Morgunblaðið - 12.04.2001, Síða 12

Morgunblaðið - 12.04.2001, Síða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÆJARFULLTRÚAR Samfylk- ingarinnar í Hafnarfirði neituðu að undirrita reikninga fyrir bæjarsjóð Hafnarfjarðar sem lagðir voru fram á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag þar sem þeir telja reikningana ekki gefa rétta mynd af fjárhagsstöðu og fjárhagsþróun bæjarsjóðs. Full- trúarnir hafa einnig sent félagsmála- ráðherra, Páli Péturssyni, bréf þar sem ráðuneytið er „upplýst um þá grafalvarlegu stöðu sem fjármál bæjarins eru komin í“, eins og segir í bréfinu. „Í fyrsta lagi teljum við alls ófært að langtímaskuldbindingar, til 25–27 ára, vegna einkaframkvæmdasamn- inga á lögboðnum skyldum sveitar- félagsins, að upphæð tæplega 4 milljarðar króna, skuli einungis færðar sem skýring með reikning- unum. Í öðru lagi teljum við að færsla skulda bæjarsjóðs að upphæð 700 milljónir króna á Vatnsveitu Hafnarfjarðar gefi villandi mynd af fjárhagsþróun bæjarsjóðs. Í þriðja lagi viljum við benda á að allar lyk- iltölur reikninganna verða í reynd marklausar með ofangreindri færslu reikninganna. Í fjórða lagi viljum við benda á ákvæði í bókhaldsskilavenj- um sem kveður á um að fari núvirt samningsupphæð umfram 90% af markaðsverði rekstrarfjármuna beri að færa slíkt inn í efnahagsreikning. Í því sambandi óskum við eftir að ráðuneyti yðar láti fara fram óháð mat, ríkisendurskoðunar eða ann- arra, á þessu atriði,“ segir í bréfi til ráðherra. Tryggvi Harðarson, bæjarfulltrúi Samfylkingar, segir fyrrgreindar bókhaldsreglur sýna fram á nauðsyn þess að einkaframkvæmdir séu færðar inn í efnahagsreikning. „Við æskjum þess ef nokkur kostur er að fá svör frá félagsmálaráðherra fyrir síðari umræðu um reikninga bæjar- ins, sem fram fer eftir hálfan mánuð. Þetta er orðið gjörsamlega ótækt ástand að sveitarfélög eins og Hafn- arfjörður fari út í einkaframkvæmd- ir í mjög stórum stíl og þess sér hvergi stað í bókhaldi,“ sagði Tryggvi. „Menn verða að gera einhverjar ráðstafanir til að færa þetta með sambærilegum hætti og aðrar skuld- bindingar sem sveitarfélög setja sig í, því í þessu tilfelli er ekki verið að binda eitthvað í skammtímaleigu heldur er verið að binda sex næstu kjörtímabil. Sveitarfélagið Hafnar- fjörður kemst svo ekkert hjá því að hætta að reka skóla að óbreyttum lögum eftir 25 ár. Ég held að það sé alveg ljóst að það er ótækt að ekkert skuli vera tekið á þessu máli.“ Ekki náðist í gær í Magnús Gunn- arsson bæjarstjóra eða Valgerði Sig- urðardóttur, forseta bæjarstjórnar, vegna málsins. Samfylkingin neitaði að undirrita reikninga bæjarsjóðs Vilja mat félagsmála- ráðuneytis á stöðunni HÁSKÓLI Íslands og fyrirtækið AstraZeneca hafa gert með sér samning til þriggja ára um nýtt starf dósents við læknadeild Háskóla Ís- lands. Staða dósentsins er í klínískri ónæmisfræði með sérstakri áherslu á astma- og ónæmissjúkdóma í önd- unarfærum. Rektor Háskóla Ís- lands, Páll Skúlason, deildarforseti læknadeildar, Reynir Tómas Geirs- son, prófessor og Davíð Ingason, lyfjafræðingur og markaðsstjóri AstraZeneca, undirrituðu samning- inn 26. mars sl. Búið er að manna stöðuna og hef- ur Unnur Steina Björnsdóttir, lækn- ir og sérfræðingur í ónæmissjúk- dómum, verið ráðin til að gegna starfinu. Unnur starfar við lungna- deild Landspítala-háskólasjúkra- húss að Vífilsstöðum, og nú einnig við læknadeild Háskóla Íslands. Í fréttatilkynningu segir meðal annars: „AstraZeneca leggur mikla áherslu á rannsóknir og þróun með- ferðar við ofnæmis- og ónæmissjúk- dómum og vill leggja sitt af mörkum í þágu læknisfræði á Íslandi sem annars staðar. Fyrirtækið starfar náið með íslenskum heilbrigðisstétt- um og má þar sérstaklega nefna þátttöku Íslendinga í fjölþjóðlegum rannsóknum sem gerðar eru á veg- um AstraSeneca.“ Nýtt starf dósents við læknadeild HÍ Frá undirritun samningsins. Frá vinstri sitja Davíð Ingason, Páll Skúla- son og Reynir Tómas Geirsson. GRUNUR leikur á að skipstjóri spænsks togara hafi haft í hyggju að misnota sjúkraflug til þess að spara sér siglingu í land með veikan sjó- mann sem lítið amaði að. Landhelgisgæslunni barst um klukkan hálfátta á mánudagskvöld beiðni frá björgunarmiðstöðinnni í Madrid um að sækja spænskan sjó- mann sem var um borð í togara um 200 mílur suðvestur af landinu. Grunur lék á að maðurinn, sem er 28 ára, hefði fengið hjartaáfall, málið væri alvarlegt og því óskað eftir að- stoð þyrlu. Eftir að læknir hafði talað við skipverja þótti ólíklegt að þetta væri rétt og voru aðstæður metnar svo að ekki væri forsvaranlegt að senda þyrluna eftir sjómanninum. Varð- skipið Ægir var sent á vettvang og kom það að skipinu um kl. 00.45. Um borð í varðskipinu var vanur sjúkra- flutningamaður sem skoðaði sjúk- linginn. Eftir samráð við lækni var metið að ástandið væri ekki alvarlegt og ákveðið að togarinn sigldi sjálfur með skipverjann til lands. Halldór Nellett, yfirmaður gæslu- framkvæmda hjá Landhelgisgæsl- unni, sagði erfitt að fullyrða um hvort skipstjórar hefðu kallað eftir aðstoð þyrlu aðeins til þess að spara sér siglingu í land. Þetta mál er enn í skoðun hjá Landhelgisgæslunni og sagðist Hall- dór gera ráð fyrir að tilfellið á mánu- dagskvöld færi í sama farveg, þ.e. til- drög þess yrðu frekar rannsökuð. Spurður um hvort einhver viðurlög, s.s. sektir, væru við misnotkun á sjúkraflugi sagði Halldór að sér væri ekki kunnugt um slíkt. „Þetta er mjög slæmt mál ef rétt reynist að menn misnoti þessa að- stoð og málið verður eins og fyrr segir athugað frekar. Við reynum að hafa það að leiðarljósi að láta þá slös- uðu og sjúku njóta vafans og okkur finnst betra að fara af stað en sitja heima ef ástandið reynist svo alvar- legra en talið var í fyrstu.“ Togarinn kom að landi í Reykjavík um klukkan hálfátta á þriðjudags- kvöld og var sjómaðurinn þegar fluttur á Landspítala – háskóla- sjúkrahús til rannsóknar. Grunur um tilraun til mis- notkunar á sjúkraflugi ANDRI Már og Elva Rán Oddgeirs- börn og frændi þeirra Þorleifur Sigmundsson voru að leik á leik- svæði í nágrenni heimilis síns í Breiðholti þegar þau rákust á und- arlega hluti sem alls ekki áttu heima á leiksvæðinu – ellefu hlaðin byssuskot. „Andri sonur minn fann skotin fyrir framan rólurnar og hann hélt nú bara að þetta væru leik- fangaskot enda hefur hann aldrei séð svona nokkuð áður,“ sagði Odd- geir Guðfinnsson, faðir systk- inanna. Þorleifur er hins vegar úr sveit og vissi strax að hætta var á ferðum, sagði frænda sínum að þetta væru alls ekki leikföng heldur lífshættuleg skot. Strákarnir fleygðu skotunum því frá sér inn í runnaþykkni og fóru heim til að segja foreldrunum frá fundinum. Oddgeir fór þegar að leita að skot- unum og fann fimm þeirra, hin sex leynast því enn í runnunum. Því næst tilkynnti hann lögreglunni fundinn en segist lítil viðbrögð hafa fengið. „Mér krossbrá aðvitað þegar ég sá skotin og manni verður bara hugsað til þess sem gæti hafa gerst ef krakkarnir hefðu farið að leika sér með þetta. Það er erfitt að þurfa að sætta sig við að börnin manns finni svona á leiksvæði sem á að vera öruggur staður fyrir börn.“ Byssuskot á leikvellinum Morgunblaðið/Kristinn Systkinin Elva Rán og Andri Már Oddgeirsbörn og frændi þeirra Þor- leifur Sigmundsson fundu riffilskot á leikvellinum. arhús í Grafarvogshverfi í félagi við óþekktan mann á tveimur dögum í janúar sl. Þar tóku þau ófrjálsri hendi sjónvarpstæki, tvö mynd- bandstæki, síma, farsíma, skartgripi, sígarettur, armbandsúr, seðlaveski, 5 vínflöskur, 8 bjórflöskur, leikja- tölvu, tölvuleiki og vasaútvarp. Verð- mæti ránsfengsins var á þriðja hundrað þúsund. Bæði játuðu brot sín greiðlega og kom það ásamt ung- um aldri þeirra til refsilækkunar, segir í dómi Héraðsdóms. Pilturinn var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi og stúlkan fjögurra. Fullnustu refsingar beggja var frestað, piltsins um tvö ár en stúlk- unnar um þrjú, og fellur hún niður að þeim tíma liðnum haldi þau almennt skilorð. Bótakröfum var vísað frá dómi þar sem þær voru ekki studdar gögnum. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp dóminn. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi á þriðjudag sextán ára pilt og 18 ára stúlku í þriggja og fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot og á annan tug þjófn- aðarbrota, þar af fjölda innbrota í bíla, hús og sumarbústaði. Stúlkan var dæmd fyrir fíkniefna- lagabrot en hún reyndist með 1,08 grömm af tóbaksblönduðu hassi í fórum sínum þegar lögregla handtók hana við Hlemmtorg í september á síðasta ári. Þá var hún dæmd fyrir þjófnað á radarvara í verslun í Kringlunni í nóvember og fyrir inn- brot í bíla í október sl. en úr þeim stal hún ýmsu dóti að verðmæti um 60.000 krónur. Þau voru bæði fundin sek um innbrot í fimm sumarhús í Grímsnesi að næturlagi í september sl. en þar námu þau á brott dúk, handryksugu, myndavél, tvo sjón- auka og fleira. Enn fremur var stúlk- an dæmd fyrir innbrot í fjögur íbúð- Piltur og stúlka dæmd fyrir fjölda afbrota AÐ HÖFÐU samráði við aðila vinnumarkaðarins og Bændasam- tök Íslands hefur landbúnaðarráð- herra ákveðið að skipa starfshóp um framleiðslu- og markaðsmál gróðurhúsaafurða og garðávaxta. Verkefni starfshópsins verði m.a. að meta starfsskilyrði, álagn- ingu tolla og verðmyndun á gróðurhúsaafurðum og garðávöxt- um við framleiðslu, heildsölu og smásölu. Þá er hópnum falið að gera tillögur til landbúnaðarráðu- neytisins um hvernig tryggja megi framleiðslumöguleika íslenskrar garðyrkju og lækka verð á gróð- urhúsaafurðum og garðávöxtum til neytenda. Starfshópinn skipa: Ari Edwald framkvæmdastjóri, fulltrúi Sam- taka atvinnulífsins, Elín Björg Jónsdóttir, formaður FOSS, fulltrúi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Kjartan Ólafsson garðyrkjubóndi, fulltrúi Bænda- samtaka Íslands, Kristján Braga- son framkvæmdastjóri, fulltrúi ASÍ, Sigurgeir Þorgeirsson fram- kvæmdastjóri, fulltrúi Bændasam- taka Íslands, Ólafur Friðriksson deildarstjóri, fulltrúi landbúnaðar- ráðuneytisins, og Guðmundur Sig- þórsson skrifstofustjóri, fulltrúi landbúnaðarráðuneytisins og jafn- framt formaður starfshópsins. Nefnd um grænmeti og ávexti FYRSTU þrjá mánuði ársins voru gerðar 369 breytingar á trúfélags- skráningu í þjóðskrá. Þetta sam- svarar því að 0,1% landsmanna hafi skipt um trúfélag. Á sama tímabili árið 2000 voru breytingarnar 386 en 360 á fyrstu þremur mánuðum árs- ins 1999. Breyting á trúfélagsskráningu var í 56% tilfella vegna úrsagna úr þjóð- kirkjunni eða 208. Af þeim kusu 77 að vera utan trúfélaga, 49 létu skrá sig í Fríkirkjuna í Reykjavík, 31 í Fríkirkjuna í Hafnarfirði og 12 í Ásatrúarfélagið. Samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofunni létu 196 skrá sig úr þjóðkirkjunni á sama tíma árið 2000 og 197 á fyrstu þremur mán- uðum ársins 1999. Á móti 208 brottskráðum var 61 skráður í þjóðkirkjuna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2001. Brottskráðir umfram nýskráða voru því 147 eða jafnmargir og á sama tíma í fyrra og 162 árið þar á undan. Um síðustu áramót voru 248.411 af 282.845 Íslendingum skráðir í þjóðkirkjuna. Meðlimir í fríkirkju- söfnuðunum í Reykjavík og Hafnar- firði og í Óháða söfnuðinum voru alls 11.098 og í öðrum skráðum trúfélög- um 10.661, þar af flestir eða 4.307 í kaþólsku kirkjunni og fæstir í Bapt- istakirkjunni, sex meðlimir. 0,1% landsmanna skipti um trúfélag Breytingar á trúfélagsskráningu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.