Morgunblaðið - 29.07.2001, Side 2

Morgunblaðið - 29.07.2001, Side 2
2 B SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GEITUNGAR eru í daghluti íslenskrar skor-dýrafánu, en þeirnámu ekki land hérfyrr en á 20. öld. Húsageitungur uppgötvaðist fyrstur. Það var í Reykjavík, í janú- ar 1937, en bara um eina flugu að ræða. Næst fannst húsageitungs- drottning á Akureyri, veturinn 1967, og síðan urðu menn tegundarinnar varir haustið 1973, við Menntaskól- ann við Tjörnina í Reykjavík, sem þá var til húsa í gamla Miðbæjar- skólanum. Var um töluverðan fjölda að ræða, og þótt ekkert fyndist geit- ungabúið telja menn næsta víst að eitt slíkt hafi verið þar í grenndinni. Sóttu geitungarnir nokkuð inn í skólann og fyrir kom að þeir stungu. Hefur tegundin fundist á nær hverju ári síðan, í fyrstu þó aðeins stöku dýr, en þegar á leið fóru menn að rekast á bú. Þau eru grafin í jörð, eða þeim komið fyrir í húsum. Húsageitungur er mjög algengur í Evrópu, norður til 65° N, auk þess sem hann er m.a. að finna á Kan- aríeyjum og Madeira, í Norður- og Suður-Afríku, Litlu-Asíu og þaðan austur eftir Asíu. Á síðustu áratug- um hefur tegundin ennfremur borist til Nýja-Sjálands, Tasmaníu (1959) og meginlands Ástralíu (fyrst aust- urhlutans, 1977, en er nú kominn bæði suður og vestur), sem og til Suður-Ameríku (a.m.k. Argentínu og Chile) og nokkurra fylkja í Norð- ur-Ameríku (a.m.k. New York, Ind- íana, Illinois og Nebraska) og Suð- austur-Kanada. Holugeitungurinn uppgötvaðist næstur hér á landi, þegar ein drottn- ing fannst dauð í glugga í Bóka- verslun Snæbjarnar í Reykjavík, 3. nóvember árið 1970. Svo fréttist af tegundinni árið 1977, við Laugar- nesveg 44 í Reykjavík, og ári síðar fannst bú þar í grasivöxnum mold- arvegg í húsgarðinum. Skordýra- fræðingur náði 83 geitungum við op búsins, þ.e.a.s. tveimur drottning- um, 63 þernum og 18 karldýrum, og loks var það grafið upp og reyndust vera í því alls 250 geitungar í viðbót, þ.e.a.s. níu drottningar, 210 þernur og 31 karldýr, auk fjölda lirfa og púpna. Er talið að einhverjar drottninga búsins hafi þá verið flognar burtu. Eru óstaðfestar sagn- ir á kreiki um að geitungar hafi ver- ið á ferli víða annars staðar í Laugarneshverfinu fyrir þann tíma. Búin eru grafin í jörð, eða þeim komið fyrir í húsum. Holugeitungur er algengur um alla Evrópu, frá Miðjarðarhafi og til nyrstu héraða Skandinavíu. Þá er hann einnig að finna austur eftir As- íu, sem og í Norður-Ameríku, suður til Norður-Karólínufylkis, Nýju- Mexíkó, Arisóna og Kaliforníu, sem og á Hawaii, auk þess sem hann er kominn til Nýja-Sjálands, Tasmaníu og meginlands Austur-Ástralíu (1958). Virðist húsageitungurinn ætla að ná tryggari fótfestu og út- breiðslu í Ástralíu en holugeitung- urinn, þrátt fyrir að tegundirnar séu í mörgu æði líkar. Sá algengasti nam land fyrir tveimur áratugum Trjágeitung fundu menn á tveim- ur stöðum árið 1980; það var í Skorradal og í Neskaupstað. Í kjöl- farið hófst mjög árangursrík dreif- ing um landsbyggðina alla, fyrst á láglendi og síðar upp í hálendisbrún- ir. Árið 1984 fundust t.d. önnur tvö í Neskaupstað og síðar í Jökulfjörð- um og við Þeistareyki í Suður-Þing- eyjarsýslu og hafa síðan þá fundist enn víðar. Meira að segja rákust menn á eina þernu við Kárahnjúka, í 600 metra hæð; það mun vera óvenjulegt, en sýnir vel aðlögunar- hæfni trjágeitungsins. Mun hann enda vera orðin algengasta geit- ungategundin á Íslandi, sem ræðst m.a. af því að hann þarf ekki nema 2–2½ mánuð til að framleiða nýjar drottningar; þess vegna er hið ör- stutta sumar á landsbyggðinni eng- inn tálmi. Hinar tegundirnar þurfa a.m.k. fjóra góða mánuði til að klára ferlið, og eru því bundnar við höf- uðborgarsvæðið. Meindýraeyðar úti á landsbyggðinni halda því stundum fram að þeir séu að fást við holugeit- unga, en þá er um að ræða trjágeit- unga sem eru með bú í jörðu – í skurðbökkum eða þúfnakollum. Mun það vera algeng staðsetning búa þeirra úti á landi, þar sem ekki er mikið um trjágróður. Trjágeitungur er algengur í Evr- ópu og Asíu, og er norðlægari teg- und en hinar, með útbreiðslu allt að 70° N. Hann er fátíður sunnan Mið- Frakklands. Holugeitungur er yfirleitt talinn næstalgengasta geitungategundin á Íslandi, en vegna árstíðabundinna sveiflna getur húsageitungurinn þó verið algengari á stundum; hinn fyrrnefndi er þó alla jafna skrefi á undan. Roðageitungurinn er hins vegar sjaldgæfastur íslensku geit- ungategundanna allra. Hann upp- götvaðist ekki hér fyrr en árið 1986, í Hafnarfirði. Þá fundust tvær þern- ur, sem komu inn í eitt og sama hús- ið þar í bæ. Búið fannst þó ekki, en hefur að líkindum verið þar einhvers staðar nærri, grafið í jörðu, að því er fróðir menn telja. Síðan finnst ekki bú fyrr en árið 1998, í Kópavogi, en ári síðar fannst annað á Arnarnesi. Og í hittiðfyrra eitt í Reykjavík. Eru þetta einu búin sem hafa fundist. Ekkert fannst t.d. í fyrra. Roðageitungur á heimkynni sín í Evrópu, að 69° N, og þaðan austur um Síberíu, að 130°A. Fjölda und- irtegunda hans eða náskyldra teg- unda er síðan að finna í Austur-Asíu og Norður-Ameríku. „Englarnir“ og „púkarnir“ Hunangsflugur og geitungar koma víða fyrir í erlendum þjóðsög- um, og draga menn þar oftar en ekki taum þeirra fyrrnefndu á kostnað hinna síðarnefndu. Ein sagan er t.d. á þá leið, að eftir að guð hafði skap- að hunangsfluguna, hafi kölski reynt að herma eftir. Það lukkaðist ekki betur en svo, að úr varð það, sem við nú þekkjum sem geitungakyn heimsins, og er þar ólíku saman að jafna, bæði hvað innræti snertir og yfirbragð. En þrátt fyrir töluverðan mun er fólk gjarnt á að rugla þess- um tegundum saman. Erling Ólafs- son skordýrafræðingur á Náttúru- fræðistofnun Íslands er öðrum fróðari um íslenskar hunangsflugur og geitunga, og hann var því beðinn um að segja hvað aðallega greinir þessar frændættir í sundur. „Hunangsflugur eru sakleysis- grey og ljúflingar, en geitungar eiga það til að verða illir viðureignar,“ segir hann um leið og spurningin er fram borin. „Annað er það, að hun- angsflugurnar gera bú sín úr vaxi, sem þær framleiða sjálfar, en geit- ungar úr pappír, sem þeir búa til, með því að naga spýtur og tré. Og síðan eru hunangsflugur með svarta kítínskel, en hárin eru lituð – gul, svört og hvít – og það eru hárin sem mynda randamynstrið. Geitungar eru hins vegar með litaða skel; hár- in, yfirleitt svört að lit, eru lítt áber- andi. Einnig er vaxtarlag þessara tegunda ólíkt. Hunangsflugurnar eru mjög breiðar, helst mætti líkja þeim við nögl á þumalfingri, en geit- ungarnir eru mjóslegnir. Lengdin er hins vegar svipuð. Hunangsflugurn- ar lifa eingöngu á frjói og blómasafa, og fullorðnir geitungar taka einnig blómasafa sem orkugjafa, en þar skilur á milli að geitungalirfurnar nærast á skordýramauki, sem lirfur hunangsflugna gera ekki. Geitungar eru duglegir við að hirða skordýr í görðum, s.s. fiðrildamaðk af trjám, og eru því ekki með öllu gagnslausir. Þeir stinga, ef um stærri bráð er að ræða, en láta annars nægja að bíta. Gaddurinn, sem er falinn, er yfirleitt bara til varnar. Fullorðnir geitungar leita einnig í hrátt kjöt, ef þeim býð- ur svo við að horfa. Þetta er svona helsti munurinn,“ segir Erling. Hins vegar er svipað lífsmynstur hjá tegundum beggja þessara ætta. Drottningin fer á stjá á vorin og eyðir nokkrum dögum í að byggja upp orku en fer síðan að leita sér að stað fyrir bú og þvælist gjarnan inn í Ljósmynd/Stephen Dalton Holugeitungur, þerna, að lenda á óþroskuðu brómberi. Tegundin nam hér land á miðjum 8. áratug 20. aldar, og mun alla jafna vera næstalgengasta geitungategund á Íslandi. Litur búanna getur verið ólíkur frá einni geitungategund til annarrar, og ræðst það einkum af því hvaða efniviður er notaður í pappírinn. Holugeitungurinn er oft með ljósbrún bú, enda er hann gjarn á að naga fúavið. Á innfelldu myndinni sést dæmigert holugeitungsbú, komið fyrir undir þaki innanhúss. Ljósmynd/John B. Free Húsageitungur í könnunarleið- angri á blómi hraunbúa. Húsa- geitungur uppgötvaðist fyrstur geitungategundanna á Íslandi. Það var í Reykjavík, í janúar 1937. Húsageitungur grefur bú sín í jörðu eða er með þau inni í húsum, oft á háaloftum eða við þaksperrur. Á innfelldu mynd- inni sést eitt niðurgrafið. Jarð- vegurinn hefur verið fjarlægður, til að sjá betur legu gangnanna og staðsetningu búsins. Ljósmynd/D. C. Thomson  GEITUNGAR tilheyra flokki skor- dýra, en þar er að finna 10-80 millj- ónir tegunda, að því er fræðimenn ætla. Af þeim hafa á Íslandi einungis fundist tæplega 1.300 tegundir. Ætt- bálkar skordýra eru 32 talsins og er geitungum skipað í þann er nefnist æðvængjur (Hymenoptera). Honum er skipt í tvo undirættbálka, annars vegar sagvespur (Symphyta) og hins vegar broddvespur (Apocrita); einn helsti útlitsmunurinn á þeim er sá, að þær fyrrnefndu eru breiðar um mitt- ið, en hinar örmjóar. Broddvespur skiptast svo í tvo meginhópa, sníkju- vespur (Parasitica) og gaddvespur (Aculeata). Geitungaættin (Vespidae) tilheyrir þeim síðarnefnda og raunar býflugnaættin líka (Apidae), þar sem m.a. hunangsflugurnar er að finna. Geitungar og hunangsflugur eru því skyldar tegundir, en á þeim er samt töluverður munur í ýmsum atriðum. Hver geitungategund hefur ein- kennandi litmynstur, röndótt, oftast svart og gult, og má nota það við greiningu, en töluverður breytileiki getur þó verið innan tegundanna. Í hvíldarstöðu eru framvængirnir brotnir saman eftir endilöngu, en svo er ekki hjá býflugnaættinni. Þá eru augu geitunga einkennandi nýrna- laga, með djúpu viki næst enninu, en augu býflugna eru hins vegar aflöng og mjó. Þekktar eru í heiminum rúmlega 20.000 geitungategundir en þær sem fundist hafa með bú á Íslandi eru húsageitungur (Vespula germanica), holugeitungur (Vespula vulgaris), trjá- geitungur (Dolichovespula norwegica) og roðageitungur (Vespula rufa). Fjórar tegundir landlægar                                !     "             !  #  ! "$            #   #   % &     '  ($&&)  *                      !""  ##$$$   #% Ljósmynd/F. Kantak

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.