Vísir - 18.08.1979, Blaðsíða 4
Laugardagur 18. ágúst 1979
4
7 % '
Matthildur Guömundsdóttir og Brynja Nordquist á sýningu samtakanna, en þær hafa sýnt fatnaö i mörg ár.
„ÆPIÁFRAM FRAM”
Brynja Nordquist sleppir engum leik
á vellinum þegar lid hennar leikur
„Viö höföum flest unniö viö tiskusýningar I mörg ár og vorum farin
aö setja upp sýningar aö miklu leyti sjálf. . . Þess vegna töldum viö
okkur fær um aö sjá um þetta aö öllu leyti og stofnuöum Módel 79.”
Visismynd JA.
,, Var orðin eins
og vöðvakarV*
— segir Matthildur
Guömundsdóttir
„Viö höfum flest unniö viö
tiskusýningar i mörg ár og vor-
um farin aö setja upp sýningar
aö miklu leyti sjálf. Þess vegna
töldum viö okkur fær um aö sjá
um þetta aö öllu leyti og stofn-
uðum Módel 79”, sagöi
Matthildur Guömundsdóttir for-
maður Módcl 79 i samtali viö
Visi.
Sýningar samtakanna hafa
vakið mikla athygli fvrir ný-
breytni og meö tilkomu þeirra
hefur orðiö bylting i ti'skusýn-
ingum. Þau gerðu miklar breyt-
ingar frá hinum heföbundnu
sýningum og má segja aö sýn-
ingar þeirra séu oröinn ómiss-
andi liður á góðum skemmtun-
um.
Matthildur og Brynja Nord-
quist hafa sýnt fatnað i um tíu
ár og flestir eru farnir aö kann-
ast við andlit þeirra en vita
kannski ekki svo mikið um per-
sónuna.
„Tiskufatnaður og starf sýn-
ingarstúlkunnar voru ekki ofar-
lega i huga mér þegar ég var
stelpa. Ég var á kafi i sundinu
og allar minar fristundir fóru i
það að æfa meö Armanni”,
sagði Matthildur.
Æfingarnar baru svo sannar-
lega árangur þvi Matthildur
settimörg Islandsmet I sundi og
reyndar var þaö hún sem setti
fyrsta Islandsmetið i Laugar-
dalslauginni þegar hdn var opn-
uð. Þaö var i landskeppni við
Dani. Matthildur var i landsliöi
okkar i 5 ár.
í þróttakennari að
mennt
„Þegar kom að þvi aö velja
framhaldsnám kom ekki annað
til greina hjá mér en Iþrótta-
kennaraskólinn á Laugarvatni.
1 vor voru tiu ár siðan ég út-
skrifaðist þaðan”, sagöi Matt-
hildur.
Eftir aö námi lauk á Laugar-
vatni tók kennslan við. „Eftir að
hafa æft sundiö svona lengi og
synt allt upp i tiu til tólf kiló-
metra á dag var ég oröin eins og
vöðvakarl. Eftir að ég fór að
kenna þá hætti ég aö æfa, enda
fannst mér það ekkert
skemmtilegt á þeim árum.þessi
samliking við vöðvakarlana”,
sagði Matthildur.
Fulltrúi íslands
i fegurðarsamkeppni
Árið 1971 var Matthildur send
til Bandarikjanna sem fulltrúi
Islands I keppninni Miss Inter-
national. Einnig var hún fulltrúi
i keppninni Miss Charming
International sem haldin var I
Bangkok á Thailandi. Þar
komst hún i úrslit og var valin
ein af fimmtán sem kepptu um
titilinn, en i keppninni voru 52
stúlkur frá flestum löndum
heims.
„Sérstaklega fannst mér
skemmtilegt að fá að fara til
Thailands, það voru ferðalögin
sem freistuðu og þess vegna sló
ég til og fór i þessar keppnir”,
sagði Matthildur.
Reyndar átti Matthildur eftir
að fara ótal ferðir bæði til
Evrópu Bandarlkjanna, þar
sem húr, starfaði sem flugfreyja
hjá Flugleiöum i þrjú ár.
,,Við erum oft kallaðar
glansdúkkur”
Nú rekur Matthildur tisku-
vöruverslun á Laugaveginum,
Plaza, ásamt manni sinum
Sævari Baldurssyni.
„Ég hafði aldrei afgreitt i
verslun fyrren I sumar, og kann
ágætlega við þaö. Maöur kynn-
ist mörgu fólki, og spjallar um
allt milli himins og jarðar. Við
erum oft álitnar glansdúkkur,
sem stöndum að tiskusýningum,
og ég hef oröiö vör við aö fólk
heldur okkur I dálitilli fjarlægö.
En þegar maöur fer að spjaDa
hverfur þetta, enda erum viö
ósköp venjulegar stelpur”.
— KP.
„Ég byrjaði að koma fram
fyrir fólk þegar ég var smá-
stelpa á sviðinu i Þjóðleikhiis-
inu, en þar var ég við ballett-
nám I mörg ár og var með f sýn-
ingum. Mér fannst þvi auðvelt
að ganga eftir sýningarpöllun-
um I fyrsta skipti”, sagði
Brynja Nordquist, þegar viö
spurðum hana hvort það hefði
verið erfitt að koma fram og
sýna föt i fyrsta skipti.
„Þegar ég var fjórtán ára
fékk ég mikinn áhuga á jass-
ballett og var f nokkur ár f Jass-
ballettskóla Báru. Ætlunin var
að byrja aftur f Þjóðleikhásinu,
cn úr þvi varö ekki”, sagði
Brynja.
Danskennari hjá
Hermanni Ragnars
En Brynja sagöi ekki skiliö
viö dansinn, þrátt fyrir að hún
yfirgæfi Þjóöleikhúsið. Ahuginn
vaknaði á samkvæmisdönsum
og húnhélt til Londonog var þar
viö dansnám.
„Eftir að ég kom heim frá
Englandi, þá fékk ég starf sem
aöstoðarkennari i dansskóla
Hermanns Ragnars. 1 tengslum
við það kom ég fram I nokkrum
þáttum sem Henný Hermanns
gerði fyrir sjónvarpið. HUn
samdi töluvert af dönsum og
þaö var mjög skemmtilegt aö
taka þátt I gerð þessara þátta.
Einnig vorum viö lika fengnar
nokkrum sinnum i Aramóta-
skaup og vinnan við það er sú
skemmtilegasta sem ég hef
fengist við”, sagi Brynja.
„Mér finnst ofsa
gaman að dansa og fer
eins oft á diskótek og ég
get”, sagði Þórður
Þórisson, en hann mun
ásamt Kristinu Berg
Pétursdóttur sýna nýj-
ustu dansana á óðals-
diskóstuðinu i kvöld.
„En þar sem ég er átján ára
kemst ég ekki alltaf inn. Enn
verraer þaðfyrir Kristfnu. Hún
er bara fimmtán ára og eini
staöurinn sem hún kemst inn á
,,Ég er ofsalegur
Framari”
„Ég geri lftið af þvi að dansa
núna, bregö mér kannski út á
gólfið þegar ég fer á ball. En I
staö þess aðfá Utrás i dansi, fer
ég á völlinn þegar Fram keppir
og æpi áfram Fram af lifs og
sálar kröftum. Ég er alveg ofsa-
legur Framari og það skiptir
mig ekki máli þó illa gangi
nUna, ég trUi á þá samt”, sagði
Brynja.
Hestamannamótin hafa lika
„t Studio 54 er aðalatriðið að
vera eins fáránlega klæddur og
hægt er”.
Vfsismyndir JA.
er Óðal á miðvikudagskvöld-
um”.
Þórður sagði, að þau Kristin
hefðu æft töluvert mikið saman
og verið i Dansskóla Heiðars
Astvaldssonar. Þá voru þau I
Sýningarflokki KolbrUnar Aðal-
steinsdóttur iveturoghafa sýnt
diskódansa á héraðsmótum
Sjálf stæðisflokksins I sumar.
Þau eru þvi þaulvön að koma
fram.
— Er þá nokkur glimuskjálfti
I þér fyrir sýninguna?
„Nei, slður en svo. Ég var
meir a a ö s egja búin n a ð gle yma
þvi að ég ætti að sýna þegar þU
hringdir”, sagöi Þóröur.
— ATA.
aðdráttarafl. „Égreyniaðkom-
ast á að minnsta kosti eitt á ári
og í sumar var ég á Skógarhól-
um.
í Studio 54
Brynja afgreiddi I mörg ár I
tiskuverslun, en nú starfar hún
sem flugfreyja hjá Flugleiðum.
„Mig langaði til að breyta til.
NU get ég einnig átt heila daga
meö stráknum minum, farið
meðhann t.d. i sund, vegna þess
að við eigum nokkra fridaga i
viku. Áöur var ég i burtu allan
daginn og svo fóru mörg kvöld i
viku i tiskusýningar, svo oft á
tlðum varlftilltimifyrir heimil-
ið”.
„Reyndarhef ég gert eina til-
raun til að komast inn i Studio 54
og hún tókst”, sagöi Brynja,
þegar við spurðum hana hvort
hún heföi heimsótt þetta umtal-
aða diskótek i New York, þar
sem fræga fólkiö skemmtir sér.
„Við fórum samanfimm flug-
freyjur. Þegar viö komum að
dyrunum var f jölmenni fyrir ut-
an. Viðkomumst einhvernveg-
inn að dyrunum og dyravörður-
inn sagði að við gætum komist
inn tvær. En eftir nokkra stund
féllst hann á að hleypa okkur
öllum inn. Straxþegar komiö er
inn sitja ljósmyndarar fyrir
fóikinu. Þeir smella af i grið og
erg, alveg sama hver á f hlut.
En ekki leist okkur á fólkið
þarna inni og ekki komum við
auga á fræg andlit. Það viröist
vera aðalatriðið að vera eins
fáránlega klæddur og hægt er.
Okkar dansstaðir eru mun
betri”, sagði Brynja Nordquist.
— KP.
Þórður Þórisson og Kristin Berg
Pétursdóttir taka sporiö fyrir
Björgvin ljósmyndara.
„OFSA
GAMAN AÐ
DANSA”