Vísir - 18.07.1979, Side 12

Vísir - 18.07.1979, Side 12
12 VXSZR Miövikudagur 18. júll 1979. HROLLUR 1 © BVLLS ^ Þessi opnar gluggana, Þessi breytir töflunni hér er loftræsting, bókaval, sjálfvirk rusla fata etc.etc. kvik myndatjald, hér er wrfN sjónvarp, útvarp, slmi — íþessi lagarsætin. JH ■ I : I I VÍSIR Miövikudagur 18. júli 1979. 13 ViSIR HEIMSJEKIR HOSEINIHRM k SIGLUFIRBI: Ilil Þaö er ekki lengi gert aö setja saman einn húsvegg þegar réttum handtökum er beitt Siglfiröingar eru nú sem óðast að endurreisa at- vinnulíf bæjarins eftir þá ládeyðu sem fylgdi í kjöl- farið þegar síldin hvarf af miðunum fyrir Norður- landi. Fyrir sex árum var fyrirtækið Húseiningar h/f stofnað á Sigluf irði/ en eins og nafnið gefur til kynna, fæst það við smíði eininga til húsbygginga. Það er táknrænt að starfsemin fer fram í húsnæði sem upphaflega var ætlað fyrir tunnusmíði. Fyrsta árið sem verksmiðjan var starfrækt voru framleidd 2 hús, en síðan hafa umsvifin aukist jafnt og þéttog á þessu ári verða afgreidd 60 hús. Blaðamenn Vísis heimsóttu Húseiningar nýlega og tóku tali Sigurð Hlöðversson tæknifræðing, sem hefur starfaðvið fyrirtækið frá stofnun þess og spurðust fyrir um starfsemina. — Þetta er alislensk hönnun og framleiöslan er frá grunni miöuö viö islenskar aöstæöur. Viö höfum byggt alls 155 hús frá þvi viö byrjuöum, aö meötöld- um þeim sem reist veröa i ár. Þessi hús hafa reynst mjög vel og standast fyllilega samanburö viö þau sem byggö eru á hefö- bundinn hátt. — Hversu mikiö sparast viö kaup á einingahúsi i saman- buröi viö venjulegt hús? — Viö stóöum lengi I stappi viö rikisvaldiö vegna hins háa söluskatts, en eftir mikinn velt- ing á Alþingi fékkst hann loks lækkaöur úr 20% i 12.4%. Viö þessa breytingu lækkaöi verö á húsum, sem áöur kostuöu 12 milljónir, um 800 þúsund. Rannsóknastofnun byggingar- iönaöaöarins reiknaöi út kostn- aöarverö einbýlishúss úr stein- steypu svokallaös visitöluhúss og geröi siöan samanburö viö verö einingahúss frá Húseining- um af sömu stærö. Niöur- stööurnar uröu þær, aö timbur- húsið reyndist 27% ódýrara en steypta visitöluhúsiö. Allur kostnaöur var þar tek- inn meö i reikninginn, þar á meöal flutningskostnaöur, sem er frá 350—400 þúsund frá Siglu- firöi til Reykjavlkur. Starfsmenn Húseininga ann- ast uppsetningu húsanna eftir aö eigendur hafa sjálfir gengiö frá grunni undir þau, en upp- setning tekur tvo til fjóra daga. — Hvaö getiö þiö framleitt mörg hús á ári? — Miöaö viö óbreyttar aöstæöur getum viö framleitt 80—100 hús, en meö smávægi- legum breytingum gætum viö aukiö framleiösluna upp i 250 hús á ári. Viö höfum mest byggt af ein- býlishúsum, en þaö færist sifellt i vöxt aö fólk leiti til okkar meö óskir um vandaöa sumarbú- staði. Einnig má nefna aö viö erum núna aö byggja 370 fer- metra starfsmannahús viö Kröflu. — Hvernig greiöslukjör bjóöiö þiö kaupendum? — Við undirskrift samninga er greidd 1—11/2 milljón og viö af- hendingu veröur aö vera búiö aö greiöa 50% af heildarveröinu. Eftirstöövarnar eru greiddar á 12—18 mánuöum frá samnings- gerö. Þá má benda á aö hægt er að ávisa húsnæðismálastjórnar- láni beint á okkur. — Hvaö um framtiöina? — Mér finnst viö vera búnir aö sanna þaö rækilega aö verk- Hér hrannast upp huröir I nokkur þeirra 60 húsa sem Húseiningar framleiöa á þessu ári. Siguröur Hlööversson fylgist meö starfsmanni viö gluggalsetningu | | 11 WiV, Séö yfir geymslusalinn hjá Húseiningum. Hér hafa menn fbúöarhús ,,á lager' kaupmenn kartöflur. „. . . alltaf langaö til aö veröa smiöur”, sagöi Valgeröur Er- lendsdóttir. smiöja sem þessi á sér fullan tilverurétt. Hér vinna oröiö um 30 manns þannig aö mikiö er i húfi, aö áfram sé haldiö, sagöi Siguröur Hlööversson. Gaman að smíða Þegar viö Gunnar ljósmynd- ari röltum um verksmiöjusalina rákum viö augun I unga stúlku sem okkur þótti tilvalið fórnar- lamb. Þetta reyndist vera Valgeröur Erlendsdóttir, upprunalega Reykvikingur, en fluttist til Siglufjaröar fyrir þremur ár- um. — Ég hef unniö hérna siöan I júnibyrjun, en viö hjónin eigum eitt barn, þannig aö þaö er ill- mögulegt fyrir okkur aö vinna bæöi úti samtimis. Maöurinn minn er kennari og þess vegna kemur sumariö I minn hlut. Mér finnst gaman aö vinna hérna, ekki sist þegar ég fæ aö smiöa, en mig hefur alltaf lang- aö til aö fást viö slikt. — Hefur þér aldrei dottið f hug aö læra smföar? — Ég hef oft hugsaö um þaö, en þegar ég var I skóla tiökaöist þaö ekki aö stelpur færu i smiö- ar. Þaö var nú samt bara aum- ingjaskapur i manni aö skella sér ekki út i þetta. Ég get vel hugsaö mér aö byrja aö læra núna, en þaö er bara engin aöstaöa til þess hér á Siglufirði, þannig aö ég er ekki rétt I sveit sett i þvi sambandi, sagöi Valgeröur. Eftir aö hafa virt fyrir sér framleiðslu þessa fyrirtækis, flaug blaöamanni i hug hversu ótrúlega ihaldssamir viö Islend- ingar erum i öllu sem hús- byggingar varöar. Hér byggja menn hvern steinkumbaldann öörum ljótari á meöan aö aörar þjóöir hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir þeim kostum sem timbriö hefur umfram steyp- una. Menn hafa beitt þeim rökum aö steinsteypt hús væru sterk- ari, betur einangruö og þyldu betur veörun, en meö þeirri tækni sem nú er notuö viö smiöi timburhúsa, hafa þessi rök, aö meira eöa minna leyti, tapaö gildi sinu. Vönduö timburhús geta veriö fullt eins sterk og steinhús, auk þess sem þau eru i flestum tilfellum bæöi fallegri og líflegri.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.