Vísir - 28.07.1979, Blaðsíða 4
Laugardagur 28. júli 1979.
4
e
Talsverðar umræður hafa átt sér stað manna á
meðal að undanförnu vegna beiðni sem íslensk
stjórnvöld fengu um aðtaka á móti flóttafólki frá
Vietnam. I upphafi var rætt um 50 manna hóp en
endirinn varð sá að hingað koma í september 5—6
fjölskyldur alls 25—30 manns.
Umræðurnar hérlendis hafa að mestu snúist um
hugsanleg vandamál sem koma fólksins til Islands
kynni að hafa í för með sénen minna hefur verið
rætt um líf fólksins eins og það er í dag á meðan
það bíður eftir að íslendingar sem og aðrar þjóðir
geri upp við sig hvaða hjálp þeir séu tilbúnir að
veita.
Norska sjónvarpið sendi fyrir nokkru hóp frétta-
manna suður til Malasíu til að kanna ástandið í
flóttamannabúðunum sem þar hafa risið.
Eftirfarandi viðtal birtist í einu dagblaðanna í
Osló fyrir stuttu, en þar lýsir Kari Sörby frétta-
maður því sem fyrir augu bar. —GEK.
Flóttamennirnir frá Víetnam:
Rámur helming
urinn er börn
„imyndaðu þér 42.000 manns — meira en helm-
ingurinn börn — sem hefur verið hópað saman á
strönd sem til samans er ekki stærri að flatarmáli
en sem nemur tveimur meðalstórum knattspyrnu-
völlum. Á eyju þar sem hvergi er að finna vatnsból
að ekki sé talað um salerni, — og rusl út um allt. I
hræðilegum hita. Það var gífurlegt áfall fyrir mig
að sjá allan þann mannf jölda sem mætti okkur þeg-
ar við komum til Pulan Bidong. Ég hugsaði með
mér: „Ég get þetta ekki". Ég varð að telja kjark í
sjálfa mig. Þrátt fyrir allt ætlaði ég aðeins að
stoppa þarna stutta stund, á meðan fólkið átti eftir
aðdvelja á eyjunni ef til vill í mörg ár.
Smám saman tókst mér að eygja sitthvað fleira
en bara ömurleikann. Ég sá fólk með andlegan
styrk og bjartsýni þess hafði sterk áhrif á mig".
Kari Sörbi,fréttamaöur norska sjónvarpsins.
Þannig lýsir Kari Sörby
aðkomunni i búöir vietnamskra
flóttamanna á eyjunni Pulan
Bidong, en þessi eyja tilheyrir
Malasiu. i tiu daga fréttaleiö-
angri heimsótti hún fjóra staöi
þar sem risiö hafa vietnamskar
flóttamannabúðir.
Gott skipulag
„Af þeim búðum sem viö
heimsóttum var ástandið verst
á eynni Pulan Bidong, en þessi
eyja var óbyggð allt þar til i
ágúst á siðasta ári. Þrátt fyrir
aö stjórn Malaysiu hafi neitaö
að taka á móti fleiri flóttamönn-
um heldur straumur bátafólks-
ins til Pulan Bidong áfram.
Aðeins tveimur dögum áður en
ég kom til eyjunnar haföi komiö
þangaö enn einn báturinn hlaö-
inn flóttafólki. Þegar tekiö er
tillit til þess hversu gifurlegur
Flóttabörn.
fjöldi hefur safnast saman á
þessu litla landssvæði, er ekki
annað hægt en aö dást að þvi
frábæra skipulagi sem þrátt
fyrir allt rikir.
Fólkinu var skipt upp i mis-
munandi hópa og bjargaöi sér
að mestu leyti sjálft. Inni i litlu
frumstæðu bambuskofunum þar
sem stór hluti hafðist við var
ótrúlega hreint, en fjöldi fólks
háfðist einnig við undir berum
himni allan sólarhringinn”.
„Við verðum að hegða
okkur vel"
„Flóttafólkið sýndi ótrúlega
þolinmæöi og um leið bjartsýni.
Þaö sagöi sin á milli: — Við
veröum aö hegða okkur vel, það
er eina leiöin til að aðrar þjóðir
fáist til að veita okkur viðtöku.
Þrátt fyrir þessa von viröist
ljóst að það eru vissir hópar sem
enginn fæst til að taka á móti.
Það er talsverður fjöldi fatl-
aöra ihópnum og auk þess gam-
almenni og einstæöar konur
með börn sem mun veitast erfitt
að verða sjálfbjarga i öðrum
löndum. Þetta fólk lendir aftast
i biðröðinni”.
Hve lengi varst þú í þess-
um búðum?
„Ætlunin var að ég yrði þarna
aöeins einn dag, enda höföum
viö ekki leyfi til að dvelja þarna
um nóttina. Vegna hvassviðris
og bilunar i bátnum sem við
vorum á urðum viö engu að siö-
ur aö gista. Ég lá uppi á boröi
þessa nótt og hlustaði á veinin i
rottunum. Mér varö hugsaö til
þeirra sem hafa dvalið hér I
næstum eitt ár og þurft að
hlusta á þetta á hverri nóttu.
Vegna tafarinnar fengum við
tækifæri til að ganga um búðirn-
ar i tvo heila daga og ræða við
flóttafólkið”.
Hverjir eru flóttamenn-
irnir?
Hvers konar fólk er þetta
vietnamska bátafólk?
„Þetta er mjög mislitur hóp-
ur. Ég heimsótti fjórar mis-
munandi flóttamannabúöir. 1
tveimur búðanna er eingöngu
fólk sem þegar hefur boðist bú-
seta i einhverju landi og biöur
aðeins eftir að fá nauðsynleg
skilríki. Hinar tvær búðirnar
sem við heimsóttum eru nokk-
urs konar „geymslubúöir”. I
öðrum þeirra hitti ég meðal
annars hámenntaö fólk sem
hugsanlega getur tilheyrt þeim
hópi sem haföi samstarf við
Bandarikjamenn á meðan strið-
inu íVietnam stóð, og gæti hluti
þessa hóps flokkast undir „hug-
myndafræðilega” flóttamenn,
nokkurs konar pólitiskir flótta-
menn”.
„En á eynni Pulan Bidong
hitti ég fyrir alls konar fólk. Til
dæmis ræddi ég við sextuga
bóndakonu sem sagðist ekki
halda út meira strið.
Akrarnir i kringum bæinn
hennar voru sundursprengdir i
loftárásunum og þegar sonur
hennar fékk tilkynningu um að
mæta til herþjónustu flúðu þau
bæði tvö”.
„Þá var mikið af foreldra-
lausum börnum. Ég tók til
dæmis viðtal við 12 ára gamlan
dreng. Faðirhans hafði haft for-
ingjatign i suður-vietnamska
hernum og setið siðustu fjögur
ár i svokölluðum endurhæfing-
arbúðum stjórnarinnar. Allan
þann tima hafði ekkert heyrst
frá honum. Móðir drengsins
hafði ekki haft ráð á að senda
fleiri fjölskyldumeðlimi úr landi
en hann. Þegar ég spurði hvort
hann vildi snúa til baka til
Vietnam svaraði hann, að það
gæti hann ekki þvi það hefði
kostað svo mikið aö senda hann
burt. Hver ber ábyrgðina á þvi
að barnið er sent út á hafið á
þennan hátt, — kannski það sé
faðirinn sem einu sinni starfaði
með Bandarikjamönnum?”
„Hvorki meira né minna en
70% flóttafólksins frá Vietnam
eru af kinversku bergi brotin.
Þrátt fyrir að lifið i flóttabúðun-
um geri það aö verkum að flest-
ir virðast lita eins út held ég
samt að það geti ekki staðist
sem haldið hefur verið fram, að
meirihlutinn hafi verið við-
skipta- og kaupsýslumenn. .
Þótt svo aö ég hafi hitt þarna
ýmsa smákaupmenn, ættum við
að minnast þess að sérhverjum
þessara manna fylgir einnig
fjölskylda — konur og börn —
sem erfitt er að skipa niöur i
sérstaka þjóðfélagslega stööu”.
— Þú hefur þá ekki bara hitt
stóreignamenn og kapítalista
sem fullyrt hefur veriö aö sé
meirihluti flóttafólksins?
„Nei alls ekki. Það er hrein
fölsun eöa i besta falli grófur
misskilningur.
Þvi staðreyndin er sú að 55%
flóttafólksins á Pulan Bidong
eru börn”.
„Þeir lokuðu verslunun-
um okkar"
Hvaöa skýringu gaf fólkiö á
flóttanum frá Vietnam?
„Að það hefði veriö „erfitt aö
búa” i Vietnam. Þegar ég
spuröi hvaö það ætti viö, hvort