Vísir - 18.08.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 18.08.1979, Blaðsíða 2
Laugardagur 18. ágúst 1879 2 Guömundur I fjörunni meö verkstæði sitt tbaksýn ásamt nokkrum bátum sem hann hefur smfhah. -Vfsismyndir: Þ.G. Er nágranni Aíversins en fær ekki rafmagn ,/Ég smíðaði fyrsta bátinn áriðeftir fermingu og hef unnið við bátasmíðar aliar götur siðan. Nei/ ég lærði aldrei neitt, skoðaði bara gamla báta og fór effir þeim" segir Guðmundur Sigurðsson á óttars stöðum þegar Helgarblaðið leit við hjá honum i vik- unni. Spjallaö saman undir vegg á húsi bátasmiösins. Blaöamaöur situr hér á milli heiöursmannanna Guö- mundar bátasmiös og Sveinbjörns Jónssonar sem kenndur er viö Ofnasmiöjuna. smíöaöi fyrsta módelbátinn þegar ég var niu ára. —Alltaf átt heima hér.... ,,Já, fjölskylda min átti jöröina frá fjöru og alveg upp f fjöll. Viö systkinin seldum megniö af henni áriö 1974 en eig- um enn þennan blett hérna viö sjóinn. Ég fæddist hér i næsta húsi. Byggöi mér svo þetta hús fyrir þrjátfu árum og um svipaö leyti fékk ég dieselstöö. Eftir þaö fór ég aö geta notaö ýmis rafmagnstæki viö smiöarnar. Ég hef raunar sjálfur smiöaö nærri öll tækin á verkstæöinu” segir Guömundur og sýnir okk- ur sög sem hann hefur búiö til úr gamalli seglasaumavél og for- láta bor sem hann segist hafa dundaö viö að gera i vetur. Hann kvaðst una hag sinum vel þarna, en þaö væri oröiö dýrt aö nota dieselstööina út af oliunni og sér fyndist bagalegt, einkum yfir veturinn, að hafa ekki sima. Hann væri þá oftast einn þarna og þaö væri öryggis- leysi aö vera sambandslaus, ef eitthvað kæmi fyrir. Tek minna fyrir af þvi ég er ólærður — Hefuröu alltaf haft nóg aö gera i þessu starfi? „Já, ég smiöa eftir pöntunum og hef tekið heldur minna fyrir af þvi ég er ólærður. Það hefur verið nóg að gera þangaö til núna aö plastbátarnir komu til sögunnar Nú, ég hef fengist viö ýmislegt fleira eins og járnsmiöi og mublusmiöi og nú er ég aö inn- rétta hjá mér verkstæðiö meö það fyrir augum aö föndra viö að smiöa einhverja smáhluti i vetur. Ég er oröinn þreklitill, en ég get ekki hætt að smiöa og verö viö þaö meöan ég get. Mér finnst það alltaf jafn skemmti- legt.” Best að vera sjálfs sín húsbóndi Frá þessum friösæla og fagra stað blasir risavaxið álveriö við og viö spyrjum smiðinn hvernig honum falli viö nágrannann. „Bara vel. Þetta lifgar upp hér á veturna, þvi það er svo mikil ljósadýrðin. Það er oft einmanalegt hér á þeim árs- tima, en það koma svo margir i heimsókn að ég finn ekki mikið fyrir þvi. — Alltaf unnið einn? „Já, ég hef aldrei hugleitt aö fá aöra til að vinna með mér. Þegar ég var ungur vann ég nokkra mánuði viö skipasmiöar hjá fyrirtæki i Hafnarfiröi en ég kunni þvi ekkert sérlega vel. Það er best að vera sjálfs sin/ húsbóndi. Að minnsta kosti finnst mér það skemmtilegast” sagöi Guömundur. — JM. Bátarnir sem Guömundur hefur smiöaö eru orönir hundraö og einn talsins. Verk- stæöiö hans er viö hliöina á ibúðarhúsinu i fallegri vik skammt frá Alverinu. Þaö er at- hyglisvert aö orkufrekasta fyrirtæki landsins er viö hliöina á þessu litla fyrirtæki sem enn hefur ekki fengiö rafmagn. „Þeir segja á bæjarskrifstof- unum i Hafnarfirði aö ég sé ekki kominn á skipulag og geti þvi ekki fengiö rafmagn nema ég kosti þaö sjálfur” sagöi Guö- mundur.,Mér finnst aö visu svo- litið kyndugt aö búa hér I ná- grenni viö þéttbýliö og fá ekki rafmagn, meöan þaö er komiö á flest afdalakot. En ég er búinn að gefast upp i þessari baráttu við kerfiö. Ég á ekkert viö þetta lengur.” Bagalegt að hafa ekki síma — Læröiröu smlöar af fööur þlnum? „Nei, nei. Hann var fjárbóndi. Þetta er bara einhvernveginn i blóðinu. Ég haföi alltaf haft gaman af aö búa eitthvaö til og Guötnundur hefur sjálfur gert Hest tæki á verkstæöi sinu og er hér viöbor sem hann sagöist hafa dundaö viö aö gera I vetur. slgarspjaU vid Gudmund Sigurdsson báta- smið sem hefur smiðað yfir hundrað báta

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.