Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ bílar NÝJAR VÖRUR Vorum að fá sendingu af hljómtækjum frá Power Acoustik. Sapphire magnarar Stærðir 300 til 1600W. 2ja og 4ra rása. Upplýstir með bláu neonljósi. Farenheit bassakeilur, 10“ 12“ og 15“. Frábært verð! Komið og skoðið! Tangarhöfða 2 - 110 Reykjavík Sími 567 1650 Fax 567 2922 Höfum gott úrval af aukahlutum, bæði fyrir bílinn og í ferðalagið. T.d. farangursbox 350 l kr. 29.890. Barnabílstóll, 0-18 kg kr. 11.762. Góðar vörur. Gott verð. B&L hóf sölu á Hyundai Santa Fé jepplingnum seint á síðasta ári og var honum strax vel tekið. Þetta er fimm manna jepplingur með sjálf- berandi yfirbyggingu og sítengdu aldrifi en án millikassa. Hann er stærri en sambærilegir keppinaut- ar, þ.e. Toyota RAV4, Land Rover Freelander og Kia Sportage Wag- on, sem reyndar er á mörkum þess að vera jeppi og jepplingur vegna millikassans og sjálfstæðrar grind- ar, en þremur sentimetrum styttri en Honda CR-V. Hann er líka nokkru breiðari en allir þessir bílar og býður strax af þeim sökum upp á mikið rými auk þess sem hirslur eru á víð og dreif. Hann er sömu- leiðis betur búinn en menn eiga að venjast. Santa Fé er bestu jepp- lingakaupin í dag, að mati þess sem þetta skrifar. Tvær útfærslur Bíllinn er boðinn í tveimur út- færslum, þ.e. með 2,4 lítra, 145 hestafla vél og 2,7 lítra V6 vél, 173 hestafla, en þá aðeins sjálfskiptur. Við prófuðum báða þessa bíla á dögunum, fjögurra strokka bílinn fyrir og eftir innsetningu á tölvu- kubbi, sem eykur togaflið til muna í bílnum. Santa Fé vekur strax athygli fyr- ir dálítið nýstárlegt útlit. Hann er fremur lágur og breiður og krafta- legur á að líta og virðist af fyrstu viðbrögðum þeirra sem sjá hann, annaðhvort falla mönnum vel í geð eða ekki. Framlugtir eru sporöskju- laga og ganga upp á brettin sem eru útstæð og áberandi. Stuðarar eru stórir og háir og þokuljós eru í framstuðara. Grillið er sömuleiðis stórt og dálítið æpandi og loftinntak á neðanverðum stuðaranum sömu- leiðis. Að aftan eru áberandi hjarir efst á hleranum og verklegt hand- fang til að opna hlerann. Hlerinn opnast í heilu lagi til hliðar en sömuleiðis er hægt að opna einvörð- ungu gluggahluta hlerans sem er þægilegt þegar stinga þarf inn í bíl- inn smáhlutum. Farangursrýmið er mikið en ókosturinn er að vara- dekkið er geymt í festingu undir bílnum sem getur verið pirrandi þegar springur á bílnum því þar safnar það á sig óhreinindum. Þetta er líklega einn rúmbesti bíllinn í jepplingaflokki á markaðn- um. Menn verða strax varir við breiddina þegar sest er inn í bílinn og vegna þess hve lítill stokkurinn er í gólfi fer vel um þrjá fullvaxna í aftursætum. Þar er þó sá ljóður á að ekki eru nema tvö þriggja punkta belti. Aftursætisbök er hægt að fella fram, 60/40, en þau falla þó ekki alveg niður að gólfinu og myndast því ekki fullkomlega flatt rými. Kostur er hins vegar að hægt er að stilla halla á aftursætisbökum. Mælaborðið er tvílitt og laglega hannað með áberandi mótuðum miðjustokki. Ökumannssæti er með mjóbaksstuðningi og stjórntæki leika öll í hendi ökumanns. Fjögurra strokka vélin í þessum bíl er skemmtileg til allrar notk- unar innanbæjar og, eins og hest- aflatalan sýnir, talsvert spræk. Tog- aflið er þó ekki alveg í samræmi við frískleikann á stuttu sprettunum, eins og vart verður þegar komið er út á þjóðvegi þar sem þarf að klifra upp heiðar. Bíllinn var síðan próf- aður á ný eftir að settur hafði verið í hann tölvukubbur frá Superchips á Íslandi og er skemmst frá því að segja að mikil breyting varð til batnaðar á toginu og ekki spurning, í huga þess sem þetta skrifar, að það er hverrar krónu virði að breyta vélinni á þennan hátt. Kostnaður við breytinguna er ekki mikill, líklega á bilinu 30–40 þúsund kr. Ljúfur með V6-vélinni V6-vélin er síðan allt annar hand- leggur. Þar hafa menn yfirdrifið vélarafl við allar aðstæður. Vélin murrar lágt og býður upp á skemmtilega snarpt viðbragð í framúrakstri á þjóðvegum. Sjálf- skiptingin er fjögurra þrepa og með handskiptimöguleika. Fjórhjóladrif- ið er sítengt. Það er með seigju- kúplingu og tvöföldu mismunadrifi sem skiptir snúningsátakinu í hlut- föllunum 60/40 á milli fram- og aft- uröxuls. Með V6-vélinni er bíllinn hreint út sagt afar ljúfur í allri notkun og ekki skemmir að verðið er hag- stætt. Santa Fé er vissulega lang- skemmtilegastur með V6-vélinni en þeir sem fara lítið út fyrir bæj- armörkin ættu alveg að geta sætt sig við fjögurra strokka bílinn, en þeim er þó bent á þann möguleika að bæta togið með tölvukubbnum frá Superchips. Bíllinn er í grunn- inn afar vel búinn. Staðalbúnaður er m.a. ABS-hemlakerfi, spólvörn, 4 öryggisloftpúðar, tvö 12 volta tengi í fram- og afturrými, þokuljós að aftan og framan, rafstýrðir og upp- hitaðir útispeglar, rafstýrðar rúður og síðast en ekki síst 16 tommu ál- felgur. Fyrir þetta greiða menn 2.230.000 kr. fyrir fjögurra strokka bílinn og ekki nema 2.490.000 kr. fyrir V6-bílinn. Til samanburðar má nefna að Toyota RAV4 kostar 2.490.000 beinskiptur með fjögurra strokka vvt-i vél sem skilar 150 hestöflum, og sjálfskiptur kostar hann 2.660.000 kr. með sömu vél. Land Rover Freelander kostar á hinn bóginn sjálfskiptur með V6-vél 3.490.000 kr. Ekki er á neinn hallað þegar sagt er að Hyundai Santa Fé sé bestu jepplingakaupin í dag. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Santa Fé er rúmgóður og vel búinn jepplingur. Santa Fé – bestu jepp- lingakaupin Hlerinn opnast hátt og hægt er að opna einvörðungu gluggann. gugu@mbl.is REYNSLUAKSTUR Hyundai Santa Fé 2,4 Vél: 2,4 lítrar, 145 hest- öfl. Lengd: 4.500 mm. Breidd: 1.820 mm. Hæð: 1.675 mm. Verð: 2.230.000 kr. Umboð: B&L, Grjóthálsi. Hyundai Santa Fé 2,4 Mælaborðið er tvílitt og hirslur margar. Þokuljós eru að framan og aftan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.