Morgunblaðið - 22.07.2001, Side 8

Morgunblaðið - 22.07.2001, Side 8
8 B SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög TIL AÐ komast til Sámseyjar þarf að taka lest frá Kaupmannahöfn til Kal- undborg og svo er siglt með ferju til eyjarinnar. Lestarferðin tekur u.þ.b. einn og hálfan tíma og siglingin tæpa tvo. Ferðum ferjunnar er stillt þann- ig upp að þær passa nokkurn veginn við lestarferðir og þarf því aldrei að bíða lengi eftir ferð, í hvora áttina sem halda skal. Við renndum algjörlega blint í sjó- inn þegar þessi ferð var ákveðin. Höfðum óljósa hugmynd um að þarna hefðu verið teknir upp sjónvarps- þættir, Strisserne på Samsø, sem myndi útleggjast sem Löggurnar á Sámsey á ástkæra ylhýra. Þess vegna vorum við verulega forvitin um hvað myndi bíða okkar þegar í land kæmi. Lagst var að bryggju í rigningu, svo mikilli að ekki þurfti að stíga nema andartak út fyrir til að gegn- blotna. Þegar við vorum komin upp í hús, sem kom okkur skemmtilega á óvart vegna þess hversu þægilegt og flott það var, biðum við bara eftir að sólin léti sjá sig, sem hún gerði strax næsta dag. Hún skein svo sem glað- ast hún getur allan tímann okkar á þessum dýrðarstað. Sámsey hefur verið nefnd perlan í Kattegat. Það er réttnefni og eftir að hafa varið viku þarna get ég ekki ann- að en undrast að hafa aldrei heyrt á hana minnst sem ferðamannastað. Um 4.400 manns hafa þarna fasta bú- setu. Yfir sumartímann gengur allt út á ferðamennsku og íbúafjöldinn tvö- og jafnvel þrefaldast þegar mest er. Íslendingar sjaldséðir á Sámsey Að lýsa eynni er eiginlega ekki hægt. Þarna er óumræðilega fallegt, skógur og græn engi, allir grænir litir sem til eru á litakortinu og fleiri til. Fólkið er ákaflega vingjarnlegt og greinilegt að það kann að umgangast ferðamenn, sem eru forvitnir um líf og hagi Sámseyinga, og svarar spurn- ingum ljúflega. Heimamenn eiga það líka til að spyrja á móti og spurðu gjarnan hvaðan við værum. Þegar þeir heyrðu að við værum frá Íslandi urðu þeir hissa, það er ekki algengt að Íslendingar sæki Sámsey heim. Hvort sem maður vill algjöra af- slöppun eða fjölbreytta athafnasemi er Sámsey staðurinn. Friðurinn get- ur verið algjör en það er boðið upp á fjölbreytt tómstundagaman fyrir þá sem ekki eru mikið fyrir að slappa af. Ströndin er auðvitað alveg við hönd- ina hvar sem maður er staddur á eynni því hún er lítil, u.þ.b. 112 fer- kílómetrar. Sámseyingar státa líka af stærsta völundarhúsi í heimi, gert úr skógi, og það er í heimsmetabók Guinnes. Það er hægt að leigja brim- bretti, hestvagna, reiðhjól, báta, hesta, m.a.s. íslenska, og ýmislegt fleira, bara ef maður getur látið sér detta það í hug, og góður golfvöllur er á staðnum. Menningunni er vel sinnt, gallerí eru víða og vísnakvöld eru á hverju fimmtudagskvöldi í júlí á stað sem heitir Kolby Mölle. Tranebjerg er stærsti þéttbýlis- kjarninn og þar búa um 1.500 manns. Hjólað í gegnum smáþorpin Lítil þorp eru úti um allt og þarf ekki annað en að stíga á hjólið og hjóla af stað og maður hjólar í gegn- um hvert smáþorpið af öðru, hvert öðru huggulegra. Það er nauðsynlegt að hafa hjól fyrir hvern fjölskyldu- meðlim á svona stað. Þau getur mað- ur leigt og verðið er hóflegt, sólar- hringsleiga fyrir stykkið er 45 krónur danskar (540 kr. ísl.) og ef maður leig- ir þau í heila viku eru greiddar 200 danskar krónur. Það sem kom mér einna mest á óvart í ferðinni var verð- lag, ég bjóst frekar við að verðið væri uppsprengt en svo var alls ekki, það var ekki dýrt að vera þarna. Við hjóluðum mikið á Sámsey, 10– 15 km á dag og allt upp í 35 km, og skoðuðum eyna þannig. Það var ákaf- lega skemmtilegt og við komumst allra okkar ferða þó að enginn væri bíllinn. Við Langør eru bryggjur eins og víða á Sámsey þar sem skútueigendur leggja skútunum og njóta svo lífsins á eynni. Perlan í Kattegat Danmörk er áfangastaður margra Íslendinga. Sigrún Ásmundar lagði leið sína þangað í sumarfríinu ásamt fjölskyldunni og komst að því að ekki hafa margir Íslend- ingar heimsótt Sámsey, sem oft er nefnd perlan í Kattegat. Sumarhúsin eru vel útbúin og þægileg.  Nálgast má upplýsingar um Sámsey á heimasíðu þeirra Sámseyinga, sem er með þeim betri sem sjást. Síðan er skýr og vel uppsett með tengingum við allt það helsta sem vert er að skoða. Til að fá upplýsingar um sumarhús er hægt að hringja eftir bæklingi á ferða- skrifstofuna í Sámsey: +45- 86591400 eða senda þeim tölvupóst, netfangið er info- @samsoeturist.dk Heimasíða ferðaskrifstofunnar er www.samsoeturist.dk. Fleiri slóðir: www.samso.net/ www.c-samsoe.dk  Það er auðvelt að verða sér úti um sumarhús á Sámsey og þau eru í öllum verðflokkum. Hægt er að fá hús í viku og lengur ef vill fyrir 1.800 krónur danskar eða 21.600 ísl. krónur vikuna. Það er þá lítill kofi. En leigan fer upp í tæpar 10.000 krónur danskar eða 115.000 ísl. krónur fyrir glæsihús með sundlaug, uppþvottavél, þvotta- vél, þurrkara, gervihnattadiski, arni, síma, heitum potti, sauna og hreinlega öllum þeim þæg- indum sem hægt er að hugsa sér. Nordby er eitt af mörgum litlum þorpum á Sámsey. Hvaðan ertu að koma? Frá strandbænum Broadstairs á Englandi þar sem ég var í ensku- skólanum Kent School of Engl- ish. Með hverjum fórstu? Við fórum 12 manna hópur sem var í Enskuskóla Erlu Aradóttur í Hafnarfirði í vetur. Við vorum ellefu konur og einn karl og var ekki annað að sjá en hann yndi hag sínum vel í kvennaskar- anum. Einhver sérstök ástæða fyrir ferðinni? Við fórum til að skerpa á enskunni sem við lærðum í vetur. Hvernig var í skólanum? Mjög gaman. Kennslan var góð og ég lærði heilmikið. Í bekknum var fólk frá ýmsum löndum og sköpuðust oft fjörugar umræður. Ég gisti hjá hjónum um sextugt sem voru mjög indæl og afskaplega bresk. Einhverjir staðir sem vert er að heimsækja á þessum slóðum? Við skoðuðum Bleakhouse í Broadstairs þar sem Charles Dickens bjó gjarnan á sumrin og skrifaði margar af sínum frægustu sögum, þ.á.m. David Copperfield. Húsið er safn en þó er enn búið í hluta þess. Íbúarnir eru eldri hjón sem höfðu mjög gaman af að segja frá. Chilham í Kentsýslu er síðan dæmigert breskt þorp og að koma þangað er eins og að fara nokkur hundruð ár aftur í tímann. Þar eru oft teknar kvikmyndir sem eiga að gerast fyrr á öldum. Einhverjir veitingastaðir sem þú mælir með? Við borðuðum á kínverskum veitingastað við aðalgötuna í Broad- stairs. Hann var frábær enda alltaf gott að borða kínverskt. Myndir þú fara þangað aftur? Já, mjög gjarnan. Einhver ferð fyrirhuguð á næstunni? Já, næst á dagskránni er fimm daga gönguferð um Víknaslóðir á Austurlandi með gönguklúbbnum mínum. Heima hjá Charles Dickens Ásbjörg Magnúsdóttir er hjúkrunarfræðingur á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Hún var að koma úr tveggja vikna ferð til Englands. Hvaðan ertu að koma? EITT af því skemmtilega sem Vest- mannaeyjar hafa uppá að bjóða er siglingar um eyjarnar. Nú hafa Víking bátsferðir tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á miðnætursiglingu þar sem siglt er út í bjarta sumarnóttina og skoðaðar eyjar sem sjaldan eru heimsóttar. Fyrsta miðnætursiglingin var farin á þeim skemmtilega degi föstudeg- inum þrettánda júlí. Lagt var af stað úr höfninni um klukkan níu og leiðin lá í suðurátt. Gott var í sjóinn þegar komið var út úr höfninni, svolítill vind- ur og skýjað. Um borð í Víkingi voru um tuttugu manns, allt íslenskir ferðamenn fyrir utan einn spænskan jarðfræðistúdent. Siglt var sem leið lá milli syðri eyjanna, Súlnasker og Geirfulgssker eru eins og aðrar eyjar á þessum slóðum fullar af fugli og ótrúlegt hversu lítið pláss bjargfuglinn þarf til hreiðurgerðar. Suðurey, Brandur, Áls- ey og Hellisey voru einnig heimsóttar siglt í kringum þær, uppgangan skoð- uð úr fjarlægð og hlustað á skemmti- legar sögur af eyjunum. Guðlaugur skipstjóri lýsti því sem fyrir augu bar hverju sinni, hvort sem það voru und- arlegar bergmyndanir, sérstakt fugla- líf eða fagurt sólarlagið. Tvisvar var bátnum skotið inn í sjávarhella og eyjarnar skoðaðar inn- anfrá. Guðlaugur skipstjóri lék tvö lög á saxafón í hellunum og óhætt er að segja að hljómburðurinn sé hvergi magnaðri en í hellunum við undirleik sjófugla og öldunnar. Um miðnætti var sólsetrið magnað og blóðrautt sólarlagið lýsti upp ský, haf og eyjar. Eftir að sólin var alveg sokkin í sæ var haldið sem leið lá aftur til Heima- eyjar. Lagst var að bryggju þegar klukkan var farin að nálgast eitt. Far- þegarnir stigu frá borði, þreyttir en sælir og komu sér ýmist heim í hátt- inn eða notuðu tækifærið og fengu sér gönguferð um bæinn í nætur- kyrrðinni. Morgunblaðið/Brjánn Jónasson Siglt út í sólarlagið við Eyjar Hægt er að kynna sér siglingar um Vestmannaeyjar á heima- síðu Víking bátaferða www.boattours.is, hægt að senda tölvupóst á vik- ing@boattours.is eða hafa samband í síma 852-7652.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.