Morgunblaðið - 29.07.2001, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 29.07.2001, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2001 B 7 ferðalög Ísland Gönguleiðir við Djúpavog Þeir sem hyggjast ferðast um ná- grenni Djúpavogs og hafa áhuga á gönguleiðum gætu haft gagn af bæklingi þar sem lýst er áhuga- verðum stöðum til að skoða. Lýst er þremur leiðum; yfir Hálsamót, fram með ströndinni og Álfa- kirkju, auk þess sem litprentað kort er á bakhlið bæklingsins. Út- gefandi er Djúpavogshreppur en bæklinginn er að finna á helstu ferðamannastöðum á Djúpavogi. Gengið við Klaustur Nýtt göngukort hefur verið gefið út fyrir nágrenni Kirkjubæjar- klausturs, en það er Ferðamála- félag Skaptárhrepps sem gefur út. Kortið sýnir gönguleiðir og með því fylgja litlir bæklingar með lýsingum á leiðunum og fróð- leikur um sögu staðanna. Leið- irnar eru flokkaðar eftir göngu- lengd, göngutíma og hversu erfið gangan er. Kortið og bæklingana er hægt að nálgast á Upplýsinga- miðstöð Kirkjubæjarklausturs. Sandkastalakeppni við Holt Um verslunarmannahelgina er börnum boðið að taka þátt í sand- kastalakeppni í fjörunni við Holt í Önundarfirði. Keppnin fer fram 4. ágúst í hvítri skeljasandsfjörunni. Vinsældir keppninnar hafa verið miklar , en þetta er sjötta árið sem hún fer fram á þessum stað. Þátttakendur voru um 300 í fyrra og byggðir voru um 60 sand- kastalar. Nauðsynlegt er að taka með sér áhöld til kastalagerðar. Upplýsingar veitir Guðmundur Björgvinsson í síma 456 7621. NEW YORK er stórkostleg borg með endalausa möguleika. Enginn verður leiður á þessum suðupotti mismunandi menningarheima en til þess að tryggja frábæra ferð er óskandi að njóta góðrar gistingar. Hudson-hótelið er nýtt hótel í hót- elkeðju Ian Schrager. Hann rekur þrjú önnur hótel í New York auk hótels á Miami Beach og í Holly- wood. Einnig tilheyra keðjunni tvö hótel í London; Sanderson og St. Martins Lane. Það er hrein upplifun að gista á Hudson. Hótelið er hannað af helsta samtímahönnuði okkar, Philippe Starck, eins og flest önnur hótel í keðjunni. Hudson er það nýjasta og var opnað í október síðastliðnum. Neongrænt ljós tekur á móti gest- um þegar keyrt er að hótelinu og við tekur frábær þjónusta starfs- fólks. Farið er upp rúllustiga og komið í einstaklega fallegan mót- tökusal. Bak við móttökuborðið sést í einn af fjórum börum hótelsins sem stendur undir beru lofti. Barirnir eru mismunandi í lit og lögun og sérstaklega ber að minn- ast bókasafnsbarsins en nafn hans segir allt sem segja þarf. Lyftan er skemmtilega hönnuð og umbúnaður drykkjasjálfsala á hverri hæð vekur athygli. Herbergin eru frekar lítil á bandaríska vísu en þau geta þó ver- ið mismunandi að stærð. Allt er út- hugsað og einstaklega vel sett sam- an þannig að rýmið nýtist sem best enda eru um þúsund herbergi á hótelinu. Varla þarf að taka fram að allir hlutir, frá rúmi til sápustykkja, eru sérvaldir af hönnuðinum og jafnvel hannaðir af honum ef ekki fannst það sem honum fannst henta. Stutt í allar áttir Hægt er að segja að Hudson sé mjög áhugavert og sérstakt hótel sem skilur eftir miklu meira en venjulegur gististaður gerir. Það er ævintýri líkast að koma úr hefð- bundnum einkennalausum hótel- veruleikanum í þetta andrúmsloft sem manni finnst hæfa stórborg eins og New York. Verð á herbergjum er mismun- andi, allt frá 95 dollurum, um 9.500 krónur miðað við núverandi gengi. Í maímánuði var eins manns herbergi á 200 dollara eða um 20.000 krónur en það er talinn háannatími og þá er ekki innifalinn morgunmatur. Hægt er að panta hann sér og fá hann upp á herbergi. Staðsetning hótelsins er góð, það liggur rétt við neðsta hluta Central Park og stutt í allar áttir. Allt frá rúmi til sápustykkja valið af Philippe Starck Hótelgisting getur verið eins skemmtileg og hún getur verið hrútleiðinleg. Að því komst Sigríður Heimisdóttir þegar hún dvaldi á Hudson-hótelinu í New York. Barinn sem stendur undir beru lofti og er opinn yfir sumartímann.  Hægt er að fá fleiri upplýs- ingar hjá hudson@ianschrager- hotels.com og heimilisfangið er 356 West 58 Street, New York City, NY 10019. S: 001 212 554 6000 fax:001 212 554 6001 Hvaðan ertu að koma? Frá Kuala Lumpur í Malasíu þar sem við vorum í fjóra daga og Balí þar sem ég dvaldi tæpar tvær vikur á Kuta-ströndinni. Með hverjum fórstu? Með manninum mínum og hópi útskriftarnema úr viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Einhver sérstök ástæða fyrir ferðinni? Ég var sjálf að útskrifast og ákvað að skella mér með. Einhverjir staðir sem vert er að heimsækja á þessum slóðum? Á Balí fórum við í dagssiglingu út í Lembongan-eyju sem var alveg frábær. Við m.a. snorkluðum í sjónum sem var mjög gaman enda sjórinn ótrúlega tær og dýralífið litríkt. Þá fórum við einnig í flúður (River rafting) á Telaga Vaja-ánni sem var einnig skemmtilegt. Í Kuala Lumpur mæli ég með því að fólk skoði Twin Towers sem er hæsta bygging í heimi og fari upp í KL-turninn en þaðan sést vel yf- ir borgina. Þá var gaman að fara í apahofið, Batu Caves, sem er upp á fjalli en að því liggja 275 þrep. Í þeim situr fjöldinn allur af litlum öpum sem borða hnetur úr lófa fólksins. Í Kínahverfinu er svo götu- markaður þar sem hægt er að kaupa ótrúlegustu hluti á hlægilegu verði. Hvernig var ferðin skipulögð? Ferðnefnd útskriftarhópsins skipulagði hana í samráði við Sam- vinnuferðir/Landsýn. Einhverjir veitingastaðir sem þú mælir með? Poppies er mjög góður indónesískur staður á Poppies Lane á Balí og við sömu götu var frábær mexíkóskur staður sem heitir TJ’s. Myndir þú fara þangað aftur? Já, ég gæti vel hugsað mér það. Einhver ferð fyrirhuguð á næstunni? Nei, en vonandi förum við bráðum í sumarhús tengdaforeldra minna á Flórída. Fagnaði útskrift- inni á Balí Halla Árnadóttir er fulltrúi starfsmannastjóra Skelj- ungs hf. Hún fór í eftir- minnilega útskriftarferð í vor. Eftirminnilegt frí Starfsnám fyrir leiðsögumenn ferðafólks Innritun í Leiðsöguskóla Íslands fer fram 30. júlí 8. ágúst nk. Leiðsögustarf er skemmtilegt og fjölbreyti- legt starf sem krefst góðrar tungumálakunnáttu og þekkingar á náttúru landsins, sögu og þjóðlífi. Leið- sögumenn þurfa að vera þjónustuliprir og jákvæðir í mannlegum samskiptum. Í náminu eru nemendur búnir undir almennt landkynningarstarf með fjölbreyttri fræðslu til farþega um hin margvíslegustu efni sem fyrir augu ber og upp koma í ferðum vítt og breitt um landið. Námið er bæði bóklegt og verklegt. * Umsækjendur skulu vera orðnir 21 árs og hafa stúdentspróf eða sambærilega menntun. Þeir skulu, auk íslensku, hafa gott vald á a.m.k. einu er- lendu tungumáli. * Umsækjendur skili umsóknum eigi síðar en 8. ágúst nk. og skrái sig í viðtal og inntökupróf fyrir sama tíma. Inntökuprófið er munnlegt og fer fram á því erlenda tungumáli sem umsækjandi velur. * Heimilt er að takmarka fjölda nemenda ef umsóknir verða fleiri en skólinn annar. * Kennsla fer fram tvö kvöld í viku og flesta laugar- daga frá byrjun september 2001 til maíloka 2002. Námið er lánshæft hjá LÍN auk þess veita mörg stéttarfélög námsstyrki. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu skólans frá kl. 10.00–14.00 til 8. ágúst. Nánari upplýsingar veitir umsjónarmaður skólans á sama tíma í síma 544 5520. Sjá einnig vefsíðu skólans: mk.ismennt.is. Leiðsöguskóli Íslands MENNTASKÓLANUM Í KÓPAVOGI Digranesvegi 51, (inng. frá Hávegi) sími 544 5520.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.