Morgunblaðið - 12.04.2001, Síða 26
ÚR VERINU
26 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIKIL mótmæli sjómanna og verka-
manna á Nýfundnalandi hafa meðal
annars bitnað á þeim íslenzku skip-
um, sem stunda veiðar á Flæmska
hattinum. Í fyrradag stöðvuðu þeir
löndun í þremur skipum í hafnarbæn-
um Argentia og leystu landfestar
þeirra. Ekkert slys verð vegna þess,
en skipin lóna nú fyrir utan og bíða
þess að mótmælin hjaðni. Eitt skipa
Eimskipafélagsins tafðist vegna
þessa og beið utan hafnarinnar í gær
af sömu sökum.
Það eru rækjusjómenn sem standa
að þessum mótmælum, en þeir eru
óánægðir með það að þeir skuli ekki fá
úthlutað öllum rækjukvóta við Ný-
fundnaland og Labrador, en hluti
kvótans hefur farið til Prins Eðvarðs-
eyja. Pétur Már Helgason, fram-
kvæmdastjóri frystigeymslunnar í
Harbour Grace, segir að togararnir
þrír hafi átt að koma þangað til lönd-
unar, en ekki komizt vegna íss. Þetta
eru Fame, Örvar og Lómur. Því hefðu
þeir farið til Argentia og orðið þar fyr-
ir barðinu á mótmælendum. Hann
sagði að þetta hefði verið varasöm að-
gerð, þar sem vélar skipanna voru
ekki í gangi, þegar landfestar voru
leystar. Það hefði þó tekizt að ræsa
vélarnar í tíma og nú biðu menn bara
eftir því að mótmælendur róuðust.
Hann sagði að gert væri ráð fyrir því
að svo yrði fljótlega. Staðan væri sú,
að þessir sjómenn stunduðu rækju-
veiðar nálægt landi, en hefðu ekki
komizt út til veiða vegna íss. Nú væri
komin hæg vestanátt og því væri búizt
við að ísinn ræki frá landi og þeir
kæmust til veiða og mótmælin legðust
þá niður. Hann sagði sjómennina gera
sér fulla grein fyrir því að engin tengst
væru milli veiðanna á Flæmska hatt-
inum og veiða þeirra, en þeir trufluðu
landanir úr skipunum til þess að vekja
áthygli á málstað sínum.
Fastir í ísnum
Tvö íslensk skip, skráð í Eystra-
saltslöndunum, Heltermaa og
Okernatop, áður Kolbeinsey og Hús-
víkingur, festust í ísnum utan við Bay
Roberts í gær. Þorgeir Baldursson,
skipveri á Heltermaa, segir þá alveg
pikkfasta og geti ekkert gert án
hjálpar ísbrjóts. Von væri á honum
með kvöldinu eða í nótt. Það væri um
þriggja mílna breið ísbreiða milli
þeirra og íslauss sjávar og því ekkert
annað að gera en bíða.
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Mótmælendur á Nýfundnalandi hóta öllu illu vegna niðurskurðar á rækjukvóta.
Hindruðu löndun úr ís-
lenzkum rækjutogurum
Sjómenn á Ný-
fundnalandi mót-
mæla úthlutun
rækjukvóta
Ísafirði - Guðjón Arnar Kristjánsson
þingmaður Frjálslynda flokksins
sagði á fundi á Ísafirði á mánudag, að
sá steinbítur, ufsi og ýsa sem króka-
bátar undir sex tonnum veiddu á
fimm ára tímabil 1993–1998 væri að-
eins hluti af úthlutuðum afla sem
ekki hefði veiðst í kerfi stærri
bátanna. Hér væri því aðeins verið að
nýta fiskistofna sem almenna fisk-
veiðikerfið náði ekki að nýta þrátt
fyrir úthlutun.
Á tímabilinu skildu aflamarksskip-
in eftir 20 þúsund tonn af steinbít, 90
þúsund tonn af ufsa og 41 þúsund
tonn af ýsu. Verði þessi fiskur settur
inn í kvóta 1. september eins og lögin
um stjórn fiskveiða gera ráð fyrir
yrði það einungis leigutekjustofn fyr-
ir útgerðir í stóra kerfinu, þar sem
stærri bátarnir munu aldrei hagnýta
sér þennan kvóta sjálfir.
Guðjón Arnar lagði mikla áherslu
á að losa strandveiðiflotann undan
sölu- og leigukvótakerfinu þar sem
smágreifarnir í kerfinu yrðu síst
betri en stórgreifarnir, ef þeim gæf-
ist kostur á að selja aflaheimildirnar
burt úr byggðunum.
Margir þingmenn eiga
aðild að aflakvótum
Aðspurður hvort 50 milljóna króna
kvótaeign útgerðar í hans eigu að
hluta gerði hann ekki vanhæfan til að
fjalla um málið á Alþingi, benti hann
á að fjöldi þingmanna ætti aðild að
aflakvótum eða myndu erfa þá. Hann
vildi hinsvegar afnema kvótaeign
smábátanna, gefa veiðar þeirra
frjálsar og byggja á byggðamynstri.
Guðjón sagðist telja að allir þing-
menn Vestfjarða aðhylltust þessar
hugmyndir, en erfitt væri að ná eyr-
um þingmanna annara kjördæma.
Sverrir Hermannsson, hinn þing-
maður Frjálslyndaflokksins, sagðist
fullviss um að Davíð Oddsson og tagl-
hnýtingar hans, eins og þingmaður-
inn orðaði það, væru búnir að ákveða
að leyfa engar tilfærslur á komandi
hausti og vildi að gripið yrði til rót-
tækra aðgerða til að tryggja hags-
muni smábyggðanna og smábáta-
sjómannanna. Hann sagðist hugleiða
að nú væri kominn tími til að brjóta
lög svo hart væri sótt að hag alþýðu
manna. Aðspurður sagðist hann
styðja aðgerðir sjómanna um lokun
hafna og veiðar án aflaheimilda.
Fundarstjóri á fundinum var
Margrét Sverrisdóttir framkvæmda-
stjóri flokksins og varaþingmaður.
Um 40 manns sótti fundinn og urðu
líflegar umræður um fiskveiðistjórn-
unarkerfið.
Fundur á Ísafirði um utankvótaafla krókabáta
Kvóti sem ekki var nýttur
Morgunblaðið/Hálfdán
Frá fundi Frjálslynda flokksins um veiðar krókabáta.
BANDARÍSKIR stærðfræðingar og
annað fólk, sem hefur gaman af dá-
litlum heilabrotum, hafa að und-
anförnu verið altekin af lítilli gátu.
Virðist hún ekki merkileg við
fyrstu sýn en þó eru menn sammála
um, að besta lausnin geti haft mikla
þýðingu fyrir kóðunarfræðin og
þar með fjarskipta- og tölvuvísindi.
Þrautin kallast „Hattagátan“ og
er eins og hér segir: Þrír menn
koma inn í herbergi og rauður eða
blár hattur er settur á höfuð hvers
þeirra. Liturinn á hatti hvers og
eins er ákveðinn með því að kasta
upp peningi og hver og einn sér lit-
inn á höttum hinna tveggja en ekki
á sínum hatti.
Mennirnir mega ekki tala saman
en þegar hver og einn hefur virt
fyrir sér hatta hinna eiga þeir allir
samtímis og hver í sínu lagi að geta
sér til um sinn hattlit. Hópurinn
skiptir með sér verðlaunum geti að
minnsta kosti einn mannanna upp á
réttum lit og hinn eða hinir segja þá
pass fremur en að nefna rangan lit.
Mennirnir mega að sjálfsögðu
vera fleiri en þrautin gengur út á
finna aðferð við að tryggja mestan
mögulegan árangur. Ein augljós
aðferð gæti verið sú, að einn mann-
anna segði alltaf „rauður“ og hinir
tveir pass. Hún ætti að tryggja
helmingsárangur enda væri hattur
viðkomandi alltaf rauður eða blár.
Spurningin er hins vegar sú hvort
unnt sé að gera betur.
Margir kunnir stærðfræðingar
töldu, að það væri ekki hægt, enda
segði liturinn á hverjum tveimur
höttum ekkert um þann þriðja.
Vinningslíkurnar 3 á móti 1
Gátan er komin frá dr. Todd
Ebert, kennara í tölvuvísindum við
Kaliforníuháskóla, en hann nefndi
hana einu sinni við nemendur sína.
Fyrr en varði var hún komin á Net-
ið og stærðfræðingar um öll Banda-
ríkin og víðar farnir að glíma við
hana. Það var svo loks dr. Elwyn
Berlekamp, stærðfræðiprófessor
við Berkeley-háskóla, sem kom með
bestu lausnina. Hann segir, að hóp-
urinn geti tryggt sér verðlaunin í
þremur af fjórum tilfellum.
Berlekamp segir, að í þremur
fjórðu tilfella fái tveir mannanna
hatt í sama lit og sá þriðji í öðrum.
Aðferðin er því sú, að sá, sem sér,
að hinir tveir eru með ólíka hatta,
segi pass, en sá, sem sér, að hinir
tveir eru með sams konar hatta,
geti sér til, að sinn hattur sé ólíkur
þeirra.
Þetta tryggir, að í hvert sinn sem
hattlitirnir eru 2:1 mun einn mann-
anna geta rétt og hinir tveir segja
pass. Þegar allir fá hatt í sama lit
mun aftur á móti enginn geta sér
rétt til.
Heilabrot um
„Hattagátu“
LÖGREGLA beitti kylfum og
þrýstivatnsbyssum til að dreifa
miklum mannfjölda, á að gizka
50.000 manns, sem safnazt hafði
saman fyrir utan þinghúsið í Ankara
í gær til að krefjast afsagnar rík-
isstjórnar Bulents Ecevits. Lét lög-
reglan til skarar skríða þegar
nokkrir mótmælenda reyndu að
ryðja sér leið inn í þinghúsið og
komust í gegn um skjaldborgina
sem lögreglan hafði slegið um bygg-
inguna. Eru þetta hörðustu götu-
óeirðirnar sem orðið hafa í Tyrk-
landi frá því fjármála- og
stjórnmálakreppan sem nú er í al-
gleymingi í landinu hófst fyrir
tveimur mánuðum.
Er þess vænzt, að Ecevit for-
sætisráðherra leggi í vikunni fram
nýja áætlun ríkisstjórnarinnar um
aðgerðir til að ráða bót á efnahags-
kreppunni. Hann vísaði öllum af-
sagnarkröfum á bug í gær.
„Ég sé ekki að uppþot og leit að
nýrri ríkisstjórn hjálpi Tyrklandi
hót, og það er þess vegna sem ég
ætla mér ekki að víkja úr embætti,“
tjáði Ecevit þingheimi.
Samtök verzlunarráða og kaup-
halla Tyrklands hvöttu í gær Ecevit
til að segja af sér. En vafasamt er að
takast megi að mynda nýja ríkis-
stjórn fljótlega, sem tekið gæti með
skilvirkum hætti á fjármálakrepp-
unni. Frá því stjórnin sá sig knúna
til að falla frá fastgengisstefnu fyrir
sex vikum og gengi tyrknesku lír-
unnar féll um nærri helming hefur
verðbólga snaraukizt, fjöldi fyrir-
tækja orðið gjaldþrota og margir
misst vinnuna. Reiði meðal almenn-
ings fer vaxandi vegna ástandsins og
verkalýðsfélög hafa boðað mótmæli
um allt landið á laugardag.
Dropinn sem fyllti mælinn, sem
hratt kreppuástandi þessu af stað,
var harkaleg gagnrýni Ecevits á for-
seta Tyrklands, en fjárfestar á verð-
bréfamörkuðum túlkuðu þessar erj-
ur æðstu manna ríkisins sem merki
um pólitískan óstöðugleika.
Reuters
Hitnar undir
Bulent Ecevit
Ankara. Reuters.
Tyrkneskir óeirðalögreglumenn skýla sér bak við skildi sína til að verj-
ast steinkasti frá mótmælendum við þinghúsið í Ankara.