Vísir - 28.07.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 28.07.1979, Blaðsíða 9
vtsm Laugardagur 28. júli 1979. Frjáís fjölmidlun á í vök að verjast vtða um heim: Ritskodun, fangelsun ogárásir dagíegt brauð BUENOS AIRES/ ARGENTiNU: Ruben Valdez/ umsjónarmaður vikulegs sjónvarpsþáttar um erlend málefni, La Vuelta al Mundo, var skotinn til bana er hann var á heimleið eftir útsendingu sjónvarpsþáttar síns. Árásarmennirnir . komust undan og hafa ekki fundist. BLOEMFONTEIN, SUÐUR-AFRi KU: Blaðamaður að nafni Isaac Moroe, sem starfað hefur við dagblaðið The Friend, hefur verið hneppt- ur í stofufangelsi og honum bannað að skrifa í blöð næstu f jögur árin eða til ársins 1983. SANTIAGO, CHILE: Sprengja sprakk á heimili Arturo Fontaine, ritstjóra dagblaðsins El Mercurio. Skemmdir urðu óverulegar og ekkert manntjón. BAGHDAD, IRAK: Upplýsingamálaráðu- neyti iraks hefur stöðvað útkomu dagblaðsins Tariq Al-Shaab í 30 daga. Ástæðan var sögð sú, að efni blaðsins hefði hvað eftir annað brotið í bága við lagaákvæði sem í gildi væru um blaðaútgáfu í landinu. RÓM, ITALIU: Mino Pecorelli, ritstjóri tímaritsins Op, sem fjallað hefur ítarlega um póli- tiskt misferli á italíu, fannst látinn í bíl sínum í Platihverfinu í Róm. Hann hafði verið skotinn til bana. Lögregian hefur ekki haft upp á þeim er verknaðinn frömdu. Um svipað leyti var ítalski sjónvarpsmaðurinn Franco Piccinelli skotinn i báða fætur er hann var á gangi skammt frá heim- ili sínu í Róm. Fréttir eins og þær, sem birt- ar eru hér aö framan, koma yfirleitt ekki fyrir sjónir Islend- inga fremur en margra annarra þjóða. Þær eru orðnar svo dag- legt brauð i þeim löndum, sem um ræðir, að atburðirnir þykja ekki heimsfréttaefni, og er þeirra þvi sjaldnast getið i fréttasendingum alþjóöafrétta- stofa. Engu að siður er full ástæða til þess að beina athygli blaða- lesenda hér á landi að þessum staöreyndum og öörum, sem sýna að fjölmiðlun er ekki neinn dans á rósum i löndum, þar sem leikreglur lýðræðis eru þver- brotnar. Á þingi IPI Stofnun sem nefnist International Press Institute hefur mjög látið þessi málefni til sin taka, enda er megin- stefnumál hennar að berjast fyrir frjálsri fjölmiðlun um vlða veröld. I raun réttri væri nær lagi að nefna International Press Inti- tute fremur samtök en stofnun, en innan vébanda IPI eru for- ráöamenn fjölmiðla og ýmissa fréttastofnana viða um heim. Þeir hittast árlega á alþjóölegu þingi IPI, sem haldið er til skiptist I heimalöndum félags- manna. Ársþingið 1979 var hald- ið I Aþenu i Grikklandi 17,—21. "júni siðastliðinn. Sá, sem þetta ritar, var meðal þingfulltrúa, og er ætlunin að gera i þessum fjölmiðlunarþætti nokkra grein fyrir þvi á hvern hátt frjáls fjölmiölun á i vök að verjast i fjölda landa. Hér verð- ur þó ekki um neitt tæmandi yfirlitað ræða. Slikt myndi fylla margar siður. Fulltrúar frá ýmsum heims- hlutum fluttu á þinginu skýrsl- ur um þá erfiðleika, sem fjöl- miðlar og starfsmenn þeirra eiga við að etja og þá hættu, sem steðjar að fréttamönnum út- varps og sjónvarps, blaðamönn- um, ritstjórum og útgefendum, bæöi vegna aðgerða yfirvalda i viðkomandi löndum og ýmissa öfgahópa. Víöa pottur brotinn Miklar umræður urðu um þessi mál og þær aðgerðir, sem hægt væri að gripa til í þessu sambandi. Margar tillögur til þingsályktana varðandi þessa óheillaþróun voru fluttar og samþykktar. •Þingið fordæmdi meðal ann- ars takmarkanir á tjáningar- frelsi I Nicaragua en þar höfðu þjóðvarðliðar sprengt til grunna byggingu stærsta blaðs lands- ins, La Prensa, nokkrum dög- um fyrir IPI þingið I Aþenu. I ályktun þingsins um þetta atriði kom fram, að ritstjóri blaðsins hefði verið skotinn til bana og landi erfitt fyrir um upplýsinga- miðlun og stefndu starfsfrelsi ritstjóra og blaðamanna I hættu. Askorun var send til forseta Tékkóslóvakiu þess efnis, að hann beitti sér fyrir þvi, aö virt- um tékkneskum blaðamanni, Jiri Lederer, yrði sleppt úr haldi, og að tékknesk stjórnvöld veittu alþjóölegri sendinefnd ferðaleyfi til Prag, þar sem hún hygðist vinna að þvi að Lederer yröi veitt frelsi að nýju. Erfið barátta Erfiðleika fjölmiðla i Suöur- Afriku til þess að sinna upplýs- ingaskyldu sinni bar einnig á góma i umræðum á þinginu og skýrði Raymond Louw, fram- kvæmdastjóri blaðsins Rand Daily Mail i Jóhannesarborg frá erfiðri baráttu við yfirvöld I sambandi við umfjöllum um Muldergate-hneykslið svo- nefnda, sem varð nýlega að' fréttaefni viða um heim, er háttsettir embættismenn i Suð- ur-Afriku urðu að segja af sér vegna misferlis, þar á meðal upplýsingamálaráðherrann Cornelius Mulder, sem hneyksl- ismálið er við kennt. Stjórnvöld beittu mikilli hörku til þess að koma i veg fyr- ir aö blaöamenn Rand Daily Mail gætu fengið aðgang að upplýsingum og urðu að sæta ritskoöun varöandi greinar og fréttir. Engu að siður tókst blað- inu i samvinnu við annaö blað i Suður-Afriku, Sunday Express að sinna upplýsingaskyldu sinni við almenning með áöurnefnd- um árangri. Ritstjórar þessara tveggja blaöa voru i siöasta mánuði kjörnir ritstjórar ársins og þeim veitt viðurkenning þvi til stað- festingar i New York, en tlma- ritið Atlas World Press Review veitir þá viðurkenningu árlega. þessi nýja lagasetning á að koma i veg fyrir að hægt sé að upplýsa „óþægileg” mál i fjöl- miðlum þar í landi. Svo var að heyra á fulltrúum blaða frá Suður-Afriku, sem sátu IPI-þingið i Aþenu, að frumvörpin yrðu að lögum inn- an skamms og gætu þá stjórn- völd múlbundiö þau blöð, sem fram til þessa heföu verið frjáls, innan þess ramma, sem um þau hefði verið siðustu misseri. I þinglok var samþykkt ályktun um málefni blaða i Suð- ur-Afriku, þar sem þessi al- þjóðasamtök fjölmiðlunarfólks skoruðu á rikisstjórn Suður- Afriku að draga áðurnefnt laga- frumvarp til baka og nema úr gildi nýlegar breytingar á lög- um um starfsemi lögreglunnar Hvergi er þó ástandið jafn al- varlegt þessa stundina og i Argentínu, en þar hafa hvorki meira né minna en 55 blaða- menn horfið af sjónarsviöinu siöustu mánuöi, samkvæmt þeim upplýsingum, sem starfs- menn International Press Insti- tute hafa aflað. A grundvelli þeirra skoraði þingið á Aþenu á stjórnvöld i Argenti'nu aö birta lista yfir þá blaðamannanna, sem horfiö hefðu, er væru á íifi i haldi hjá stjórnarstofnunum og I fangek- um, án þess aö hafa leyfi til að láta vita af sér. Þarna væri um að ræöa borgara, sem haldið væri án þess að opinber ákæra á hendur þeim hefði verið gefin út eða mál þeirra flutt fyrir dóm- fjölmiölun ólafur Ragnarsson ritstjóri skrifar sem bitnað hafa mjög á ritstjór- um og blaðamönnum i landinu. Sömuleiöis var lýst áhyggjum yfir þvi, hvernig stjórnvöld hefðu notað dómstóla i þeim til- gangi að neyða blaðamenn til þess að gefa upp heimildar- menn sina og beitt fangelsunum án réttarhalda gegn starfs- mönnum fjölmiðla. Svo sem sjá má af þessari umfjöllun er alls kyns þvingun- um beitt til þess að koma i veg fyrir að blaðamenn fái aðgang að upplýsingum, löggjöf notuð til þess að takmarka prentfrelsi, og dómstólum og lögreglu beitt til þess að hindra störf frétta- manna og ritstjóra. Þar sem stólum. Hvatti þingiötil þess, að þeim blaðamannanna, sem ósk- uðu eftir þvf, yrði leyft að flytj- ast úr landi, eins og þeim væri heimilt samkvæmt stjórnarskrá landsins. Óliklegt er aö Argentinustjórn láti segjast við þessa áskorun frekar en svo margar aðrar, sem henni hafa verið sendar frá alþjóðasamtökum vegna mann- réttindabrota og ofsókna á hendur blaðamönnum og öðrum aðilum þar i landi. Fátt eitthefur hérverið tint til varðandi stöðu fréttamanna og stjórnenda fjölmiðla i löndum þar sem starfsemi þeirra eru takmörk sett. Vonandi hefur Hér eru þrir af tugum fjölmiölamanna, sem nýlega hafa oröiö fyrir baröinu á andstæöingum „frjálsrar pressu”. Þeir eru taliö frá vinstri: Herbert Munangatire, ritstjóri blaösins Zimbabwe Times, sem fangelsaöur var fyrir aö brjóta I bága viö ritskoöunarlög Ró- desiu: Pedro Joaquin Chamoro, útgefandi og ritstjóri dagblaösins La Prensa I Nicaragua sem skotinn var til bana af þjóövaröliöum, og Horacio Agulla, útgefandi og ritstjóri timaritsins Confirmado I Argentinu, sem lét lifiö eftir skotárás óþekktra árásarmanna. einræðisstjórnin geröi allt sem Aukin ritskoðun hún gæti til þess að þagga niöur i þeim fjölmiölum, sem ekki að- hylltust stefnu hennar. Þá lýstu þingfulltrúar áhyggj- um sinum yfir þvi, að valdhafar I Iran gerðu fjölmiölum þar i Sá skuggi fylgir þó afhending- unni, aö lagt hefur verið fram lagafrumvarp i suðurafriska þinginu um stranga ritskoöun og þvingunaraðgerðir gegn blöðum og blaðamönnum, en slikt er ekki talið duga er þeim mönnum, sem af eljusemi reyna að sinna upplýsingamiðlun til almennings, einfaldlega rutt úr vegi, annað hvort með þvi að láta þá hverfa sporlaust eða myrða þá á almannafæri. þessi samantekt þó gefið les- endum nokkra hugmynd um hvernig ástandiö er varðandi fréttaöflun og fréttaflutning viða um heim á þvl herrans ári 1979. — ÓR.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.