Vísir - 07.07.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 07.07.1979, Blaðsíða 2
vtsm Laugardagur 7. júli 1979 Verdid hér er sambærilegt > við þaö lægsta í Evrópu Rætt viö Þórð Magnússon fjármálastj.Frihafnarinnar Fríhöfnin á Keflavik- urflugvelli er viðkomu- staður allra flugfarþega til og frá landinu. Þar er úrval af tollfrjálsum varningi á boðstólum og þótt húsakynnin séu ekki stór fer þarna fram gífurleg verslun. Á síð- asta ári varð veltan tæpir tveir milljarðar króna og söluaukning það ár var 21% í dollurum talið. Frí- höfnin hefur verið tals- vert i fréttum að undan- förnu vegna dularfullrar kjaradeilu sem þar kom upp svo og vegna lög- reglurannsóknar sem fram fer á ýmsum þátt- um í rekstrinum á undan- förnum árum. Helgar- blaðið ræddi við Þórð Magnússon fjármála- stjóra Fríhafnarinnar og spurði fyrst um tildrög þess að hann réðist þar til starfa. „Ég varrá&inn fjármálastjóri Fríhafnarinnar frá 15. júli i fyrra og var það gert eftir aö sérstök nefnd hafði gert úttekt á rekstri fyrirtækisins. Siðan hefur verið starfandi sérstök Frihafnarnefnd sem i eiga sæti þeir Hannes Guðmundsson frá varnarmáladeild utanrikis- ráöuneytisins, Guðmundur Magnússon frá rikisendurskoö- un og Gunnlaugur Sigmundsson frá fjármálaráðuneytinu. Utan- rikisráðuneytið hefur yfirum- sjón með Fríhöfninni fyrir hönd rikisins, en nefndin er eins og hver önnur stjórn i fyrirtækinu. — Hvar starfaðir þú áöur? „Eftir próf frá Háskólanum árið 1974 var ég tæp tvö ár i framhaldsnámi I rekstrarhag- fræöi i Minnesota University meö fjármálastjórn og milli- rikjaverslun sem sérgrein. Sið- an fór ég að vinna hjá Otflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins. Þar vann ég einkum við útflutning á ullarvörum, vörusýningar er- lendis, markaðskannanir og fleira”. Þröngt á þingi Þégar komiö er inn i verslun Frihafnarinnar er hægt aö kaupa margs konar varning. Þórður er spurður hvort þarna sé ákveðin deildaskipting. „Deildaskipting var tekin upp 15. september siöastliðinn. Aður haföi verslunin veriö rekin sem ein heild og starfsmenn afgreitt hvar sem var. Nú eru þarna þrjá deildir og yfirmaður i hverri deild. Einnig afgreiða starfsmenn nú að mestu i sinum ákveðnu deildum. Einn deildarstjóri er yfir þeirri deild sem selur vörur yfir afgreiðsluborð, myndavélar, út- vörp, postulin, ilmvötn, skart- gripi og fleira en siöan er sér- hæfing innan deildarinnar. Þá er sér brottfarardeild fyrir á- fengi, tóbak og sælgæti og loks sér komudeild fyrir sælgæti, ilmvötn, áfengi og tóbak. Fastir starfsmenn eru 30 i versluninni, átta á lager og jafnmargir á skrifstofu”. — Eru einhverjar breytingar fyrirhugaðar á húsnæði Fri- hafnarinnar? „Húsnæðið er alltof litið og býöur ekki upp á neinar breyt- ingar. Sérstaklega er þröngt i komuversluninni og einnig i brottfarardeild þar sem selt er áfengi og tóbak. Brottfarir og komur farþega- véla hafa færst mjög saman og þvi fara mun fleiri um á skömmum tima en var. Þetta skapar vanda við afgreiðslu og eykur hættu á rýrnun vegna þrengsla. Hins vegar á nú að byggja sérstakt hús fyrir lager- inn sem dreifður er á þrjá staði og aöstaða öll ófullnægjandi. Það var metið að endur- greiðslutimi þeirrar fjárfesting- ar væri þrjú ár”. Mjög dregiö úr rýrnun Eitt af þvi sem gagnrýnt hef- ur veriö i rekstri Frihafnarinn- ar á liðnum árum er hin gifur- lega rýrnun sem þar hefur átt sér stað. Þórður er næst spuröur hvernig tekist hafi til við að draga úr þessari óeðlilegu rýrn- un. „A siðasta ári var rýrnunin ekki nema um 1% af veltu og kom helst fram i þeim deildum, sem við rýrnun má búast eöa i s jálfsafgreiðslunum ’ ’. — Er þaö rétt, að sumir starfsmenn Frihafnarinnar hafi umboð fyrir vörur sem þar eru seldar? „Ég kannast við viss fjöl- skyldutengsl tveggja starfs- manna við tvo umboðsaðila fyrir vissar vörur. Þær fá hins vegar ekki betri útstillingu en annar varningur sem þarna er seldur”. — Hafa gjaldeyrisskil Fri- hafnarinnar batnað? „Hlutfall gjaldeyris það sem af er árinu er 43% og það er tals- vert meira en á siðastliðnum ár- um”. Hækka þarf hlut íslensku krónunnar Oft heyrist yfir þvi kvartað að vöruverð i Frihöfninni fari ört hækkandi og i sumum tilfellum borgi sig ekki að versla þar. Varla er ástæðan sú að hin is- lenska óðaveröbólga nái til þessa varnings. Um þetta atriði sagði Þórður: „Verðhækkanir endurspegla kostnaðarhækkanir og verðlag I samkeppnisfrihöfnum i Evrópu. Markmið okkar er að geta keppt við þær og svo verslanir erlend- is. Frihöfnin i Amsterdam hefur verið talin ódýrust i Evrópu og i flestum tilfellum er veröiö I Keflavik fyllilega sambærilegt. Frihöfniná Luxemborgarvelli er nýr keppinautur sem virðist miða sina verðlagningu algjör- lega viö okkur. Það er litið hægt að gera viö þvi, en þar er vöru- úrval hins vegar mun takmark- aöra en hjá okkur”. — Er ekki oröið timabært að hækka þá upphæð sem kaupa má fyrir I Islenskum krónum? „Við viljum fá þessa upphæð hækkaöa, enda dugar hún engan veginn fyrir þeim lágmarks- skammti sem hinn almenni feröamaður kaupir fyrir, en nú má greiða með 10 þúsund krón- um islenskum við brottför og komu. Viðskiptaráðuneytið hefur hins vegar ekki heimilað hækkun. Þó hefur raungildi þessarar upphæðar siminnkaö frá þvi sem upphaflega var mið- að við. — Hvað ætti upphæðin að hækka mikið? „Þótt þessi upphæð yrði hækkuð upp i 16-18 þúsund krón- ur myndi það ekki aöeins auka heildarsöluna við brottför heldur jafnframt sölu i erlend- um gjaldeyri. Ferðafólk þarf nokkurn hvata til aö vera reiöu- búið að greiða allháar upphæöir i erlendum gjaldeyri. Þið leggið drjúgt á vörurn- ar? „Alagningin á sterkum vinum er almennt um 100% en talsvert minni á léttum vinum og svo dýrustu tegundunum. Hins veg- ar er álagning verulega lægri i öðrum vöruflokkum. Rikis- endurskoðun hafði gagnrýnt fjolda tegunda i sömu vöru- flokkum og hefur tegundum venð fækkað án þess að úrvalið mmnki i raun”. — í hverju er mest sala? ” ®r mest selt af áfengi og oo<La r ^°.mudeildin er með um 3o% af heildarveltunni”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.