Morgunblaðið - 12.04.2001, Page 46
MINNINGAR
46 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Árni WaagHjálmarsson
fæddist í Vestmanna
í Færeyjum hinn 12.
júní 1925. Hann lést
3. apríl á líknardeild
Landspítalans í Foss-
vogi. Árni var sonur
hjónanna Kristínar
Árnadóttur Þórar-
inssonar, prófasts á
Stóra-Hrauni, og
Hjálmars Waag,
skólastjóra frá
Klakksvík í Færeyj-
um. Systir Árna er
Karin Waag, gift
Hannesi Jónssyni, fyrrum sendi-
herra. Árni kvæntist hinn 21.
ágúst 1948 Ragnheiði Ásu Helga-
dóttur, f. 5. júlí 1927. Hún er dótt-
ir hjónanna Svövu Jónsdóttur frá
Álftanesi á Mýrum og Helga Ás-
geirssonar frá Knarranesi á Mýr-
um. Börn Árna og Ragnheiðar
eru: 1) Svava, f. 13.3. 1949. Gift
Gylfa Þór Einarssyni. Börn þeirra
eru Einar, Erna Kristín og Ragn-
heiður Þórdís. Dóttir Ernu Krist-
ínar er Hrafnhildur Hlín Jóns-
dóttir. 2) Hjálmar, f. 15.11. 1950.
Kvæntur Valgerði Guðmunds-
dóttur. Börn þeirra eru Ingvar og
Bryndís. Fósturdóttir Hjálmars
og dóttir Valgerðar er Dagmar.
Börn Hjálmars og Bergljótar S.
Kristjánsdóttur eru Ragnheiður
og Kristján. Dóttir Kristjáns er
Þórhildur. Dætur Ragnheiðar eru
Maria Christina og Bergljót S.
Benediktsdóttir. 3)
Kristín, f. 2.3. 1952.
Gift Stefáni Bjarna-
syni. Hún var áður
gift Arent Claessen.
Börn þeirra eru
Árni Valgarð, Jó-
hanna Kristín, Helgi
Jean og Ingibjörg
Ásta. 4) Soffía, f.
22.1. 1965. Gift Árna
Geir Pálssyni. Börn
þeirra eru Hólmfríð-
ur Kristín og Árni
Páll.
Árni var búfræð-
ingur frá Hvanneyri
og mjólkurfræðingur frá Þránd-
heimi í Noregi. Hann starfaði sem
mjólkurfræðingur við Mjólkur-
samsöluna í Reykjavík og Osta-
og smjörsöluna. Þá var hann heil-
brigðisfulltrúi í Reykjavík og
kenndi um árabil náttúrufræði
við Gagnfræðaskólann í Kópa-
vogi. Síðustu starfsár sín var Árni
deildarstjóri við umhverfisdeild
Garðyrkjuskólans að Reykjum í
Ölfusi. Árni starfaði í fjöldamörg
ár sem leiðsögumaður, einkum
með erlenda náttúrskoðendur.
Hann var aðalhvatamaður að og
fyrsti forstöðumaður Náttúru-
fræðistofu Kópavogs. Árni sat í
mörgum nefndum og ráðum um
náttúruvernd. Þá var hann um
árabil formaður Fuglaverndunar-
félags Íslands.
Útför Árna fór fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Einhvern tíma fyrir rúmum þrjá-
tíu árum rakst ég fyrst á Árna Waag
fyrir utan Blönduhlíð 9. Vörpulegur
og kvikur maður sem heilsaði mér
hressilega. Hann vissi hver ég var,
enda var ég að eltast við dóttur hans,
sem síðar varð kona mín. Við urðum
brátt mátar og ég dagmaður á heim-
ili þeirra Ragnheiðar í glaðværð og
stemmningu sem þar ríkti og dró mig
að sér.
Árni vakti frá fyrstu tíð forvitni
mína. Hann var margbrotinn og í
senn heilsteyptur persónuleiki.
Margbrotinn vegna þess að hugðar-
efni hans áttu víða rætur, en heil-
steyptur vegna þess að kjarni allrar
hans hugmyndafræði og heimssýnar
byggðist á einn eða annan hátt á for-
sendum náttúrunnar. Hans drjúga
ævistarf var á sviði náttúrufræð-
anna, sem kennari, leiðsögumaður og
útvarpsmaður. Hann átti auðvelt
með að standa frammi fyrir fólki og
tjá sig um sín hjartans mál, og naut
þess raunar að hafa áheyrn, enda var
honum tamara að miðla fróðleik um
áhugamál sín en rökræða þau. Þrátt
fyrir þetta var hann á sinn hátt ein-
fari eins og títt er um mikla nátt-
úruunnendur. Hann naut þess að
ferðast einn, gangandi eða á hest-
baki. Á þann hátt samsamaði hann
sig náttúrunni, varð hluti af henni og
skynjaði hana af dýpt.
Þekking hans á íslenskri náttúru
var með eindæmum. Hann naut ekki
skólagöngu á því sviði, en var víðles-
inn og minni hans með eindæmum.
Ég furðaði mig oft á því hvað hann
komst yfir að lesa og hversu snöggur
hann var að tileinka sér texta og
komst að raun um að hann las um
nætur og svaf lítið. Tjáningarmáti
Árna var hið talaða orð en honum var
ekki mjög gefið að skrifa. Hann
harmaði það stundum að vera ekki
duglegri við skriftir og sagði sjálfur
að eflaust tæki hann þetta eftir afa
sínum, séra Árna Þórarinssyni, sem
aldrei skrifaði nokkra ræðu en naut
þess aftur á móti að Þórbergur tók af
honum ómakið. Niðurstöður af fjöl-
mörgum rannsóknum Árna og könn-
unum á náttúrufari, ekki síst í fugla-
fræði, hefðu svo sannarlega átt
erindi í bækur. Þá langaði hann
gjarnan og taldi raunar heilaga
skyldu sína að koma hugmyndum
sínum um náttúruvernd á framfæri,
enda svall honum móður í brjósti í
þeim efnum. Náttúruvernd var hon-
um heilagt mál. Hann skildi ekki
klisjuna „að láta náttúruna njóta vaf-
ans“ sem nú er mjög í tísku vegna
þess að í hans huga var enginn vafi.
Óspillt náttúra var fyrir honum eins
og heilög vé. Maður og náttúra voru
andstæður og andstæðingar í hans
huga og þessi hugsun olli spennu
innra með honum. Hann fyrirleit
græðgi og hömlulausa sóun manns-
ins, þ.e. þess litla hluta mannkyns
sem hefur ofgnótt og hrifsar og sól-
undar á kostnað þeirra sem ekki hafa
– og á kostnað náttúrunnar. Þessi
hugsun varð ekki síst grunnur að
mjög sterkri pólitískri vitund sem
hann bar í brjósti allt til enda. Við
ræddum þessi mál oft og ég reyndi
að sannfæra hann um að margt hefði
gengið til betri vegar í umhverfis-
málum á þeim áratugum sem við
höfðum þekkst. En rök mín hrifu
ekki. Hann sá hverja orustu tapast
eftir aðra og virkjanaáform á hálend-
inu norðan jökla sannfærðu hann um
að stríðið um náttúruvernd á Íslandi
væri endanlega tapað.
Faðir Árna, Hjálmar Waag, var
færeyskur og dó ungur frá tveimur
börnum. Þá flutti ekkjan, Kristín
Árnadóttir, heim til Íslands og ól hér
upp börnin tvö, stundum við heldur
þröngan kost. Árni var sendur til
frænda sinna í Syðra-Skógarnesi á
Snæfellsnesi og hann sagði sjálfur
svo frá að dvölin þar vestra hefði haft
mikil og góð áhrif á sig. Skógarnes er
skammt frá Stóra-Hrauni þar sem
afi hans og amma bjuggu fyrrum en
móðurbræður hans síðar. Þangað
sótti Árni í faðm fjölskyldunnar og
víst er að samneyti hans við þessa
margmennu fjölskyldu bjó með hon-
um síðan. Hann var sjálfur einkar
fjölskyldurækinn maður og börn
hans og tengdabörn, barnabörn og
barnabarnabörn nutu ævinlega ást-
úðar hans og athygli. Hann tók þátt í
sigrum okkar af fölskvalausri gleði
og hann var ætíð nálægur í erfiðleik-
um, hélt sig í kurteislegri fjarlægð
uns eftir var kallað, en veitti þá hjálp
og aðhlynningu af fordómalausu um-
burðarlyndi og umhyggju. Á þennan
hátt lagði hann í þann sjóð sem við
reyndum síðan af veikum mætti að
endurgjalda þegar veikindi og annað
angur steðjaði að síðustu misserin.
Árni velti fyrir sér hinum hinstu
rökum um tilgang lífsins og varan-
leika. Hin mikla þekking hans á ferl-
um náttúrunnar – þessu mikla sig-
urverki sem virðist niður í smæstu
þætti vera fyrir komið af yfirskilvit-
legum hagleik – vakti hjá honum efa-
semdir um að allt væri á tilviljunum
byggt. Honum fannst að að baki
þessu mikla kerfi hlyti að búa hugs-
un, einn hugur – jafnvel guð. Þetta
kveikti frekar forvitni hans en trúar-
lega innlifun og hann hlakkaði til að
komast að hinu sanna. Nokkru fyrir
andlátið sagðist hann mundu láta
mig vita ef eitthvað væri fyrir hand-
an. Ég hef svo sem ekkert frétt
ennþá, og fyrir mig má það raunar
einu gilda. Í mínum huga er nú fyrst
og fremst þakklæti fyrir að hafa not-
ið þess að þekkja þennan mann, notið
þess að eiga hann um áratugi að læri-
meistara, félaga og vini. Ég bið ekki
um meira.
Gylfi Einarsson.
Árni Waag dó á björtum apríldegi
inn í sólina og vorið. Það var við hæfi.
Hin lifandi náttúra var ekki aðeins
yndi hans og eftirlæti heldur var
hann sjálfur svo ólgandi af lífsorku,
birtu og hlýju að hann ornaði öðrum
með návist sinni einni saman.
Þegar ég kynntist Árna fyrst var
hann á fimmtugsaldri, enn dökkur á
brún og brá og svo unglegur í hreyf-
ingum og fasi að það var eins og hann
hefði komist upp með að hafa tímann
að engu. Hann leiftraði af fjöri og
kímni og sagði sögur af spaugilegu
fólki og atvikum; hann var líka stór-
vel að sér um margvísleg efni og
flutti heitar ræður um hugðarefni
sín. Mér fannst hann heillandi. Þegar
ég kynntist honum betur komst ég að
raun um að útgeislun hans stafaði
ekki síst af því að hann var maður
hinna stóru andstæðna. Höfðuðu
hlutir og mál ekki til hans sá hann
þau hvorki né heyrði og lét sig þau
engu varða. Hefði hann hins vegar
áhuga á einhverju efni kynnti hann
sér það eins og líf hans lægi við, uns
hann varð manna sérfróðastur um
það. Gerði ég tilraun til að ræða við
hann lengur en í tvær mínútur um
bókmenntir var viðbúið að hann tæki
að þrástara á skógarþröst í garðin-
um, hyrfi inn í eigin heim með honum
og léti skömmu seinna falla einhverja
athugasemd um náttúruvísindi. Á
sviði þeirra hafði hann einstaka
þekkingu og horfðist fyrr en flestir í
augu við hversu hrapallega mann-
skepnan hefur leikið umhverfi sitt.
En honum þótti líka vænt um allt
sem lífsanda dró og lét sig örlög þess
varða. Hann var hugsjónamaður,
sannfærður um að flestu mætti
breyta eða bjarga, bara ef menn
gerðu eitthvað. Þegar hann talaði um
það sem gera þyrfti varð hann svo
ákafur að ekki var laust við að maður
fengi samviskubit: Hafði maður ein-
hvern tíma hugleitt í alvöru kjör
frumbyggja á Nýja-Sjálandi? Var
ekki nánast búið að útrýma ónefndri
fuglategund í Suður-Ameríku án
þess að maður hreyfði legg eða lið?
Og stalst maður ekki stundum til að
setja mýkingarefni í þvottinn?
Árni var afi barnanna minna og í
hartnær þrjátíu ár hef ég átt hann og
Ragnheiði konu hans að. „Mundu
bara að tala við okkur, ef eitthvað
er,“ sögðu þau jafnan — og endur-
tóku það æ ofan í æ, þó að ég tæki
þau alltaf á orðinu. Um leið og ég
þakka Árna samfylgdina sendum við
Aðalsteinn Ragnheiði okkar hlýjustu
kveðjur og getum fátt sagt annað en:
„Mundu bara að tala við okkur ef
eitthvað er.“
Bergljót S. Kristjánsdóttir.
Þegar farfuglarnir boða komu sína
kveður afi okkar þennan heim á sól-
ríkum vordegi. Það væri hægt að
skrifa heila bók um afa og þann stór-
brotna persónuleika sem hann hafði
að geyma. Afi var náttúrubarn og
hestamaður af lífi og sál og ófáum
stundunum eyddi hann úti í nátt-
úrunni með sjónaukann í annarri
hendi og hestinn sinn hann Þey í
hinni. Afi smitaði okkur systkinin
snemma af hestaáhuga og í gegnum
hestamennskuna tengdumst við hon-
um sterkum böndum. Hann var alltaf
tilbúinn að sækja okkur og taka með
í hesthúsið og fræða okkur um nátt-
úruna, nöfnin á blómunum og hvaða
fuglar væru að syngja í kringum okk-
ur. Þær stundir sem við áttum með
afa í reiðtúrum um Elliðaárdalinn og
Heiðmörkina eiga eftir að búa með
okkur alla ævi. Ekki má heldur
gleyma fjölmörgum ferðum sem
voru farnar niður að sjó til að skoða
og spá í fuglalífið. En það voru ekki
bara fuglar og hestamennska sem
áttu hug hans allan því afi var áhuga-
maður um allt sem tengdist náttúru
og náttúruvernd og var um margt á
undan sinni samtíð í þeim efnum.
Einnig var hann óþreytandi á að
vekja viðmælendur sína til umhugs-
unar um náttúruna og umhverfið.
Stór þáttur í persónugerð afa var að
ef hann tók sér eitthvað fyrir hendur
sökkti hann sér ofan í viðfangsefnið
og kafaði dýpra en flestir myndu láta
sér nægja. Það lýsir t.d. vel kröftug-
um persónuleika hans þegar hann
reif sig upp úr erfiðum veikindum á
síðasta ári og fór í ferðalag til Pól-
lands en hann var mikill áhugamaður
um náttúru og mannlíf í Póllandi.
Eftir að afi lagði hestamennskuna á
hilluna og fór að sinna öðrum hugð-
arefnum sínum fór samverustundum
okkar fækkandi. Alltaf var þó jafn
gaman að hitta afa og spjalla við
hann um allt á milli himins og jarðar.
Sérstaklega eru minnisstæðar
stundirnar þegar afi og amma buðu
okkur í mat og eldaður var siginn
fiskur sem okkur fannst aldrei nógu
kæstur, ómissandi þótti einnig að
hafa selspik og hnoðmör við höndina
sem nutu þó einna helst vinsælda hjá
afa.
Heilsu afa hrakaði talsvert hin síð-
ari ár og hann gerði sér grein fyrir
því að tími sinn væri senn á enda.
Minnisstæð er sú stund í fjölskyld-
unni þegar afi kvaddi sér hljóðs í fjöl-
skylduboði nú um jólin. Þar talaði
stoltur maður sem var hreykinn af
þeirri stóru fjölskyldu sem hann
hafði alið með konu sinni og það
leyndi sér ekki að hann var ánægður
með dagsverk sitt og það sem hann
hafði áorkað. Elsku afi, takk fyrir all-
ar yndislegu stundirnar sem við átt-
um með þér. Viðhorf þitt til lífsins og
virðing fyrir náttúrunni mun lifa með
okkur og móta um ókomna tíð.
Árni Valgarð og
Jóhanna Kristín.
Jæja þá. Svona er lífið. Við drekk-
um í dag en deyjum á morgun, eins
og segir í afbökun á orðum skáldsins.
Ætti þá kæruleysi og gálgahúmor
að ráða ferð? Varla.
En hvað þá? Andlát mágs míns,
Árna Waag Hjálmarssonar, kallar
fram bollaleggingar af þessu tagi.
Hann var einstakur í sinni röð fyr-
ir margra hluta sakir.
Fyrst var það, að hann var eitt
mesta náttúrubarn, sem ég hef
kynnst. Það var sama, hvort hann
var að skoða eða lýsa skordýri, sjald-
gæfum fugli eða gróðri jarðar, hann
vissi meira um þetta allt en flestir
aðrir.
Svo var hitt, að hann hafði svo
ótakmarkaða ást á náttúrunni, að
mann gat rekið í rogastans, enda
sagði hann oft í fullri alvöru, að hann
væri öfgafullur náttúruunnandi og
náttúruverndarsinni.
Eiginlega var ást hans á íslenskri
náttúru og gróðurfari svo mikil og
þjóðerniskennd, að maður stóð
stundum gapandi af undrun, þegar
hann tjáði sig.
Þegar ég var stundum að dást að
gróðurmætti og gjafmildi lúpínunnar
við uppgræðslu örfoka lands ein-
beitti hann röksemdafærslunni jafn-
an að mikilvægi þess, að við vanrækt-
um ekki að vernda og hlúa að hinum
viðkvæma íslenska lággróðri.
Hann kenndi árum saman nátt-
úrufræði við Gagnfræðaskóla Kópa-
vogs. Það er til marks um ágæti hans
sem kennara, að meðaleinkunn nem-
enda hans á landsprófi í náttúrufræði
var árum saman með því hæsta í öllu
landinu, enda var hann af lífi og sál,
ef ekki ástríðu, í kennslunni, bæði
bóklega og verklega. Þar að auki var
hann árum saman í fararbroddi í
starfi Fuglavinafélagsins og fór
ótaldar fuglaskoðunar- og talninga-
ferðir í þágu vísindarannsókna á því
sviði.
En þrátt fyrir mannkosti og ágæti
mágs míns vorum við ekki sammála
um alla hluti. Þess vegna áttum við
svo oft einstaklega skemmtilegar
samverustundir, þegar við leituðum
rökrænna svara við umræðuefninu,
oftast án þess að finna þau, eins og
gengur.
Það sem sameinaði okkur mágana
var fyrst og fremst eina systir hans,
sem ég varð yfir mig ástfanginn af á
ungaaldri og er reyndar enn, þrátt
fyrir 53ja ára hjónaband. Við mág-
arnir hlutum því alltaf að vera góðir
vinir.
Við vorum um líkt leyti þjáninga-
bræður á Landspítalanum, þegar við
lögðumst undir hnífinn í meistara-
höndum hjartaskurðlækna þar á bæ.
Aðgerðin hepnaðist vel hjá báðum.
En stundum ratast kjöftugum manni
satt á munn. Hann sagði: „Ef maður
hrekkur ekki upp af vegna hjart-
veiki, þá er eins víst að krabbinn
drepur mann.“ Og þannig fór Árni,
enda eru krabbameinssérfræðingar
okkar enn ekki með tærnar þar sem
hjartasérfræðingarnir hafa hælana.
Gömul vinkona okkar hjóna, sem
náði næstum 100 ára aldri, hélt því
jafnan fram, að dauðinn væri aðeins
flutningur sálarinnar, okkar innra
sjálfs, frá einu tilverustigi yfir á ann-
að æðra og betra. Þessu viljum við
trúa. Síðustu orð Árna á dánarbeðinu
við son sinn benda til þess, að hann
hafi haft þessa tilfinningu því hann
sagði: „Nú er allt í stakasta lagi.“
Guð blessi minninguna um góðan
dreng og veiti Ragnheiði og öllum
ættingjum þeirra styrk og huggun í
sorg og söknuði.
Hannes Jónsson.
Árni Waag, frændi minn, fylgdi
mér frá því fyrir mitt minni. Hann
var náfrændi föður míns, tveim árum
eldri og líklega fremur eins og bróðir
ÁRNI WAAG
HJÁLMARSSON
#$%
+,+
&! ! ! ! ' " (
)*)+,+
'& ' .*
! ! ! %
!
+,/, +0 1-
2# %&
1&3 4 ! $!5
&
&! -
"." )/),,+
+&% #'! ''!!
2) '& %.
.' "6 & *