Vísir - 28.07.1979, Blaðsíða 31

Vísir - 28.07.1979, Blaðsíða 31
31 VÍSIR Laugardagur 28. júli 1979. Lögreglumenn stjórna umfer&inni á gatnamótum Kringlumýrar brautar og Miklubrautar siödegis i gær. Visismynd: ÞG umierðarijðsin á mðium Mlklubraular og Krl nsl umýr ar braular ðvlrk slðan á flmmtudag: Mlkll slysahætta I umierðinni Umferöarljósin á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar voru enn óvirk siðla I gæroghafði þá iðulegalegiö þar við slysum, en einsog var frá sagtf Visii gærvarðþarharður árekstur i gærmorgun. Það hefur vakiö athygli að á þessum gatnamótum sem um fer gifurlega mikil umferð, var ekki umferðarstjórn lögreglu- manna nema við og við. Ljósin fóru Ur sambandi slðdegis á fimmtudag eftir að steypubill haföi ekið á eitt þeirra. Varöstjóri hjá Umferðardeild lögreglunnar tjáði Visi i gær að stjórnkassi heföi eyðilagst en viðgeröværil gangi. Hann sagði að lögreglan reyndi að halda þarna uppi umferöarstjórn á mestu annatimum en annars eftir þvi sem ástæða þætti til. Hann viöurkenndi þó aö þörf væri á meiri gæslu en lögreglan hefði haldið uppi, enda væru þessi gatnamót ein þau hættu- legustu hvað snerti slysatiöni. -IJ. Allar l|ós- mæöur fái vaktaálag Norður- og austurlandsdeild Ljósmæðrafélags Islands telur brýnt, að stórátak veröi gert til þess að bæta kjör ljósmæöra á sjúkrahúsum, heilsugæslu- stöövum og i héraði. Þetta kom fram á fundi, sem deildin hélt á Akureyri fyrir skömmu. Skoraði fundurinn á Ljósmæðrafélag islands og BSRB, aðfélögin stuðli að þvi aö samræmd veröi kjör allra ljós- mæðraá landinu, og aö sveitar- félög og sýslunefndir fari eftir samningum BSRB. Bent var á, að ljósmæöur viða um lands- byggðina fái nú hvorki greitt vaktaálag vegna vinnu á kvöld- in, um nætur eða um helgidaga, né gæsluvaktarálag vegna bak- vakta. Eðlileg fri samkvæmt kjarasamningum fái þær heldur ekki. — AHO. Tðmas lánar 300 milllðnlr til rfklsspftalanna: EM FJER 340 MILLJÚNA SPARNAB (STAÐINNI Fjármálaráöherra hefur fall- ist á aukafjárveitingu að upp- hæð 300 milljónir króna til að leysa fjárhagsvanda rikisspital- anna. Þó fylgir sá böggull skamm- rifi, aö á móti verða spitalarnir að framkvæma sparnað sem nemur 340 milljónum króna. Auk þessa munu sértekjur rikisspitalanna hækka um 130 milljónir króna frá þvi sem gert er ráð fyrir I fjárlögum. I fréttatilkynningu frá stjórnarnefnd rikisspitalanna segir aö greiðsluvandi spital- anna sé tviþættur. Annarsvegar sé um aö ræða aö ráöning starfskrafta til sumarafleysinga hafi átt sér stað fyrr en áætlaö heföi verið og hafi það haft áhrif á greiöslu- stöðu spitalanna. Hinsvegar hefði „heildar- starfsmagn” spitalanna farið fram úr áætlun á fyrri hluta árs- ins og þannig veikt greiðslustöð- una timabundiö. Siðan segir I fréttatilkynning- unni að hér sé um að ræða til- færslur útgjalda milli mánaöa og að aögeröir fjármálaráð- herra vegna fjárhagsvanda rikissjóðs hafi þvl ekki bitnaö á rikisspitölunum. P.M. HVM BORflA KIR I SKATTA? Tannlæknar vlröast hafa 6-14 milljonir Skattar tannlækna koma gjarnan upp I umræðum manna um skattamál I hvert sinn þegar skattskráin kemur út. Telja margir að þar sé ekki alit meö felldu,sem rekja megi tii ófullkomleika skatta- laganna hvaö varöar fjárreiöur tannlækna. Visir fletti upp á nokkr- um tannlæknum I skattskránni og var hér um aö ræöa tilviljanaúr- tak úr simaskránni þannig aö niöurstööuna ber aö taka meö fyrir- vara. Mörgum þykir dýrt aö láta laga I sér tennurnar, og tannlæknar virö- ast yfirleitt borga þokkaiega skatta. Norömenn hafa enga loönu fengiö ennþá. Jan Mayen: Norömerai hafa ekkert veitt ,,Þaö hefur verið reynt að halda uppi fyrirspurnum um árangur af loðnuveiðum Norðmanna við Jan Mayen og eftir þvi sem við komumst næst, hafa þeir ekkertveitt” sagði Höröur Helgason i utanrikisráðuneytinu I sam- tali viö Visi. Hörður var inntur eftir þvi hvort simaviðræðum við norsk stjórnvöld hefði verið haldið uppi siðustu daga og kvað hann svo ekki vera. — GEK. Samkvæmt úrtakinu eru gjöld tannlækna fremur há enda koma þar inn i slysatryggingar, lifeyristryggingar, launaskatt- ur og aöstöðugjöld. Samkvæmt þessari könnun voru hæstu opin- beru gjöld tannlækna rúmar 5 milljónir en hin lægstu tæpar tvær milljónir. Hæstu laun sam- kvæmt úrtakinu voru rúmar 14 milljónir en hin lægstu 5.7 milljónir, en útsvar reiknast 11% af tekjum. Hér á eftir fer sýnishorn úr úrtakinu: Guðjón Axelsson prófessor: 5.250.612 þegar frá eru dregnar barnabætur og persónuafsl. 559.782, tekjusk. 4.905.731, eignask. 218.776, útsv. 1.560.300, laun samkv. útsvari: 14.1 milljón. Haukur Clausen: 4.722.778 að frádregnum barnabótum 251.646, tekjusk. 2.823.566, eignask. 447.627, útsv. 977.600, tekjur samkv. útsvari: 8.8 milljónir. Guðmundur Lárusson: 1.955.187 aö frádregnum barna- bótum 251.646, tekjusk. 966.984, enginn eignaskattur, útsv. 633.500, tekjur samkv. útsvari: 5.7 milljónir. Jón K. Hafstein: 4.386.128 að frádregnum barnabótum 251.646, tekjusk. 2.820.687, eignask. 238.412, útsv. 1.033.700, tekjur samkv. útsvari: 9.4 milljónir. Rafn Jónsson: 3.127.835, tekjusk. 1.728.625 eignask. 210.366, útsv. 842.500, tekjur samkv. útsvari: 7.6 milljónir. Sverrir Einarsson: 5.049.888 aö frádregnum barnabótum 100.660, tekjusk. 3.434.808, eignask. 171.037,útsv. 1.091.300, tekjur samkv. útsvari: 9.9 milljónir. Þórarinn Sigþórsson: 3.761.283 aö frádregnum barna- bótum 100.660, tekjusk. 2.383.953, eignask. 14.507, útsv. 821.400, tekjur samkv. útsvari: 7.4 milljónir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.