Morgunblaðið - 22.07.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.07.2001, Qupperneq 4
4 B SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ M EÐ stofnun Hótel Eddu var lagður grunnur að skipu- lagðri ferðaþjónust hér á landi og nú fjörutíu árum síðar er ferðaþjónustan orðin önnur stærsta atvinnugrein þjóðarinnar á eftir sjávarútvegi,“ sagði Kári Kárason, framkvæmda- stjóri Flugleiðahótela hf. Ferðaskrif- stofa ríkisins sá um rekstur Hótel Eddu fyrstu árin og árið 1998 tók Flugleiðahótel hf. við rekstrinum af Ferðaskrifstofu Íslands hf., en það fyrirtæki var í eigu fyrrum starfs- manna Ferðaskrifstofu ríkisins. Fyrstu hugmyndir að Hótel Eddu komu fram í hugleiðingum, sem Þor- leifur Þórðarsson, forstjóri Ferða- skrifstofu ríkisins, setti fram haustið 1939 um úrbætur á móttöku erlendra ferðamanna hér á landi. Þar benti hann á þann möguleika að nýta skóla- húsnæði, sem gistihús fyrir ferða- menn að sumarlagi og auðvelda þann- ig ferðalög um Ísland. Ekkert varð þó af framkvæmdum fyrr en skipuð var nefnd árið 1959 til að kanna mögu- leika á að nýta skólana og jafnframt var nefndinni falið að hafa forgöngu um skipulagningu orlofsferða en til- finnanlegur hótelskortur hafði haml- að skipulögðum ferðum um Ísland á sjötta áratugnum. Á þeim tíma var fjárfesting í ferða- þjónustu mjög lítil og framboð á gisti- rými í landinu takmarkað en áhugi á Íslandi sem ferðamannalandi var vax- andi. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu að nýta mætti skólana og taldi að tíu skólar kæmu til greina, Gagn- fræðaskóli Austurbæjar í Reykjavík, Laugarvatnsskólinn, Húsmæðraskól- inn að Varmalandi, Reykholtsskóli, Reykjaskóli, Skógarskóli, Bænda- skólinn að Hólum, Menntaskólinn á Akureyri, Laugaskóli og Eiðaskóli. Nefndarmenn bentu á að með ýmsum lagfæringum mætti þannig hýsa um 700 manns í rúmum og veita nær 300 manns hópgistingu. Takmarkað fjármagn Þar sem fjármagn var takmarkað var Ferðaskrifstofu ríkisins falið að reka hótelin í heimavistarskólum á sumrin og fengu skólarnir jafnframt nokkrar tekjur af rekstrinum og námsmenn atvinnu í heimasveit. Því má heldur ekki gleyma að öll aðstaða nemenda batnaði stórum með tilkomu hótelanna, snyrtiaðstaða var stórbætt á heimavistum og húsgögnin keypt með kröfuharða ferðamenn í huga. Fyrstu hótelin voru opnuð á Laugar- vatni og á Akureyri sumarið 1961 og sagði Tryggvi að þessir tveir staðir væru enn meðal fjölsóttustu viðkomu- staða á landinu. Árið 1967 voru hótelin orðin sjö og rekin undir nafninu Hótel Edda en í dag eru þau 16 víðsvegar um landið með 640 herbergjum og rúmum fyrir 1.200 manns. Þau eru flest í heima- vistum og rekin sem sumarhótel með um 200 starfsmenn og er heildarvelt- an um 270 milljónir. Kári sagði að öll hótelin í keðjunni væru leigð af skól- um eða af eignarhaldsfélögum en Edduhótelin ættu hlut í sumum félag- anna. Íslendingar 40% viðskiptavinanna „Boðið er upp á einfalda gistingu á góðu verði í fjölskylduvænu um- hverfi,“ sagði Tryggvi. „Með tilkomu hótelanna fjölgaði verulega skipu- lögðum ferðum um landið. Í fyrstu voru það aðallega erlendir ferðamenn sem nýttu sér hótelin. Þetta hefur breyst því í dag eru Íslendingar yfir 40% af okkar viðskiptavinum og er stór hluti þeirra fjölskyldufólk. Ferðalög Íslendinga innanlands hafa aukist síðustu ár og er þróunin sú að fólk vill gera betur við sig á þessum ferðalögum í gistingu og mat. Íslend- ingar hafa ferðast út um allan heim á síðari árum og má merkja að sú reynsla skilar sér í auknum kröfum um betri aðbúnað og þjónustu innan- lands sem fólk er tilbúið að borga fyr- ir frekar en áður. Erlendu ferða- mennirnir koma flestir í skipulögðum hópferðum, sem seldar eru fyrirfram af erlendum og innlendum ferðaskrif- stofum en einstaklingsferðir eru þó að aukast eins og í annarri ferðaþjón- ustu. Einkenni Íslendinga er hins vegar að þeir panta síður gistingu með fyrirvara og ræður veðrið þá oft hvert farið er. Þannig getur Hótel Edda á Akureyri fyllst skyndilega þegar sólin skín þar.“ Á þeim fjörutíu árum, sem liðin eru frá opnun fyrstu Eddu-hótelanna hef- ur fagmennska í greininni stóraukist og öll þjónusta við ferðamenn tekið verulegum stakkaskiptum. Sagði Kári að búið væri að staðla þjón- ustuna og að gestir gætu gengið að góðri þjónustu, sem veitt væri af fag- mennsku. Sagði hann að Edduhótelin hefðu nokkra sérstöðu hvað varðaði starfsfólk og launakerfi. „Starfsfólkið vinnur samkvæmt bónuskerfi, sem það nýtur góðs af þegar vel gengur og hafa hótelin alltaf verið eftirsóttir vinnustaðir og þá sér- staklega hjá ungu fólki,“ sagði hann. „Svört atvinnustarfsemi í hótel- og veitingagreininni er aftur á móti skuggi á atvinnugreininni. Greinin er gegnsýrð af þessu vandamáli og á það sérstaklega við um starfsmenn veit- ingahúsa. Reyndin er sú að þegar leit- að er eftir starfsfólki þá er gjarnan spurt hversu mikill hluti launanna verði gefinn upp. Við getum ekki gengið að slíkum samningum og þess vegna er oft erfitt að fá fólk til starfa á þeim hótelum, sem ekki eru rekin með bónuskerfi eins og Hótel Edda.“ Hótel Edda verði valkostur Tryggvi sagði að rekstur Hótel Eddu hefði gengið ágætlega undan- farin ár en gera þyrfti ennþá betur til að mæta auknum kröfum gestanna um aðbúnað. „Við stefnum að því að vera með 15 til 20 hótel og halda úti neti hótela um allt land þannig að Hótel Edda verði valkostur í öllum landshlutum,“ sagði hann. „Markmið- ið er að auka framboð á herbergjum með baði en við verðum einnig að geta boðið upp á aðra gistimöguleika. Nýj- asta hótelið er á Hellissandi og er það fullbúið hótel á vaxandi ferðamanna- stað í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi en stærsta verkefnið á komandi árum verður stækkun heimavistarinnar við Menntaskólann á Akureyri. Eftir stækkun verður þar 210 herbergja hótel með möguleika á 400 rúmum.“ Markaðssamstarf Kári sagði að hugsanlega færi Hót- el Edda í markaðssamstarf við önnur hótel þannig að rekstur einstakra Edduhótela yrði í höndum heima- manna en Hótel Edda sæi um mark- aðs- og sölumál. „Hótelin yrðu þó að öllu leyti eins og önnur Edduhótel gagnvart viðskipatvinunum,“ sagði hann. „Til framtíðar munum við sem fyrr byggja á reynslu starfsfólksins og styrkleika Eddu-vörumerkisins, sem er vel þekkt meðal ferðaskipu- leggjenda hér á landi sem og erlend- is.“ Hótelstjórar Eddu-hótelanna á vorfundi vorið 1986. Hótel Edda á Hellissandi er nýjasta viðbótin í keðju Eddu-hótela. Grunnur lagður að skipulagðri ferðaþjónustu Í sumar eru 40 ár liðin frá því Hótel Edda tók til starfa. Kristín Gunnarsdóttir rifjar upp sögu fyrstu íslensku hótelkeðjunnar og forvitnast um framtíð- ina með Kára Kárasyni, framkvæmdastjóra Flug- leiðahótela hf., og Tryggva Guðmundssyni, for- stöðumanni Hótels Eddu. Morgunblaðið/Billi Tryggvi Guðmundsson, forstöðumaður Hótels Eddu, og Kári Kárason, fram- kvæmdastjóri Flugleiðahótela hf. Hótelgestir við hlaðborðið í matsal Menntaskólans á Akureyri. Oft þurfti að leysa úr óvæntum uppákomum og hér er Siv Heiða Franksdóttir sem vann á Eddu-hótelinu á Laugarvatni að flytja dýnur á milli húsa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.