Morgunblaðið - 29.07.2001, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.07.2001, Qupperneq 14
Skúlagötu 15 og Sogavegi 3  Mikill vegsauki þykir fylgja því að vera valinn í æðstu stjórn Banda- rísku kvikmyndaakademíunnar (AM- PAS), en sá heiður var einmitt að falla í skaut gæðaleikarans Tom Hanks. Hann mun fylla skarð Greg- ory Pecks, sem sagði af sér fyrir fá- einum dögum. Kathy Bates situr ásamt Hanks í stjórninni, fyrir hönd Samtaka leik- ara (SAG). Hanks í stjórn Akademíunnar Tom Hanks  Hrollvekjumeistarinn Stephen King er að hefja samstarf við danska kvik- myndagerðarmanninn Lars von Trier, við gerð nýrra sjónvarpsþátta um yfirnátt- úrulegt efni. King mun leggja línuna og skrifa hand- rit þáttanna, sem verða 13, og munu bera heitið King- dom, hvað annað. Bakgrunnurinn er sjúkrahús sem byggt er á gömlum kirkjugarði og líður ekki á löngu uns framliðnir sýna heilbrigðisstéttinni og sjúklingunum vanþóknun sína í verki. ABC- sjónvarpsstöðin stendur að baki þáttunum. Ekki hefur frést að Björk verði meðal leikara. Athyglisvert samstarf Endurgerð Lans- ans; King í sam- starf við Von Trier.  Hommar og lesbíur njóta síauk- inna, sjálfsagðra mannréttinda, og ár- leg kvikmyndahátíð þeirra í Los Angeles vekur talsverða athygli. Henni lauk um síðustu helgi, með sigri heimildarmyndarinnar Trembling Before G-d, sem segir af samkyn- hneigð meðal strangtrúaðra gyðinga (!). Dómnefndin afhendir sjö „Outie“ verðlaun og áhorfendur velja fimm til viðbótar. Meðal sigurvegaranna var myndin By Hook or Crook, sem fengið hefur lofsamlega dóma þar sem hún hefur verið sýnd, og Courtney Love fyrir frammistöðu sína í titilhlutverki myndarinnar Julie Johnson. Courtney Love Sigurvegarar á hátíð samkynhneigðra  Þar sem Uma Thurman er þunguð af öðru barni þeirra Ethans Hawke, hefur Lucy Liu (Charlie’s Angels), verið ráðin til að taka við hlutverki hennar í Kill Bill, nýju myndinni hans Quentins Tarantino. Framleiðandinn, Miramax, vildi bíða eftir Thurman, sem fór með hlutverk í Pulp Fiction, en Tarantino stóð fast á að fá nýja leikkonu og halda sínu striki, og hafði greinilega betur. Afslappaður; Tarantino. Liu leikur fyrir Tarantino Sambíóin frum- sýna hinn 19. október breska krimman Sexy Beast með Ben Kingsley, Ray Winston, Ian McShane, Am- anda Redman og James Fox. Segir myndin af uppgjafakrimma, leikinn af Winston, á Spáni sem dreg- inn er aftur inn í glæpaveröldina. Leikstjóri er Jonathan Glazer. Breskur krimmi Kingsley  Skífan frumsýnir nýjustu mynd gamla hrollvekjuleikstjórans Johns Carpenters í nóvember en hún heitir Ghost From Mars. Með aðal- hlutverkin fara Na- tashia Hendridge og Ice Cube. Í myndinni hafa jarðarbúar stofnað nýlendu á mars en svo virðist sem draugar taki að herja þar á fólk. Hendridge fer fyrir hópi jarðarbúa en Cube leikur glæpamann sem kemur henni til aðstoðar. Ice Cube í Carpenter- mynd. Draugar á Mars  Hinn 14. sept- ember frumsýnir Háskólabíó gam- anmyndina Down to Earth með Chris Rock, Reg- ina King og Mark Addy. Leikstjórar eru Chris og Paul Wietz en hér er um endurgerð Heaven Can Wait að ræða, sem sjálf var endurgerð Here Comes Mr. Jord- an. Maður deyr og fer til himna en kemst að því að hann átti ekki að deyja og snýr til jarðar í líkama ann- ars manns. Niður af himnum Chris Rock fer með aðalhlut- verkið í Down to Earth.HVER er galdurinn? Ef-laust skiptir miklu máliað Shrek er framleidd af DreamWorks SKG, ungu og metnaðarfullu fyrirtæki þar sem framsýnir menn sitja við stjórnvölinn. Framsæknir bylt- ingarmenn, óbundnir gömlum hefðum og sögu. Segir ekki máltækið að nýir vendir sópi best? Sá sem hafði yfirumsjón með gerð Shrek er Jerry Katz- enberg, fyrrum æðsti maður teiknimyndadeildar Walt Dis- ney. Hann veit auðsjáanlega manna best hvað þarf til að endurlífga þetta gamalgróna kvikmyndaform sem farið er að stirðna í höndunum á Dis- ney. Sem til skamms tíma hafa eignað sér það með húð og hári og haft yfirburðamark- aðsstöðu í greininni. Reyndar blésu ferskir vindar um fyr- irtækið eftir að Katzenberg kom til starfa, hann bar með sér nýjar hugmyndir sem nutu sín best í The Lion King, sem varð ein vinsælasta teikni- mynd allra tíma og hvatti önn- ur kvikmyndaver til dáða. Allir vildu fá sneið af þessum nýja gnægtabrunni, ekki síst hinir framsæknu stjórnarmenn 20th Century Fox, sem byggðu 100 milljón dala teiknimyndastúdíó og uppskáru m.a. eina, ágæta mynd um Anastasiu, sem taldi sig dóttur Rússlandskeisara. En mistökin voru geigvæn- legri, Titan A.E., fokdýr og vönduð vísindaskáldsögulg æv- intýramynd, lognaðist útaf í miðasölunni, þeir hjá Fox höfðu ekki fundið galdrafor- múluna. Þar á bæ binda menn allar vonir sínar við stórvirkið Ice Age, sem hefur verið lengi í framleiðslu og kostar stórfé. Frammistaða hennar að ári, mun örugglega ráða úrslitum um framtíð teiknimyndadeild- ina hjá Fox. Öllu hraklegar fór fyrir nýstofnuðum teikni- myndaarmi Warner Bros, þar hefur hvorki gengið né rekið. Universal, MGM, Columbia og Paramount, hafa ekki tekið umtalsverðan þátt í samkeppn- inni. Evrópumenn hafa reynt fyrir sér á þessum markaði og gengið upp og ofan. Yfirleitt hefur verið um að ræða blóð- litlar Disneystælingar, hvorki fugl né fiskur. Japanir hafa verið hittnari og notið góðs af vinsælum tölvuleikjum frekar en gæðum og framsæknum hugmyndum. Það má segja að skugginn af Walt Disney hafi byrgt öðrum sýn, það sem aðrir hafa gert er meira og minna innantómar eftirapanir, uns Katzenberg tók til sinna ráða. Reyndar hafði hann löngu útgefið ævintýri Williams Steig til grundvallar, því hefur þó örugglega verið gjörbreytt af þeim fríða flokki sem skrifaðir eru fyrir kvik- myndagerðinni. Það er einkar ánægjulegt að sjá að hægt er að gera teikni- mynd án þess að hún sé um- vafin þeirri hvimleiðu væmni og hádramatísku tilfinn- ingavellu sem jafnan hefur verið fylgifiskur Disney og sporgöngumanna hans. Ég minnist ekki eins, væmins augnabliks í Shrek, hinsvegar fullu húsi gesta á öllum aldri, sem skemmtu sér hið besta. Hér sigla menn ekki logn- sléttan sjó heldur velja sér vandrataðri leið milli skers og báru. Og koma sigri hrósandi í höfn. Framtíð teiknimynda Reuters Framtíðin? Úr Shrek, sem framleidd er af DreamWorks SKG, þar sem framsýnir menn sitja við stjórnvölinn. Um þessar mundir er verið að sýna bráðhressa, bandaríska tölvuunna teiknimynd, Shrek, eða Skrekkur. Hún er ekki aðeins fyndin og frábær afþreying fyrir alla aldurshópa, heldur hefur hún alla burði til að komast á spjöld sögunnar sem tíma- mótamynd sem breytir og tryggir framtíð teiknimyndarinnar fyrstu áratugi nýrrar aldar. SJÓNARHORN Sæbjörn Valdimarsson  Skífan frum- sýnir í október hina umtöluðu mynd Moulin Rouge eftir Baz Luhrman með Nicole Kidman og Ewan McGregor í aðalhlutverkum. Þau leika dansmey og leikritaskáld sem verða ástfangin á hinum fræga skemmtistað í París árið 1899 en hér er um söng- leikjamynd að ræða þar sem áhersl- an er á popptónlist okkar tíma. Rauða myllan Nicole Kidman Hollywood í Prag Prag er mjög vinsæl meðal kvikmynda- gerðarmanna frá Hollywood 14 B SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.