Morgunblaðið - 22.07.2001, Page 12

Morgunblaðið - 22.07.2001, Page 12
12 B SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hyundai Santa Fé Mikill búnaður og hagstætt verð í rúmgóð- um jepplingi  AUDI ætlar að setja á markað takmarkað upplag af TT Le Mans til að minnast tveggja efstu sætanna í Le Mans þolkappakstrinum í síðasta mánuði. Bíll- inn verður klæddur leðri og Alcantara að innan og á sömu 18 tommu álfelgum og RS4. Sömuleiðis verð- ur bíllinn lægri en hin almenna gerð. Bíllinn fer í sölu í ágúst og er búist við að hann kosti tæplega hálfri milljón meira en TT með 225 hestafla vélinni. Audi TT Le Mans MERCEDES-BENZ er að leggja lokahönd á nýja gerð bíls sem á að leysa af hólmi hefð- bundna fjölnotabíla, sem hafa verið vin- sælir í Evrópu á síðustu árum. Bíllinn á að leysa það verk- efni að flytja stórar fjölskyld- ur og mikinn búnað án þess að það sé á kostnað út- litsins. Myndin að ofan, sem birst hefur í erlendum fjölmiðlum, er byggð á ljósmynd sem smyglað var út úr höfuðstöðvum Mercedes- Benz í Stuttgart. Hermt er að bíll- inn hafi fólksbílaeiginleika í akstri, þökk sé nýrri gerð undirvagns, lágum þyngdarpunkti og fjór- hjóladrifkerfi. Fimm og sjö manna Bíllinn hvílir á undirvagni næstu kynslóðar M-jeppans sem hefur verið sérstaklega breytt fyr- ir hann. Þess er vænst að bíllinn verði boðinn í tveimur gerðum. Sú fyrri verður með 2,95 m hjólhafi og samtals um 4,85 m á lengd með plássi fyrir fimm fullorðna. Hinn verður með enn lengra hjólhafi og 265 mm aukarými sem gerir kleift að bæta við þriðju sætaröðinni. Í þeirri gerð verður bíllinn sjö manna. Vélar í boði verða 3,0 lítra, V6, 230 hestafla, 3,6 lítra, V6, 255 hestafla og 5,0 lítra, V8, 304 hestafla. Sömuleiðis verður hann boðinn með 2,6 lítra, V6 samrásardís- ilvél og 3,0 lítra, V6 samrásardísilvél, 188 og 215 hestafla. Sagt er að fjórhjóladrifið verði með jafnri afl- dreifingu á hvorn ás og jafnframt rafeindastýrt mismunadrif á hvorum öxli sem beinir afli til þess hjóls sem hefur meira grip. Ein mesta nýjungin er rafeindastýrt hemlakerfi sem leys- ir af hólmi vökvakerfið sem bílar notast við í dag. Þá verður bíllinn með netað- gangi og tengingar fyrir fistölvur og öryggispúði verður fyrir hvern farþega, eða allt upp í sjö púðar. Bíllinn verður framleiddur í Bandaríkjunum og hefst fram- leiðslan árið 2004, ef marka má er- lenda fjölmiðla. Bíllinn á að vera kominn í sölu um alla Evrópu vorið 2005. Nýr og rennilegri Benz-fjölskyldubíll Nýr fjölskyldubíll Mercedes-Benz, fimm og sjö manna. LEXUS, lúxusbílamerki Toyota, hefur sett sér það markmið að ná fótfestu í Evrópu og ná að keppa jafnfætis við Merced- es-Benz, BMW og Jaguar um hylli kaup- enda lúxusbíla. Lexus hefur gengið afar vel í Bandaríkjunum og var þar söluhæsta lúx- usbílamerkið á síðasta ári. Leiðin á toppinn er grýttari í Evrópu, en til þess að ná þessu markmiði verður boð- ið upp á fleiri kosti í Evrópugerðum bílsins en hingað til, þar á meðal dísilvélar, en jafn- framt verður umboðsaðilum fjölgað og markaðsstarfsemi auk- in í álfunni. Hlutdeild Lexus á síðasta ári á lúxusbílamarkaðnum í Evrópu var 1% og markmiðið er að auka hlutdeildina upp í 5% á þessum áratug. Lexus ráðgerir hins veg- ar ekki að feta í fótspor Merc- edes-Benz og BMW og hefja framleiðslu á litlum og ódýrari bílum, eins og A-bíl Mercedes- Benz eða Mini og væntanlegum BMW 1. Sókn Lexus inn á Evrópumark- að verður ekki síst byggð á þrem- ur nýjum gerðum sem koma á markað næsta haust. Kúpubakur- inn SC430, sem mun kosta á sum- um mörkuðum Evrópu 69 þúsund evrur, rúmar 6 millj- ónir ÍSK, verður kynntur í október og er sá bíll hannaður til að vera andlit Lexus út á við. Bíllinn á að etja kappi við engu minni nöfn en Jaguar XK-8, Porsche 911 Carrera, BMW Z8 og nýjan Mercedes-Benz SL. IS300 stallbakurinn og langbaksgerðin verða kynnt um svipað leyti og SC430. Þar með verður Lexus kominn með fimm mismunandi bíla á Evrópu- markað, þ.e. stallbakana LS430, GS430, IS200 og IS300 auk IS300 langbaksins, SC430 kúpubaksins og RX300 jeppans.                       ! "#           ! "#      Toyota Lexus sækir inn á Evrópumarkað  VOLVO V70 var nýlega valinn besti langbak- urinn af tímaritinu Auto Express. Þetta er ann- að árið í röð sem tímaritið velur Volvo V70 sem besta bílinn. Samnefndur fyrirrennari V70 sem kom breyttur á markað á árinu 2000 varð fyrir valinu af sama tímariti, fjórða árið í röð í flokki „notaðra langbaka“. Þetta eru ekki einu verð- launin sem Volvo V70 hefur unnið til upp á síð- kastið. Hann var t.a.m. valinn besti langbakurinn með dísilvél af tímaritinu Diesel Car, en í öðru sæti í því vali var Volvo V40. Volvo V70 verðlaunaður  KÚPUBAKURINN Lexus SC430 er vænt- anlegur til landsins 24. júlí nk. og verður kynnt- ur um mánaðamótin. Hann er með 4,3 lítra VVT-i V8-vél, 32 ventla, 286 hestafla. Sjálfskipt- ingin er svokölluð ETC (rafeindastýrð), er fimm þrepa, og bíllinn nær 100 km hraða á 6,4 sek- úndum. Bíllinn kostar hérlendis 7,8 milljónir króna. Meðal staðalbúnaðar eru 18 tommu ál- felgur (245/40 ZR), 6 diska geislapilari, ABS- hemlar með EBD-hjálparhemlun, þjófavarn- arkerfi, spólvörn, leðursæti með hita í fram- sætum, regnskynjarar í framrúðum, viðvörunarkerfi fyrir minnkandi loftþrýsting dekkja, loftkælingu, skriðvörn, niðurfellanlegt þak með rafstýringu og minnisstilling á stýri og sætum. Bíllinn sem kemur til landsins verður með Mark Levinson-hljómtækjum og GPS- leiðsögukerfi og verðið á honum verður 8.400.000. Lexus SC430 kostar 7,8 milljónir kr. SC430 kynntur á Íslandi í lok júlí PEUGEOT ætlar að nýta sér það flug sem 206-bíllinn hefur kom- ist á með því að framleiða fjöl- notabílsútfærslu með fjór- hjóladrifi sem á að keppa við bíla eins og Renault Scénic RX4 og Honda HR-V. Bíllinn gengur undir vinnuheit- inu T14 og er væntanlegur í sölu í maí á næsta ári. Bíllinn er byggður á 206-langbaknum, sem væntanlegur er á markað innan tíðar. Þetta þykir til marks um að Peugeot vilji skipa sér í röð fremstu bílaframleið- enda heims, ekki síst þegar litið er til annarra áforma fyrirtæk- isins, sem m.a. fela í sér flagg- skipið 608, sem er nú í und- irbúningi, sem verður stærri en núverandi 607. Þetta er því bíll sem á að etja kappi við Merc- edes-Benz S og BMW 7. Fjölnotabíll frá Peugeot EINS og kunnugt er hefur Niss- an innkallað Patrol-jeppa með 3ja lítra dísilvélum vegna galla í kælibúnaði vélanna. Nú hefur Nissan ákveðið að lengja ábyrgð á þeim bílum sem hafa farið í vélaskipti í fimm ár, eða 150.000 km, í stað 3ja ára eða 100.000 km. Ábyrgðin miðast við heildarakstur frá upphafi, en ekki frá því skipt er um vélar í bílunum. Ábyrgð á Patrol lengd                    ●  ●                                                   !       "!     !# $    % &''  (    !#                           ! " #$ #                               

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.