Vísir - 07.07.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 07.07.1979, Blaðsíða 9
I Neskaupstaður á góðum degi, en hann reis þar sem áður var bærinn Nes. VÍSIR Laugardagur 7. júli 1979 Ur sögu Neskaupstaöar Þegar þú ekur ofan lir Odds- skarði ogkemur þar sem kallast "Blóðbrekkur, opnast fyrir þér sá fjöröur sem heitir Noröfjörður. Blár og fallegur er hann inni- króaður af tigurlegum fjöllum á alla vegu. Þií munt einnig sjá húsaræmu er teygir sig með- fram einu fjallinu. Það er Nes- kaupstaður. Það er hann sem á afmæli i dag. Ogmundur Helgason sagn- fræðingur sem um tima hefur unniö að kandidatsritgerö um forsögu Neskaupstaðar var beðinn um aö gefa stutt yfirlit yfir sögu staöarins fram að þeim tima er kaupstaður reis þar. Gefum við honum hér með orðið: „Það má segja svona i upp- hafi máls aöframundir 1870 hafi allt veriðhér f Norðfirði sem og víðast i fjörðum landsins með miðaldasniði. Sjósókn var þá álitin aukastarf eða sjósókn en ekki meir. Svo er þaö að Færeyingar koma hér 1873 og þá sáBt hér fyrst sjómenn sem moka upp fiski. Ekki undu heimamenn komu þeirra vel og gengur mál- ið svo langt að Alþingi er send kæra vegna veiða þeirra. Hérlendir menn höfðu þó i aðra röndina gagn af þessari rimmu við Færeyinga þvi af þeim lærðu þeir að fleira var hægt að hafa sér til llfsviður- væris en sauðkindina. Fer svo aðsjósókn vex nú hröðum skref- um í firöinum og um 1880 eru bátarnir orðnir 40 og hver þurrabúðin af annari risin á staðnum. Fólki er einnig tekiö að fjölga og 1887 búa yfir 100 manns í Norðfjarðarhreppi og þá flestir i nágrenni við bæinn Nes. Um þessar mundir finnst bændum sem hagur sinn sé far- inn að þ-engjast og hræddust þeir það einkum að eitthvaö af þurrabúöarfólki segði sig á sveitina ef sjór brygðist. Var þvi fólki fækkaö i hreppnum og Hátldahöldin Neskaupstaö Hátiðahöldum vegna hálfrar aldar afmælis Neskaupstaðar verður fram haldið á morgun sunnudaginn 8. júli. Dagskráin hefst með hátiðar- guðsþjónustu i Norðfjaröar- kirkju. Prestur er séra Svavar Stefánsson, en orgelleikari Agúst Ármann Þorláksson. Kirkjukór Noröfjarðarkirkju syngur og einnig mun Lárus Sveinsson leika á trompet og Margrét Pálmadóttir syngja einsöng. Klukkan 15verður siðan hald- ið hraðmót i handknattleik á iþróttavellinum. Siðasti liður á dagskrá sunnudagsins hefst siö- an klukkan 17 með endursýn- ingu Leikfélags Neskaupstaðar á leikriti Kjartans Heiðberg, Vaxlif. — GEK. margir, einkum þeir sem minna máttu sfn settir á skip og sendir til sfns heima. Þótt bændur sæju ofsjónum yfir þurrabúðarfólkinu var þó önnur stétt manna sem sá sér hag I þvien það voru kaupmenn. Sá fyrsti þeirra sem eitthvað kvað að var Sveinn Sigfósson en hannkeypti sér verslunarleyfi á Norðfirði 1884. Keypti hann myndarlegt hils af Norðmönn- um sem höfðu verið fyrir á Nesi og þangað flytur hann alla starfsemi sina. Má heita að hann hafi haft alla verslun á staðnum með höndum meðan hann var kaupmaður þar. Arið 1895 flytur hann i nýtt stórhýsi, Sveinshús en það er nú heimavist fyrir gagnfræöa- skólakrakka. Þetta ár búa i Nesi 175 manns og er þorpiö þá oröiö viöurkenndur og löggiltur verslunarstaður. Má segja að þetta ár sé fæðingarár þess. Þáttaskil urðu i Nesþorpi árið 1905 þegar fyrstu vélbátarnir komu til staöarins og skömmu seinna var fyrsta frystihúsið reist. Ibúafjölgun veröur einnig mjög &• á þessu timabili og 1913 er hann orðinn á 6. hundrað manns og vélbátar orðnir 20-30 Þá er svo komið að hagsmunir sveitar og þorps fara ekki lengur saman og er þá hreppn- um skipt i Neshrepp og Norð- fjarðarhrepp. tbúaf jölgunin heldur áfram meö sama hraða og er svo komiö 1929 þegar þorpið verður löggiltur kaup- staður aö hann er oröinn á annað þúsund. Ó .M. J .-N esk aupstað Þessir tveir menn hafa löngum teflt, jafnt mannganginn sem á taflborði stjórnmálanna. Þetta eru þeir Lúðvik Jósefsson og Jóhannes Stefánsson, tveir af forystumönnum bæjarmáia I Neskaupstað um lang- an aldur. Mynduðu þeir ásamt Bjarna Þórðarsyni fyrrverandi bæjarstjóra hið fræga „þrfstirni” á Norðfirði. Bjarni sá um bæjarmálin, Jóhannes um fiskvinnsluna, en Lúðvik um samskiptin út á við. í þessu sambandi er það athyglisvert við sögu Neskaupstaðar að sósialistar hafa verið þar i meirihluta ailt frá 1946. NIEÐ GESTSAUGUM reiknarl: Krls Jackson 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.