Vísir - 07.07.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 07.07.1979, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Laugardagur 7. júH 1979 útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvsmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra fretta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Indriðason, Gunnar Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Salvarsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrín Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson. Oli Tynes Páll Magnússon, Sigurður Sigurðsson, Auglýsingar og skrifstofur: Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson Iþróttir: Gylfi Kristjánssson og Siöumúla 8. Slmar 84411 og 82240. Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 slmi 84411. og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 84411 7 llnur. Askrift er kr. M00 á mánuöi innanlands. Verö I lausasölu kr. 1S0 eintakiö. Prentun Blaöaprent h/f Það er víst hægt að 196o AUtaf minnkar bensinmagnið, sem við fáum fyrir krónurnar okkar. Þessi teikning er táknræn fyrir það, en rlkisstjórnin okkar hefur I hendi sér að koma i veg fyrir að bensín- verðið hér þurfi að hækka núna þrátt fyrir erlendu hækkanirnar og þær álögur, sem eru lögbundnar. Merð regiugerðarbreytingum er hægtað lækka álögur rikisins um 66 krón- ur á lítra. Samúðarsvipurinn, sem verið hefur á ráðherrum ríkisstjórnar- innar þegar bifreiðaeigendur hafa borið sig upp við þá varð- andi endalausar bensínhækkanir virðist vera settur upp af eintóm- ri sýndarmennsku, og f jálglegar yfirlýsingar um að þær|séu alveg voðalegar allar þessar erlendu hækkanir koma sennilega ekki frá hjartanu. Sama er að segja um fögur fyrirheit um það, að endilega þurfi að breyta því sjálfvirka hækkunarkerf i, sem hér hefur viðgengist í sambandi við bensín- verðið. Ráðherrarnir hafa keppst við að lýsa þeirri skoðun sinni og þingf lokka sinna, að það sé auðvitað f ráleitt að ríkissjóður græði á erlendum bensfnhækkun- um og fái í sinn hlut stöðugar prósentuhækkanir of an á erlendu hækkanirnar. Þessu þurfi nauð- synlega að breyta, en til þess þurfi bara lagabreytingu, sem ekki hafi gefist tóm til að gera. Þetta hefur verið viðkvæðið undanfarna mánuði í hvert sinn er nýjar bensínhækkanir hafa vofað yfir. Það virðist bara aldrei vinnast timi til þess að gera þessa breytingu fyrir hækk- anir og heldur ekki eftir hækkan- ir. Hækkanirnar eru farnar að dynja yf ir okkur nærri mánaðar- lega og alltaf græðir ríkið, — jafnvel enn meira en olíufram- leiðendurnir, sem bæði ráðherrar og aðrir hneykslast á. En staðreyndin er aftur á móti sú, að það er auðveldlega hægt að lækka álögur ríkissjóðs á bensín- verðið án lagabreytingar. Til dæmis þarf bensíngjaldið ekki samkvæmt lögum að vera hærra en 36.50 krónur á hvern lítra, en ráðherra hef ur með reglugerðum hækkað það upp í rúmlega 59 krónur. Þetta gjald er því hægt að lækka með einfaldri reglu- gerðarbreytingu um 23 krónur af hverjum lítra. Söluskattinn, sem er tæplega 43 krónur af hverjum lítra getur ríkisstjórnin fellt nið- ur eða lækkað með nákvæmlega sama hætti, einfaldri reglu- gerðarbreytingu. Þannig er það á valdi ríkisstjórnarinnar að lækka verð hvers bensínlítra um 66 krónur eða aðra lægri upphæð með einu pennastriki. Það er því hreinn fyrirsláttur, að engu verði um þokað í þessu efni nema með lagasetningu og ef vilji væri fyrir hendi hjá ráð- lækka herrunum gætu þeir komið alger- lega i veg fyrir að erlenda bensínhækkunin, sem nú er á döf inni þyrfti að verða til þess að hækka bensinverðið til bifreiða- eigenda hér á landi. Nú er talað um að bensínið hækki eftir helgina um 56 krónur. Þeirri hækkun er ríkisstjórninni í lófa lagið að mæta með reglu- gerðarbreytingum eins og þeim, sem nefndar voru hér að fram- an. Ef svo ólíklega hef ur viljað til, að einhverjum ráðherranna hafi ekki verið kunnugt um þessar einföldu leiðir til þess að minnka gróða ríkisins af erlendu bensín- hækkununum ættu þeir að geta fengið staðfestingar á þessu hjá embættismönnunum. Ef ekki verður breyting á þessu núna getum við verið viss um, að á meðan samúðin og skilningurinn á vanda bifreiða- eigenda skín út úr augum og svip stjórnarherranna hlakka þeir yfir því að geta krækt í milljónir og milljarða til þess að sópa í ríkishítina í hvert sinn, sem Khomeini og aðrir jólasveinar í olíulöndum smyrja ofan á oliu- ‘verðið. Þaö var ekki um annað að gera en taka strætó, billinn i viðgerð og húðarigning. Jafnvel þótt það hefði verið sólskin hefði ég ekki farið gangandi i vinnuna sökum meðfæddrar leti. Ég skokka þó niður stigana og hressist svo við trimmið að ég næstum hleyp við fót að stoppi- stöðinni. Þar himir fullorðin kona i rigningunni og þegar ég kem nálægt henni hnýt ég um stein- völu, slæmi út öðrum hand- leggnum og hitti konuna i bakið. Hún rekur upp hljóð, gripur báðum höndum um slitna hand- tösku og hörfar um leið og hún snýr sér við. Ég biðst afsökunar og blæs úr nös eftir að hafa skokkað þetta á stoppistöðina, alla vega fimm metra eða jafnvel sex. Kannski væri rétt að taka upp reglu- bundnar likamsæfingar, til dæmis að fara á völlinn og horfa á fótbolta sem þar ku vera leik- inn á helgum og jafnvel stund- um á kvöldin lika. Konan virðist nú komin á þá skoðun að ég sé ekki að sækjast eftir þessum heilhveitibrauðs- sneiðum sem hún hefur I tuörunni og ætlar að maula i kaffitimanum. Til að starta samræðum spyr ég hvort hér muni almenningsvagn gera stuttan stans til losunar og lestunar. Konan hváir og horfir tortrygginn á mig, heldur mig drukkinn eða dópaöan . 1 sömu svifum rennir strætó aö og konan flýtir sér upp i. Hún treður miða I peningabaukinn en ég leita i vösum minum að peningum. I þessum endalaus- um verðhækkunum er ekki gott aö fylgjast með öllum hækkun- um og ég man ekki hvað kostar i strætó núna. Vagninn er kominn á fulla ferð, ég rugga þarna við baukinn og spyr bilstjórann hvað ég eigi að borga. Ekkert svar. Ég spyr aftur og hækka röddina. Hann svarar með ann- arri spurningu: „Ertu ekki úr bænum?” Þarna var einkennilega spurt. Atti hann við hvort ég væri hér borinn og barnfæddur eða hvort ég væri aðfluttur? Eða er kannski afsláttur fyrir utan- bæjarfólk? Ég kveðst vera úr bænum en þó fæddur fyrir norðan. Það leið nokkur stund þar til hann ákvað veröið: Hundraöogfimmtiu. Þegar ég var sestur reif ég Timann upp úr vasanum en það var eina blaöið sem komið var I póstkassann minn svona snemma svo ég hafði hrifsað blaðiö meö. Við hlið mér sat ungur maður og var enn ákafari við lesturinn en ég. Til að striða honum svolitið sneri ég blaðinu á haus og þóttist lesa þannig. Hann fór þá aö horfa út um gluggann og sagði svona eins og við sjálfan sig: „Þarna er Kleppur”. Hann var góður þessi. Vagn- inn fór ekkert inn að Kleppi. Eöa átti hann við að ég væri kleppur að lesa Timann á haus? Kannski eitt af þessum nýyrð- um. Samt leit ég upp og sá Klepp blasa við mér. Nú var ekki nema um tvennt að ræöa. Annaö hvort var vagnstjórinn orðinn vitlaus eða ég I vitlaus- um vagni nema hvort tveggja væri. „Hvaða númer er á þessum bil?” spurði ég sessunaut minn. Hann flatti nefið út I rúðuna og horfði niöur á bil sem var að aka fram úr. „Ég sé það ekki greini- lega. Það er R eitthvaö”, svaraði hann svo. Hvað var hér á seyði? Var maðurinn svona fattlaus eða var hann að hefna sin fyrir að fá ekki að lesa Timann? Borgar sig ekki að standa i neinu þrasi hér klukkan að verða átta á þriðjudagsmorgni. Sennilega hefur maðurinn ekki náð bil- prófi vegna þroskabilunar og fer þvi með strætó. Nei, það var greinilegt að ég hafði farið upp fjarkann i staðinn fyrir áttuna eða niuna. Vagninn var greinilega kom- inn á endastöð og bilstjórinn sökkti sér niður i Moggann. Ég spyr hvert næst verði farið. „Sömu leið til baka” segir hann og les. „Er það nálægt Siðumúla”? spyr ég. „Nei”, segir Mogginn. Nú fór I verra. Hér var ég staddur inn i Sundum, vinnu- timinn að byrja og ekki lengra fariö með þessum vagni. Ekki um annað að ræða en hypja sig út og reyna að veifa leigara. Eftir að hafa gengið ör- skamman spöl frá vagninum renndi biil upp að hlið mér og flautaði. Ég hafði engin umsvif heldur reif opna hurðina og snakaði mér inn en bfllinn ók á stað. Viö stýrið sat maður sem ég hafði aldrei séð. Hann leit á mig og undrunin var ósvikin. „Heyrðu! Þú ert ekki Stebbi. Mér sýndist þú vera Stebbi, en það var nú svo vont að sjá það I rigningunni”. „Nei, ég er nú ekki Stebbi. En helduröu að þú skutlir mér ekki áleiöis að Siðumúlanum. Ég er nefnilega fangavöröur þar og er að verða of seinn að gefa þéim að éta greyjunum sem sitja inni”. Þetta kostaði það aö hann ók mér alveg upp að fangelsinu og þar mátti ég hima þar til hann var úr augsýn og ég gat gengiö út á blað. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.