Vísir - 07.07.1979, Blaðsíða 20

Vísir - 07.07.1979, Blaðsíða 20
20 VtSIR Laugardagur 7. júll 1979 hœ krokkar! Umsjón: Anna Brynjúlfsdóttir LOFTUR FRÆNDI FÉKK LJÓÐ í AFMÆLISGJÖF Kjartan Þór Halldórsson heitir 8 ára strákur, sem á heima við Bugðulæk i Reykjavík. Honum finnst gaman að skrifa sögur og stundum yrkir hann vísur. Einu sinni átti Loftur frændi hans afmæli og Kjartan átti enga afmælisgjöf handa Lofti. Þá datt honum í hug að búa til kvæði og gefa frænda sínum i af mælis- gjöf. Og svona er kvæðið sem hann orti: Góður og gjafmildur er hann Loftur frændi minn. Mikið og margt hann kann og hugsar um þennan og hinn. Gott er þennan frændann að eiga sem sinn. Og Kjartan bjó líka til kvæði um hana Gauju, frænku sína. Og það er svona: Gauja er góð, hún gefur og gefur. Hún gefur nú allt, sem í búðunum er. Ég yrki þetta Ijóð fyrir allt, sem hún hefur glatt mig með gæðum og gjöfum frá sér. Og þessa vísu bjó hann Kjartan til um bekkinn sinn og kennarann. Börnin i bekknum 2.S (öðrum ess) basla við að læra Kennir Pálmi kátur og hress krakkahópnum kæra. Og svo er að síðustu vísa, sem Kjartan orti um Snata: Snati, Snati, Snati minn, hættu nú að gelta. Því ekki veit ég vinurinn hver okkur er að elta. 0 m Kisurnar fimm Eftir Kjartan Þór Halldórsson Einu sinni fór Sigurjón bróðir minn út í bílskúr að ná í hjólið sitt. Þá stökk hvæsandi köttur á móti honum. Þegar hann kom lengra inn, sá hann eitthvað dökkt út í horni sem hreyfðist. Þá voru þar f jórir sætir litlir kett- lingar. Við gáfum þeim mjólk að drekka og ein- hvern mat. Kisumamma borðaði mikið þennan dag. Næsta morgun, þegar við komum með mjólk út í bílskúr voru allar kisurnar farnar. Kisumamman hafði flutt með alla kettlingana sína um nótt- ina. Henni líkaði víst ekki, að við vissum um hana. HUS- FLUGAN EftirKjartan Þór Halldórsson Einu sinni vorum við fjögur á ferðalagi í Noregi og ætluðum að taka ferju til Danmerkur i Kristiansand. Meðan við biðum eftir ferjunni flaug húsfluga í bílinn til okkar. Þegar við fórum um borð í ferjuna lok- uðum við öllum glugg- unum á bílnum. Þar fórum við úr honum og flugan varð eftir. Við sigldum í fjóra tíma og ókum í land í Hirtshals í Danmörku Nordka flugan var nú komin til Danmerkur. Við fórum til konu, sem heitir Anna og gistum þar. Á meðan beið flugan eftir okkur í bílnum. Frá önnu fórum við í Lóveparken og ókum þar innan um dýrin. Flugan skemmti sér mjög vel. Þaðan fórum við til Lególands, en f lugan beið eftir okkur inni í bílnum fyrir utan. Þaðan tókum við stefnuna á Kaup- mannahöfn. Nú var flugan orðin ókyrr og farin að trufla pabba við aksturinn. Að lokum rak pabbi hana út. Hvort hún er ennþá í Danmörku veit ég ekki. Kannske hefur hún fengið heimþrá og tekið annan bíl til Noregs. Skrýtlnr Drengurinn: Mamma. Éta ekki stóru fiskarnir í sjónum litlu fiskana eins og þá, sem eru í niðursuðu- dósunum? Mamma: Jú, það gera þeir sjálfsagt. Drengurinn: Mamma. Hvernig geta stóru fiskarnir opnað dósirnar? Kennari: Hvað eru mörg rifin i þér, Pétur minn? Pétur: Ég hef aldrei getað talið þau, af því að mig kitlar svo ósköp mikið, þegar ég kem við síðurnar á mér. Undarlegt er það, að Kínverjar skuli borða grjón með prjónum. Skyldu þeir þá ekki prjóna sokka með hnífum og göfflum. Kalli (kemur til rakarans): Ég ætla að fá klippingu. Rakarinn: Hvernig viltu láta klippa þig? Kalli: Ég vil verða eins og pabbi, með hvitan blett í kollinum. Konan: Heyrðu, maður minn. Það er innbrotsþjófur fastur í eldhúsglugganum og kemst hvorki út né inn. Maðurinn: Jæja, láttu hann bara vera þar. Það hefur alltaf verið svoddan dragsúgur um þennan glugga, svo að það var beinlínis þörf á að troða ein- hverju í hann. Felumynd Hve margir fuglar og dýr eru falin i þessu tré? sAm z ‘J«lBn| p ‘eninei| j ‘e|Bn |

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.