Vísir - 18.08.1979, Blaðsíða 25

Vísir - 18.08.1979, Blaðsíða 25
Laugardagur 18. ágúst 1979 25 Friðrik indriðason skrifar um kvikmyndir Það er sitthvað Mongóíi eða mongóiíti, hr. Wayne Leikstjóri Dick Powell Aöalhlutverk John Wayne, Susan Hayward. GAGNRÝNENDUR ÖSKRA Léleg hestaópera meö John Wayne sem Genghis Khan, Susan Hayward, sem hina heitu en óviðmótsþýöu brúöi hans,og næstum allt Utah fylki vestan Salt Lake City sem Gobi eyði- mörkin. Sögunni hefur ekki veriðvel þjónað og hið sama má segja um poppkorns-almenn- inginn. Robert Hatch „The Nation” ...Þetta er einfaldlega aust- rænn vestri...ætti að vekja óætlaðan hlátur. A.H. W eiler ,,Ne w Y ork Times” Wayne..sýnir hinn mikla sigurvegara sem blöndu af heið- arlegum herforingja og mong- ólskum fábjána... Hryllingur tveggja meginlanda er næstum tvo ti'ma að vinna eina stúlku, svo að handritið sleppir bara yfirtöku Asiu. Það virtist ekki mikilvægt atriði, hvort sem var. „Time” Minnismerki um slæman smekk.... versta mynd Waynes... Hann einfaldlega skelfur þegár einhver minnist á hana. Allan G. Barbour ,,The Films of John Wayne”. Söguþráður Tatara-prinsessan Bortai (Susan Hayward, það er rétt, hin rauðhærða Susan Hayward) erá ferð í konunglegrimúldýra- lest yfir Gobi-eyðimörkina. Skyndilegabirtistrykmökkur út við sjóndeildarhringinn og þrumandi sláttur hestahófa heyrist. Er þaðErrol Flynnog 7. riddarasveitin? Heitur, en ekki brenndur. Það er Duke Wayne sem mongólski höfðinginn Temudjin, ásamt grimmdar- legri hjörð af leiðum statistum. Wayne drepur tittlinga og svip- ast um eftir póstvagninum. En þegar hann finnur aðeins aust- ræna múldýradýralest þá skiptar hann mönnum sinum að sjálfsögðu að hefja blóöbað. Bortai skammar hann fyrir morðin á bestu vörðum hennar (eftir allt þá nást blóðblettirnir aldrei úr fótunum i þvotti) en Temudjin starir aöeins á hana urrandi og sleikir loppurnar. Við veltum þvi fyrir okkur hvort hann ætli að éta hana eða nauðga henni. En þar sem þetta er Hollywood á fimmta ára- tugnum þá gerir hann hvorugt. Hann tekur hana i loðna arma sina og verður yfir sig ástfang- inn. Hann ákveöur að biöja Úr bókinni fimmtíu verstu myndir allra tíma: The Conqueror (1956) hennar, en þar sem hún þarf að hugsa sig um rænir hann henni i millitiðinni. 1 næstu atriðum sjúum viðs vo hvernig Bortai verst lostafull- um árásum hans. Hann dregur óviljugan fanga sinn til hallar- innar til að horfa á dansstúlkur hans leika listir sinar. Sýningin sem fylgir er undarlega lik Las Vegas Flamingo Review og við furðum okkur ekki þó henni mistakist að tæla Bortai, eða hvern sem er. Loksins sér Bortai að hinum ruddalega fangaverði er alvara og i einni dramatiskustu um- skiptingu, siðan að Christine Jörgensen kom af skuröborðinu kastar hún sér viljug I arma hans. ...Þegar þetta berst til eyrna föður hennar ákveður hann að siöa hinn lostafulla tengdason sinn, eftir allt þá kom hann aldrei i kvöldverð til fjölskyldu stúlkunnar. ......I bardaganum sem fylgir á eftir sjáum viö mann Duke Wayne i ógleymanlegasta hlutverki ævi sinnar. . . sem Genghis Khan,fljótasta sverð austursins. falla af hesti aðra hverja sekúndu, þetta atriði er litiðfrá- munalegraen skerandi óp hinna deyjandi aukaleikara. .....Loksins tekst Temudjin að kála föður stúlkunnar og fær titilinn Genghis Khan að laun- um. Með þá nafnbót i vasanum og Bortai i söðultöskunum riður hetja okkar inn i sólarlagið og á blöð sögunnar. ÓGLEYMANLEGUR LEEKUR Wayne tilkynnti það fyrir- fram, að, „The Conqueror er Vestri á ýmsan hátt. Eins og handritið er þá er þetta kúreka- myn d og þa nnig ætla ég að le ika Genghis Khan, ég sé hann sem byssubófa”. Leikur Waynes felst mest i urri. Kannski gleymdi leik- stjórinn að útskýra fyrir honum muninn á mongóla og mongólita.. ....fyrir ástarsenursinar með Bortai styðst Wayne við ,,Ég Tarzan þú Jane” skólann i rómantik... Leikur Susan Hayward sem Bortai gefur I skyn nöldrandi húsmóður sem fajið hefur öfugumegin framúr með hárið fullt af krullum og timburmenn i ofanálag. ...hún er likari óreyndu módeli i fyrstu myndatöku heldur en kvikmyndaleikkonu i aðalhlutverki.Agnes Moore- head, tekst nærri að stela sen- unni. Leikur hennar sem leiðin- leg kjaftaskjóða er algerlega ótrúlegur. SAGA MYNDARINN- AR Löngu áður en myndin var gerð hafði John Wayne samið um að leika i annarri mynd Dick Powells. Hann kom einn dag inn á skrifstofur RKO fyrirtækisins, og sá þar af tilviljun handritið af þessari mynd, sagðist elska þetta handrit og bað Powell að sleppa fyrri myndinni en taka þessa i staðinn. ,,í fyrstu varð ég undrandi, John Wayne sem barbarinn Genghis Khan, en þégar ég sá að Wayne var alvara þá ákvað ég að skella mér i þetta. Wayne varö að fara i strang- ann megrunarkúr fyrir hlut- verkið og á timabili gleypti hann Dexedrine-töflur fjórum sinnum á dag. Susan Hayward tók hlutverk sitt á miklu léttari hátt: ,,Ég sem rauðhærð Tatara- prinsessa, það leit út eins og einhver villtur íri hefði villst á leiðinni tii Gömlu Cathay. Myndin var tekin i stúdióum RKO fyrirtækisins og St. George, Utah. Indjánar frá nálgum verndarsvæðum voru notaðir sem aukaleikarar, eftir ‘allt þá segja mannfræðingar að þeir séu sennilega komnir frá miðri Asiu. Nærvera þeirra hefur örugglega haft þau áhrif að gömlu vestra-stjörnunni Wayne fannst hann sem heima hjá sér. Iþessarimynd dansaði Susan Hayward i fyrsta sinn á hvita tjaldinu og var hún sex vikur i danstimum fyrir það atriði, það leit út fyrir að förðunarmeistari myndarinnar myndi þurfa svip- aðan tima til að undirbúa Wayne. Þegar fréttamenn spurðu Powell hvernig Wayne liti út svaraðihann: „Ægilegur, alveg ægilegur”. FJÁRHAGSLIÐIN Wayne kom fyrstur með þá hugmynd að frumsýna myndina i Moskvu. Yfirvöld þar vildu þó fyrst s já hana og eftir það sögðu þau: „Nyet” Þrátt fyrir mikla söluherferð náði myndin aöeins 4,5 millj. af 6 millj. dollara kostnaði. Utan Bandarikjanna skilaði hún þó hagnaði. Þetta skipti ekki máli þvi Howard Hughes, sem persónulega framleiddi mynd- ina varð svo hrifinn af henni að hann keypti öll eintök myndar- innar fyrir litlar 12 millj. dollara. Þessi sérviskufulli biiljónamæringur horfði siðan á myndina aftur og aftur aðallega einsamall. Isautján árfékkenginnannar að sjá myndina. Hughes neitaði að hún yrði sýnd i sjónvarpi, en 1974 tókst Paramount að kaupa sýningarréttinn. Wayne og Hayward I einu af „heitari” augnablikum myndarinnar. BARYSHNIKOV SEM JAMES CAGNEY? A næstunni mun hafist handa við að gera kvikmynd byggða á ævisögu hins þekkta leikara James Cagney. Burt Kennedy mun leikstýra myndinni auk þess að gera handritið. I ráði er að fá ballettleikarann Michael Baryshnikov til að leika Cagney á sinum yngri árum en Baryshnikov leikur nú i mynd- inni The Turning Point sem Nýja bió hefur hafið sýningar á, og var raunar útnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn þar. Hann er maðurinn sem Cagney vill sjálfur fá i þetta hlutverk en stúdíóið sem fjár- magnar myndina vildi fá þekkta stórstjörnu i hlutverkið. „Við Cagney teljum að auö- veldara sé að kenna Barysh- nikov að tala meö Bronx- hreimi heldur en að kenna öðr- um að dansa eins og hann”, sagði Kennedy i viðtali við Photoplay timaritið. En Cagney sem var einn af þekktustu leik- urum sins tima leit ávallt á sig sem söngvara og dansara fyrst og svo kom leikurinn i öðru sæti. Þess vegna er mikilvægt að góður dansari verði valinn i hlutverkið. Kennedy rannsakaði það á skrifstofu sinni hvað fólkið þar James Cagney viil sjálfur fá Baryshnikov til þess að leika sig. taldi besta manninn i hlutverk- ið. Komu þá fram nöfn eins og Richard Dreyfuss, Joel Grey og George Segal. Enginn nefndi Baryshnikov. En hinsvegar þegar Kennedy stakk upp á honum voru allir sammála um það að hann væri Fær Baryshnikov hlutverk i myndinni um ævi Cagney? eins og sniðinn i hlutverkið ef hægt væri að losa hann við rússneska framburðinn og kenna honum Bronx framburð i staðinn. Þess má geta að lokum að Baryshnikov likist Cagney á sinum yngri árum mikið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.