Morgunblaðið - 12.04.2001, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 25
draga upp myndir af þróun smásöluverðs
grænmetis og ávaxta miðað við verð þeirra í
neysluverðsvísitölu. Ályktunin sem síðan er
dregin er með eindæmum: Ætla má að svip-
uð þróun hafi verið á heildsöluverði og smá-
söluverði m.a. vegna ákvæða í framlegðar-
samningum dreifingarfy-rirtækjanna og
verslana.“
Orðrétt segir í athugasemdum og kröfu-
gerð SFG: „Það að leggja að jöfnu verðþróun
neysluverðsvísitölu sem mælir verð á smá-
sölustigi er ekki hægt. Framlegðarsamning-
ar dreifingarfyrirtækjanna við verslanir hafa
þar enga þýðingu. Samkeppni dreifingarfyr-
irtækjanna á því tímabili sem er til rann-
sóknar í þessu máli hefur gert það að verkum
að álagning verslunarinnar í landinu hefur
snarhækkað á þessu tímabili. Hið meinta
„samráð“ dreifingarfyrirtækjanna á græn-
metis- og ávaxtamarkaðnum hefur skilað
lægra verði til SFG á umræddu tímabili.“
Tveir aðilar ráða yfir 93%
smásölumarkaðarins
Matvörumarkaðurinn er fákeppnismarkað-
ur hér á landi, á því leikur enginn vafi. Í út-
boðs- og skráningarlýsingu Baugs frá því í
desembermánuði árið 2000 er markaðshlut-
deild Baugs sögð vera 45%, markaðshlut-
deild Kaupáss 28%, Matbæjar 14%, Sam-
kaupa 6% og annarra 7%. Kaupás, Matbær
og Samkaup mynda saman BÚR. Það eru því
í rauninni tveir aðilar sem kaupa af heildsöl-
unum svo til allt grænmeti og ávexti, Baugur
og BÚR. Samkvæmt þeim heimildum sem
aflað hefur verið, þá hefur markaðshlutdeild
hvors um sig breyst eitthvað frá því í des-
ember og nú mun Baugur vera með nálægt
48% hlutdeild og BÚR 45%, en það breytir
ekki því að þessir tveir ráða yfir um 93%
markaðarins og hljóta í skjóli stærðar sinnar
að hafa mikið um það að segja hvaða verð
þeir greiða heildsölunum.
Í þessari staðreynd er að sjálfsögðu fólgin
skýringin á því hvers vegna framleiðendur
og innflutnings- og heildsölusamtök ávaxta
og grænmetis hafa ekki lagt öll spilin á borð-
ið og reynt að gera hreint fyrir sínum dyrum.
Það getur varla verið mikil viðskiptaleg
skynsemi í því fólgin, að egna til reiði þann
eða þá sem kaupa af þér alla þína fram-
leiðslu!
Í þeim gögnum sem aflað hefur verið kem-
ur skýrt fram að grænmetisbóndinn er í
mörgum tilvikum að fá mjög svipaða upphæð
fyrir hvert kíló framleiðslunnar í dag og
hann fékk fyrir sex árum síðan.
Hvað varðar sundurgreiningu á neytenda-
krónunni, eins og fram kemur hér annars
staðar á opnunni, þá skal tekið fram að þær
upplýsingar eru um verð og álagningu í
ákveðnum grænmetis- og ávaxtategundum í
stórmörkuðum í marzmánuði sl. og marz-
mánuði árið 2000. Þegar talað eru um stór-
markaðsverð, þá er t.d. átt við það verð sem
var í Hagkaup og Fjarðarkaup. Álagningin
sem upplýst er um, er miðuð við slíkar versl-
anir, en ekki er greind neytendakrónan í há-
vöruverðs- og lágvöruverðsverslana, en
álagningin getur eðli málsins samkvæmt ver-
ið hærri og lægri þar.
Með hávöruverðsverslunum er hér átt við
verslanir eins og Þína verslun og Nóatún en
lágvöruverslun Bónuss og Krónan.
Svo nokkur dæmi séu valin af handahófi,
þá fékk sveppaframleiðandinn 323 krónur
fyrir kílóið af sveppum í maímánuði 1995 og
312 krónur fékk hann fyrir kílóið í maí í
fyrra. Meðalsmásöluverð á sveppum í maí
1995 var 596 krónur og í maí í fyrra var kíló-
verð í smásölu að meðaltali 641 króna.
Paprikuframleiðandinn fékk í maí 1995 332
krónur fyrir kílóið af framleiðslu sinni og í
maí í fyrra fékk hann 378 krónur fyrir kílóið.
Í smásölu kostaði kílóið í maí 1995 að með-
altali 692 krónur og í maí í fyrra kostaði það
613 krónur.
Gúrkuframleiðandinn fékk í apríl 1996 122
krónur fyrir kílóið, en þá var smásöluverðið
200 krónur. Í maí í fyrra fékk bóndinn 179
krónur fyrir kílóið, en þá kostaði það að með-
altali í smásölu 346 krónur.
Verð á tómötum er afar sveiflukennt, eins
og kunnugt er. Bóndinn fékk í maímánuði
1995 283 krónur, heildsöluverðið var 312
krónur og smásöluverðið var 565 krónur.
Verð á vínberjum hefur líka sveiflast mikið
í gegnum tíðina.
Meðalinnkaupsverð til landsins á kílóið
hefur á þessu sex ára tímabili sveiflast frá
því að vera um 150 krónur fyrir kílóið og allt
upp í 635 krónur kílóið, sem gerðist að vísu
bara einu sinni, í janúar 1997.
80 tonn af banönum flutt
til landsins í viku hverri
Geysilegt magn af banönum er flutt inn til
landsins árið um kring eða í kringum 4.600
tonn, sem jafngildir um 80 tonnum á viku.
Bananar sveiflast ekki svo mikið í innkaups-
rúmar 70 krónur myndi maður ætla að kaup-
verðið í smásölu væri einhvers staðar í kring-
um 100 krónur. En öðru nær. Smásöluverðið
síðust vikuna í marzmánuði var 219 krónur.
14% VSK af þeirri upphæð er 26,89 krónur.
Verðið samanlagt til erlendu birgjanna, að
viðbættri heildsöluálagningu var 100 krónur
(74 krónur og 26). Smásöluálagningin var
92,11 krónur, eða 92,1%.
Grundvallaratriði reist á
röngum forsendum
Í niðurstöðum athugasemda og kröfugerð-
ar SFG segir m.a.: „Eins og hér hefur verið
sýnt fram á eru grundvallaratriði í frum-
athugun Samkeppnisstofnunar reist á röng-
um forsendum.
Markaðshlutdeild SFG er rangt metin og
upplýsingar um verðþróun byggjast á þróun
smálsöluverðs en ekki heildsöluverðs. Varð-
andi bæði atriðin þá hefur verið bent á
óhrekjanlegar staðreyndir sem sýna fram á
að verð til viðskiptaaðila SFG hefur lækkað.“
Og síðar segir: „Frumathugunin er engan
veginn í samræmi við 10. grein stjórnsýslu-
laga, sem kveður á um, að stjórnvald skuli
sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áð-
ur en ákvörðun er tekin.“
Af orðum Guðmundar Sigurðssonar, for-
stöðumanns samkeppnissviðs Samkeppnis-
stofnunar, hér að framan má ráða að skoðun
á ávaxta- og grænmetismarkaðnum,
tengslum og samráði innbyrðis, tengslum og
samráði á milli heildsala og smásala sé engan
veginn lokið.
Hvað hún kann að hafa í för með sér, fyrir
íslenska neytendur á svo eftir að koma á dag-
inn.
agnes@mbl.is
! "
!
! """ # ""
#$%
#$%
&'(
#$
)%
(*%
%#'
$*(
verði, svona frá 50 til 70 krónum kílóið í inn-
kaupum og þá er miðað við það verð sem
greiða þarf erlendum birgjum og fyrir flutn-
ingskostnað. Í janúar 1997 greiddi innflytj-
andinn 63 krónur fyrir kílóið en í desember
það ár 56 krónur. Árið 1999 í janúar kostuðu
bananar 57 krónur kílóið í innflutningi og 57
krónur í desember.
Skipting neytendakrónunnar
Þegar verð á grænmeti og ávöxtum er
sundurgreint, eftir því því hvað um ræðir, er
stundum rætt um neytendakrónu. Slík grein-
ing er gagnleg, þegar reynt er að komast til
botns í því hver smásöluálagningin er, hver
er álagning heildsalans, hvað fer mikið í rík-
issjóð (sem liggur að vísu alltaf í augum uppi
– 14% af smásöluverðinu) og hvað fær fram-
leiðandinn mikið í sinn hlut?
Þá er stuðst við þá aðferð að ganga út frá
kílóverði grænmetisins/ávaxtanna í smásölu.
Fyrst er reiknaður 14% virðisaukaskattur af
smásöluverðinu og hann dreginn frá kíló-
verðinu. Þá er verðið sem framleiðandinn/
innflytjandinn og heildsalinn fá í sinn hlut
dregið frá því sem eftir stendur af smá-
söluverðinu. Það sem eftir stendur er þá
smásöluálagningin.
Ef við tökum dæmi t.d. af agúrkum, eins
og þær kostuðu samkvæmt verðkönnun
Morgunblaðsins á þriðjudag, þá gæti grein-
ingin litið svona út. (Sjá einnig skýringar-
mynd.)
Kílóið í smásölu kostaði það sama í Nóa-
túni, Nýkaup og 11–11, eða 398 krónur.
14% virðisaukaskattur af þeirri upphæð er
49 krónur. Ég hef aflað mér upplýsinga um
að gúrkuframleiðandinn fær í þessu tilviki
um 165 krónur fyrir kílóið. Afurðastöðin, í
þessu tilviki Sölufélag garðyrkjumanna, fær
45 krónur í umsýsluþóknun. Þá eru eftir 139
krónur, sem er smásöluálagningin, og í þessu
tilviki er hún 84,24%.
Hér mun vera um mun hærri smásölu-
álagningu að ræða en tíðkast í helstu viðmið-
unarlöndum okkar og virðist sem hún sé iðu-
lega í grænmetis- og ávaxtategundum á
bilinu 60% til 80%.
Svo eru til mun verri dæmi, samkvæmt
þeim upplýsingum sem aflað hefur verið, svo
sem smásöluálagning á banana. Þar þekkjast
þess dæmi að álagningin fari langt yfir 100%.
Ef SFG kaupir banana inn á 60 krónur kílóið
og leggur á það 10 króna gjald vegna þrosk-
unarklefanna og selur til Baugs og BÚR á