Morgunblaðið - 22.07.2001, Side 6

Morgunblaðið - 22.07.2001, Side 6
6 B SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Álfheiður Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir ALLTAF er eitthvað nýttað bætast við matar-flóru landsmanna. Eittaf því sem nú er hægt aðbragða á er alls kyns ný- stárlegur skelfiskur. Margir hafa e.t.v. bragðað á honum erlendis, en nú er í fyrsta sinn hægt að gæða sér á þessu gómsæti hér á landi eftir því sem best er vitað. Um er að ræða svokallaða kúskel eða „clams“ og „marine clams“ sem eru minni og hnífskel. Það er fyrirtækið Snæfisk- ur sem hefur hafið innflutning á skelfisknum, en enn sem komið er einungis fyrir eitt veitingahús í borginni, Tapasbarinn, Vesturgötu 3b. Það er þó víst á döfinni að reyna að vekja athygli og áhuga fleiri veit- ingastaða á þessum framandi haf- fjársjóði. Jón Snorrason eigandi Tapas- barsins segir það vera á döfinni hjá sér að leggja sig eftir að grafa upp enn fleiri skelfisktegundir og hafa á boðstólum. Hann segir þetta vera skemmtilega viðbót við þann skel- fisk sem nú þegar sé í boði á staðn- um og í takt við Tapas-hefðina sem byggir mikið til á skelfiski og ýms- um sjávarafurðum öðrum. Skelfiskur er afar viðkvæm fæða og reynir bæði á að elda hann á rétt- an máta til að varðveita bragðgæði hans til fulls, en einnig skiptir miklu máli að rétt veiðarfæri séu notuð við veiðar á honum. Humar er afar vin- sæll skelfiskur hér á landi sem og annars staðar enda herramannsmat- ur. Það vill hins vegar brenna við að einn og einn humarhali sem upp í mann fer sé bragðlaus og allur grút- linur og hálfmaukkenndur. Þetta gerist þótt að fyllsta aðgát hafi verið sýnd við eldun hans og hann hvorki ofsteiktur né mauksoðinn. Ástæðan fyrir þessu er sú að á sumum hum- arveiðisvæðum eru botnvörpur bún- ar að skemma sjávarbotninn, þannig að humargreyin hafa ekkert til að nærast á og bregða því á það ráð að nærast á sjálfum sér, sem kann nátt- úrlega ekki góðri lukku að stýra. Við þetta verður humarinn á endanum nær vöðvalaus og mýkist allur upp. Annar þáttur sem getur þó haft áhrif á humarkjötið er hamskipti en þau hafa þó mun minna að segja en framangreind ástæða. Um hásumarið sækja margir í léttari rétti sem innihalda mikið grænmeti og eins fisk. Kalt og mat- armikið salat og vínglas er a.m.k. hinn fullkomni sumarmálsverður í huga undirritaðrar. Eftirfarandi sal- at inniheldur einnig skelfiskkjöt sem er krabbakjöt. Það er t.d. hægt að verða sér út um í verslunum Nóa- túns. Hin bragðsterka og ögn remúl- aðikennda salatsósa hefur þetta frísklega sumarsalat upp á enn ljúf- fengara plan. Berið salatið fram sem ríkmannlegan hádegismat eða sem rétt á kvöldverðarhlaðborði ásamt vel kældu rósavíni. MAJÓNES: 2 eggjarauður 1/2 tsk salt 1/2 tsk þurrt, þykkt sinnep 1/8 tsk cayennepipar 1 bolli ólífuolía 1 msk hvítvínsedik eða sítrónusafi Remúlaðisósa: 1 tsk ansjósukraftur 1/2 tsk fínt söxuð fersk steinselja 1/2 msk kapers (má sleppa) 1 harðsoðið egg, saxað 1 marinn hvítlauksgeiri 1 tsk ferskt saxað estragon eða 1/2 þurrkað SALAT: 450 g soðið krabbakjöt úr dós 1 icebergsalathöfuð, þvegið og laufin aðskilin 4 niðursneiddir tómatar 1 avókadó (afhýtt, steinn tekinn úr, skorið í sneiðar og sítrónusafa nuddað varlega inn í þær) 1/2 agúrka, skorin í þunnar sneiðar 9 steinlausar svartar ólífur Blandið saman í meðalstórri skál eggjarauðum, salti, sinnepi og cayennepipar með písk. Bætið olí- unni út í, nokkrum dropum í einu og hrærið stöðugt í á meðan. Gætið þess að blanda olíunni ekki saman við í of stórum skömmtum því þá er hætta á að majónesið ysti. Þegar majónesið er orðið nokkuð þykkt má setja olíuna í aðeins stærri skömmt- um saman við. Um leið og olíunni er hellt út í skal af og til bæta dropum af vínediki eða sítrónusafa til þess að koma í veg fyrir að majónesið verði of þykkt. Þegar öll olían er komin út í blönduna setjið þá restina af vín- edikinu eða sítrónusafanum saman við. Smakkið til og bætið meira salti eða sinnepi við ef þurfa þykir. Blandið nú saman í stórri skál majó- nesinu og öllu hráefni remúlaðisós- unnar og hrærið vel saman. Raðið salatblöðunum á stóran disk, setjið krabbakjötið í miðjuna á disknum og komið tómat-, agúrku- og avókadó- sneiðunum haganlega fyrir í kring ásamt ólífum. Hellið salatsósunni yf- ir krabbakjötið og berið fram undir eins. Þar sem nú er grillað í gríð er til- valið að skella eftirfarandi grill- spjótum á kolin. MIÐJARÐARHAFSRÆKJUSPJÓT 4 grillspjót 16 úthafsrækjur, teknar úr skel 2 grænar paprikur, kjarni fjarlægður og þær skornar í 16 bita 16 meðalstórir sveppir 16 salvíulauf 2 sítrónur skornar í fernt og hver ferningur í tvennt Kryddlögur: 1/2 bolli ólífuolía 2 msk sítrónusafi 3 marnir hvítlauksgeirar 1 tsk salt 1/2 tsk svartur pipar Blandið saman öllu hráefni krydd- lagarins í stórri grunnri skál og blandið vel. Bætið rækjum út í og veltið vel upp úr kryddleginum. Setjið skálina í ísskáp og látið bíða í klukkutíma. Fjarlægið rækjurnar að þeim tíma loknum og þerrið en geymið kryddlöginn. Þræðið upp á grillspjót í eftirfarandi röð: rækju, papriku, svepp, salvíulauf, og sí- trónubát. Penslið spjótin með rest- inni af kryddleginum og grillið í um 10 mín (gætið þess að grillið sé ekki allt of heitt) og snúið af og til og bæt- ið á kryddlegi. Álfheiður Hanna Friðriksdóttir Ljósmyndir/Áslaug Skeljar í farangrinum TAPASBARIR eru sífelltað verða vinsælli fyrir-bæri og keppa að mörguleyti um hylli neytenda við sushibarina svokölluðu. Það mætti jafnvel færa rök fyrir því að sushi væri í raun eins konar jap- anskt tapas, þ.e. smáréttur. Nokkrir staðir hafa gælt við tap- as-menninguna hér á landi og ber þar kannski helst að nefna Kaffi List og síðan Apótekið sem helgaði fremri sal sinn þessari spænsku matarhefð. Tapas þýðir í raun lok og má rekja til þess tíma er munnbitar voru bornir fram á börum á litlum diskum er síðan mátti nota til að loka sérríglasinu þannig að flugur og óhreinindi menguðu ekki vökv- ann. Nú til dags er tapas hins veg- ar eins konar samheiti yfir alls konar smárétti með spænsku ívafi. Tapas-barir hafa sprottið upp um allan heim og jafnvel rak ég mig á það á flugvellinum í Bordeaux fyr- ir skömmu að eina næringin sem var að hafa var í formi tapas-rétta á barnum. Svo sem allt í lagi. Fyrsti staðurinn sem leggur alla áherslu á tapas hér á landi er Tap- asbarinn í Hlaðvarpanum. Þetta er huggulegur og svolítið öðruvísi staður. Fæstir sitja við barinn og borða, líkt og gjarnan er gert á Spáni, en þess í stað geta menn valið um borð, bása og jafnvel hlið- arsal. Staðurinn leynir á sér og það komast ansi margir fyrir á góðum degi. Þegar ég hef komið þarna hefur yfirleitt verið ansi þétt setið og greinilegt að stað- urinn nýtur töluverðra vinsælda í hinum vinsælu kreðsum landsins. Réttirnir eru margbreytilegir en eins og vera ber panta menn sér nokkra smáskammta en ekki hefð- bundna máltíð með forrétti og að- alrétti. Ekki síst eru skelfiskrétt- irnir vel heppnaðir á Tapasbarnum, sem er vel við hæfi, enda fátt í jafnmiklum hávegum haft í Andalúsíu, höfuðvígi tapas- menningarinnar, og skelfiskur nema ef vera skyldi saltfiskur. Ekki hef ég til að mynda fengið hnífsskel áður hér á landi en hún var borin fram í ljúffengu soði úr hvítvíni og saffran með fallegri flatlaufasteinselju. Ekki síðri voru vongole-skeljar með basil og lime. Sveppir í hvítlauk voru þokka- legir og ristaður humar með hvít- lauk borinn fram á skelinni var al- veg hreint ágætur. Rækjur voru kaldar með chilisósu og hinar sí- gildu saltfiskbollur voru að sjálf- sögðu til. Þar fannst mér hins veg- ar, merkilegt nokk, sem saltfiskurinn væri ofnotaður. Það sem er svo heillandi við þennan sí- gilda rétt er einmitt blandan af eggjum, hveiti og saltfiski sem mynda eins konar frauð sem er djúpsteikt annaðhvort sem bollur eða sívalningar. Þegar fiskurinn er allsráðandi verður rétturinn þyngri og missir marks. Grilluð lambalund á teini með plómusósu var óaðfinnanleg þótt vissulega sé plómusósan komin svolítið út fyrir hið spænska kons- ept. En það er kannski einmitt það sem Tapasbarinn er, íslensk út- gáfa af spænsku konsepti. Sá sem býst við að fá hreinræktaða spænska tapas-máltíð (enginn rétt- ur var löðrandi í ólífuolíu) verður líklega fyrir vonbrigðum en sá sem kemur inn með það fyrir augum að fá ágæta máltíð sam- setta af smáréttum ætti að vera ágætlega sáttur. Ýmislegt háir svona stað, ekki síst það hversu fátæklegt úr- valið af unnum há- gæðakjötvörum er hér á landi samanborið við Spán. Lykilatriði í hverri tapasmáltíð er pylsur og skinkur, sem hreinlega er ekki hægt að fá hér á landi á nægilega háu stigi, jafnt vegna skorts á innlendri framleiðslu sem innflutningshafta (hvenær ætlar þjóðin að rísa upp og hrópa: Guðni, við viljum Jab- ugo-skinku!)? Nokkur ágæt vín eru á vínlista Tapasbarsins og sérstaklega vil ég benda á hið ljúffenga Spice Route Chenin Blanc frá Suður-Afríku, sem slær öðrum vínum seðilsins við. Það er að segja að fráskildu fino-sérríi, sem er að sjálfsögðu hið eina sanna tapas-vín. Því miður skilst mér að tilraun Tapasbarsins í upphafi til að ýta undir neyslu á sérríi með tapas hafi ekki fengið nægilegar undirtektir. Steingrímur Sigurgeirsson Tapasbarinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.