Vísir - 18.08.1979, Blaðsíða 20

Vísir - 18.08.1979, Blaðsíða 20
Laugardagur 18. ágúst 1979 hœ kiakkar! Litla kvöldsagan Kötturinn, sent fór t skóía Lúsíus er stór grár köttur. Strákurinn, sem á hann heitir Halli og þegar Halli fór í skólann langaöi Lúsíus lika í skólann. Einn dag elti hann Halla i skólann. Og af því aö hann var svo stór köttur, þá var hann viss um, aö hann ætti aö fara í 5. eða 6. bekk. Hann labbaði upp stigana í skólanum og gægöist inn í skólastof- urnar. En kennarinn í 6. bekk lokaði dyrunum strax. Og kennarinn i 5. bekk sagði: Almáttugur, það er köttur i skólanum. Jæja umsjónarmaðurinn hlýtur að koma honum út. Svo lokaði kennarinn dyr- unum. Lúsíus var móðgaður og labbaði niður stigana aftur. Hann kom þá að forskóladeildinni og þar voru dyrnar opnar. Lúsíus labbaði hnakka- kertur inn. — Hver á þennan kött? sagði kennarinn bros- andi. — Ég á hann sagði Halli undrandi.— Ég er alltaf að segja honum, að kisur geti ekki farið i skóla. — En hann kom nú samt, sagði kennarinn.— Og við erum ánægð að fá hann í heimsókn svona i eitt skipti. Halli var ánægður og öll hin börnin líka. Þegar nestistíminn kom, gáfu þau Lúsíusi mjólk, og hann fylgdist með öllu sem þau gerðu: þau máluðu, mótuðu úr leir og byggðu úr kubbum. Þegar þau voru að læra að lesa orðið K I S A, hlustaði Lúsíus vel. Allt í einu heyrðist í skólabjöllunni og börnin fóru í yfirhafnirnar og fóru heim. En Lúsíus þurfti ekki að fara í neina yfirhöfn. Hann iabbaði bara hnakkakertur með Halla heim á leið og hann var reglulega hreykinn yfir því að hafa verið í skóla alveg eins og Halli. A myndinni eru krakkar meö heimaalninga. Krakkarnir dvöldust um tima i sumar aö Kirkjubóli I Hvitársíöu og þar eiga lömbin heima. Þau voru fjögur og mjög mannelsk. Krökkunum þótti vænt um litlu góöu lömbin og bjuggu til um þau visu. Hún er svona: Lömbin, lömbin, iömbin min, langar ykkur i pela? Þið eruö öll svo sæt og fin og stökkviö um móa og mela. Hvaða tveir filar á myndinni eru nákvæmlega eins? ’l So 9 'JNI :jbas

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.