Vísir - 28.07.1979, Blaðsíða 12

Vísir - 28.07.1979, Blaðsíða 12
Laugardagur 28. júli 1979. 12 Kvöld I óperuhús inu meö Queen nokkrir tugir ef ekki hundruð i kórnum. „A Night at the Opera” sló i gegn svo til alls staöar I heim- inum árið 75 og „Bohemian Rhapsody” setti met i Bretlandi með þvi aö vera sjö vikur i fyrsta sæti, en slfkt hafði ekki gerst i u.þ.b. tiu ár. Gagnrýnendur héldu ekki vatni við að lýsa gæðum plöt- unnar og margir héldu þvi fram aðhúnværisúbesta siðan „Sgt. Pepper'á...” Bitlanna. Þó voru tilmenn sem sögðu tæknihliðina hafa legið of mikið i fyrirrúmi þannig að útkoman væri robot-tónlist. Þess má geta að „A Night at the Opera” var á sinum tima langdýrasta plata sem fram- leidd hafði verið. Næsta plata þeirra „A Day at the Races” kom á markað ári siöar. Hún var byggð upp á svip- aðan hátt og hin en varö ekki eins vinsæl þrátt fyrir að tón- listar- og tæknilega hafi hún verið engu siðri. En hlustendur voruekki reiðubúnir til að með- taka aðra svipaða og „A Night at the Opera”. Nú bjuggust margir viö að veldi Queen væri að hrynja, en svo var ekki. Þeir héldu ótrauðir áfram og komu viða fram við mikinn fögnuð áhorf- enda. Sjötta plata þeirra var gengin út 1977 og heitir „News of the World”. Aður höfðu þeir gefið i skyn að sú næsta yröi venjuleg rokk-plata og svo varð. Útkoman varö sú að tveggja plata laga plata „We are the Champions/We Will Rock You” komst i fyrsta sætið i Banda- rikjunum og sat þar i þrjár vikur. Þeirlögðuþáland undirfót og fóru I hljómleikaferð um Bandarlkin. Þeir komu viö i tuttugu og tveimur borgum og spiluðu samtals fyrir 470.000 áhorfendur. Þeir spiluðu tvisvar i Madison Square Garden i New York sem er stærsti hljómleika- staðurinn þar i borg. í bæöi skiptin var uppselt. Plata þeirra,,Jazz” kom svo út sl. haust og Queen héldu áfram uppteknum hætti hvað vinsældir snertir. Umslag plötunnar vakti tolu- verða athyli vegna myndar sem þvi fylgir af nokkrum tugum ungra stúlkna á reiöhjólum. Sem slikt hefði það ekki vakið mikla athygli, en þar sem stúlk- urnar voru allsnaktai þá hafði það sin áhrif. Þeir gáfu út tveggja laga plötu með lögunum„Fat Bottomed Girls” og „Bicycle Race” sem náði töluverðum vinsældum. Þess má geta að filma með þeim lögum var sýnd hér i s jón- varpi sl. vetur og að filman af „Bicycle Race” er með þeim dýrari sem gerðar hafa verið af hljómsveit, enda mikið lagt upp úr tæknilegu hliðinni. íkjölfar útkomu „Jazz” lögðu þeir upp I hljómleikaferð um Evrópu sem gekk mjög vel i alla staði og auk þess voru þeim af- hentar gull- og silfurplötur I Júgóslaviu, Þýskalandi og Frakklandi. Nú eru Queen enn komnir á kreik með nýja plötu og i þetta sinntvöfalda hljómleikaplötu. Á henni munu vera flest þeirra frægustu lög. Þeir gáfu það i skyn aö þau yrðu ekki nákvæm- lega eins og á fyrri plötum og verður þvi fróðlegt að heyra hvernig lag eins og „Bohemain Rhapsody” kemur út. Einnig hafa þeir I hyggju að gefá út litla plötu með laginu „Love og my live” i hljómleika- útgáfu. Þrátt fyrir aö Queen megi þakka að einhverju leyti Led Zeppelin fyrir að þeir urðu vin- sælir, þá hafa þeir sjálfir byggt upp kraftmikla og góða rokk- hljómsveit meö Freddy Mercury i fararbroddi. Þeirhafasýnthvaðl þeim býr og að þeir geti gert góða hluti hvort sem þeir byggja á venju- legum flutningi eða taka tæknina i si'nar hendur. Það er engin tilviljun að Queen er topphljómsveit I dag. KRK. Freddy Mercury Ibanastuðiásamt John Deacon og Brian May. Ein af merkari hljómsveitum þessa áratugs er breska hljóm- sveitin Queen. Þeir erubúnir að tryggja sér frægö um langan aldur og það bara vegna einnar plötu sem, þykir ein merkileg- asta pop-plata allra tima. Queen sem stofnuð var árit 1972 hóf feril sinn á réttum ti'ma. Þannig var að þáverandi rikis- stjórn Breta hafði lagt á 90% hátekjuskatt, sem bitnaði mjög mikið á þeirra frægustu tón- listarmönnum sem fóru I hópum aðflýja land. Flestir þeirra fóru til Bandarikjanna og þar á meöal voru Led Zeppelin, sem spiluöu æ sjaldnar i Bretlandi. Um þetta leyti hættu þeir Roger Taylor og Brian May I hljómsveitinniSmile,sem hlotiö hafði dræmar undirtektir, og fengutil liðs viö sig söngvarann Freddy Mercury. Þeir stofnuðu Queen. Þeir höfðu starfeð saman i sex mánuði er þeir bættu við fjórða manni, bassaleikaranum John Deacon. Þarna var saman komin fjögurra manna hljómsveit með sömu hljóðfæraskipan og Led Zeppelin. Zeppelin aðdáendur tóku Queen fegins hendi þar sem fyrrnefndir voru orönir sjaldséðir á heimaslóðum. Nú tók við erfitt átján mánaða timabil þar sem þeir Queen fél- agar æfðu þrotlaust og skrifuðu e&ii sem dugði þeim á þrjár L.P.-plötur. Þeir gerðu siðan samning við EMI-plötufyrir- tækið og árið 1973 kom út þeirra fyrsta plata „Queen.” EMI hélt gifurlega auglýs- ingaherferð vegna plötunnar og hún seldist bærilega. En gagn- rýnendur voru ekki eins hrifnir og flestir þeirra fóru hörðum orðum um Queen fyrir að stæla Led Zeppelin. Og gagnrýnendur voru enn að er „Queen II” kom út árið 74 en þá fóru þeir að hætta að skipta máli þvi Queen voru að komast á toppinn og af plötunni kom Næst tók við upptaka hljóm- sveitarinnar á þeirra merki- legustu plötu „A Night at the Opera”. Þeir lögöu gifurlega vinnu i plötuna og notuðu mikið af tæknibrellum en byggðu samt allt þannig upp að þeir gætu spilað svo til allt á hljómleikum. Frægasta lag plötunnar er án efa „Bohemian Rhapsody” en það lag var nokkuð lengi i vinnslu enda sungu þeir sjálfir allar raddir.sem eru örugglega þeirra fyrsta hit-lag „Seven Seas of Rye.” Þeirra næsta hit-lag var „Killer Queen” sem náði tölu- verðum vinsældum beggja vegna Atlantshafsins og L.P.-platan „Sheer Heart Attack” náði fljótt gullplötu i Bandarikjunum. Þar með voru Queen búnir að ná heimsfrægð svo og að vinna marga áöur óvinveitta gagnrýnendur á sitt band.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.