Morgunblaðið - 12.04.2001, Side 63

Morgunblaðið - 12.04.2001, Side 63
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 63 Land Rover Freelander XEI Nýskr. 2. 2000, 1800cc vél, 5 dyra, 5 gíra, grænn, ekinn 33 þ. Topplúga, Leður, ABS, Spólvörn o.m.fl. Verð 2.390 þ. Sonne Rammstein Butterfly Crazy Town Stuck In A Moment U2 Man Overboard Blink 182 Last Resort Papa Roach Survivor Destiny´s Child Road Trippin Red Hot Chili Peppers Miss Jackson Outkast I’m Like A Bird Nelly Furtado Lítill fugl 200.000 Naglbítar Stan Eminem & Dido Út á lífið Lydía Grétarsdóttir Can’t Fight The Moonlight LeAnn Rimes Gravel Pit Wu Tang Clan Shiver Coldplay The Call Backstreet Boys Nobody Want’s To Be Lonely Christina Aguilera & Ricky Martin Things I Have Seen Spooks It Was’nt Me Shaggy Dagbókin mín 3 G ´S Vikan 11.04. - 18.04 http://www.danol.is/stimorol HALDIN voru sveinspróf í raf- iðngreinum í febrúar. Alls út- skrifuðust að þessu sinni 52 svein- ar. Voru útskrifaðir 29 rafvirkjar, 1 rafvélavirki, 20 rafeindavirkjar og 2 símsmiðir. Af þessu tilefni héldu Rafiðnaðarsamband Ís- lands, Samtök atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði og Rafiðn- aðarskólinn hóf í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11, laugardaginn 18. mars, þar sem sveinum voru af- hent sveinsbréfin og veitt voru verðlaun fyrir góðan árangur á sveinsprófi. Í tilefni dagsins afhenti Rafiðn- aðarsamband Íslands Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti 15 forrit- anleg stýrikerfi að gjöf vegna 25 ára afmælis skólans. 52 sveinar útskrif- uðust í rafgreinum Nýútskrifaðir rafeindavirkjar ásamt formanni Félags rafeindavirkja. Í TILEFNI af 40 ára vígsluafmæli safnkirkjunnar í Árbæjarsafni verð- ur messað þar annan í páskum, 16. apríl næstkomandi, klukkan 14. Prestur er séra Þór Hauksson sóknarprestur í Árbæjarkirkju. Jafnframt verða nokkur safnhús- anna opin og munu leiðsögumenn taka á móti gestum í Árbæ, Suð- urgötu 7 og Lækjargötu 4 en þar er sýningin Saga Reykjavíkur – frá býli til borgar. Einnig verður Dill- onshús opið og verður þar boðið upp á ljúffengar veitingar. Safn- húsin verða opin frá klukkan 13 til 17 og verður aðgangur að safninu ókeypis þennan dag. Safnkirkjan í Árbæjarsafni á uppruna að sækja til Silfrastaða í Skagafirði en þar var reist torfkirkja árið 1842. Smið- ur var Jón Samsonarson sem einnig smíðaði Víðimýrarkirkju. Á árunum 1960–61 var kirkjan í Árbæjarsafni reist úr viðum hinnar gömlu Silfra- staðakirkju og gegndi hún hlutverki sóknarkirkju fyrir Árbæjarsókn en á þessum árum var Árbæjarhverfið að rísa. Í safnkirkjunni eru messur á sumrin og á aðventu og kirkjan hef- ur löngum verið vinsæl fyrir at- hafnir. Vígsluafmæli safnkirkj- unnar í Árbæjarsafni AFMÆLISFUNDUR AA-samtak- anna verður haldinn að venju, föstu- daginn langa, 13. apríl 2001, í Laug- ardalshöllinni kl 20.30, og eru allir velkomnir en húsið opnar kl 19.30. Þar tala nokkrir AA-félagar og gest- ur frá Al-Anon samtökunum sem eru samtök aðstandenda alkóhólista. Kaffiveitingar verða að fundi loknum. AA-samtökin á Íslandi voru stofn- uð föstudaginn langa 1954, eða fyrir 47 árum. Síðan hefur þessi dagur ver- ið hátíðar- og afmælisdagur samtak- anna, alveg sama hvaða mánaðardag hann ber upp á. Í frétt frá AA-samtökunum segir: „AA-samtökin eru félagsskapur karla og kvenna sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir svo að þau megi leysa sameiginlegt vanda- mál sitt og séu fær um að hjálpa öðr- um til að losna frá áfengisbölinu. Til þess að gerast AA-félagi þarf aðeins eitt: Löngun til að hætta að drekka. Inntöku- eða félagsgjöld eru engin en með innbyrðis samskotum sjáum við okkur efnalega farborða. AA- samtökin eru sjálfstæð heild og óháð hvers kyns félagsskap öðrum. Þau halda sig utan við þras og þrætur og taka ekki afstöðu til opinberra mála. Höfuðtilgangur okkar er að vera ódrukkin og að styðja aðra alkóhól- ista til hins sama. Í dag eru starfandi um 266 deildir um allt land, þar af í Reykjavík 132 deildir, erlendis eru átta íslensku- mælandi deildir. Hver þessara deilda heldur að minnsta kosti einn fund í viku og er fundarsókn frá 5-10 manns og upp í 150 manns á fundi. Hér í Reykjavík eru margir fundir á dag og byrja fyrstu fundirnir kl. 9.30 fyrir hádegi og þeir síðustu um miðnætti. Þá eru þrír fundir á ensku í Reykjavík. Upplýsingar um fundi og fundar- staði er hægt að fá á skrifstofu AA- samtakanna, Tjarnargötu 20, 101 Reykjavík. Skrifstofan er opin alla virka daga milli kl. 13-17. Og er sím- inn 551-2010. Einnig hafa AA-sam- tökin símaþjónustu alla daga milli kl. 17-20. Síminn er 551-6373. Langt mál mætti skrifa um árang- ur af starfsemi AA-samtakanna en það er ekki hægt í stuttri fréttatil- kynningu. Víst er þó að mikill fjöldi fólks hefur öðlast nýtt líf eftir að hafa kynnst AA-samtökunum og fengið að njóta þess að komast úr myrkri of- drykkjunnar yfir í ljós og birtu eðli- legs mannlífs, án áfengis.“ Afmælisfundur AA-samtakanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.