt fyrir lok venjulegs leiktíma. Gestirnir nutu góðs af jöfnum leik Shawn Myers auk þess sem Krist- inn Friðriksson gerði fyrrum sam- herjum sínum lífið leitt með 29 stig- um samtals. Jafnframt áttu þeir Svavar og Lárus góða spretti. Guðrún Vala Elísdóttir skrifar Það var einhver taugaveiklun ogandleysi sem sveif yfir vötnun- um á sunnudaginn að Ásvöllum. Heimamenn í Hauk- um urðu fyrir barðinu á þessu framan af leik og fram að leikhléi léku þeir mjög illa. Njarðvíkingar voru heldur skárri en ef þeir hefðu leikið eðlilega má gera ráð fyrir að þeir hefðu verið talsvert meira yfir en átta stigum í leikhléi. Eftir hlé snérist dæmið við, Njarðvíkingar léku hræði- lega illa en Haukarnir náðu sér hins vegar vel á strik og léku ljómandi vel. Allt var í járnum framan af fyrsta leikhluta og staðan 14:15 um hann miðjan en gestirnir gerðu fjórar þriggja stiga körfur fyrir hlé á meðan heimamenn skoruðu fimm stig, stað- an 19:27 eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar beittu því talsvert að pressa Hauka stíft þegar þeir höfðu skorað og náðu knettinum þannig mjög oft og fengu því stund- um tvær sóknir án þess að heima- menn kæmust út úr eigin vítateig. Annar leikhluti var í jafnvægi og af- skaplega andlaust spil beggja liða. Það eina sem gladdi augað var fín barátta og gleði hjá Davíð Ásgríms- syni hjá Haukum sem kom inn af bekknum. Villuvandræði gerðu vart við sig og það raunar í fyrsta leikhluta því Jón Arnar Ingvarsson, leikstjórn- andi Hauka fékk þriðju villu sína eftir rúmlega sex mínútna leik og var þá með jafnmargar villur og allt lið Njarðvíkur. Marel fékk þriðju villu sína er þrjár mínútur voru til leikhlés og í upphafi annars leikhluta fékk Mike Bargen sína þriðju villu. Hauk- ar virtust því alls ekki líklegir til af- reka eftir hlé, en annað kom á daginn. Upphaf síðari hálfleiks var þó ekki gott hjá heimamönnum og staðan var um tíma 42:56. Þá tóku heimamenn leikhlé, breyttu í svæðisvörn sem gekk mjög vel og í sókninni urðu menn vandvirkari og baráttuandinn kviknaði í brjóstum Hauka. Það sem eftir var þriðja leikhluta gerðu þeir 19 stig en Njarðvíkingar aðeins sex. Staðan fyrir síðasta leikhluta því 61:62 og stefndi í mikla spennu í lokin. Það varð þó ekki því Njarðvíkingar voru á sama stigi og Haukar framan af leiknum, léku illa og heimamenn nýttu sér það og sigruðu með níu stiga mun. Bargen, Marel, Davíð og Guð- mundur léku vel hjá Haukum eftir hlé og sá síðastnefndi tók meðal annars 17 fráköst. Njarðvíkurliðið var jafnslakt, Jes V. Hansen átti þó ágætan leik og Teitur líka í fyrri hálfleik en fékk varla boltann í þeim síðari. Brenton Birmingham var ekki svipur hjá sjón og í raun virkaði liðið eins og á léttri haustæfingu. Stanslaus gleði á Ásvöllum HAUKAR fögnuðu sigri í bik- arkeppninni í handknattleik í félagsheimili sínu að Ásvöllum á laugardaginn og á sunnudaginn fögnuðu körfuknattleiksmenn félagsins sigri, lögðu efsta liðið, Njarðvík, 86:77 í mjög kafla- skiptum leik þar sem gestirnir voru 46:38 yfir í leikhléi. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Leikurinn byrjaði fjörlega og fórHerbert Arnarson fyrir sínum mönnum með tveimur þriggja stiga körfum í röð og leit allt út fyrir skemmtilegan leik. Þá herti KR takið í vörninni og lokaði á Herbert, sem náði sér ekki á strik það sem eftir var af leiknum. Í byrjun annars leikhluta komu KR-ingar mjög grimmir til leiks og spiluðu góða vörn með þá Jón Arn- ór Stefánsson og Ólaf Jón Ormsson í fararbroddi. Ólafur var einnig heitur í sókninni og skoraði tíu stig á stuttum kafla og gaf KR tóninn. Lánleysi Valsmanna var algjört og töpuðu þeir hverjum boltanum af öðrum, alls 19 boltum í öllum leiknum sem er allt of mikið gegn Íslandsmeisturunum ætli menn sér að eiga möguleika á sigri. Eftir hlé komu Valsmenn baráttuglaðari til leiks og virtist það skila sér og leikurinn var í jafnvægi lengst af í leikhlutanum. Í enda þriðja leik- hluta tók Valur upp á því að pressa KR til þess að minnka forystu þeirra með svokallaðri 1-2-1-1 vörn en KR-ingar leystu sérlega vel úr henni og skoruðu átta stig í röð og við það sat út leikinn og auðveldur sigur heimamanna var í höfn. Hjá KR er það ekki í frásögur færandi að Ólafur Jón var besti maður þeirra, skoraði að vild, en var einnig drjúgur í vörninni þar sem hann stal fjórum boltum og tók alls átta fráköst. Jón Arnór komst líka vel frá leiknum sem og flestir hjá KR, sem hafði þann munað að hvíla Keith Vassell meirihluta leiksins. Guðmundur Björnsson var besti maður Vals að þessu sinni og þó að Brian Hill hafi verið grimmur í frá- köstunum þá hljóta Valsmenn að krefjast meira frá honum í sókn- inni þar sem hann týndist lang- tímum saman. Herbert Arnarson hefur átt betri daga og hékk allt of mikið á boltanum sem stoppaði allt flæði í sókn Vals. FYRIRFRAM var búist við auð- veldum sigri Íslandsmeistara KR á heimavelli sínum og sú reyndist raunin þegar Valur/ Fjölnir, sem er að berjast fyrir áframhaldandi veru sinni í Ep- son-deildinni, kom í heimsókn. KR hrósaði sigri 78:62 eftir að hafa verið 45:31 yfir í hálfleik. Björn Freyr Ingólfsson skrifar Auðveldur sigur KR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.