Vísir - 18.08.1979, Blaðsíða 19

Vísir - 18.08.1979, Blaðsíða 19
19 VÍSIR Laugardagur 18. ágúst 1979 hLjómplcxta vikimnai Kristján Róbert Kristjánsson skrifar: Silent letter America 1 lok sIBasta áratugs komu fram hljómsveitir oglistamenn, sem notuBu kassagitarinn sem aöalhljóðfæri. Frægastir þeirra voru Crosby, Stills,, Nash & Young og America. ÞaB voru þrir ungir banda- riskir piltar, sem komu saman i Englandi áriö 1969 og kölluðu sig America. Þessir piltar voru Gerry Buckley, Deway Bunnell og Dan Peek. Þeir störfuöu saman i tæp þrjú ár án þess aö vekja veru- legaeftirtekt. Þeir gáfu Ut sina fyrstu LP-plötu áriö 1971, sem hét einfaldlega „America”. En þaö var ekki fyrr en i byr j- un 1972, aö þeir fengu uppreisn æru, er lag af plötu þeirra frá fyrra ári sló i gegn og varð met- sölulag af plötu þeirra beggja vegna Atlantshafsins. Þaö lag var ,,A HorseWith No Name”, sem er mjög i anda Neil Young. Gagnrýnendur voru óvægir og héldu þvi fram aö þeir væru i einu og öllu aö stæla CSNY. Þrátt fyrir aíít mótíæti, heldu þeir ótrauðir áfram og geröu góöar plötur. A þriðju plötu þeirra fengu þeir sér til aðstoðar upptöku- stjórann, George Martin, sem einnig er frábær Utsetjari. Martin haföi m.a. unnið með The Beatles á meðan þeir störf- uðu. Hann kynnti America fyrir ýmsu nýju og þeim likaði vel hvað hann hafði fram að færa. Enn í dag starfar hann með þeim. Fyrir um það bil tveimur ár- um sendu þeir frá sér saman- safnsplötuna „America’s Greatest Hits” sem inniheldur hit-lög eins og „Ventura High- way”, Muskrat Love”, „Tin Man”, „Sister Golden Hair” svo og þeirra fyrsta „A Horse With No Name". Þar næst gáfu þeir Ut hljóm- leikaplötu og stuttu siðar sagði Dan Peek skilið við America. NU eru þeir tveir saman, Gerry Beckley og Deway Bunn- ell sem Ameriea, ásamt aðstoð- arhljómsveit. Þeir hafa nýlega sent frá sér plötusem ber heitið „Silent Letter”. Þessi plata er þeirra besta siðan „America”, fyrsta platan, og sýnir það aö þeir Beckley og Bunnell geta vel verið án Dan Peek. Eins og áður kom fram stjórnar George Martin uRitöku og sér um allar útsetningar og er þáttur hans á plötunni frá- bær. Platan hefst á laginu „Only game in town” kraftmikið lag og magnað, sem jafnframt er eina lagið sem þeir semja ekki sjálfir. önnur lög plötunnar eru „typisk” America-lög i hæsta gæöaflokki. Gullfalleglögeins og „All My Life”, „High in the City” og „All Around” auka gildi plöt- unnar. „Foolin’” sem er eftir Beck- ley og einn af Fataar bræðrun- um, en Ricky Fataar var i Beach Boys, er létt og skemmti- legt lag, sem fellur sérstaklega vel inn I stemmingu plötunnar. Annars er varla hægt að finna þar veikan punkt. Hljóðfæraleikur hefur aldrei verið betri en nú hjá þeim félög- um og komast þeir Wiilie Leacox trommuleikari og David Dickey bassaleikari frábærlega frá sinu samstxrfi. Og með menn i sama gæðaflokki og þessa sér til aðstoðar, þarf hljómsveitin America ekki að kviða framtiðinni' —KRK. eldhúsiö Umsjón: Þórunn 1. Jónatans- dóttir Austur- risk nauta- steik Nautasmásteik er ljúffengur og fljótlegur réttur borinn fram með laussoðnum hrisgrjón- um og hrásalati t.d. agúrkusalati með epl- um. Uppskriftin er fyrir 4. 500 gr. nautafille, eða annar meyr vöðvi Matarolia eða smjörliki 1 laukur 1 rauð paprika 1 græn paprika salt pipar paprikuduft 4 tómatar Skerið kjötið i fremur stóra teninga. Hitið mataroliu eða smjörliki á pönnu ásamt kjöt- inu. Hreinsið paprikuna, skerið i strimla og setjið saman við kjötið. Kryddið með salti, pipar og papriku,.Leggið"Tok á ponn- una og látið kráuma þar til kjöt- ið er orðiö meyrt. * Fláið tómatana þannig aö þið bregðiö þeim augnablik I sjóð- andi vatn, við það losnar hýöið auðveldlega. Látið tómatana krauma með i nokkrar minútur. AGÚRKUSALAT MEÐ EPLUM Salat: 1 gúrka salt 1/2 salathöfuð 2 epli Kryddlögur: 2 dl edik 1 dl vatn 3/4 dl sykur pipar Skolið agúrkuna og skerið ! þunnar sneiðar t.d. með osta- skera og leggið i skál. Stráið salti yfir og látið liggja um stund. Hreinsið salatið og rifið það niður i skálina. Skerið eplið i þunna báta og blandið öllu saman. Hrærið eða hristið saman edik, vatn, s'ykur og pipa'r þar til sykurinn er bráönaður,. Blandið kryddleginum saman við salat-1 ið. Skreytið með klipptri stein- selju.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.