Morgunblaðið - 12.04.2001, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 12.04.2001, Qupperneq 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 45 Sumarið 1999 unn- um við saman hjá Hestasporti á Vind- heimamelum. Þetta var frábært og ógleymanlegt sumar. Þú varst alltaf svo kát og glöð og það var mikið líf og fjör í kringum þig. Að vinna með þér var ótrú- legt, krafturinn og dugnaðurinn var endalaus, sama hvað þú tókst þér fyrir hendur. Þú vannst alls kyns störf þetta sumar, þ.e. girð- ingarvinnu, að innrétta hnakka- geymslu, við hestasýningar, hesta- leigu, langferðir á hestum og fleira og fleira. Þú vaktir athygli í hverju sem þú varst, jafnt útlendir sem íslenskir ferðamenn dáðust að þessu síða ljósa hári og brosandi andliti sem vildi allt fyrir alla gera. Frístundunum eyddum við líka flestum saman í raftferðir, hestaferðir, djamm og djús. Sum- arið 2000 komst þú aftur og varst með okkur að hluta, og þá rifj- uðum við upp gleðistundirnar frá sumrinu áður. Þín er sárt saknað. Við sendum aðstandendum innileg- ar samúðarkveðjur. Hanna, Kristín Halla, Eva Ósk, Sabine, Raj, Dil og Manu. Fyrstu kynni okkar Jódísar voru í grunnskólanum í Varmahlíð um átta ára aldur. Frá þeim tíma þegar ég fór að gista á heimavist- inni urðum við svo bestu vinkonur og óaðskiljanlegar fram á ung- lingsár. Að grunnskólanum lokn- um völdum við ólíkar leiðir, en við JÓDÍS HANNA EINARSDÓTTIR ✝ Jódís Hanna Ein-arsdóttir fæddist á Sauðárkróki 16. apríl 1972. Hún lést á heimili sínu á Sauð- árkróki 25. mars síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Sauðárkrókskirkju 31. mars. héldum sambandinu þótt lengra liði milli símtala og heimsókna. Jódís reyndist mér alltaf traust vinkona. Ég hef grandskoð- að gamlar myndir og rifjað upp tengdar minningar, bæði í ein- rúmi og í hópi gam- alla félaga. Alls staðar blasir við hið jákvæða og glaðlega viðmót Jódísar. Töff, öðru- vísi, sjálfsörugg, sterk, þver, góð, kát, veðurbarin, hraust, hlæjandi, syngjandi – þetta eru orðin sem koma upp í huga minn til að lýsa Jódísi. En ég minnist líka stunda sem ekki voru allar festar á filmu. Ég man þegar við lögðum í gönguferðir um nágrenni Varmahlíðar til að flýja skarkal- ann á vistinni á vorin. Bréfaskrift- ir á sumrin. Ég man frábærar stundir þegar Jódís og Ásta Guð- björg komu ríðandi fram í Geld- ingaholt, Jódís alltaf á þeim gráa. Ég man fjölmargar heimsóknir mínar í Veðramót og Jódísar til mín. Þorrablótin. Bíltúra á Mözd- unni, stundum aðeins yfir há- markshraða. Búðaráp í Reykjavík fyrr og síðar. Í seinni tíð stuttar heimsóknir og löng símtöl. Ein- stakt vinarþel Jódísar og rækt- arsemi við mig og mína við fráfall móður minnar. Elsku Jódís mín, þá hef ég fylgt þér síðustu sporin að sinni og sorgin er þung í hjartanu. En ég hughreysti sjálfa mig með vissunni um að algóður guð muni leiða okk- ur saman á ný – þetta er bara spurning um tíma. Fjölskylda, unnusti, vinir og vandamenn hvarvetna. Ég sam- hryggist ykkur og vona að tíminn dragi slæðu yfir sárasta söknuð- inn. Minningin um glæsilega stúlku mun ávallt lifa. Jóhanna Friðbjörg Sigurjónsdóttir. ✝ Grétar ÁstvaldÁrnason fæddist í Reykjavík 22. nóvem- ber 1947. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 8. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Elín Hólmfreðsdóttir Lín- dal, f. 24. ágúst 1917, d. 16. nóvember 1984, og Árni Björn Jónsson, f. 16. apríl 1927. Fósturfaðir Grétars var Sigurður J. Líndal, f. 29. nóv- ember 1915, d. 8. des- ember 1991. Systur Grétars eru Sonja Hólmey, f. 3. mars 1940, d. 22. október 1998, Jónína Margrét, f. 1. janúar 1955, Elín Rannveig, f. 24. maí 1956, og Anna Guðrún, f. 17. nóvember 1957. Grétar kvæntist 17. ágúst 1969 Sesselju Sveinbjörgu Stefánsdótt- ur. Foreldrar hennar eru Jóhanna Vilhjálmsdóttir, f. 24. nóvember 1922, og Stefán Ingólfur Jónsson, f. 21. júlí 1922, d. 14. nóvember 1983. Börn Grétars og Sesselju eru: 1) Snjólaug Huld, f. 12. júlí 1969, maki Birgir Jónsson. Sonur Snjólaugar og Bjarna Bergsteins- sonar er Grétar Þór. 2) Elín Sig- ríður, f. 8. janúar 1972. Sonur Elínar og Þorkels Þórðar Pálssonar er Jóhann Páll. 3) Stefán Jó- hann, f. 25. nóvem- ber 1972, í sambúð með Unni Helgu Marteinsdóttur. Barn þeirra er Em- ilía Diljá og dóttir Stefáns úr fyrri sam- búð með Júlíönu Ás- kelsdóttur er Kol- brún Ösp. 4) Hólmfríður Margrét f. 7. desember 1979, í sambúð með Jakobi Björnssyni. Dóttir þeirra er Rakel Addý. Grétar ólst upp á Lækjamóti í Víðidal. Grétar og Sesselja hófu búskap þar og síðan í Enniskoti þar til þau keyptu Birkihlíð í Víði- dal og hafa búið þar síðan. Hann starfaði mestallan sinn starfsald- ur hjá Búnaðarsambandi Vestur- Húnavatnssýslu sem frjótæknir. Auk þess vann hann við veiðar, veiðivörslu og leiðbeindi laxveiði- mönnum. Útför Grétars fer fram frá Víði- dalstungukirkju laugardaginn 14. apríl og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku hjartans pabbi minn. Þetta eru búnir að vera erfiðir tímar núna undanfarna mánuði. Ég hef fylgst með þér og séð hvernig þér hefur farið aftur. Ég hef talað við þig símleiðis á hverj- um degi núna undanfarið ár, þar til síðasta mánuð að ég heimsótti þig á spítalann eins oft og ég gat. Ég á erfitt með að ná því að þú sért far- inn, ég á ekki eftir að fá klapp á kollinn, heyra rödd þína eða sjá þig framar. Þú kenndir mér svo margt; að sitja hest, veiða, keyra bíl og áfram gæti ég talið upp það sem við gerðum saman. Það var nú alltaf spennandi að fá að vitja minkagildranna með þér eða bara út að keyra sem ég gerði iðulega með þér þegar ég var yngri. Við áttum nú líka okkar slæmu stundir þegar ég gerði uppreisnir sem unglingur. En þú stóðst fast á þínu. Það var ávallt gaman að spila við þig á spil, sérstaklega ef eitthvað lá undir. Þú gerðir svo margt að ég gæti endalaust talið upp, þú varst svona allra handa karl. Við munum sakna þín sárt og sagnanna sem þú hafðir alltaf nóg af. Við áttum eftir að gera svo margt, pabbi minn. Dauða þinn bar alltof brátt að. Þú varst pabbi minn og ég var littla skottan þín. En nú ertu far- inn, sefur svefninum langa og líður eflaust betur en þér hefur áður gert. Lífið heldur áfram hjá mér, ég á yndislega dóttur og góðan kærasta og við Jakob munum sjá til þess að Rakel fái að heyra margar sögur um afa sinn. Mitt fley er svo lítið, en lögurinn stór, mitt fley er í frelsarans hönd. Og hann stýrir bátnum, þótt bylgjan sé há, beint upp að himinsins strönd. (Sálmur 107, 28–31.) Hvíl í friði, elsku pabbi minn. Ég mun aldrei gleyma þér. Sofðu rótt. Þín yngsta dóttir, Hólmfríður Margrét. Elsku pabbi. Mikið er erfitt að horfa á eftir þér svona alltof fljótt. Reyndar veit ég að við erum aldrei tilbúinn þegar einhver sem við elskum deyr. En þú varst svo ungur og ég hélt að þú færir ekki svona fljótt. Og nú hefur þú fengið frið og núna líður þér vel. Eftir sitjum við systkinin hjá mömmu og stöndum þétt saman, eins og þú vildir og rifjum upp minningar um þig, hvað þú sagðir og hvað þú gerðir. Við eigum góðar minningar í hjörtum okkar og þær munu ylja okkur um ókomin ár. Elsku pabbi, ég elska þig af öllu mínu hjarta og mun sakna þín mikið. Þó kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregst og aldrei burtu fer. Þótt hverfi árin, líði líf, við líkam skilji önd, ég veit, að yfir dauðans djúp mig Drottins leiðir hönd. Í gegnum líf, í gegnum hel er Guð mitt skjól og hlíf, þótt bregðist, glatist annað allt, hann er mitt sanna líf. (Margrét Jónsdóttir.) Þín ástkæra dóttir, Snjólaug. Elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Við sitjum og hugsum af hverju núna, en við vitum að þetta var bú- ið að vera erfitt. Þér hlýtur að vera ætlað eitthvert starf annars staðar, en við feðgarnir áttum svo margt ógert. Ég hugsa til allra minninganna um okkur feðgana, alltaf einhvers staðar úti í nátt- úrunni við einhvers konar veiði- skap. Elsku pabbi, ég gæti skrifað miklu meira en engin orð fá lýst hvað ég, sonur þinn, unnusta mín og dætur söknum þín mikið. Þinn ástkæri sonur, tengdadóttir og afastelpur. Hann Grétar, mágur minn, í Birkihlíð er fallinn frá, langt um aldur fram. Grétar fluttist ungur að árum hingað að Lækjamóti með móður sinni og ólst hér upp ásamt systrum sínum. Þegar ég kom í Lækjamót skynjaði ég fljótt hið sterka samband sem var milli hans og fósturföðusins, Sigurðar heitins Líndal. Voru þeir hvor öðrum mik- ils virði. Grétar unni útivist og veiðiskap. Hann var fumlaus og örugg skytta og naut sín við lax- veiðar, ekki síst í Víðidalsá þar sem hann þekkti hvern hyl og hvern streng. Hin seinni ár starf- aði hann sem veiðivörður við þessa náttúruperlu, það starf gaf honum tengsl við náttúruna og veiðiskap- inn sem voru honum mikils virði. Grétar sinnti störfum sínum af mikilli trúmennsku. Þótt hin seinni ár hafi gengið á líkamlegt þrek bjó hann yfir miklum andlegum styrk sem fleytti honum yfir erfiðustu hjallana. Kynni okkar Grétars spanna nú hartnær þrjá áratugi. Snemma ræktaðist með okkur góð vinátta sem ekki féll skuggi á. Hann hafði sterkar taugar hingað heim og kom hér oft, ávallt boðinn og búinn að rétta hjálparhönd. Oft sátum við yfir kaffibolla við eldhúsborðið og ræddum landsins gagn og nauðsynjar, oft sögðum við líka fátt, hlustuðum kannski bara á álftirnar kvaka á tjörninni eða söng vorfuglanna. Þessar stundir sem eru vináttunni svo mikils virði að orð eru óþörf. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Kæra Setta, Snjólaug, Ella Sigga, Stebbi, Magga og aðrir ást- vinir. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og veit að góðar minningar verða ykkur styrkur. Þórir. Fyrstu minningar mínar um Grétar Ástvald Árnason eru frá því er hann kom með stóru systur minni heim til Ísafjarðar og dvaldi þar um tíma við störf með föður mínum, þá rúmlega tvítugur. Grét- ar var mjög alúðlegur maður, já- kvæður og sagði ýmsar skemmti- legar sögur, einkum tengdar veiði, sem vöktu athygli nokkurra stráka á Ísafirði sem annars dunduðu sér helst við það að sparka bolta á litlum sparkvelli við hliðina á Gagnfræðaskólanum. Grétar veitti mörgum innsýn í heim veiðimanns- ins og eina skiptið sem ég hef haldið á skotveiðar var í för með Grétari upp um fjöll fyrir vestan í leit að rjúpu. Ekki varð mikill árangur af þrammi mínu þar, en Grétar veiddi þeim mun meira fyrr og síðar. Sil- ungs- og laxveiði var honum einnig í blóð borin, enda nánast alinn upp við eina af gjöfulustu veiðiám landsins, Víðidalsá, þar sem hann þekkti hvern hyl. Grétar miðlaði mörgum af veiði- reynslu sinni og leiðbeindi um veiðar á sínum heimaslóðum. Hann var höfðingi heim að sækja og munaði þá ekki um að taka á móti heilu fótboltaliði ungra drengja á leið norður eða að norðan. Það eru þó sögurnar sem hann sagði af ýmsum viðureignum sem nú staldra við í minningunni og sögur af fjalla- og óbyggðaferðum af ýmsu tagi. Grétar sagði frá á kíminn hátt án þess að gera lítið úr nokkrum samferðamanni. Þannig kom hann mér ætíð fyrir sjónir, yf- irleitt glaðvær, jákvæður og hóg- vær. Þannig var hann er ég hitti hann nokkrum dögum áður en hann dó, þótt sjálfsagt hafi erfið veikindi verið farin að taka sinn toll. Með Grétari er fallinn einstakur maður, náttúrubarn, sem átti eng- an sinn líka sem ég þekki. Vonandi auðnast honum nú að líta fann- hvítar lendur með gnægð af fugli eða lygnan hyl með vænum fiski. Ég þakka honum samfylgdina og votta ástvinum hans mína dýpstu samúð. Stefán Jóhann Stefánsson. Mágur minn og veiðifélagi til margra ára, Grétar Árnason frá Lækjarmóti í Víðidal, var þeim kostum búinn að geta lesið lögmál náttúrunnar í þeirri frægu á Víði- dalsá, reyndar var alveg sama um hvaða á eða vatn var um að ræða í Vestur-Húnavatnssýslu, alltaf vissi Grétar um einhvern sérstakan stað, sem hægt var að ná í fisk. Ekki voru kennileitin alltaf sér- staklega skýr fyrir mér en þegar vel var að gáð var alltaf hægt að finna út úr því. Það þurfti ekki mikið til, ein bugða, gára, torfa eða einhver steinn sem á botninum var. Mér er minnisstæð ferð norð- ur í Víðidal til veiða eitt þeirra ára sem mikil laxagengd var í ána, þá hafði ég ekkert fengið í einn og hálfan dag og Grétar taldi ekki við hæfi að ég færi fisklaus heim, að hann sagði mér til um stað sem væri fiskur á og tæki örugglega, en við höfðum margoft farið framhjá þessum stað í fyrri veiði- ferðum. En einu yrði ég að lofa sér, ég mætti ekki veiða þarna þegar ekki væri nóg af fiski í ánni. Þetta væri staður sem enginn nema hann, og ég núna, vissi um og væri þetta sá staður, sem hann taldi að ætti að friða fiskstofni ár- innar til viðhalds. Ég fékk þar nokkra fiska í þetta skipti. Sýnir þetta hversu mjög hann bar hag árinnar fyrir brjósti. Mikið skarð er fyrir skildi fyrir þá mörgu sem Grétar hefur aðstoðað við veiðar í Víðidalsá og munum við í okkar holli er veiddum með honum sárt sakna hans. Hann naut þess að vera úti í nátturunni við veiðar á öllum þeim gæðum sem náttúran ber á borð fyrir manninn, gekk varlega um þessa auðlind og veiddi þó jafnan mikið. Í þau mörgu ár sem okkar leiðir lágu saman heyrði ég Grétar aldrei hallmæla nokkrum manni þótt hann hefði mismikið álit á mönnum og málefnum.Hann var gæddur miklu jafnaðargeði og tók því sem á móti blés með með áræðni og æðruleysi. Minnti hann mig reynd- ar oft á tengdaföður minn, Sigurð Líndal frá Lækjarmóti, enda ólst hann upp hjá honum. Að tala minna en íhuga meira og vera gæt- inn til allra orða og athafna var þeirra háttur. Ég bið Drottin að styrkja þína nánustu í þeirri miklu sorg sem yf- ir hefur dunið og ég veit að þú munt una á þeim himnesku veiði- lendum sem þú ert kominn á. Guðmundur Yngvi Pálmason. GRÉTAR ÁSTVALD ÁRNASON                 !"  # $%  &%&  &' !                   !"    (%& )*+&%"!! *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.