Vísir


Vísir - 08.06.1979, Qupperneq 8

Vísir - 08.06.1979, Qupperneq 8
8 VÍSIR Föstudagur 8. júnl, 1979 Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davifi Guömundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfuiltrúar: Bragi Guömundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guömundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Indriðason, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Óli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðsson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Ólafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Askrift er kr. 3000 á mánuöi Auglýsingar og skrifstofur: innanlands. Verö f Slöumúla 8. Simar 86611 og 82260. lausasölu kr. 1S0 eintakiö. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 slmi 86611. Ritstjórn: Slðumúla 14 simi 86611 7 llnur. .frentun Blaöaprent h/f OLIAN VERÐUR AÐ LÆKKA Veröiö á rússnesku oliunni, sem hingaö er keypt, er oröiö svo hátt, aö þaö er aö sliga islenskt atvinnulif. Forsendur oliukaupasamningsins eru þvi brostnar. Hvers vegna fást Islensk stjúrnvöld ekki einu sinni til aö ræöa viö Rússa um veröiö? Ákvöröun Landssambands ís- lenskra útvegsmanna um stöðv- un fiskveiðif lotans um næstu helgi og þar til nýtt f iskverð hef- ur verið ákveðið og lausn fundin á vandamálum útgerðarinnar vegna olíuverðshækkana var óhjákvæmileg. Miðað við núver- andi fiskverð er útgerðin rekin með hvorki meira né minna en 14.4 milljarða króna tapi sam- kvæmt útreikningum LIO og nemur það rúmlega 23% af heildartekjum útgerðarinnar. Til þess að vega upp á móti þessu tapi telur LIÚ, að f iskverð þyrfti að hækka um 30% Það er augljóst mál, að fisk- vinnslan stæði ekki undir svo gifurlegri f iskverðshækkun nema til kæmi mjög veruleg gengisfelling. Og sú gengisfell- ing kæmi útgerðinni svo aftur í koll vegna gengis- og verðtrygg- inga á lánum útgerðarinnar og þeirrar hækkunar á tilkostnaði útgerðarinnar, sem af gengis- fellingu leiddi. Sjálfsagt verður þó nú að grípa til gengislækkunar til þess að koma í veg fyrir stöðvun útgerðar og fiskvinnslu. En sú leið er ekki til neinnar frambú'ðar. Hvað er þá til ráða? Hugmyndir um skattlagningu á almenning í einu eða öðru formi til þess að leysa vandamál útgerðarinnar telur þetta blað gjörsamlega óraunhæfar. Is- lenska þjóðin byggir afkomu sína fyrst og fremst á fiskveið- um og fiskvinnslu. Þjóðin lifir á fyrirtækjunum, sem þessa at- vinnuvegi stunda, en þau ekki á þjóðinni, og öðru visi getur það ekki verið. Vandi útgerðarinnar nú stafar fyrst og fremst af hinum ógnar- legu olíuverðshækkunum á undanförnum mánuðum. Um síðustu áramót kostaði hvert tonn af gasolíu samkvæmt skráningu á Rotterdammarkaðnum um 170 dollara, en nú er verðið komið upp í um 387 dollara, sem þýðir um 127% hækkun. Þessar hækk- anir, sem við verðum að greiða Rússum vegna olíukaupasamn- inga okkar við þá, eru langt um- fram hækkanir á heimsmark- aðsverði. Allar vonir og spádóm- ar um verðlækkanir með vorinu, sem íslensk yfirvöld og olíu- félagaforstjórar létu f Ijós í febrúar og mars sl., þegar tonnið kostaði 284 dollara, hafa gjör- samlega brugðist. Þvert á móti hafa á þessu tímabili orðið stór- felldar hækkanir. Það er vítavert ábyrgðarleysi af íslenskum yfirvöldum að hafa ekki í hinu minnsta sinnt þeim kröfum, sem fram hafa verið settar um viðræður við Rússa um það, að tekin verði upp önnur verðmiðun en spekúlantamark- aðurinn í Rotterdam. Engin þjóð í heiminum, sem á þó að heita að hafa langtímasamning um olíu- kaup, þarf að sæta slíkum afar- kostum sem við íslendingar. Vegna hinna stórfelldu verð- hækkana á undanförnum mán- uðum eru í rauninni brostnar for- sendur fyrir þessari verðviðmið- un, svo að (slendingar hljóta að eiga nánast lagalega kröf u á því, að núverandi verðviðmiðun, verði felld úr gildi. Feimni íslenskra ráðamanna við Rússa er hreint út sagt ótrú- leg. Ráðamenn okkar eiga ekki önnur svör en þau að í gildi sé bindandi samningur við Rússa. Virðing forystumanna kommún- ista og framsóknarmanna fyrir milliríkjasamningum og fortaks- lausu skuldbindingargildi þeirra hefur þó ekki alltaf verið svona takmarkalaus, t.d. ekki þegar þeir riftu landhelgissamningnum við Breta hér um árið. íslenska þjóðin getur hins vegar engan mun á því gert, hvort hún verður í raun og veru að gefa Rússum f jórða hvern f isk sem hún veiðir í íslensku landhelginni, vegna okurverðs á olíunni frá þeim og því, að Bretar veiddu fjórða hvern fisk í landhelgi okkar. ís- lenskum yfirvöldum ber skylda til þess að taka þegar í stað upp viðræður við Rússa um olíuverð og knýja fram lækkun á því. Það er eina lausnin á vanda íslenskr- ar útgerðar. Blðin verða Skákmótiö I Lone Pine, smá- borginni I Kaliforniu, dregur ár hvert að sér æ fleiri og öflugri þátttakendur. Segullinn er dollararnir hans Slathams, bandariska milljónamæringsins sem fjármagnar mótin af mikl- um myndarbrag. Heildarverö- laun á síöasta móti námu 15 milljónum og þar af voru 5 milljónir fyrir 1. sætiö. Stórmeistararnir flykktust að, fleiri en nokkru sinni fyrr 27 talsins. Reyndar mættu tveir til viöbótar, Romanishin og Tshekovsky frá Sovétrikjunum, en þegar þeir sáu erkióvininn Kortsnoj meðal keppenda hættu þeir viö þátttöku. í mótslok uröu jafnir og efstir, Liberzon Israel, Gligoric Júgóslaviu, Hort Tékkóslóvaklu og Gheorgieu Rúmenlu. Fyrir slöustu umferö voru Liberzon, Hort og Gligoric i efsta sæti og tefldu þá saman Liberzon og Hort. Strax I byrjun var ljóst aö Liberzon tefldi grimmt til jafn- teflis, þvi hann valdi uppskipta- afbrigðið I frönsku tafli á hvítt 1 e4 e6 2. d4 d5 3. exd5, dauöasta jafnteflisafbrigöi allra tíma. Gligoric tefldi hinsvegar óhikaö til vinnings gegn Larsen og sú skák var tefld i botn, jafntefli ekki samiö fyrr en barist haföi veriö til þrautar. ætti ekki að löng hjá Seirawan Samuel Reshevsky meö sln 67 ár aö baki lætur engan bilbug á sér finna. Hann mætti til leiks þvert ofan I fyrirmæli lækna sinna sem lagt hafa fast aö gamla manninum aö hætta öll- um frekari skákiðkunum. Reshevsky hefur nokkrum sinn- um fengið hjartaáfall og tauga- spennan viö skákboröiö er ekki þaö allra heppilegasta i slikum tilfellum. Reshevsky slapp þó viö öli áföll aö þessu sinni fékk 5 1/2 vinning og vann m.a. Miles og gerði jafntefli viö Kortsnoj. Bandarikjamenn eiga nú 13 virka stórmeistara og eitt stór- meistaraefnið enn kom fram I dagsljósið i Lone Pine,hinn 18 ára gamli Seirawan frá Seattle. Hvltur: Seirawan, Bandarikin Svartur: Miles, England Vængtafl. 1. g3 e5 2. c4 c6 3. Bg2 d5 skák Umsjón: Jóhann i Sigurjóns son 6. f3 f5 7. Rh3 Rc6 8. 0-0 Be7 9. Rc3 Rf6 10. Bg5 Be6 (Bjartsýni Miles hefur ekki reynst notadrjúg og hann veröur nú að berjast fyrir völdun veiku reitanna á miöboröinu. A meöan þróar hvitur stööu slna meö leikvinningum.) 11. Rf4 Bf7 12. e3 0-0 13. fxe4 dxe4 (Svartur áttium fleira aö velja. 13. ...fxe4 14. Bh3 og ef 14. ...Bd6 15. Rb5 ásamt 16. Re6. Betri kostur virðist 13. ...Rxe4 14. Hann fékk erfiðasta verkefni mótsins, tefldi viö 8 stórmeist- ara I 9 umferöum. Bent Larsen og Miles máttu báöir lúta I lægra haldi fyrir pilti en hann tapaði aöeins einni skák, fyrir Hort. Arangur hans, 5 1/2 vinn- ingur nægöi til stórmeistara- árangurs, en þar eö Seirawan haföi ekki náö alþjóölegum titli áöur, veröur stórmeistaratitill- inn aö blða um sinn. Eftir vinningsskákinni gegn Miles aö dæma ætti biöin ekki aö veröa ýkja löng. (Miles teflir byrjunina af full mikilli bjartsýni. Hugmynd hans er augsýnilega sú aö leggja undir sig miöboröið og hreinlega gleypa andstæöing- inn. Uppbyggingu hvlts kemur þó ekkert betur en sllkur tafl- máti, þvi nú myndast ákjósan- leg skotmörk.) 4. cxd5 cxd5 5. d4! e4 (Eða 5. ...exd4 6. Rf3 og hvitur einbeitir sér aö einangraöa peö- inu á d5).) Bxe7 Rxe7 þó hvlta staðan sé öllu vænlegri.) 14. Bh3 g6 15. g4! (Þannig brýtur hvitur upp svörtu stööuna.) 15. ... ■ fxg4 16. Bxf6 gxh3 17. Bxe7 Dxe7 18. Dg4 Bc4 19. Hf2 Hf5 20. Rxh3 Hh5 (Vanmáttug tilraun til mótspils. 21. Rxe4? strandar auövitaö á 21. ...Hh4 en þetta er of einfalt.) 21. Hg2 (Hótar 22. Dxh5.) 2i_ ... Hh4 22. Dg3 Hf8 23. Rg5 Hh5 24. b3 Bd3 25. Rd5 Dd7 26. Rf4 Hh6 (Þarna fer heldur lltiö fyrir hróknum.) 27. Hdl Hf5 28. h4 Rxd4 (Miles grlpur til óyndisúrræöa enda mjög farið aö ganga á um- hugsunaríimann og staöan hin óhrjálegasta.) 29. exd4 Dxd4+ 30. Kh2 De5 31. Rg-h3! (Ef 31. Rf-h3 Hxh4 32. Dxe5 Hxe5 og svartur hefur þrjú peö fyrir manninn.) 31. ... Df6 32. h5! Bb5 33. Hg-d2 g5 34. Hd5! (Tilraunir svarts eru baröar niöur meö harðri hendi.) 34. ... Hxd5 35. Hxd5 Db2+ 36. Rg2 Hxh5 37. Hxb5 Gefiö Jóhann örn Sigurjónsson

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.