Morgunblaðið - 12.04.2001, Side 39
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 39
Ekta augnhára- og augnabrúnalitur, er
samanstendur af litakremi og geli sem
blandast saman, allt í einum pakka.
Mjög auðveldur í notkun. Fæst í
þremur litum og gefur frábæran
árangur. Hver pakki dugir í 20 litanir.
Útsölustaðir: Apótek og
snyrtivöruverslanir
Ath. naglalökk frá Trind fást í tveimur stærðum
Allar leiðbeiningar á íslensku
Fást í apótekum og snyrti-
vöruverslunum um land allt.
3
au
gn
sk
ug
ga
r
sa
m
an
Me
ð
næ
rðu
ára
ngr
i
Með því að nota TRIND naglanæringuna færðu
þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar svo
þær hvorki klofna né brotna.
handáburðurinn
með Duo-liposomes.
Ný tækni í framleiðslu
húðsnyrtivara, fallegri,
teygjanlegri, þéttari húð.
Sérstaklega græðandi.
EINSTÖK GÆÐAVARA
Dreifing: S. Gunnbjörnsson ehf. Sími 565 6317
Útsölustaðir: Snyrtivöruverslunin Nana, Rvík, Líbía, Mjódd, Hringbrautar Apótek, Rima Apótek,
Grafarvogs Apótek, Lyf & heilsa, Álfabakka, Lyf & heilsa, Háteigsvegi 1, Borgarapótek, Álftamýri, Fína
Mosfellsbæ, Gallerí Förðun, Keflavík, Sauðárkróks Apótek, Stykkishólms Apótek, Árnesapótek, Selfossi.
Hafnarapótek, Höfn, Hornafirði.
NÝ
TT NÝTT
Frábærar vörur á frábæru verði.
Gerið verðsamanburð.
Vatnsþynnanlegt vax- og
hitatæki til háreyðingar. Vaxið
má einnig hita í örbylgjuofni.
Einnig háreyðingarkrem,
„roll-on“ eða borið á
með spaða frá
Nýjung
Ný
ju
ng Þýskar förðunarvörur
ATH. nú! Frá Tana Maskara Stone (Köku-maskari). Þessi (svarti) gamli
góði með stóra burstanum. Uppl. í smáblaði sem fylgir augnbrúnalitnum.
A
ugnháranæ
ring
=
ÞAÐ hefur oft reynst erfitt að
skipa saman, bæði í efnisskrá og
hversu skipta skal viðfangsefnum á
milli söngvara, þegar fleiri en einn
flytjandi eiga í hlut, auk þess sem
söngvari þarf í raun nokkur við-
fangsefni til syngja sig til áheyrenda.
Söngtónleikar Åse Elmgren og Wi-
um-bræðra, Heimis og Snorra, voru
þessu marki brenndir, að áheyrend-
ur vissu varla hvað söngvararnir
gátu, því eitt eða tvö viðfangsefni
gefa ekki rétta mynd af getu hvers
og eins, svo sem ljóst var af söng Åse
Elmgren í tveimur lögum eftir Pál
Ísólfsson, Í dag skein sól og Vöggu-
vísunni. Bæði var textinn henni erf-
iður og ljóst að hún fann sig ekki
raddlega í þessum lögum. Heimir
Wium söng næst tvö lög, eftir Árna
Thorsteinsson, Rósina og Fögur sem
forðum og var söngur hans vel mót-
aður, sérstaklega í Fögur sem forð-
um.
Það var greinilegt í upphafi, að
Snorri Wium gekk ekki heill til skóg-
ar, má vera að bæði þreyta og sjúk-
leiki hafi þar leikið saman, því greini-
legt var, í tveimur lögum eftir
Sigvalda Kaldalóns, Heimi og Ég lít í
anda liðna tíð, að hann treysti ekki
röddinni, sérstaklega í niðurlagi
seinna lagsins, þar sem tónninn var í
raun brostinn. Söngvararnir skiptu
með sér þremur lögum eftir Sigfús
Einarsson og söng Heimir Draum-
landið mjög vel en Åse náði ekki,
bæði raddlega og ekki síst í texta-
meðferð, að túlka náttúrustemmn-
inguna í Sofnar lóa. Gígjan var nokk-
uð góð hjá Snorra en eitt af
aðalsmerkjum Snorra er frábærlega
skýr framburður textans. Betlikerl-
ingin, eftir Sigvalda og Gest, var
þokkalega sungin af Heimi og besta
íslenska lag Åse var Litla barn, eftir
Fjölni Stefánsson. Snorri hafði sung-
ið sig upp að nokkru og skilaði mjög
vel Spretti eftir Sveinbjörn Svein-
björnsson.
Lokaviðfangsefnið fyrir hlé var
gamansyrpa þriggja laga eftir
Tryggva M. Baldvinsson við orða-
leikjatexta eftir Þórarin Eldjárn.
Þetta er bæði grín með texta og tón-
mál. Því miður var textinn ekki nógu
skýrt framsettur af Heimi og Åse.
Þarna var Snorri í sérflokki, því leik-
ræn túlkunin byggist á því að textinn
heyrist og svo sem í öllum fyrri við-
fangsefnunum, var framburður
Snorra einstaklega góður. Þetta
gamansama söngverk Tryggva og
Þórarins vakti mikla kátínu og ekki
síst, þegar vísað var til tónhöfundar,
sem sat í miðjum sal og hann reis á
fætur, gjörðu nokkrir áheyrendur
það einnig, er vakti mikla kátínu
meðal reyndari tónleikagesta. Þá
kom það nokkuð spánskt fyrir, að
nokkrir áheyrendur flautuðu og er
það aðferð, sem tónleikagestir eru
ekki vanir að viðhafa, þegar flytjend-
um er þakkað fyrir góðan flutning.
Eftir hlé voru á efnisskránni atriði
úr La Bóhème eftir Puccini og þrem-
ur óperum eftir Verdi og strax í upp-
hafi var ljóst að Snorri var ekki í
formi, eins og sagt er og eftir frekar
daufan og í raun brostinn söng, var
tilkynnt að Snorri treysti sér ekki til
að halda sínu fram, eins og gert hafði
verið ráð fyrir í efnisskrá, þannig að
Åse og Heimir luku sínum atriðum,
sem voru Donde lieta, er Åse söng
þokkalega og Eri tu, úr Grímudans-
leiknum eftir Verdi, sem Heimir
söng mjög vel. Tónleikunum lauk
með Merce dilette, úr Vespri Sicil-
iani eftir Verdi og var söngur Åse
Elmgren þokkalega útfærður.
Það má segja, að minna hafi orðið
úr en til var ætlast varðandi tón-
leikana og verður því enn um sinn að
bíða betri tíma, sérstaklega er varð-
ar söng Snorra, sem hefur sýnt að
hann á margt gott til og í íslensku
lögunum var framburður hans ein-
staklega góður og í raun til fyrir-
myndar. Heimir söng vel, sérstak-
lega lögin eftir Árna Thorsteinsson
og Eri tu eftir Verdi. Åse Elmgren
er góð söngkona og átti nokkur ágæt
tilþrif en var ekki vel heima í ís-
lensku lögunum. Samleikur Jónasar
Ingimundarsonar var það eina sem
gekk upp á þessum tónleikum, enda
reyndur í að mæta alls konar ágjöf
og lét sér hvergi bregða. Þetta er
einn af þeim konsertum, sem ekki
átti að halda, því það hefur aldrei
heppnast að klára konsert, svo vel
sé, þegar veikindi eða aðrir radderf-
iðleikar hrjá flytjendur og það er í
raun ekkert neyðarráð að aflýsa tón-
leikum.
Að aflýsa tónleikum
TÓNLIST
S a l u r i n n
Åsa Elmgren, Heimir og
Snorri Wium fluttu íslensk
og erlend söngverk við samleik
Jónasar Ingimundarsonar.
Mánudagurinn 9. apríl, 2001.
SAMSÖNGSTÓNLEIKAR
Jón Ásgeirsson
NÝ ítölsk þýðing skáldsög-
unnar Svanurinn eftir Guð-
berg Bergsson fær umtals-
verða athygli í nýlegu
tölublaði La Repubblica,
stærsta dagblaðs Ítalíu.
Birt er í heild grein
franska skáldsagnahöfund-
arins Milans Kundera um
Svaninn og er upphaf henn-
ar á forsíðu La Repubblica
en greininni fram haldið á
menningarsíðum. Þar er
einnig upplýsingarammi
um Guðberg undir yfir-
skriftinni Margra aðferða
höfundur.
Svanurinn (Il cigno) var
út gefinn af forlaginu Il
Saggiatore fyrir fáeinum vikum í
þýðingu Silviu Cosimini, en hún
hefur áður m.a. þýtt Passíusálm-
ana. Í grein La Repubblica er
þýðingin ekki ritdæmd sem slík,
en segja má að grein Kundera sé
að sínu leyti ritdómur.
Hún var skrifuð fyrir vikuritið
Le Nouvel Observateur þegar
Svanurinn kom út á frönsku árið
1996, og var birt í heild í ís-
lenskri þýðingu Friðriks Rafns-
sonar í Morgunblaðinu skömmu
síðar. Í grein sinni segir Kundera
m.a. að sagan sé „dapurleg og
óendanlega fögur“ og hafi skilið
eftir sig í honum „langvinnt, afar
langvinnt bergmál hrifningar“.
Hann gefur örstutta lýsingu á ís-
lensku dreifbýli og fámenni og
segir svo:
„Hver einasta lína í Svaninum,
þessari æsku- og skálkasögu, er
mótuð af íslensku landslagi. Samt
bið ég ykkur umfram allt um að
lesa söguna ekki sem „íslenska
skáldsögu“, eins og eitthvert
framandi furðuverk! Guðbergur
Bergsson er mikill evrópskur rit-
höfundur. Drifkraftur listar hans
er ekki áhugi á félagsfræði eða
sagnfræði, og þaðan af síður
landafræði, heldur tilvistarleg
leit, tilvistarleg dauðaleit sem
staðsetur bók hans í miðju þess
sem mætti kalla (að mínum dómi)
hið nútímalega við skáldsöguna.“
(þýðing F.R., Mbl. 26. nóv. 1996).
Það er Massimo Rizzante sem
þýðir grein Kundera á ítölsku
fyrir La Repubblica og hann
skrifar einnig stutta kynning-
argrein um höfund Svansins. Þar
kveður hann Guðberg „senni-
lega“ vera „stærsta, íslenska
skáldsagnahöfund samtímans“ en
deili þeim titli þó að líkindum
með Thor Vilhjálmssyni.
Hann nefnir einnig til sögunnar
Einar Má Guðmundsson sem einn
besta fulltrúa sinnar kynslóðar,
en verk allra þeirra höfunda eru
einmitt þegar fáanleg (eða á leið-
inni) á ítölsku og því hugsanlega
í hópi nafna sem ítalskir bóka-
áhugamenn þekkja.
Rizzanti segir rætur sam-
tímaskáldsögunnar að hluta
hljóta að liggja í fornhandrit-
unum sem Íslendingar hafi varð-
veitt ásamt dýrmætum arfi
tungumálsins. „En Íslendingar
hafa annars (...) alltaf þurft að
ferðast og þýða af þrótti til þess
að varðveita beint samband við
evrópskar bókmenntir.
Af þessum sökum eru þýðingar,
jafnvel enn í dag, ekki álitnar
aukageta á Íslandi. Þvert á móti:
sumar þýðingar eru álitnar sígild
verk, rétt eins og frumsamin
verk.“
Sem dæmi um nýleg
stórvirki á sviði þýðinga
tekur Rizzante þýðingar
Erlings E. Halldórssonar á
heildarverkum Rabelais og
Tvídægru eftir Ítalann
Boccaccio. Þannig er í
greininni veitt innsýn í ís-
lenskar bókmenntir eftir
leið þar sem ítalskir les-
endur eru líklegir til að
kannast við kennileitin.
Guðbergur tengist svo
beint þessari umfjöllun þar
sem hann hefur bæði
ferðast mikið og þýtt sjálf-
ur, líkt og segir í grein-
inni. Þar segir ennfremur:
„Sagan af síendurtekinni
opnun þessarar litlu þjóðar gagn-
vart heimsbókmenntunum getur
kannski auðveldað okkur skilning
á skáldsögum [Guðbergs] Bergs-
sonar, sem hefur sjálfur greint
frá því hvernig hann fann sína
eigin braut eftir að hafa uppgötv-
að Faulkner.“ Þannig sver Guð-
bergur sig að áliti La Repubblica
inn í hefðina en hefur einnig gert
sitt til þess að brjóta upp formið,
en í því tilliti er sem dæmi tekin
skáldsaga hans Tómas Jónsson –
metsölubók.
Vitnað í umsögn Milans Kundera í La Repubblica
Svanurinn fær athygli syðra
Milan
Kundera
Guðbergur
Bergsson
HJÁ Richard Wagner-félag-
inu á Íslandi hefur skapast sú
hefð að sýna Parsifal á pásk-
um og verður myndband af
óperunni sýnt í Norræna hús-
inu nk. laugardag kl. 13.
Parsifal var síðasta ópera
Wagners. Hún var frumsýnd í
Bayreuth 26. júlí 1882 og er
eina verk hans sem skrifað er
sérstaklega fyrir Festspiel-
haus. Það var upphaflega
ásetningur Wagners að verk-
ið yrði einungis flutt einu
sinni fyrir útvalda áheyr-
endur en síðan skipti hann
um skoðun og ákvað að
Parsifal skyldi endurfluttur á
þriggja ára fresti en eingöngu
í Bayreuth.
Bann Wagners við að flytja
Parsifal utan Bayreuth var
fljótt virt að vettugi og reið
Metropolitan-óperan í New
York á vaðið með frumsýn-
ingu sinni á aðfangadag árið
1903. Þetta vakti mikla reiði
Cosimu, ekkju Wagners, en
upp frá þessu var farið að
sýna Parsifal víðar.
Að þessu sinni verður sýnd
upptaka frá Metropolitan-óp-
erunni í New York sem gerð
var árið 1992 og er hefðbund-
in sýning óperunnar. Sungið
er á þýsku en enskur skjá-
texti fylgir. Hljómsveitar-
stjóri er James Levine en
leikstjóri Otto Schenk. Leik-
mynd gerir Günther Schneid-
er-Siemssen.
Í helstu hlutverkum eru
Siegfried Jerusalem, Walt-
raut Meier, Kurt Moll, Bernd
Weikl, Franz Mazura og Jan-
Hendrik Rootering.
Aðgangur er ókeypis.
Parsifal
í Nor-
ræna
húsinu
NÚ stendur yfir sýning Ás-
geirs Guðbjartssonar í Sjó-
minjasafni Íslands, Vesturgötu
8 í Hafnarfirði. Ásgeir er sjálf-
menntaður listamaður, fæddur
í Hafnarfirði árið 1927. Á yngri
árum stundaði hann sjó-
mennsku en hóf síðan nám í
matreiðslu, bæði hér heima og í
Danmörku, og starfaði lengst
af sem matreiðslumeistari með
eigin rekstur.
Frá unga aldri hefur Ásgeir
haft áhuga á ýmiss konar hand-
verki en ekki hlotið sérstaka
menntun til listsköpunar. Hann
hefur unnið í frístundum við að
skera út í tré, hvaltennur, plast
og gler. Ennfremur hefur hann
gert myndir úr óvenjulegum
efnivið þar sem hráefnið er að-
allega gamlir vindlahringir.
Helsta viðfangsefni Ásgeirs eru
myndir frá sjávarsíðunni,
bátar, skip, sjómenn, fuglar,
þorp, með hans persónulega
stíl eða svipmóti.
Sýningin stendur út maí og
er opin frá kl. 13-17 laugardaga
og sunnudaga.
Sjávar-
myndir í
Sjóminja-
safni Íslands