Morgunblaðið - 12.04.2001, Page 16
LANDIÐ
16 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Egilsstöðum - Fyrir skemmstu var
haldinn fundur hjá Félagi áhuga-
manna um litlar vatnsaflsvirkjanir á
Austurlandi. Veltu menn þar fyrir sér
hugsanlegum virkjanatækifærum og
skoðuðu hvernig slík áform þróast frá
hugmynd yfir í veruleika. Rúmlega 30
manns mættu á fundinn sem var hald-
inn samtímis á Egilsstöðum og Höfn í
Hornafirði gegnum fjarfundabúnað.
Erling Garðar Jónsson, rafmagns-
tæknifræðingur og fyrrum rafveitu-
stjóri á Austurlandi til margra ára,
fjallaði um sögulegan bakgrunn virkj-
ana og framtíðarsýn. Hann stiklaði á
stóru í sögu rafmagnsframkvæmda á
Íslandi, allt frá því er bæjarlækurinn í
Hafnarfirði var virkjaður árið 1905.
Má nefna merka virkjun á Seyðisfirði
frá árinu 1913 en hún var fyrsta rið-
straumsvirkjun á Norðurlöndunum. Í
tengslum við hana varð jafnframt til
fyrsta bæjarveita Norðurlanda þegar
Seyðisfjarðarbær var raflýstur.
Virkjunin var fjármögnuð í það
minnsta að helft af bónda nokkrum,
og þótti mikið í þá daga, en þýskt fyr-
irtæki sá um framkvæmdir.
Næsta stórvirki í raforkumálum
eystra var svo Grímsárvirkjun árið
1957 en ýmsum þótti það afleitur
virkjunarkostur. Gerðist það á fundi
um þá virkjun, þegar heldur var dreg-
ið af mönnum og komið fram á nótt,
að einn fundarmanna bað Hrafn á
Hallormsstað blessaðan að fara nú að
þegja í pontunni, eða koma með vísu.
Mæltist þá Hrafni svo:
„Að yrkja vísu eftir pöntun,/eftir
pöntun framan úr salnum,/það er eins
og að virkja vatnið,/vatnið sem er ekki
til í dalnum.“
Lagarfossvirkjun var svo tekin í
notkun árið 1974 og er hún nýjust
virkjana eystra.
Erling lagði á það áherslu að fyrir
nútímaþjóðfélag væri raforkan jafn-
mikilvæg og súrefnið er fyrir manns-
líkamann. Hann fjallaði á þeim nótum
um möguleikana á að flytja raforku
frá smávirkjunum inn á kerfið hjá raf-
magnsveitunum og rakti helstu
hindranir í þeim vegi, bæði tæknileg-
ar og lagalegar, sem verið er að at-
huga lausnir á.
Þá tók til máls Birgir Þór Guð-
mundsson, hagfræðimenntaður frá
Ási í Noregi. Hann hefur í áratug
kynnt sér smávirkjanir í Noregi og er
nú ráðgjafi í þessum efnum fyrir
nokkra aðila á Vestfjörðum. Hann
velti upp ferli smávirkjana frá fyrstu
hugmynd til framkvæmda. Þarf með-
al margs annars að vinna ýmsar mæl-
ingar, gera raunsætt hagkvæmnis-
mat og mynda traustan upplýs-
ingagrunn, ásamt nákvæmri fram-
kvæmdaáætlun. Telur Birgir að ekki
eigi að vera vandasamt að fá fjár-
magn til virkjunarframkvæmda hafi
menn á annað borð unnið vandaðar
áætlanir.
Þeir sem hafa áhuga á að skoða
möguleika á smávirkjun geta leitað til
Félags áhugamanna um smávirkjanir
á Austurlandi, sem er m.a. í samvinnu
við Atvinnuþróunarfélag Austurlands
um málefnið.
Möguleikar á smávirkj-
unum skoðaðir eystra
Fagradal - Í veðurblíðunni á Suð-
urlandi síðustu daga fyrir páska
voru þessu kátu krakkar að bera
potta og pönnur út úr búi sínu í
garðhúsi í Þorlákshöfn. Fylltu
þau pottana með snjó og settu á
snjóeldavél, misjafnlega gekk
eldamennskan en þetta var nú
bara leikur hjá þeim Ísaki Mána
Stefánssyni og Fanneyju Ágústs-
dóttur sem voru hin ánægðustu
með snjóinn og góða veðrið.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Njóta veðurblíðunnar
Grindavík - Verkfall sjómanna hefur
staðið í tíu daga þegar þetta er skrif-
að og ekki sér fyrir endann á verkfall-
inu. Landverkafólk í Grindavík hefur
enn eitthvað að gera en það styttist í
að allt stöðvist hjá því. Hjá Vísi h/f í
Grindavík hefur verið unnið af sama
krafti og venjulega en síðasti dagur í
aðgerð var þriðjudaginn fyrir páska.
Pétur Hafsteinn Pálsson er fram-
kvæmdastjóri hjá Vísi h/f og blaða-
maður spurði hann um vinnsluna og
verkfall sjómanna. „Við erum að
klára upp í dag og þá fer helming-
urinn af starfsfólkinu heim en aðrir
halda áfram að pakka. Svo verður
hægt að halda öllum í vinnu í næstu
viku þ.e. þá þrjá virku daga sem þar
um ræðir en helmingur starfsfólksins
fer heim eftir það. Allir verða sendir
heim eftir 2–3 vikur og við lokum.
Menn verða bara að leysa verkfallið,
það er fullreynt að allir fá ekki allt
sem þeir vilja. Við verðum ekki varir
við þessa óánægju meðal okkar sjó-
manna og þess vegna er sorglegt að
standa í þessari deilu öll þessi ár,“
sagði Pétur.
Landverkafólk í Grindavík í sjómannaverkfalli
Morgunblaðið/GPV
Síðasti dagur í aðgerð.
Helm-
ingurinn
farinn
heim
Skagaströnd - Árlegt íþróttamót
skólanna í Austur-Húnavatnssýslu
fór fram í íþróttahúsinu á Skaga-
strönd síðasta daginn fyrir páska-
leyfi. Á þessum mótum er bæði
keppt í ýmsum hefðbundnum
íþróttagreinum en einnig óhefð-
bundnum.
Gott samstarf er milli skólanna
þriggja í A-Hún, á Blönduósi,
Húnavöllum og Skagaströnd.
Þannig hittast stjórnendur skól-
anna reglulega og bera saman
bækur sínar, kennarar skólanna
mæta á sameiginleg námskeið og
skipulagsdaga og nemendur hitt-
ast nokkrum sinnum yfir veturinn.
Einn af þessum sameiginlegu
nemendadögum fer í ofangreint
íþróttamót. Þar koma saman til
keppni og til að skemmta sér nem-
endur skólanna þriggja úr 7.–10.
bekk. Að þessu sinn var keppt í
körfu- og fótbolta, maraþonsippi,
þrautaboðhlaupi, limbó, koddaslag
og að raða púsluspili. Sigurvegarar
dagsins urðu nemendur grunnskól-
ans á Blönduósi og eftir keppnina
tók liðið við glæsilegum farand-
bikar til varðveislu næsta árið.
Að lokinni keppni var svo sam-
eiginlegt diskótek í félagsheimilinu
Fellsborg fram eftir kvöldi.
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Meðal þess sem keppt var í var koddaslagur og vakti hann mikla kátínu.
Gott samstarf á íþróttadegi
Stykkishólmi - Það hefur verið nóg
að gera hjá Lionsmönnum í Stykk-
ishólmi síðustu vikur. Lionsklúbb-
arnir, sem eru tveir í bænum,
ákváðu að gefa nýju sundlauginni
búnað sem auðveldaði öldruðum og
sjúklingum að nota hin glæsilegu
sundlaugarmannvirki. Keyptur var
hjólastóll sem hægt er að nota í
sturtu og lyfta til að til hjápa fólki
niður í sundlaugina. Þá hafa félagar
verið að smíða handrið til að setja
upp á göngum frá sturtu og yfir í
sundlaug og handrið í innisundlaug-
ina.
Á laugardaginn var smíðinni lok-
ið og var haldið með handriðin til
sundlaugar og þeim komið þar fyr-
ir. Mætti þar hópur Lionsmanna til
starfa og gengu þeir frá verkinu
sama dag. Yfirumsjón með smíðinni
hafði Lionsmaðurinn Guðmundur
Kristinsson. Alls voru settir upp
um 50 lengdarmetrar af handriðum.
Að sögn Vignis Sveinssonar, for-
stöðumanns sundlaugarinnar, var
hér um gott og þarft verk að ræða.
Hál gólf skapa alltaf hættu en með
því að fá handriðin getur fólk verið
miklu öruggara. Sjúkrahúsið nýtir
innisundlaugina mikið fyrir bak-
sjúklinga sína og þetta framtak
Lionsmanna auðveldar þeim að
stunda sundæfingar.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Það var vaskur hópur Lionsmanna í Stykkishólmi sem tók þátt í því að
setja upp handrið og lyftu í sundlaugina. Verkið gekk fljótt og vel enda
eru innan þeirra raða margir handlagnir menn. Eftir það eiga aldraðir
og sjúkir mun auðveldar með að stunda sund og leikfimi.
Þjóna öldruðum
og sjúklingum
Grindavík - Síðustu fjórar helgar
hafa átta konur í Grundarfirði sótt
þjóðbúninganámskeið með það að
markmiði að sauma sér sjálfar þjóð-
búning. Þetta er töluvert fyrirtæki
sem krefst kunnáttu í saumaskap
auk sögulegrar þekkingar á hinum
ýmsu gerðum þjóðbúninga. Lítið er
hægt að koma saumavélum við og
verður því að sauma stóra hluta
búningsins í höndum.
Kennari er Jófríður Benedikts-
dóttir og hefur hún víða haldið
þjóðbúninganámskeið. Þessi nám-
skeið eru mjög vinsæl og er strax
farið að tala um annað námskeið í
Grundarfirði.
Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon
Þær Júlíana Karlsdóttir (t.v.) og
Olga Einarsdóttir skarta hér
nýsaumuðum þjóðbúningum.
Júlíana saumaði sér upphlut frá
19. öld, en Olga bjó til peysuföt
frá 20. öld.
Þjóðbúninga-
námskeið í
Grundarfirði