Morgunblaðið - 22.07.2001, Side 11

Morgunblaðið - 22.07.2001, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 B 11 Reisulegar bæjardyr Á BYGGÐASAFNI Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði, þar sem hákarlaskipið Ófeigur er merkast gripa, er hluti af húnvetnskum bæ. Það er frambærinn frá Tungunesi í Austur-Húnavatnssýslu, sem Erlendur Hjálmarsson, bóndi þar og dannebrogsmaður, byggði 1850. Hann hefur viljað hafa höfð- ingjasnið á bænum og það fékkst með eins konar viðhafnarinngangi. Bæjardyrnar ná fram fyrir langhlið frambæjarins; þær eru með hárri burst og íburðarmikilli vindskeið. Einnig er klassískur bjór yfir dyrum og glugga. Öðrum megin bæjardyranna er stofa og svefnloft, en skemma hinum megin. Að öðru leyti var þessi bær hefðbundinn gangabær og tóku göngin við inn af hinum glæstu bæjardyrum. Höfundur þessarar bæj- argerðar var Guðlaugur Sveinsson, prófastur í Vatnsfirði, 1731–1807. Hann vildi einfalda torfbæinn og birti ritgerð með teikningu af frambæ, sem snýr langhliðinni að bæjarhlaðinu og og bæjardyrnar með einni burst á miðri hlið hans. Raunar er það sama snið og sjá má á elzta húsi landsins, skálanum á Keldum. Framan við Tungunesbæinn á safninu er fyrsta dráttarvélin sem kom í Vestur-Húnavatnssýslu og hestvagn frá Verzlun Sigurðar Davíðssonar á Hvammstanga. Hjallakirkja og sóleyjar í túni Á SAMA hátt og lóan er vorboði á Íslandi eru sóleyjar og fíflar sumarboðar. Sóleyjar í varpa hafa um aldir flutt með sér þann boðskap að vorhretum sé lokið; sjálft sumarið runnið upp. Meðan notaður var húsdýra- áburður; skarni ekið á hóla, loguðu túnin í sóleyjum. Tilbúni áburðurinn útrýmdi þessum blómjurtum, enda litið svo á í nútímanum, að þær séu fremur illgresi og beri vott um órækt. Þess vegna renna dagar sóleyjanna ekki upp með sama hætti og áður, nema á stöku stað. Myndin er tekin á Hjalla í Ölfusi; þar var logandi sól- eyjatún. Á Hjalla stendur falleg steinkirkja frá árinu 1928, teiknuð af Þorleifi Eyjólfssyni húsameistara, sem teiknaði Oddfellowhúsið í Reykjavík og fleiri merk hús. Meðal sérkenna Hjallakirkju er kúluþak á turninum og fínlegt grindverk í kringum kúluna. hlíðum Snæfellsjökuls gir dagar í síðastliðnum maímánuði með annarri eins heiðríkju og þann dag er ljósmyndarinn æfellsjökuls. Þeim sem ekki þekkja til staðhátta skal bent á að hægt er að aka á venjulegum arinn er spölkorni vestan við Gufuskála og undirhlíðar jökulsins eru svo víðáttumiklar að ram hjá hinum hvassbrýnda Hreggnasa, móbergshöfða sem skagar fram fyrir neðan við Bárð- ellsás. Fannir voru efst á veginum eftir nýlega fallinn snjó og því ekki ljóst hvar sjálfur jökull- að fara upp til efstu tinda, en það er lengra en sýnist. Þetta umhverfi er fljótt á litið ekki lit- Svæðið sem sést á myndinni er innan hins nýja þjóðgarðs á Snæfellsnesi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.