Morgunblaðið - 22.07.2001, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 B 5
HÖFUNDUR Hálendis-bókarinnar, Páll ÁsgeirÁsgeirsson, hefur skrif-að greinargóðar hand-bækur fyrir göngufólk
sem vill leggja Ísland undir fót. Nýj-
asta ferðahandbók Páls er hins vegar
sniðin fyrir ferðamenn sem kjósa að
aka um óbyggðir, en víla samt ekki
fyrir sér að leggja jeppanum og fara í
gönguferðir.
Hálendishandbókin hefst á al-
mennum inngangi þar sem væntan-
legum ferðalöngum eru gefin góð ráð
um útbúnað og undirbúning ferða.
Eins er hnykkt á ýmsum varúðar-
reglum og bent á leiðir til að afla sér
enn frekari upplýsinga um þær slóðir
sem ætlunin er að ferðast um.
Óbyggðalýsing
Meginefni bókarinnar byggist á ít-
arlegri umfjöllun um nokkur svæði í
óbyggðum sem eru aðgengileg fyrir
jeppafólk. Þar má nefna Fjallabaks-
leiðir, Veiðivötn og Jökulheima, Þórs-
mörk, Kerlingarfjöll, Kjöl, Skjald-
breið, Hellisheiði og Innstadal,
Sprengisand, Gæsavötn, Snæfell,
Herðubreið, Kverkfjöll, Langanes,
Loðmundarfjörð, Víkur, Þeistareyki,
Víti, Laka og Miklafell.
Hverju svæði eru gerð góð skil og
svæðalýsinar studdar góðum landa-
kortum. Kortin eru bæði yfirlitskort,
sem gefa hugmynd um svæði í heild,
og svo minni kort af einstökum leið-
um. Sagt er frá náttúru hvers svæðis,
jarðfræði og jarðsögu, gróðri og dýra-
lífi. Eins er vitnað í gamlar heimildir,
þjóðsögur, sagnfræði, bókmenntirnar
og þjóðskáldin svo nokkuð sé nefnt.
Akstursleiðum er lýst og bent á
áhugaverða staði til að skoða, bæði fá-
gætar náttúruperlur og sögufræga
staði. Sagt er frá gönguleiðum, stað-
háttum og sögustöðum, líkt og á einn-
ig við um ökuleiðirnar. Höfundur hef-
ur lagt mat á hve erfiðar
gönguleiðirnar eru, sumar heppilegar
fyrir alla fjölskylduna, aðrar krefjast
meira úthalds. Eins er áætlað hve
gönguferðin er tímafrek.
Um Gljúfurleit í Kerlingarfjöll
Til fróðleiks eru hér birt kaflabrot
úr Hálendisbókinni þar sem annars
vegar er lýst leiðinni um Gljúfurleit í
Kerlingarfjöll og hins vegar Kerling-
arfjallasvæðinu. Gljúfurleit er heitið á
afrétti Gnúpverja inn með Þjórsá að
vestan frá Háafossi og innundir Hofs-
jökul.
„Vaðið á Dalsá er varasamt vegna
pytta í klapparbotni en ef vikið er frá
því er hætt við sandbleytum. Við
þessu hafa fyrirhyggjusamir vegar-
gerðarmenn séð og sett stikur á vaðið.
Þetta er nokkurt nýmæli og verður
fróðlegt að sjá hvernig þessu fram-
taki reiðir af í ísalögum og jakaruðn-
ingum á öðrum árstímum. Á sumar-
degi erum við fegin og fylgjum
stikunum gætilega yfir ána sem er
ekki mjög djúp og er lygn á vaðinu.
Í árbók FÍ er ferðalöngum ráðlagt
að taka sér gönguferð niður með
Dalsá til þess að skoða þrengsli í
henni sem munu vera skammt frá
vaðinu en ekkert er sagt um það hve
langt sé þangað.
Milli Dalsár og árinnar Kisu heitir
landið Norðurleit allt vestur til Kerl-
ingarfjalla.
Áfram þræðir leiðin grjótása og
mela og innan skamms er komið í
Bjarnalækjarbotna. Þar er vistlegur
skáli og fallegt umhverfi með freyð-
andi uppsprettum og sér til Þjórsár
skammt fyrir austan.
Röskum kílómetra norðan við kof-
ann í Bjarnalækjarbotnum er ekið yf-
ir dálitla á sem heitir Miklilækur og
er skilti við vaðið. Þegar komið er upp
úr farveginum er ágætt að leggja bíl-
um utan slóðar því héðan er styst að
ganga að Kjálkaversfossi eða Hvann-
giljafossi í Þjórsá.
Þetta er skemmtileg og auðveld
ganga um gróna bakka Miklalækjar
og best að halda sig í námunda við
hann en hann rennur í Þjórsá rétt
neðan við fossinn.
Kjálkaversfoss er skrautleg nátt-
úrusmíð, lágur foss, aðeins 8 metra
hár, en umhverfi hans tignarlegt þar
sem áin flæmist milli klettastapa og
dranga í fossbrúninni og við hana.
Þetta er tæplega klukkustundar
gangur hvora leið á sléttlendi og eng-
um vorkunn að tölta þetta sér til
heilsubótar og upplyftingar.
Slóðin rekur sig áfram til norðurs
og hin tignarlegu Kerlingarfjöll og
hvítar bungur Hofsjökuls verða stöð-
ugt meira áberandi. Um 10 kílómetr-
um norðan við Miklalæk er komið að
ánni Kisu. Kisa er ekki eins vatns-
mikil og Dalsá á góðum degi en vex
hratt í rigningum og er hið versta
vatnsfall. Hún flæmist á aurum í
nokkrum álum þar sem vaðið er og er
víða hætt við sandbleytu að sögn
kunnugra. Hér, eins og á Dalsá, eru
stikur sem teyma ferðalanginn rétta
leið yfir en mörg dæmi eru um að
Kisa hafi tafið för manna eða hindrað
hana með öllu. Hér er því fullrar að-
gátar þörf og best að vera
við öllu búinn.
Sex kílómetrum norðan
við Kisu greinast slóðirnar.
Við ökum til austurs með-
fram Þjórsá áleiðis í Tjarn-
arver og að Bólstað við hið
forna vað á Þjórsá við Sól-
eyjarhöfða. Leiðin er sæmi-
leg um sanda en fljótlega
komum við að Eyvafenskv-
ísl sem er lítið vatn en vont
yfirferðar því slóðin er graf-
in og grýtt í farvegi hennar.
Næstu viðfangsefni eru
tvær ár sem heita Litla-
Hnífá og Hnífá. Sú fyrir er grunn og
grýtt en sú seinni vatnsmeiri en vaðið
ágætt. Við nyrðra landið er svolítill áll
sem getur verið fulldjúpur fyrir lítt
breytta bíla. Þessar ár voru oft tals-
verður farartálmi ferðalöngum fyrri
tíma því sandbleyta gerði þeim lífið
leitt.
Gamlir gangnamannakofar í Tjarn-
arveri freista ekki mjög til gistingar
en það má vel finna sléttan blett undir
tjald á þessum slóðum. Frá Tjarnar-
veri er spottakorn eftir vondri slóð að
Bólstað sem er gamall kofi á bökkum
Þjórsár á móts við Sóleyjarhöfða.
Í árbók FÍ um þessar slóðir má lesa
magnaðar lýsingar á slarki manna
með hesta og kerrur hér yfir Þjórsá á
hrokasundi í sandbleytum og þess
háttar erfiðleikum. Enginn skyldi láta
sér detta í hug að aka yfir á hinu forna
vaði.“
Kerlingarfjöll
„Skammt ofan við skálana liggur
vegurinn tæpt á börmum mikils gljúf-
urs þar sem Ásgarðsá suðar einkenni-
lega ljós á lit langt niðri í gljúfrinu.
Hér er ástæða til að stíga út og skoða
sig nánar um. Skömmu ofar beygir
vegurinn til hægri og endar á bíla-
stæði á barði ofan við lítinn hveradal.
Héðan er hægt að taka sér góða
gönguferð um hverasvæðið sem er
stórbrotið og litskrúðugt. Staðarhald-
arar hafa lagt göngubrýr til að auð-
velda för okkar og þetta er allt hið
dægilegasta ferðalag.
Ef við erum í stuði fyrir frekari
gönguferðir er rétt að halda upp eftir
afleggjara sem liggur til vinstri við
gatnamótin fyrir ofan hveradalinn.
Eftir stuttan akstur er komið á slétt
svæði við jökulruðninga. Yfir okkur
gnæfa fjallakambar Snækolls sem er
hæstur Kerlingarfjalla, 1.488 metra
hár. Héðan er ekki nema ríflega 400
metra hækkun upp á fjallið og því
engum ofraun.
Frá bílastæðinu er auðvelt að
þræða sig gegnum jökulruðningana
og síðan upp brattan malarkamb
sunnan við jökulinn því þótt þetta
sýnist vera skafl þá er þetta jökull og
norðar í honum er sprungusvæði og
allt tilheyrandi.
Leið okkar liggur fljótlega á sæmi-
lega skýrum göngustíg sem aðrir
ferðalangar hafa markað í grófgerða
malarskriðuna. Þegar upp á fjallið er
komið erum við stödd á tindi sem heit-
ir Fannborg og er um 30 metrum
lægri en Snækollurinn sjálfur. Til
þess að komast þangað þarf að lækka
sig og ganga eftir kambi stuttan spöl
milli kollanna, en þetta er allt saman
mjög greiðfært og skýrt.
Það er stórkostlegt útsýni af Snæ-
kolli þegar bjart er veður. Næst okk-
ur blasir við fjölbreytt landslag Kerl-
ingarfjalla sem augljóslega luma á
ýmsum leynidölum og hverasvæðum
sem er án efa mikið verk að kanna til
hlítar.
Gríðarlega víðsýnt er til austurs
allt í Vatnajökul og nær breiðir Hofs-
jökull sín hvítu hvel en til vesturs
Langjökull og hér erum við nógu hátt
til að greina smájöklana í suðurjaðri
hans í sundur sem eru kenndir við
Þóri, Eirík og Geitland og sunnan
þeirra Botnssúlur. Því er haldið fram
að í góðu skyggni sjáist héðan til sjáv-
ar bæði sunnan og norðan fjalla því
engin fjöll eru til að skyggja á sjónlínu
okkar. Þetta kann vel að vera rétt en
sá sem þetta ritar sat eitt sinn á toppi
Snækolls í heiðskíru veðri á svölum
haustdegi og sá þó ekki sjóinn.“
Handleiðsla
um hálendið
Hálendishandbókin, eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson,
hefur að geyma hagnýtan fróðleik um ökuleiðir,
gönguleiðir og áfangastaði á hálendi Íslands.
Guðni Einarsson gluggaði í bókina.
Ljósmynd/Páll Ásgeir Ásgeirsson
Gýgjarfoss í Jökulfalli vestan Kerlingarfjalla sem gnæfa í baksýn.
gudni@mbl.is
Óbreyttur Blazer á leið úr Tjarnarveri yfir Hnífá.