Morgunblaðið - 19.09.2001, Page 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ENDURSKOÐUNARNEFNDIN
um stjórn fiskveiða er klofin og ligg-
ur fyrir, að mati nefndarmanna, að
nefndin hafi endanlega lokið störf-
um og muni ekki skila sameiginlegri
niðurstöðu eins og að var stefnt.
Fjórir nefndarmanna, sem skipa
meirihluta í nefndinni, skrifuðu und-
ir álit sitt á fundi nefndarinnar síð-
astliðinn mánudag og höfnuðu þeir
jafnframt tillögum minnihlutans um
að fresta afgreiðslu málsins. Þrír
nefndarmenn sem skipa minnihluta
munu skila sérálitum sínum og bók-
unum í síðasta lagi næstkomandi
föstudag.
Stefnt er að því að niðurstöðurnar
verði svo kynntar eftir helgina.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins tókst ekki að leysa úr
grundvallarágreiningi innan nefnd-
arinnar um þær tvær leiðir sem sett-
ar voru fram í skýrslu auðlinda-
nefndar fyrir tveimur árum, þ.e. um
svonefnda fyrningarleið og veiði-
gjaldsleið.
Meirihluti nefndarmanna þeir
Friðrik Már Baldursson, formaður
nefndarinnar, Kristján Skarphéðins-
son, skrifstofustjóri í iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytinu, og þingmenn
Sjálfstæðisflokksins þeir Vilhjálmur
Egilsson og Tómas Ingi Olrich fall-
ast ekki á fyrningarleiðina í áliti
sínu. Gera þeir hins vegar að tillögu
sinni í meirihlutaáliti sínu að farin
verði gjaldtökuleið í sjávarútvegin-
um sem taki mið af því sem sjávar-
útvegurinn er talinn geta borið. Þar
verði um að ræða greiðslu vegna
kostnaðar af fiskveiðistjórnuninni og
jafnframt er lagt til að tekið verði
upp afkomutengt veiðigjald.
Á móti verði hins vegar ýmsum
þjónustugjöldum létt af sjávarútveg-
inum, sem talin eru geta numið um
800–1.000 milljónum króna, skv.
heimildum Morgunblaðsins.
Nefndarmenn í minnihluta
skila sérálitum fyrir helgina
Þingmennirnir Kristinn H. Gunn-
arsson, Framsóknarflokki, Jóhann
Ársælsson, Samfylkingu og Árni
Steinar Jóhannsson, Vinstrihreyf-
ingunni – grænu framboði, standa
ekki að áliti meirihlutans. Þeir munu
hafa lýst yfir að þeir væru hlynntir
því að reynt yrði að ná samkomulagi
um einhvers konar fyrningarleið.
Þeir munu þó ekki hafa náð sam-
stöðu um sameiginlegt minnihluta-
álit og er reiknað með að þeir muni
hver um sig skila sínu séráliti eða
bókunum við nefndarálitið.
Nefndarmenn sem rætt var við í
gær vildu lítið tjá sig um ágreining-
inn í nefndinni fyrr en sérálitin liggja
fyrir og niðurstaðan verður kynnt í
heild eftir helgina.
Innan minnihlutans mun þó vera
litið svo á, skv. heimildum blaðsins,
að tillögur meirihlutans þýði í reynd
að litlar breytingar verði gerðar á
stjórnkerfi fiskveiða, nái þær fram
að ganga en þær koma væntanlega
til kasta Alþingis í haust. Álit meiri-
hlutans sé ekki í samræmi við sam-
eiginlega niðurstöðu sem náðist inn-
an auðlindanefndarinnar og
klofningur nefndarinnar sé ávísun á
áframhaldandi úlfúð í kringum sjáv-
arútveginn.
Markmið að ná sem
víðtækastri sátt landsmanna
Sjávarútvegsráðherra skipaði
endurskoðunarnefndina 28. septem-
ber 1999 og fékk hún það hlutverk að
endurskoða og koma með tillögur til
breytinga á fiskveiðistjórnarlögun-
um. Bar nefndinni að taka tillit til
hagsmuna sjávarútvegsins og al-
mennings í landinu í starfi sínu, skv.
erindisbréfi ráðherra. Var markmið
hennar að ná fram sem víðtækastri
sátt landsmanna um fiskveiðistjórn-
unarkerfið en þess yrði þó jafnframt
gætt að fórna ekki markmiðum um
skynsamlega nýtingu og bætta um-
gengni um auðlindir sjávar eða raska
hagkvæmni og stöðugleika í grein-
inni.
Upphaflega átti nefndin að skila
niðurstöðum til ráðherra fyrir 1.
september í fyrra Það gekk ekki eft-
ir og fengu nefndarmenn þá frest til
1. september á þessu ári til að skila
niðurstöðum sínum.
Reynt var til þrautar
,,Þessu er að ljúka. Þeir sem ekki
vilja vera með að öllu leyti í áliti okk-
ar eru bara að vinna sína heima-
vinnu,“ sagði Vilhjálmur Egilsson í
gær. Að sögn Vilhjálms var reynt til
þrautar að ná samkomulagi í nefnd-
inni en það tókst ekki.
Jóhann Ársælsson segir að nefnd-
in hafi raunverulega lokið störfum
þótt niðurstöðum verði ekki skilað
fyrr en á mánudag. ,,Niðurstaða
meirihlutans liggur fyrir og mönnum
var gefið færi á að skila minnihluta-
álitum,“ sagði hann.
Að sögn hans komu fram tvær til-
lögur á fundinum á mánudag um að
nefndin héldi áfram störfum en þær
voru báðar felldar. Að sögn Jóhanns
er langt á milli skoðana nefndar-
manna. ,,Það sýndi sig í þessari
nefnd að menn fundu ekki leið,“
sagði hann.
Nefndin klofnaði um
grundvallaratriði
,,Meirihluti nefndarinnar er búinn
að afgreiða sitt meirihlutaálit en eins
og gerist í vinnu af þessu tagi er okk-
ur gefinn kostur á að vinna okkar
bókanir eða sérálit eftir því hvað
menn kjósa. Ég geri ráð fyrir að vera
einn með sérálit en við höfum tímann
fram á föstudag til að skila því. Svo
er gert ráð fyrir að þetta verði kynnt
fjölmiðlum á mánudag eða þriðjudag
í einu lagi,“ segir Árni Steinar Jó-
hannsson.
Að hans sögn klofnaði nefndin um
grundvallaratriði. ,,Það var tekist á
um þessar tvær leiðir sem voru sett-
ar fram í skýrslu auðlindanefndar,
gjaldtökuleið og fyrningarleið. Þetta
er náttúrlega stórmál og erfitt,“
sagði hann.
,,Við sem ekki skrifuðum upp á álit
meirihlutans vildum reyna að halda
þessu starfi áfram og gera alvarleg-
ar tilraunir til að koma heildstæðir
út úr þessu. Ég lagði mikla áherslu á
það á fundinum í gær. Formanninum
þótti einsýnt að það væri tilgangs-
laust og það þýðir ekkert annað en
að þeir hafi ekki viljað nálgast okkur
í þessu máli,“ sagði Árni Steinar.
Tillaga gerð um afkomu-
tengt veiðileyfagjald
Endurskoðunarnefnd um stjórn fiskveiða klofin og meirihlutinn hefur
undirritað álit sitt og hafnar frestun
ÞJÓÐMINJASAFN Íslands mun
kynna verkefnið „Aðhlynning og
kynning á friðlýstum fornleifum“ á
Menningarminjadegi Evrópu næst-
komandi laugardag, 22. september.
Verkefnið, sem Landsvirkjun hefur
styrkt felst m.a. í uppsetningu frið-
lýsingarmerkja við friðlýsta forn-
leifastaði.
Að sögn Ragnheiðar Trausta-
dóttur, fornleifafræðings hjá Þjóð-
minjasafni Íslands, eru rúmlega
500 friðlýstir fornleifastaðir á land-
inu en ætla má að fjöldi fornleifa sé
um og yfir 700. „Við höfum í sumar
sett friðlýsingarmerki við nær 30%
af þeim rúmlega fimm hundruð
stöðum sem eru friðlýstir,“ segir
hún.
Sérstakar merkingar með m.a.
sögulegum upplýsingum hafa verið
settar við ellefu þessara staða. Þeir
staðir eru: Laugarnes í Reykjavík,
Þingnes við Elliðavatn, Dóm-
hringur og leiði Heggs í landi
Heggstaða í Borgarfjarðarsveit,
Litlibær í Skötufirði, Ingimund-
arrústir í Þverárhreppi í Vestur-
Húnavatnssýslu, Vaðlaþing í Litla-
Eyrarlandi í Eyjafirði, Krakalækj-
arþing við Lagarfljót, Eyvindarkofi
í Þjórsárverum, Rútshellir í landi
Hrútafells í Austur-Eyjarfjalla-
hreppi og fornar rústir í Húshólma
á Reykjanesi.
Fornminjar fara forgörðum
Að sögn Ragnheiðar hefur merk-
ing af þessu tagi annars vegar þann
tilgang, að varðveita friðlýsta staði;
koma í veg fyrir að þeir verði fyrir
skemmdum eða hverfi sjónum
manna og hins vegar að upplýsa
ferðamenn.
Hún segir að flestir þessara staða
hafi verið friðlýstir á árunum 1920–
1940 en þeir hafi margir hverjir þó
ekki verið skoðaðir nánar heldur
hafi Mattías Þórðarson, þáverandi
þjóðminjavörður, friðlýst þá eftir
ábendingum, til að varðveita þá.
„En það var kannski ekkert þar,“
segir Ragnheiður og bætir því við
að hún sé þó viss um að margir
fornleifastaðir hafi farið for-
görðum á síðustu 20 til 30 árum.
Starfsmenn Þjóðminjasafnsins og
borgarminjavörður verða með leið-
sögn um staðina ellefu n.k. laug-
ardag frá kl. 13 til 16.
Friðlýsingar-
merki við fjölda
fornleifastaða
Morgunblaðið/Þorkell
Ragnheiður Traustadóttir við
friðlýsingarmerki við Gjárétt.
Skilti með sögulegum upplýsingum hefur verið komið fyrir á ellefu stöðum á landinu.
Eitt þeirra er að finna á Laugarnesi í Reykjavík.
UNDIRBÚNINGUR að sölu á
ráðandi eignarhlut í Lands-
banka Íslands er kominn vel á
veg en framkvæmdanefnd um
einkavæðingu stendur að söl-
unni í samstarfi við HSBC-
bankann í London.
Valgerður Sverrisdóttir, við-
skiptaráðherra, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að ekki
væri langt að bíða frétta af mál-
inu. „Það verður þá tilkynnt op-
inberlega enda er um skráð fé-
lag að ræða. Tíminn fer hins
vegar að verða naumur því að
ætlan ríkisstjórnarinnar er að
stigið verði ákveðið skref á
þessu ári.“
Undir-
búningur
kominn
vel á veg
Einkavæðing
Landsbankans