Morgunblaðið - 22.07.2001, Side 19

Morgunblaðið - 22.07.2001, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 B 19 bíó ÞÆR fréttir berast vestan fráHollywood að fyrsta „leikna“tölvuteiknimyndin, ef svo má segja, hafi verið frumsýnd, Final Fantasy. Talað er um að hún brjóti blað í kvikmyndasögunni vegna þess að í fyrsta sinn hefur verið gerð bíó- mynd þar sem leikararnir eru alfarið skapaðir í tölvum. Tölvuteiknimyndir eru ekki nýtt fyrirbæri eins og fólk veit en Fantasy er ólík öllum öðrum að því leyti að „leikararnir“ í henni eru ekki teiknimyndafígúrur heldur fólk eins og við. Að vísu vegnaði myndinni ekki sérlega vel í miðasöl- unni, sem kannski er vísbending um að áhorfendur séu ekki tilbúnir að treysta á tölvuteiknaða leikara, en hver veit nema hún sé byrjunin á ein- hverju nýju. Þegar er farið að tala um að „leikararnir“ í myndinni fái ný hlutverk í öðrum myndum og verði þannig haldið „á lífi“ og kannski geta þeir orðið „stjörnur“. Hollywood reiðir sig mikið á stórstjörnur, þær selja bíómiða, og svo gæti farið að tölvuleikari yrði vinsæll og keppti um hylli við Julia Roberts og Mel Gibson og Angelina Jolie. Margt er sjálfsagt jákvætt við það. Hann yrði ekki eins dýr í rekstri, það þyrfti ekki að fara að öllum dyntum hans á töku- stað, hann yrði stund- vís og eldist ekki. En neikvætt líka. Slúð- urblöðin gætu aldrei gert neitt með hann. Við höfum reyndar fjölmörg dæmi um stór- myndir þar sem leikararnir gætu alveg eins verið gerðir í tölvum. Nýlegasta dæmið er auð- vitað myndin um Lara Croft, Tomb Raider, með Jolie í aðal- hlutverkinu. Það var engu líkara en Jolie væri bú- in til í tölvu, hún hafði enga mannlega eig- inleika, hún var eins og fjarstýrt vélmenni. Skýr- ingin gæti verið sú að Lara Croft er tölvuleikjapersóna, sem er hin hliðin á málinu. Um leið og tölvuleikarar leika fólk af holdi og blóði leikur fólk af holdi og blóði tölvuleikara. Tölvur og kvikmyndir eru sumsé á góðri leið með að verða eitt. Bylting hefur orðið í kvikmyndagerð eftir að tölvurnar komu til sögu. Heilu bíó- myndirnar hafa orðið til aðeins vegna þess að tölvurnar hafa leyft þeim það. Tölvurnar hafa ekki bætt kvik- myndagerðina nema í undantekning- artilvikum, handrit og persónusköp- un verða aldrei tölvuvædd (þótt oft virðist það vera svo ef tekið er mið af formúlumyndunum að vestan), en þær hafa gætt hana lífi sem getur verið heillandi eins og allir vita sem sáu til dæmis Júragarðinn og þar á undan Tortímandann 2. Teiknimyndir eru síðan sérkapítuli en þær skemmtilegustu á und- anförnum árum hafa alfarið verið gerðar í tölvum. Það eru myndir eins og Leikfangasaga 1 og 2 og Pöddulíf og Maurar. Sú nýjasta, Shrek, sem frumsýnd er hér á landi núna um helgina, hefur einmitt verið hrósað fyrir það sama og þær, frumlega og skemmtilega sögu og fjörlega per- sónusköpun. Það sem tölvuteiknuðu teiknimyndirnar hafa fram yfir hinar hefðbundu er því ekki tæknin, þótt hún sé skemmtileg búbót, heldur gamla, góða handritið. Sagan er ekki sniðin að tækninni, eins og gerist oft í leiknu kvikmyndunum, heldur þjónar tæknin sögunni. Eða eins og George Lucas, byltingarmaður í tölvutækninni, segir: Það sem gleymist alltaf í umræðunni um tölvutæknina er að sagan skiptir öllu máli, formið er aukaatriði. Hver þróunin verður er ómögulegt um að spá en víst er að tækninni fleygir fram. Nýjasta nýtt í dag er afgamalt strax á morgun. Sú stund gæti komið að vindilspúandi kvik- myndaframleiðandi velti fyrir sér hvort hann ætti að gera samning við Jolie eða tölvuleikarann úr síðustu metsölumynd og tölvuleik- arinn hefði vinninginn. SJÓNARHORN Eftir Arnald Indriðason Tölvur og kvikmyndir Ný gerð af kvikmynda- stjörnum; tölvuleikkonan í Final Fantasy. SKÍFANfrum- sýnir 16. nóv- ember myndina Legally Blond með Reese Wit- herspoon. Leik- stjóri er Robert Luketic en Luke Wilson er mót- leikari Reese. Segir myndin af því þegar ung kona skráir sig í lagadeild Harvard-háskóla í því augnamiði að ná aftur kærastanum sínum. Blondína í Harvard Reese With- erspoon í Legally Blond. SAMBÍÓINáætla að frumsýna nýj- ustu mynd Stev- ens Spielbergs, Artificial Intell- igence, AI eða Gervigreind, hinn 21. september. Hún er með Haley Joel Osment, Jude Law, Sam Robards og Will- iam Hurt í aðal- hlutverkum og gerist í framtíðinni þegar pólarnir hafa bráðnað og vélmenni eru hluti af daglegu lífi fólks. Segir hún af vél- menni, dreng, sem þráir, eins og Gosi, að verða mennskur. Gervigreind í september Spielberg með Osment við frumsýningu áA.I. SKRÍFANáætlar að frumsýna nýj- ustu mynd Johnnys Depps 23. nóvember nk. Hún er eftir þá Hughes-bræður Albert og Allen (The Dead Presi- dents) og heitir einfaldlega From Hell. Aðrir leik- arar eru Heather Graham og Ian Holm. Myndin segir af leitinni að Kobba kuta eða Kviðristu-Kobba í London á ofanverðri nítjándu öldinni. Leitin að Kobba Depp leikur í From Hell. BÍÓBORGIN áætlar að frum- sýna hinn 14. september gam- anmyndina Small Time Crooks eftir Woody Allen, sem einnig fer með aðalhlutverkið. Aðrir leikarar í myndinni eru Hugh Grant, Tracy Ullman og Michael Rapaport en myndin segir frá manni sem ætlar að brjótast inn í banka en fyrir illa fengið féð dreymir hann um að setja á fót kexverk- smiðju. Smákrimmar Woodys Grant við frum- sýninguna á mynd Allens. OD DI H F H3 02 6 Kæli- og frystiskápur KG 31V20 198 l kælir, 105 l frystir. H x b x d = 170 x 60 x 64 sm. Eldavél HL 54023 Keramíkhelluborð, fjórar hellur, fjölvirkur ofn, létthreinsun. Bakstursofn HB 28054 Fjölvirkur bakstursofn með létthreinsikerfi. Sannkallaður gæðaofn frá Siemens. Þráðlaus sími Gigaset 3010 Classic DECT/GAP-staðall. Einstök talgæði. Treystu Siemens til að færa þér draumasímann. Helluborð ET 72554 Keramíkhelluborð með snertihnöppum. Flott helluborð á fínu verði. Þvottavél WM 54060 6 kg þvottavél sem hefur slegið í gegn hérlendis sem annars staðar. 1000 sn./mín. Vertu tengd(ur) með tölvu frá Smith & Norland Það er óþarfi að leita langt yfir skammt. Hjá okkur í Nóatúninu færðu tölvuna sem þig vantar enda eru tölvurnar frá Fujitsu Siemens þekktar fyrir gæði og áreiðanleika. Þær eru hraðvirkar, búnar nýjustu tækni og hönnunin er stórglæsileg. Uppþvottavél SE 34230 Ný uppþvottavél. Einstaklega hljóðlát og sparneytin. Fjögur þvottakerfi, tvö hitastig. Umboðsmenn um land allt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.