Vísir - 23.08.1979, Blaðsíða 11

Vísir - 23.08.1979, Blaðsíða 11
VlSIR Fimmtudagur 23. ágiist 1979. 11 Snorri Magnússon, þjálfari Sáms, Sámur og Sumarliði Guöbjörnsson, formaöur hjálparsveitarinnar. // Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir þvi, hvað það er erf itt að leita að fólki með hundi. Hundurinn þarf að þræða alla þá leið sem maðurinn hefur farið og það tekur kannski jafn langan tíma og hjá manninum sjálfum. Stundum finnst þó maðurinn ekki þótt hann hafi komið á þann stað sem hundurinn stoppar. Þannig var það með Geirf innsmálið. Við vorum með hund sem rakti slóð Geirfinns Ein- arssonar niður í Haf narkaf f i í Kef lavík. Við, eins og margir aörir, vorum ákaf lega óánægðir með hundinn og héldum að honum hefði skjátlast því talið var að Geir- finnur hefði gengið lengra. Ári síðar kemur það síðan upp úr kafinu að Geirfinnur haf i sést i Haf narkaf f i og farið þangaðeins og hundurinn rakti." *•<•••. m «. v — m ¦* ***.<» »*™;m'mm • , t m xm 'txt :aa , ¦ Þetta sagöi Snorri Magnús- son, félagi i Hjálparsveit skáta i Hafnarfirði, en hann er uppal- andi og þjálfari sporhunds sem sveitin á. Fyrir stuttu týndist aldraöur maður og var auglýst eftir hon- um i útvarpi og fjölmiðlum. Snorri var fenginn til þess að koma með Sám til að rekja slóð gamla mannsins. Sámur finnur hann siðan meðvitundarlitinn úti i örfirisey og mátti vist ekki tæpara standa, svo mikið var af manninum dregið. Þetta dæmi er aðeins eitt fárra sem sanna gildi spor- hunda hér á landi. Snorri Magnússon hefur haft umsjón með sporhundum Hjálpar- sveitarinnar I Hafnarfirði I nokkur ár og hefur hann fært dagbók yfir leitirnar sem hund- ar hans hafa tekið þátt i. Visir hefur enga ástæðu til að efast um sannleiksgildi þessarar bókar og fullyrðir að hundar þessir eru þarfaþing og það sanna þær 197 frásagnir af leit með sporhundum, sem skráðar eru i.þessa dagbók. Visir ræddi við Snorra og Sumarliöa Guðbjörnsson, for- mann Hjálparsveitar skáta i Hafnarfirði fyrir skömmu um nýja hundinn og nauðsyn spor- hunda. Á launum við uppeldið Fyrsta spurningin var sú hvort það væri ekki timafrekt að annast uppeldi og þjálfun hundsins. „Maður er auðvitað alltaf bundinn við hann, alla daga árs- ins, þvi það má alltaf búast við útkalli," sagði Snorri. „Maður getur ekki stungið honum inn i skáp klukkan fjögur á föstudegi þegar vinnuvikunni lýkur." — Er þetta sjálfboðavinna hjá þér eða ertu á launum? ,,Ég er eini maðurinn I Hjálparsveit skáta i Hafnarfirði sem er á launum. Ég þarf að æfa hundinn, elda ofan I hann, sækja mat fyrir hann, þjálfa hann, sem er mjög timafrekt starf og krefst mannskaps. Ég er búinn að fara með hann i 200 æfingar frá þvi að ég byrjaði að æfa hann um áramótin." — Er hundurinn i góðri þjálfun? „Sámur er nú aðeins þriggja ára, og ekki enn kominn i eins góða þjálfun og hinir voru, en Blóðhundurinn Sámur. það er óhætt að segja að hann er efnilegur. . Sólarhringur þarf að líða á milli leita — Hvernig fer þjálfunin fram? „Hún fer þannig fram að það er stöðugt verið að búa hann undir leitir. Það þarf að fá menn til að leggja slóð og það þarf að fá menn til aö aka bæði mér og hundinum á milli. Langur timi verður að liða á milli þess að slóðin er lögð og hundurinn fer að leita. Ég læt hundinn þefa af ein- hverju sem sá á sem leita skal að. Aður hefur einhver gengið i 6—7 km og kannski er sólar- hringur siðan það gerðist. Þá þræðir hundurinn slóð mannsins og loks verður hann að koma að manninum sem leitað var það, þvi hundurinn verður að finna að hann geri rétt." — Getur hann leitað að öðrum manni strax eftir leit? „Nei, það verða að liða 24 tim- ar á milli leita, hann þarf að losa sig við lyktina úr fyrri leit- inni." Sögðu mig Ijúga „Ég var úti i Danmörku og Noregi fyrir skömmu og I Dan- mörku segja þeir að hundarnir geti ekki rakið slóð sem er eldri en fjórir timar. I Noregi segja þeir að hundarnir geti rakið slóð sem er allt að 24 tima gömul, en þá við bestu hugsanleg skilyrði og að enginn annar en sá týndi hafi átt þar leið um," sagði Sumarliði Guðbjörnsson, vara- formaður Hjálparsveitar skáta i Hafnarfirði. „Þegar ég sagði aö við hefð- um fundið mann sem hafði týnst fyrir 55 timum og auk þess heföi snjóað yfir hann, þá sögðu þeir mig ljúga." Lögreglan milliliðurinn — Hvernig á fólk að bera sig að vilji það láta leita að ein- Sámur kankast við fóstra sinn, Snorra Magnússon. Vísismyndir ÞG. hverjum? Má það koma beint til ykkar og biðja ykkur að koma með hundinn? „Við myndum eflaust koma, værum við nokkurn veginn ör- uggir um að einhver væri týnd- ur, en við viljum helst að svona beiðnir komi frá lögreglunni," sagði Sumarliði. „Við værum i raun og veru aö taka fram fyrir hendurnar á lögreglunni ef við gerðum það. Annars vil ég taka það fram að við höfum átt alveg sérstaklega gott samband við lögregluna hér á höfuðborgar- svæðinu og einnig hefur dóms- málaráöuneytið reynst okkur alveg sérstaklega vel." Eru sporhundar 100% öruggir? „Nei, auðvitað eru þeir ekki óskeikulir. Margt getur komið i veg fyrir að árangur náist. Það getur verið að einhver hafi með- höndlað mikið þann fatnað, sem sá, sem leita skal að á, og hund- urinn finni ranga lykt. Það er annars mjög áriðandi að huhd- urinn lykti af flik, sem enginn hefur handfjatlað áður. Einnig ruglar það hundinn ef slóöin slitnar, til dæmis þegar sá sem leita á að fer upp i stræt- isvagn eða annað farartæki." Ætla að fá annan hund „Nú erum við að reisa hunda- byrgi fyrir sveitina úti & Alfta- nesi, þvi það stendur til að fá annan hund, þvi eins og gefur að skilja er það slæmt að hafa bara einn hund, þvi ef hundurinn er nýkominn úr leit og beið,ni um aðra berst, þá er hundurinn óvigur. Sólarhringur þarf minnst að liða á milli leita." ^-SS —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.