Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Tyllt nið- ur tánni Frá ferðum á vegum Lesbókar á síðustu árum eru til ýmsar ljós- myndir sem teknar voru utan dagskrár, á öllum árstíðum og hingað og þangað um landið, skrifar Gísli Sigurðsson sem einnig tók ljós- myndirnar. Myndefnið er ekki bundið við neitt sérstakt; oftast þó úr ríki náttúrunnar, en stundum af sérkennilegum og merkum húsum. Við Kleifarvatn UMHVERFIS Kleifarvatn er mikið undraland fegurðar, en sú fegurð byggist ekki á gróðursæld. Þar sést ekki skógarplanta, graslendi lítið og slitr- ótt. Hér eins og víða á Íslandi er ríki grjótsins og í Sveifluhálsinum og víðar vestan við vatnið er það móberg í margs konar myndum sem gleður aug- að. Hér hefur gosið undir jökli og umhverfið er áhrifamikið og myndrænt; móbergið sumstaðar dökkbrúnt og sumstaðar gulbrúnt og blandað þursabergi eins og sést á myndinni. Austan við Kleifarvatn er sú Gullbringa sem sýslan hefur verið kennd við. Nafnið gefur hugmynd um vel gróið og búsældarlegt svæði, sem ekki er þar lengur enda hefur mikil landeyðing orðið suður af Krýsuvík þar sem áður var fjölmenn byggð. Myndin er frá vordögum fyrir einu ári. Eftir óvenju snjóþungan vetur á suðvesturhorni lands- ins veturinn 2000 var vorið seint á ferðinni í hlíð- unum austan vatnsins. Bláir dagar lúpínunnar Á LANDINU bláa hefur lúpínan orðið hluti af flórunni. Flestum þykja góð skipti að sjá hana þekja moldarflög og bera mela líkt og sjá má í næsta nágrenni við þéttbýlið á Reykjavíkursvæðinu. Þar hefur lúpínan breytt til hins betra svipmótinu á hæðunum ofan Vífilsstaða og umhverfis Elliðavatn. Engin önnur planta virðist gera sér að góðu svo fátæklegan jarðveg; stundum næstum á örfoka landi, en samt á lúpínan harða andstæðinga úr röðum náttúruunnenda. Nú er nýliðinn sá tími að lúpínan blómstrar og stórir flákar verða bláir yfirlitum. Sá blómatími stendur því miður stutt. Myndin er tekin í Þjórsárdal; Búrfell og Hekla í baksýn. Þarna voru áður stór svæði þakin vikri. En einnig þann jarðveg hefur lúpínan gert sér að góðu og hafa mikil umskipti orðið, sem flestum þykir að séu til hins betra. Ofarlega í undirh Á VESTANVERÐU landinu komu ekki mar kannaði myndrænar slóðir í undirhlíðum Snæ bíl upp að jöklinum að norðanverðu. Afleggja hvergi verður teljandi bratti. Leiðin liggur fr arkistu, örnefni sem kennt er við Bárð Snæfe inn tekur við. Í slíku skyggni virðist skammt skrúðugt en engu að síður feikilega magnað. Vor í Væjuhrauni OFARLEGA í hlíð Snæfellsjökuls liggur vegurinn fram hjá Sjónarhól og er merktur göngustígur upp á hól- inn. Þaðan er frábært útsýni, bæði upp til jökulsins og norður yfir Breiðafjörð. Byggðin á Hellissandi og Rifi blasir við neðan hlíðanna, en Barðaströndin í fjarska, allt vestur á Látrabjarg. Hraun hefur runnið úr Sjónarhólagíg og myndað sérkenni- legar strýtur og hraungöndla, þegar það rann niður hlíðina, og sumstaðar standa þeir upp á endann; einn þeirra varpstaður arnarins. Þrátt fyrir leys- ingu var engan læk að sjá og hvorki renna ár né lækir úr jöklinum; hraun- lögin gleypa í sig allt vatn. Aftur á móti myndast litlar tjarnir í lautum í hrauninu og graskragar í kringum þær. Slíkar lautir eru nefndar væjur og hraunið tekur nafn af þeim. Í bak- sýn á myndinni er jökullinn og Bárð- arhaugur, enn eitt örnefni kennt við Bárð Snæfellsás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.