Alþýðublaðið - 24.11.1972, Side 3

Alþýðublaðið - 24.11.1972, Side 3
ALÞÝÐUSAMBANDSÞING OG EFNAHAGSMÁLIN SIMSKEYTAREGN MEÐ SAMÞYKKTUM UM 50 MÍLURNAR OG ALLAR HLIÐHOLL- AR OKKUR ,,Ráð ungra Grænlendinga, sem búsettir eru i Kaupmanna- höfn, lýsir hér með yfir fullum stuðningi við fyrri gerðir rikis- stjórnarinnar i baráttunni fyrir varðveizlu fiskimiðanna við Is- land með útfærslulandhelginnar i 50 sjómilur. Við ráðleggjum yður eindregið að slaka ekki á kröfum yðar i viðskiptunum við Stóra- Bretland”, segir i simskeyti frá samtökum Grænlendinga i Kaup- mannahöfn, sem islenzku rikis- stjórninni barst i gær. Rikisstjórninni bárust i gær alls fimm simskeyti frá ýmsum sam- tökum á Norðurlöndunum, og i öllum var lýst yfir eindregnum stuðningi við tsland i Landhelgis- málinu. Hin skeytin voru frá Félagi is- lenzkra námsmanna i Þránd-' heimi, Stúdentaþinginu i Osló, norska stúdentasambandinu og sænsku stuðningsnefndinni við ts- land. i skeyti islenzku námsmann- anna i Þrándheimi er eindregið skorað á rikisstjórnina að sýna enga eftirgjöf i komandi samn- ingum og standa fast á rétti sin- um i landhelgisdeilunni þar sem þetta mál sé ekki eingöngu nauð- synlegt okkar vegna heldur geti það haft afdrifarikar afleiðingar fyrir hvert það strandriki, sem verja þurfi þennan rétt sinn gagn- vart ágangi stórþjóða. Stúdentaþingið i Osló lýsir yfir skilningi sinum á þvi hversu mikla þýðingu 50 milna mörkin hafa fyrir yfirráðarétt okkar yfir fiskimiðunum, sem stórþjóðirnar ógna með stjórnmálalegum og efnahagslegum þrýstingi. Þá segist sænska stuðnings- nefndin vona, að hin nýja sænska stjórn láti ekki þvingast til sam- stöðu með stórveldis heimsvalda- sinnunum. Þá er þess að geta að Alþýðu- blaðinu barst i gær samþykkt fundar námshópastjóra Norræna sumarháskólans þar sem lýst er fullum stuðningi við aðgerðir ts- lendinga i landhelgismálinu. DEILT UM LANDIÐ Hver á tsland? Fámenn stétt landeigenda, eða þjóðinöll? Þetta er ein af þeim spurningum, sem ræddar verða á almennum fundi, sem Alþýðuflokksfélag Reykja- vikur efnir til n.k. miðvikudags- kvöld kl. 9 e.h. i Sigtúni, en frum- mælendur á fundinum verða þeir Bragi Sigurjónsson, alþingis- maðurog Eyjólfur Konráð Jóns- son, ritstjóri. Eins og kunnugt er hafa þing- menn Alþýðuflokksins lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um þjóðareign á landi og land- gæðum. Tillaga þessi hefur vakið mikla athygli og mikið umtal og eru skoðanir um hana mjög skiptar. Það er einmitt annar frummælandinn og Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, ritsjóti, hefur skrif- að i blað sitt mjög á móti þessum hugmyndum. Má þvi búast við skemmtilegum kappræðum þeirra á milli. Eins og áður segir er fundur þessi opinn öllum og verður orðið gefið laust að loknum ræðum frummælenda. Fundarheitið er: Lönd og landgæði — i hverra eigu? , og hefst fundurinn sem fyrr segir kl. 9 e.h. næstkomandi miðvikudagskvöld og verður i Sigtúni við Austurvöll. NÝTT FROTTE SLOPPAR MEÐ HETTU. Stuttir kr. 2240,- Síðir kr. 2580.- MARGIR LITIR. PÓSTSENDUAA □lympla^ Laugavegi 26 - Sími 15186 Óvissan i efnahagsmálum og leynd rikisstjórnarinnar yfir væntanlegum aðgerðum sinum i þeim efnum hefur mjög sett svip sinn á yfirstandandi þing Alþýðusambands íslands. Alþýðublaðið ræddi i gær við nokkra fulltrúa á ASÍ þingi um afgreiðslu þess á ályktun um kjara- og atvinnumál, en i þeirri ályktun mun afstaða verkalýðshreyfingarinnar til væntanlegra efnahagsaðgerða birtast. Álit fulltrúanna kemur fram hér að neðan: Pétur Sigurðsson, varafor- maður Sjómannafélags Reykja- víkur: ,,Ég hafði búizt við þvi að fá að heyra, áður en ASt þingið hófst, hvað rikisstjórnin ætlaði að gera i efnahagsmálunum. Bf þær tillögur, sem i bigerð eru til lausnar efnahagsvandan- um, eru þess eðlis, að þær muni skerða umsamin heildarkjör, þá ættum við að fá tækifæri til þess að fjalla um þær i sjálfum verkalýðsfélögunum, en lengja ASI þingið, þannig að það gæti tekið málefnalega afstöðu i at- vinnu- og kjaramálum”. Bjarni Sigfússon, varafor- maður Rafiðnaðarsambands is- lands: ,,Það er að sjálfsögðu óviðun- andi, að rikisstjórnin skuli ekki hafa tekið ákvarðanir um að- gerðir i efnahagsmálunum, áður en þetta þing kom saman, þannig að þingfulltrúar gætu stuðzt við einhverjar raunveru- legar ákvarðanir, er þeir fjalla um kjara- og atvinnumálin. Ég geri ráð fyrir, að allir á ASt þinginu geti verið sammála um það, að 2.000 — 3.000 milljón- ir, sem sagt er að vanti til þess að halda þjóðarbúinu gangandi, verði alls ekki sóttar i vasa þeirra sem mynda aðildarfélög Alþýðusambands tslands. Það er nánast kjaftshögg framan i launafólk og þing Alþýðusambands tslands, að rikisstjórnin skuli ekki tilbúin til að gera grein fyrir áformum sinum, þar sem þau verða að öllum likindum kunngerö nokkrum dögum eftir að við verðum farin heim af þinginu. Þar sem engar likur eru á að við fáum hér á þinginu nokkrar upplýsingar um eðli þeirra efnahagsaðgerða, sem fram- undan eru, er fráleitt annað en þingið komi sér saman um það, hvernig fjallað verði um þessar aðgerðir, þegar þar að kemur”. Jón Karlsson, formaður Verkamannafélagsins Fram á Sauðárkróki: „Auðvitað er ekki búið að af- greiða ályktun um kjara- og at- vinnumálin. En hvernig svo sem hún kemur til með að verða afgreidd,er það skoðun min, að þingið verði að taka alveg ákveðna afstöðu i þeim málum og á þann veg,að væntanlegar efnahagsráðstafanir haggi i engu gildandi kjarasamningum. Ef rikisstjórn og Alþingi telja á þvi nauðsyn, að þessar væntanlegu ráðstafanir gripi inn á þetta svið, þá hlýtur það að gerast algerlega á ábyrgð þess- ara aðila, en ekki á ábyrgð verkalýðssamtakanna. Verði aðgerðirnar á þann veg, að þær haggi i einhverju um- sömdum kjörum, er fráleitt annað en verkalýðssamtökin mótmæli harðlega eins og þau hafa reyndar ætið gert, þegar rikisvaldið hefur gripið inn á svið atvinnu- og kjaramála. Yfir slikar aðgerðir getur verkalýðshreyfingin aldrei lagt blessun sina, hver svo sem rikisstjórnin er, sem i hlut á”. Karl Slcinar Guðnason, for- maður Verkalýðs- og sjómanna- fclags Keflavíkur: ,,Ég tel fráleitt, að kjör lág- launafólks eða miðlungstekju- fólks verði skert. Fremur þurfa kjör þessa fólks að batna veru- lega frá þvi sem nú er. Fyrir þinginu liggja ógrynni skýrslna og talna um ástand þjóðarbúsins og er það málað dökkum litum. Hins vegar eru fulltrúar tortryggnir á, að for- sendur allra þessara talna séu réttar. Við teljum mjög bagalegt, ef við eigum að fara burt af þessu þingi án þess að vita, hvað i vændum er. En allt bendir til þess,aðöllum ráðum verði beitt til að leyna okkur fulltrúa á ASt þingi áformum rikisstjórnar- innar I efnahagsmálum. Ég er þeirrar skoðunar, að annað hvort verði að fresta ASÍ þinginu eða kalla saman stóra ráðstefnu, sem fjalli um aðgerð- ir af hálfu verkalýðssamtak- anna, þegar þar að kemur. VOPNAFJORÐUR: DAUFLEGT I SVIPINN EN MENN RJARTSÝNIR Á Vopnafirði er mannlifið frekar dauft núna, en þó sjá menn fram á betri tima, og undir- búningur undir komu þeirra er kominn i gang. Þeir eiga von á skuttogara i janúar, og til þess að vera tilbúnir komu hans er hafin bygging á frystihúsi, en það gamla hefði að likindum ekki annað væntanlegum afla togar- ans. Fólk flyzt nokkuð úr sveitinni i þorpið, og þetta fólk hefur staöið i byggingaframkvæmdum, og er ekki annað að sjá en það sé bjart- sýnt. Litið sem ekkert hefur verið að gera við fiskvinnslu i haust, sagði Magnús Guðmundsson, gjaldkeri hjá Kaupfélaginu, er Alþýðublað- ið ræddi við hann i gær. Það hefur ekki gefið á sjó um langa hrið, enda engir bátar lengur á staðn- um nema sinábátar — báturinn Brettingur var seldur i sumar. Að sögn Magnúsar hefur verið mikil fannkoma undanfarið og allir vegir ófærir. En i gær var hiti nálægt frostmarki og spáð hláku og vegir orðnir viðast færir aftur. Vopnfirðingar hafa ekki þurft að þola læknisleysi undanfarin ár, enda læknisaðstaða viðunandi. En þeir ætla ekki að hætta á neitt, og i undirbúningi er bygging á nýju sjúkraskýli. Föstudagur 24. nóvember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.