Vísir - 18.07.1979, Side 9

Vísir - 18.07.1979, Side 9
vism Miövikudagur 18. júll 1979. 9 Hestamenn komu saman til móts á Skóg- arhólum á Þingvöllum nú um helgina. íslands- mót var haldið i hesta- iþróttum, og einnig kappreiðar og gæð- ingakeppni hesta- mannafélaganna Harð- ar, Gusts, Fáks, And- vara, Sörla, Mána, Há- leggs og Trausta. Iþróttadeild Fáks sá um Is- landsmótiö, og var þaö opiö öllum. Keppt var i tölti, fimmgangi, fjórgangi, gaeöinga- skeiöi, hlýöniæfingum og hindr- unarstökki. Unglingar kepptu I tölti, fjórgangi og hlýönikeppni. Auk þess keppti og sigraöi Tóm- as Ragnarsson i hindrunar- stökki, en hann er enn í ung- lingaflokki. Veöur var gott á Skógarhólum alla helgina, en þrátt fyrir þaö voru áhorfendur færri en forráöamenn mótsins höfðu búist viö. Aö sögn fróðra manna bar Is- landsmótið þess glöggt vitni, aö hestaiþróttir eru f stööugri framför hér á landi. Hestarnir voru vel þjálfaöir, og léku listir, sem heföu þótt óhugsandi fyrir nokkrum árum. Má þar til dæmis nefna krossgang, vinstri- og hægrifótarsnúning, og gang- og hraðaskiptingar ýmiss kon- ar. Einnig var til þess tekið, aö 25 skeiöhestar tóku þátt í 250 metra skeiðinu, en þaö þykir ó- venju mikið. Sigurbjörn Báröarson, ööru nafni Gullbjörninn, á Garpi frá Oddsstööum I Borgarfiröi. Sigurbjörn hlaut fimm gullverðlaun og tvenn silfur- verölaun á mótinu. eftir kallaöur Gullbjörninn. Höröur G. Albertsson fékk alls niu gull og þrjú silfur á hesta sina. Sigurbjörn Báröarson keppti I flokki fulloröinna á mótinu. Hann sigraöi i fimmgangi á hin- um níu vetra Garpi frá Odds- stöðum. í fjórgangi vann Sigur- björn á Brjáni, niu vetra hesti frá Sleitustööum. Sömu sögu var aö segja i töltinu, og gæð- ingaskeiöinu. Hindrunarstökkiö vann hins vegar Tómas Ragn- arsson á Glotta, sjö vetra frá Kirkjubæ. 1 hlýöniæfingum sigraði Reynir Aöalsteinsson á Borgfjörð, sjö vetra stóöhesti frá Hvanneyri, 1 tvikeppni, sem er samanlagöur árangur i tölti og annaö hvort fjór- eöa fimm- gangi, varö sigurvegari Sigfús Guðmundsson á Þyt frá Ham- arsheiöi. Svipur og Brjánn bestu gæðingarnir I keppni unglinga fóru leikar þannig, að Aöalsteinn Reynis- son og Gáski frá Gullberastöö- um bárusiguraf hólmi i tölti, en Þorleifur Sigfússon og Hausti frá V-Geldingaholti unnu hlýðnikeppnina. Tómas Ragn- arsson var sigurvegari i fjór- gangi og tvikeppni á Gauta frá Tindum. Orsiit i A-flokki gæöinga- keppninnar voru þau, aö Svipur frá Hestamannafélaginu Sörla fékk flest stig. I B-flokki fékk Brjánn frá Fák hæstu stigatöl- una. Sigurvegarar i kappreiöunum voru Fannar i 250 metra skeiöi, knapi Aöalsteinn Aöalsteinsson. í 250 metra stökki vann Don, en Glóa i 350 metra stökki. Knapi þeirra beggja var Höröur Harö- arson, Reykur sigraöi i 800 metra stökki, knapi Siguröur Sæmundsson, og 1500 metra brokk vann Stjarni meö knapa sinum ómari Jóhannssyni. —AHO Gullbjörninn fékk fimm gull og tvö silfur Maöur mótsins var tvl- mælalaust Sigurbjörn Báröar- son, sem sat hesta Haröar G. Albertssonar. Vann Sigurbjörn alls fimm gullverölaun og tvenn silfurverölaun. Var þaö mál manna, að Sigurbjörn yröi hér Móri Hörpu Karlsdóttur var ekki i neinu stuöi til aö taka þátt I 800 metra stökkinu. Aö lokum lét hann þó til leiöast eftir miklar fortöi- ur. Auk islandsmótsins I hestaiþróttum voru haldnar kappreiöar á Skógarhólum um helgina. Þegar kvöldaöi fór hitinn niöur aö frostmarki. Þessi dó ekki ráöa- laus, heldur fann gott útsýni yfir mótssvæöiö og hringaöi sig innan 1 sæng. Myndir Eirikur Jónsson. Tamningamennirnir Reynir Aðalsteinsson, Aöalsteinn Aöalsteinsson og Sigurbjörn Báröarson voru aö sjálfsögöu harðir keppinautar I hringnum, en utan hans höföu þeir hamskipti, eins og sjá má á mynd- inni. Léku lisllr sem þöttu áður ðhugsandi - á íslandsmðti (hestaíþrðltum á Skðgarhðlum

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.